Þjóðviljinn - 31.07.1990, Qupperneq 2
FRETTIR
Jarðborun í Öxarfirði
Ríkisstjómin gefi svarstrax
Um 10 miljónirþarf til jarðborana í Öxarfirði. Björn Benediktsson
oddviti: Svar verður að fást innan 2 vikna
Komið hefur í Ijós að mikið há-
hitasvæði er í Óxarfirði og tal-
ið er að olía leynist þar einnig. Að
sögn Björns Benediktssonar
oddvita Oxarfjarðarhrepps vUja
heimamenn að boruð verði 1000
m tilraunahola á austurbakka að-
alkvíslar Jökulsár á Fjöllum til að
ganga úr skugga um það.
Björn sagði að vísindamenn
sem þarna hefðu unnið að rann-
sóknum segðu að það væri ekki
spurning um hvort olía væri í
jörð, heldur hvort hún væri nýt-
anleg. „Þetta finnst okkur heima-
mönnum meira mál en svo að það
sé hægt að leiða hjá sér að skoða
það. Hvað varðar jarðhitann þá
var boruð smá hola 1987 og kom í
ljós að þarna er háhiti á 7-10
ferkílómetra svæði. En við
lendum alltaf í sama hringnum
hvað það mál varðar. Stjórnvöld
spyrja hvers vegna setja eigi pen-
inga í borun á háhitasvæði ef eng-
inn veit hvað á að gera við ork-
una. En aðilar sem hugsanlega
vildu nýta orkuna, t.d. Raf-
magnsveitan og Landsvirkjun
segjast ekki geta gert neinar áætl-
anir þegar þeir vita ekki hvað er
undir,“ sagði Björn.
Heimamenn eru orðnir nokk-
uð langþreyttir á þessum sömu
Gullfoss
Nýtt skipulag
í dag verður formlega tekinn í
notkun nýr göngustigi sem liggur
frá bflastæðinu við Gullfoss upp á
barm gljúfursins. Stigi þessi er
liður í framkvæmdum samkvæmt
nýju skipulagi aðkomu að
Gullfossi. Skipulagið gerir ráð
fyrir nýju bílastæði, snyrtiað-
stöðu og tveimur útsýnispöllum.
Náttúruverndarráð hefur kostað
framkvæmdir ásamt Plastpoka-
sjóði Landverndar. Að sögn Sig-
urðar Ármanns Þráinssonar hjá
Náttúruverndarráði hefur um-
gengni við Gullfoss ekki verið
nægilega góð og sé þar aðstöðu-
leysi um að kenna. Fyrirhugaðar
framkvæmdir muni verða mjög
til bóta. el
svörum. „Annað er það sem við
erum orðnir þreyttir á, sem er að
það eru a.m.k. 10 vinnsluholur á
Reykjanesi sem voru boraðar
fyrir mörgum árum á kostnað
ríkisins. Það hlýtur að hafa verið
gert án þess að nýtingarmögu-
leikar væru kannaðir, því þær
hafa ekki verið notaðar. En svo
Fólk er greinilega að vakna til
vitundar um umhverfisvernd,
því sala á endurunnum salernis-
pappír og eldhúsrúllum eykst
stöðugt. Svo og á úðabrúsum sem
innihalda ekki ósoneyðandi efni. í
þessu sambandi hafa verslanir
stóru hlutverki að gegna, en þær
standa sig misvel í kynningu á
umhverfisvinsamlegum vörum.
Þjóðviljinn fór í fjóra stór-
markaði í gær og kynnti sér úrval
og kynningu á umhverfisvinsam-
legum vörum. Hagkaup stendur
sig sýnu best, því bæði er mikið
og gott úrval af þessum vörum og
kynning á þeim er til fyrirmynd-
ar. Á rekkum þar sem þessar
vörur eru stendur „Náttúruvin-
ur“ og einnig hefur Hagkaup
tekið það upp að selja einungis
úðabrúsa sem ekki innihalda ós-
oneyðandi efni. Að sögn Kristín-
ar Sigurðardóttur starfsmanns í
Hagkaup, er greinilegt að fólk
kaupir meira af umhverfisvin-
samlegum vörum, bæði pappír og
úðabrúsum.
f versluninni Nóatúni fékkst
endurunninn salernispappír, en
engin sérstök kynning var á hon-
um. Að sögn Lóu Bjargar Óla-
dóttur verslunarstjóra er það
ekki hlutverk verslunarinnar að
vekja sérstaka athygli á þessum
vörum. Hún sagði það fyrirtækj-
anna sem framleiða vörumar að
kynna þær og verslunin myndi
eicki hengja upp slík kynningar-
skilti. Lóa Björg sagðist ekki
verða vör við að fólk keypti meira
af endurunnum pappír.
vilja menn ekki bora hér,“ sagði
Björn.
Stjórnvöld hafa ekki viljað
leggja peninga í borun í Öxar-
firði, en nú hafa heimamenn boð-
ist til að leggja fram helming þess
fjár sem til þarf, eða um 10 milj-
ónir króna. Ríkið þyrfti þá að
leggja fram 10 miljónir. Hins veg-
Næst lá leiðin í Bónus í Skeif-
unni og þar vora til nokkrar teg-
undir af endurannum salernis-
pappír. Einnig var þar skilti til
kynningar á vörunni. Jón Ásgeir
verslunarstjóri í Bónus sagði að
þeir væra sífellt að auka við sig
hvað varðar umhverfisvinsam-
legar vörur. Stefnan hjá Bónus
væri að taka í sölu allar þær vörar
sem ekki væru hættulegar um-
hverfinu, s.s. úðabrúsa sem ekki
innihalda ósoneyðandi efni. Að
sögn Jóns Ásgeirs væri næst á
dagskrá að taka í sölu endurunna
eggjabakka og kaffifflter og jafn-
framt að vekja á þeim sérstaka
athygli. „Fólk hugsar miklu
meira um hvað það kaupir núna
en áður og það er greinilegt að
áhugi á þessum vörum er að
ar stendur það tilboð heima-
manna aðeins í 2 vikur í viðbót,
vegna þess að bor sem til staðar
er í Öxarfirði verður fluttur burt
að þeim tíma liðnum. Að sögn
Björns verður leitað eftir því að
fá leyfi stjórnvalda til að gera
samninga við erlenda aðila ef ís-
lendingar hafa ekki áhuga.
vakna,“ sagði Jón Ásgeir.
í Miklagarði var að finna
endurunninn salernispappír, en
engin sérstök athygli var vakin á
honum. Ekki heldur var um slíkt
að ræða hvað úðabrúsa varðar.
Þórður Sigurðsson verslunar-
stjóri í Miklagarði sagði það vera
hugsunarleysi að vekja ekki sér-
staka athygli á endurannum
pappír. „Við höfum í hyggju að
kynna þessar vörar sérstaklega
og einnig erum við að taka í sölu
kaffifflter úr endurannum papp-
ír,“ sagði Þórður. Afgreiðslufólk
í Miklagarði sagði að það yrði
vart við aukinn áhuga á umhverf-
isvinsamlegum vöram og greini-
legt væri að fólk er að vakna til
vitundar um umhverfi sitt.
ns.
Upplagseftirlit
Samdráttur
hjá tímaritum
Þjóðlíf hefur mesta útbreiðslu
tímarita sem taka þátt í upplags-
eftirliti Verslunarráðs íslands, en
upplagið hefur þó minnkað veru-
lega á undanförnum mánuðum.
Á tímabilinu október til janúar
var upplag Þjóðlifs 14.500 eintök,
en var tæplega 12 þúsund eintök á
tímabilinu febrúar til maí. Upp-
lag annarra tímarita í upplagseft-
irliti dróst einnig saman miðað
við sömu tímabil.
Fjögur tímarit og fjögur frétta-
blöð fengu staðfestingu á upplagi
sínu með síðustu könnun verslun-
arráðsins, en allir þeir sem geta
lagt fram fullnægjandi bókhalds-
gögn um prentuð eintök geta
tekið þátt í eftirlitinu. Tímaritin
eru Heilbrigðismál, Heimsmynd,
Æskan og Þjóðlíf. Upplag Þjóð-
lífs er stærst sem fyrr segir, en
upplag Heimsmyndar var að
meðaltali 9,500 eintök á tímabil-
inu febrúar til maí.
Hafnfirska fréttablaðið, Vík-
urfréttir í Keflavík, Bæjarins
besta á ísafirði og Vestfirska
fréttablaðið taka þátt í eftirlitinu.
Samkvæmt fréttatilkynningu
upplagseftirlitsins, hafði Víkur-
fréttir stærsta upplagið, rúmlega
5,600 prentuð eintök.
Morgunblaðið tekur eitt dag-
blaða þátt í eftirliti verslunar-
ráðs.
-gg
BHMR
ÆFR gegn lögum
Stjórn Æskulýðsfylkingar .41-
þýðubandalagsins í Reykjavík
telur að sérstök lagasetning vegna
úrskurðar félagsdóms í BHMR-
deilunni yrðu mikill smánarblett-
ur á Alþýðubandalaginu.
í ályktun stjórnar ÆFR segir
að einhliða frestun á framkvæmd
kjarasamnings við bandalagið
hafi verið asnastrik, sem félags-
dómur hefur afmáð, eins og segir
í ályktuninni.
„Ríkisstjórnin ætti að láta sér
þann dóm að kenningu verða og
taka afleiðingum þess samnings
sem hún sjálf gerði,“ segir orð-
rétt.
-gg
Umhverfisvinsamlegar vörur
Verslanir taka sig á
T
Ath!
I yjjr f /T
/i Alllr úðabrúsar i
Hng'kaup imúhalda
ffí ósoneyðandl efní.
Sala á endurunnum salernispappír og eldhúsrúllum eykst stöðugt, svo
og á úðabrúsum sem ekki innihalda ósoneyðandi efni. En betur má ef
duga skal. Mynd: Jim Smart.
Ný og stílfærð útgáfa af björgunarnetinu Markúsi var nýlega kynnt
fulltrúum í nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar
um öiyggi á hafinu. Framkvæmdastjóri Björgunarnetsins Markúsar
hf., PéturTh. Pétursson, sá um kynninguna í aðalstöðvum stofnunar-
innar í London. Mæltist kynningin vel fyrir og vakti athygli þeirra 320
þátttakenda frá 60 löndum, segir í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.
Björgunarnetið Markús stendur á tímamótum um þessar mundir þar
sem um tíu ár eru liðin frá því að Markús B. Þorgeirsson, höfundur og
hönnuður netsins, hóf að fikra sig áfram með útfærslu upphaflegrar
hugmyndar um netið. Myndin sýnir sýningarbásinn sem Björgunarn-
etið Markús hf. hafði til umráða í aðalstöðvum Alþjóðasiglingamálast-
ofnunarinnar.
Farsottir Reykjavík
í maí og júní
í síðasta mánuði greindust 613
einstaklingar með kvef og aðrar
veirusýkingar í efri loftvegum,
eða tæplega helmingi færri en í
undangengnum mánuði. Þá
greindust í júní 51 einstaklingur
með iðrakvef eða veirusýkingu í
þörmum, í stað 85 í maímánuði
sl. Af öðrum farsóttum sem
greindust í síðasta mánuði má
nefna að 20 voru með lungna-
bólgu, 11 með hálsbólgu af völd-
um sýkla og 15 með hlaupabólu.
Að undanskilinni hlaupabólunni,
fækkaði skráðum tilfellum allra
þessara pesta í síðasta mánuði frá
því í næsta mánuði á undan.
í fréttatilkynningu frá borgar-
lækni segir að þessar upplýsingar
séu samkvæmt skýrslum þriggja
heilsugæslustöðva í borginni og
Læknavaktarinnar hf.
Trúarlíf íslendinga
í hnotskurn
Þriðja hefti ritraðar Guðfræði-
stofnunar, sem er nýkomið út,
fjallar um trúarlíf íslendinga og
nefnist „Trúarlíf íslendinga, fé-
lagsfræðileg könnun“. Höfundar
ritsins eru þeir dr. Björn Björns-
son, guðfræðiprófessor og dr.
Pétur Pétursson, lektor við Fé-
lagsvísindadeild Háskóla íslands.
í ritinu er greint frá niðurstöð-
um umfangsmikillar spurninga-
könnunar á ofangreindu efni sem
framkvæmd var á árunum 1986-
1987 og byggir á svörum 731 ein-
staklinga á aldrinum 18-75 ára.
Ritið skiptist í sjö aðalkafla. í
fyrsta kaflanum er greint frá trú-
arhugmyndum landans, fjallað er
um guðstrú, afstöðuna til frelsar-
ans og trú á líf eftir dauðann. í
öðrum kafla er fjallað um trúar-
áhrif og uppeldi, í þeim þriðja um
trúarlíf og helgihald, þar sem
biblíulestur, bænaiðja og áheit
eru tekin til umfjöllunar. Þá fjall-
ar einn kafli ritgerðarinnar um
sambland trúar og siðferðis, s.s.
viðhorf til fóstureyðinga og hugs-
anlegt samband þeirra við trúar-
skoðanir. í ritinu er einnig greint
frá afstöðu manna til trúarlegs
efnis í fjölmiðlum og afstöðu
manna til sambands ríkis og
kirkju, stjórnmálaskoðana og
viðhorfi til þjóðkirkjunnar.
Ritið er alls 244 tölusettar
síður. Það má nálgast í flestum
bókabúðum.
Laugarvatn -
ekkert sukk og svínarí
Af gefnu tilefni, vilja umsjónar-
menn tjaldsvæðisins á Laugar-
vatni, vekja athygli á því að þang-
að eru allir velkomnir sem virða
almennar umgengnisreglur og
vilja njóta náttúru landsins í ró og
spekt.
í fréttatilkynningu umsjónar-
manna segir að „sá leiði miskiln-
ingur hafi stundum komið upp,
að sumartjaldsvæðin séu
skemmtistaður, þar sem leyfilegt
sé að hafa í frammi hávaða. Svo
er ekki. Allir eiga rétt á friði og
ró, sérstaklega um nætur.“
FyrirlesturumSan
Francisco jarðskjálft-
ann
Á morgun mun dr. Kenneth L.
Verosub, prófessor við Kaliforní-
uháskóla flytja fyrirlestur í boði
jarðeðlisfræðistofu Raunvísind-
astofnunar H.f um það hvaða
lærdóma megi draga af jarð-
skjálftanum sem skók San Fra-
ncisco og næsta nágrenni í októ-
ber í fyrra.
Á fyrirlestrinum mun Verosub
m.a. sýna myndir frá skjálfta-
svæðunum og reifa hvaða lær-
dóma megi draga af skjálftanum,
sem jarðvísindamenn sáu ekki
fyrir.
Fyrirlesturinn verður fluttur í
stofu 158 í byggingu VR-II og er
öllum opinn meðan húsrúm
leyfir. Fyrirlesturinn hefst stund-
víslega kl. 16.15.
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 31. júlí 1990