Þjóðviljinn - 31.07.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 31.07.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILIINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar í heyönnum Eitt af þeim ágætu menningarverömætum sem Islend- ingar hafa varöveitt lengur en aðrar þjóðir er gamla miss- eratalið, en því fylgir m.a. að telja vikur árstíðanna og halda um leið gömlum mánaðanöfnum. Samkvæmt þessu teljum við nú 16. viku sumars á íslandi og Heyannir byrjuðu um helgina. Má það víst heita nokkurt dæmi um breytta hætti, að rúmur mánuður er samt síðan hey- skapur byrjaði víða um land og sums staðar er honum alveg eða nær lokið. Nú er svo komið, að margir bændur hafa ræktað meira land en þeir geta nýtt til heyskapar og jafnvel til beitar. Framleiðslustýringin hefur valdið því að hluta, en einnig eru þess dæmi að ráðist hafi verið í nýræktir án þess að bein þörf hafi verið fyrir þær. Þóroddur Þóroddsson, framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs, lýsir því í viðtali við helgarblað Tímans, að jarðabætur þær sem fólust í framræslu votlendis, hafi aldrei verið taldar varða Náttúruverndarráð. Þessi starf- semi hófst í verulegum mæli eftir síðari heimsstyrjöldina og mikið var grafið af skurðum allt fram á seinustu ár. Víða hafa landkostir breyst verulega í kjölfarið, og ekki ævinlega til batnaðar. Vatnabúskap hefur verið raskað, tjarnir þornað og grunnvatnsstaða breyst, en sums stað- ar hefur hvorki skapast betra beitiland né verið hægt að taka landið til ræktunar. Og oft hefur verið minnst á örlög þeirra tegunda votlendisfugla sem hröktust úr heimkynn- um sínum fyrir þessar sakir. Þessi atriði geta farið að skipta meira máli, þar eð margs konar trjágróður þarfnast einmitt jarðraka í tals- verðum mæli, en þess eru líka dæmi að skurðir ofarlega í landi hafi dregið vatn úr hlíðum og rýrt náttúrleg skilyrði. Það er því athyglisvert að sjá, að sumir bændur hafa tekið það til bragðs að moka á ný ofan í sárin, þar sem skurð- anna var bersýnilega ekki þörf. Framkvæmdastjóri Náttúruverndarráðs hefur eðlilega góða yfirsýn um umgengni okkar við náttúruna, og því er það fagnaðarefni, að hann fullyrðir að hún hafi „breyst alveg gífurlega á marga vegu til batnaðar“. Hann nefnir að óþarfa akstur hafi minnkað, m.a. vegna þjónustu Vegagerðar ríkisins sem gefur út tilkynningar um færar og lokaðar leiðir. Sjálft hefur Náttúrverndarráð til viðbótar við mörg ágæt fræðslurit nýlega gefið út leiðbeininga- bækling um akstur utan vega. Samvinna ferðaþjónustu- aðila og Náttúruverndarráðs hefur aukist, áningarstaðir hafa verið bættir og minna er um sorpmengun af völdum ferðamanna. Auk þess nefir Þóroddur Þóroddsson að frágangur aðila sem annast framkvæmdir hafi stórbatn- að. Það er ekki síst athyglisvert, að í Ijósi þeirrar reynslu sem Náttúruverndarráð hefur af umsjón og eftirliti með rúmlega 70 friðlýstum svæðum, fólkvöngum og þjóð- görðum, þá telur framkvæmdastjóri þess ekki raunhæft að vernda land með þeirri girðingaherferð sem sumir aðilar hafa básúnað svo mjög á undanförnum árum, ma. til að friða hálendið allt fyrir beit, -.girðingar eru ekki alltaf besta lausnin, því fleira þarf að koma til,“ segir hann. Áhrif skipulagsleysisins við framræslu mýranna ætti að geta kennt okkur þá lexíu, að hægt skyldi farið í því að breyta ásjónu landsins. Þóroddur Þóroddson varar sterk- lega við því að reyna td. að steypa alla áfangastaði ferða- manna í sama mót. Hann vil halda hálendisperlunum eins og þær eru, án þess að tyrfa þar tjaldsvæði eða reyna að skapa aðstöðu fyrir stóraukinn ferðamannastraum. Skynsamlegra sé að reisa þjónustumiðstöðvar í jöðrum hálendisins og skipuleggja þaðan dagsferðir. Þetta gæti raunar verið kjörið verkefni fyrir byggðafólkið sjálft, að hafa frumkvæði í þessum efnum og huga að stefnu- mótun. Ekkert bendir til annars en íslendingar þurfi að búa sig undir enn aukinn ferðamannastraum, og að fleiru þarf að huga en því hvernig hámarka skal tekjumögu- leikana af þeim hverju sinni. Við skuldum landinu sjálfu mikla alúð og forsjálni. KLIPPT OG SKORIÐ Lítill munur „ ... „ ... j - á hægri og vinstri Hver situr á kassanum? í nýjasta hefti tímaritsins Sveitarstjórnarmál gerir Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræö- ingur grein fyrir athugun sinni á því, hvaða áhrif stjórnmálastefnur hafa á útgjöld sveitarfélaga. Meö öðrum orð- um: hvaða máli skiptir það, hvort vinstri eða hægri meirihluti fer með stjórn tiltekins bæjarfélags? í þessari athugun er út frá því gengið, að meirihluti teljist vinstra megin í tilverunni ef Al- þýðubandalagið á aðild að hon- um en ekki Sjálfstæðisflokkur. Hægri meirihluti var svo sá sem Sjálfstæðisflokkurinn gekk inn í en ekki Alþýðubandalagið. Lítill munur á vinstri og hægri Og hver er svo útkoman? Hún er í stuttu máli sagt sú, að það hefur næsta lítil áhrif á útgjöld sveitarfélaga, hvortyfirþví ræður vinstri eða hægri meirihluti. Merkjanlegan mun er aðeins hægt að finna á útgjöldum til dag- vistarmála - í þeim efnum eru vinstrimenn örlátari en hægri- menn. Að öðru leyti virðist blátt áfram stærð sveitarfélags hafa róttækari áhrif á útgjaldamynstr- ið en sérleiki stjórnmálaflokka. Þetta er vissulega fróðlegt. Og nú er að spyrja: hvaða ályktanir eigum við að draga af þessu? Liggur ekki beinast við að segja, að stjórnmálaflokkarnir hafi gert sig óþarfa, að minnsta kosti í sveitastjórnarpólitík? Þeir geti bara ráðið sér bæjarstjóra og verkfræðing og farið svo heim að sofa? Skemmtilegast náttúr- lega að fá sveitarstjórnarmenn sjálfa til að svara þessu. En á meðan skulum við leyfa okkur nokkrar vangaveltur um þetta efni. Þungur samnefnari Það er víst og satt að stjórnmálaflokkar hafa átt í vax- andi erfiðleikum með að koma eftirtektarverðri sérstöðu sinni til skila í sveitastjórnarpólitík. Og ber margt til þess. í fyrsta lagi hefur sú þróun orð- ið í landinu að róttæk samræming hefur orðið á bæði tekjustofnum og útgjaldaliðum sveitarfélaga. Hver sveitarstjórn hefur tak- markað svigrúm bæði til að afla fjár og til að víkja út frá vissu útgjaldamynstri. Útsvarsprós- entan er hér. Holræsin þar. Mal- bikið hér. Börn og gamalmenni. íþróttahús verðum við að byggja eins og hjá hinum. Eins og hjá hinum, sögðum við, eins og hjá grönnum okkar í Njarðvíkum eða Bolungarvík, og þar með er komið að mikilvægum þætti þessa máls. í tímans rás verður til sameiginlegur mæli- kvarði sem gildir um allt land, mælikvarði á það, hvað sveitar- stjórn eða bæjarstjórn eða borg- arstjórn er skylt að gera í félags- legri þjónustu og framkvæmdum. Annars gerir lýðurinn uppreisn. Það hverfur svo fljótlega úr vit- und fólks á bak við þennan sam- nefnara, að hann er sprottinn upphaflega af átökum milli stjórnmálaafla og af mismunandi áherslum sem þeir leggja. Vinstri- og hægrisaga Og ef menn nenntu að rifja upp söguna, þá kemur það fljótt í ljós, að það voru flokkar tengdir verk- lýðshreyfingunni sem höfðu frumkvæði um flesta þætti þess velferðarmynsturs sem smám saman nær til landsins alls. Með- hn hægrimenn sögðu fyrst nei, þvældust svo fyrir, féllust síðan á velferðarkröfur - með sínum fyrirvörum. Það var alls ekki út í hött að Guðbergur Bergsson sendi pólitíkinni þetta skeyti hér fyrir síðustu eða næstsíðustu kosningar: Það er hlutverk vinstrimanna að bera fram nýjar hugmyndir, það kemur svo í hlut hægrimanna að framkvæma þær. Vandi nýs framboðs En þó við nú höfum þessa sögu í huga og þá staðfestingu hennar sem greina má enn í mismunandi útgjöldum til dagvistarmála, þá er hitt jafn víst, að „samnefnar- inn“ sterki fær fólk til að efast um hlutverk flokkakerfisins í sveitarstjórnarmálum. En þær efasemdir hafa ekki endilega þær afleiðingar sem menn gátu búist við. Tökum til dæmis framboð Nýs vettvangs hér í Reykjavík. Að- standendur þess framboðs héldu því mjög á lofti, að flokkakerfið væri úr sér gengið og til fárra góðra hluta nýtilegt og því um að gera að brydda upp á einhverjum pólitískum nýmælum. Og það sýnist kannski sem slíkur mál- flutningur fái verulegan byr af því ástandi sem að ofan var lýst: af rýrnun flokkasérstöðu í sveita- stjórnum. En á móti kemur þá, að sveitastjórnarmálin eru öll reyrð á klafa samnefnarans: það er hægt að koma með nýtt fram- boð, en nýjar hugmyndir um það sem undir sveitarstjórnir fellur, þær liggja hreint ekki á lausu. Og einmitt þess vegna er borin von að vekja upp í sveitastjórn- arkosningum þann uppbyggilega hugaræsing, sem ný hreyfing, sem svo vill heita, þarf á að halda. Hvað sem annars má um Nýjan vettvang segja og hans tilorðn- ingu. Nýjar lummur og gamlar Vel á minnst: krafan um nýjar hugmyndir. Hún er stundum ó- sanngjörn. Rifjum það til dæmis upp, að þegar Nýr vettvangur kvaðst í kosningaslagnum í vor vilja leggja miklar áherslur á dagvist- armál og mál aldraðra, þá ypptu menn öxlum og sögðu: séð hefi ég annað eins. Sjálfstæðismenn og fjölmiðlarar á þeirra snærum vildu afgreiða þetta með fyrirlitn- ingu: þetta eru bara gamlar og fúlar lummur, sögðu þeir. Stjórn- arandstæðingar sem fyrir voru í Reykjavík, Alþýðubandalags- menn og Kvennalistakonur, þau sögðu náttúrlega sem rétt var, að þau hefðu margt gott sagt og til lagt einmitt um þessi mál og að þeir “nýju“ bættu þar litlu við. Þetta er allt mjög eðlilegt: krafan um pólitískan frumleika er að því leyti erfið, að það er ekki verið að finna ný lönd á félagsmálahnett- inum á hverjum degi. Börnin hafa lengi verið á sínum stað og þeirra þarfir. Gamla fólkið líka. Og við öll reyndar. Eða eins og í barnaleikritinu ágæta segir: „Ég er viss um að það var hér allt í gær..“. ÁB. þJðÐVILJINN Síðumúla 37 —108 Reykjavfk Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdls Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Daviðsdóttir, Þröstur Haraldsson, Ragnar Karisson. Skrifstofustjóri: Signjn Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðnjn Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Guðmunda Kristinsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðrún Gísladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefria Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgrelðsla, ritstjóm, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvlk. Sími: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SfÐA - ÞJÖÐVH.JINN Priðjudagur 31. júfi 199«

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.