Þjóðviljinn - 31.07.1990, Qupperneq 6
Vill
Samþvkkt var í gær á þingi
Úkraínu með 282 atkvæðum
gegn 31 að krefjast þess af so-
véska varnarmálaráðuneytinu að
allir Úkraínumenn í sovéska
hernum, sem eru í herþjónustu í
Kírgisíu, Aserbædsjan og Arm-
eníu, yrðu kvaddir þaðan og
sendir til ættlands síns fyrir 1.
okt. n.k. Einnig var samþykkt að
fara fram á að Úkraínumenn í
herþjónustu í öðrum sovétlýð-
veldum utan ættlands síns yrðu
sendir þangað fyrir 1. des.
Þing Eystrasaltsríkjanna hafa
gert svipaðar samþykktir, en enn
sem komið er hafa kröfur um
þetta verið fyrst og fremst
Stytta af Hoxha gnæfir yfir veg-
farendur í Tirana - hve lengi fær
hann að standa þar?
Stjómmála-
samband Albana
og Sovétmanna
Ríkisstjórnir Albaníu og So-
vétríkjanna hafa orðið ásáttar um
að taka að nýju upp fullt
stjórnmálasamband sín á milli.
Það hefur legið niðri síðan 1961,
er því var slitið vegna ágreinings
milli þáverandi ráðamanna ríkj-
anna, þeirra Envers Hoxha og
Níkíta Khrústsjov. Litið er á
endurupptekt stjórnmálasam-
bandsins sem eina vísbendinguna
enn um breytta afstöðu ráða-
manna íTirana, en meðan Hoxha
sat þar að völdum voru Sovétrík-
in þar harðlega fordæmd sem
„endurskoðunarsinnaður" svik-
ari við sannan sósíalisma.
ERLENT
Ukraínuþing
hermenn heim
táknræns eðlis, og ekki ber á því
að sovésk stjórnvöld hyggist taka
þær til greina. Einn talsmanna
úkraínsku þjóðernishreyfingar-
innar Rukh sagðist telja sam-
þykktina fyrsta skrefið í áttina til
þess að stofnaður yrði sérstakur
úkraínskur her. Sagði hann að
fullveldi Úkraínu yrði aðeins
pappírsgagn þangað til lýðveldið
hefði komið sér upp eigin her-
styrk.
Tilskipun Gorbatsjovs Sovét-
ríkjaforöseta á miðvikudag, um
afvopnun vopnaðra samtaka,
virðist öðrum þræði liggja að baki
þessari samþykkt Úkraínuþings.
Eru menn þar mótfallnir því að
úkraínskum hermönnum verði
beitt til að afvopna vopnaða hópa
í Armeníu og annarsstaðar, en
óttast er að til blóðsúthellinga
komi í því sambandi.
Reuter/-dþ.
Monróvía
Fjöldamorð í
Stjórnarhermenn drápu yfir
200 óbreytta borgara, flest
konur og börn, í kirkju í Monró-
víu, höfuðborg Líberíu, í gær, að
sögn sjónarvotta. Kirkjan, þar
sem hryðjuverk þessi voru fram-
in, er í eigu lúthersks safnaðar og
í Sinkor, borgarhluta þar sem
fjöldi fólks á flótta frá bardaga-
svæðum hefur leitað hælis.
Sjónarvottar segja hermenn í
þjónustu Samuels forseta Doe
hafa ruðst inn í kirkjuna eld-
snemma um morguninn, þegar
flest fólkið, sem þar hafði látið
fyrirberast um nóttina, var enn
sofandi. Þegar að var komið eftir
morðin varð ekki þverfótað í
kirkjunni fyrir líkum. í sumum
glugganna héngu lík af mann-
eskjum, sem höfðu verið drepnar
þar er þær reyndu að komast út
þá leiðina á flótta undan her-
mönnunum. Einn sjónarvottur
sagðist hafa séð konur með sund-
urskotið höfuð og enn með smá-
börn bundin á bak sér.
Fólkið sem drepið var í kirkj-
unni var flest af þjóðflokkunum
Gio og Mano. Borgarastríðið í
Líberíu er fyrir löngu orðið stríð
milli þjóðflokka fyrst og fremst,
Ian Gow, breskur þingmaður í
íhaldsflokknum, beið bana í
gærmorgun af völdum sprengju,
sem komið hafði verið fyrir í bfl
hans. Átti þetta sér stað við heim-
ili Gows í Hankham, þorpi í Eng-
landi suðaustanverðu.
Gow var áður einn helstu ráðu-
nauta Margaretar Thatcher, for-
sætisráðherra, og ráðherra í
stjórn hennar, en sagði sig úr
stjórn í nóv. 1985 í mótmælaskyni
við samning stjórna Bretlands og
kirkju
annarsvegar Gio og Mano sem
eru uppreisnarmanna megin og
hinsvegar Krahn og Mandingó,
sem Doe forseti hefur stuðning
af. Reuter/-dþ.
írlands um Norður-Irland. Sam-
kvæmt þeim samningi fékk írska
stjórnin rétt til vissra afskipta af
Norður-írlandsmálum. Gow var
harðlínumaður í þeim málum,
mótfallinn breytingum á stöðu
Norður-írlands og lagði áherslu á
að í engu yrði gefið eftir fyrir
írska lýðveldishernum (IRA).
George Churchill-Coleman, yfir-
maður bresks liðsstyrks sem fæst
við hryðjuverkamenn, sagðist í
gær telja að IRA hefði ráðið
þingmanninum bana.
England
Þingmaður myrtur
Trinidad og Tobago
Stjómin gefur eftir
Uppreisnarmenn sleppa gíslum gegn sakaruppgjöf
Talsmenn ríkisstjórnar Trini-
dads og Tobago og svartra mús-
líma þarlendis tilkynntu í gær að
samkomulag hefði náðst með
stjórninni og múslímunum, sem
haft hafa þinghúsið og sjónvarps-
húið í Port of Spain, höfuðborg
ríkisins, á valdi sínu síðan á föstu-
dag. Tóku uppreisnarmenn þess-
ir þar í gíslingu A.N.R. Robinson,
forsætisráðherra, og um 30 aðra
embættismenn.
Múslímarnir hótuðu að drepa
gíslana ef tilraun yrði gerð til þess
að frelsa þá. Samkomulagið er
samkvæmt fréttum í gærkvöldi á
þá Ieið að gíslunum verði sleppt,
að uppreisnarmenn fái sakarupp-
gjöf, að Robinson segi af sér og
þjóðstjórn verði mynduð. Er
henni ætlað að fara með völd
fram að kosningum innan 90
daga. Gert var ráð fyrir að foringi
uppreisnarmanna, Yasin Abu
Bakr nefndur, yrði í þjóðstjórn-
inni. Er svo að heyra að stjórnin
hafi að miklu leyti látið undan
kröfum múslímanna.
Múslímarnir segjast hafa grip-
ið til vopna vegna spillingar
stjórnarinnar og sparnaðarráð-
stafana hennar, er komið hafi illa
við almenning. Fregnir herma að
Kreisky - hann varð Austurríki til
vegsauka.
Bruno Kreisky
Sáttafrömuður
látinn
Jarðarför Brunos Kreisky,
fyrrum sambandskanslara Aust-
urríkis, fer fram á vegum ríkisins
7. ág. Kreisky lést á sunnudag, 79
ára að aldri.
Hann var leiðtogi austurríska
Sósíalistaflokksins og sambands-
kanslari 1970-83. Hann naut
mikilla vinsælda heimafyrir og
álits erlendis. Afskipti hans af al-
þjóðamálum, þar sem hann beitti
sér af kappi fyrir sáttum valda-
blakka kalda stríðsins, urðu
Austurríki, sem er hlutlaust, til
vegsauka á þeim vettvangi.
Kreisky, sem var af gyðinga-
ættum, flýði land sitt undan nas-
istum og dvaldist síðan um skeið í
Svíþjóð. Sem leiðtogi sósíalista
mun hann hafa haft hliðsjón
nokkra af jafnaðarmannaflokk-
um Norðurlanda. Hann verður
borinn til grafar í aðalkirkjugarði
Vínarborgar.
Reuter/-dþ.
yfir 20 menn hafi verið drepnir í
bardögum í sambandi við upp-
reisn þessa og fjölmargir særðir.
Margir íbúa höfuðborgarinnar
gripu tækifærið meðan her og
lögregla voru upptekin í viður-
eigninni við uppreisnarmenn og
fóru með ránum og rupli. Versl-
anir í borginni eru að sögn flestar
tómar eftir þann atgang.
Reuter/-dþ.
Giscard fyrrum Frakklandsforseti
Öxullinn París Bonn á enda?
Telursennilegtað stjórn sameinaðs Þýskalands muni ráðfæra sig við Bandaríkin og Sovétríkin, en hirða minna
en áður um samböndin við Frakkland
Valery Giscard d‘Estaing, sagði í blaðaviðtali sem birtist í
fyrrum forseti Frakklands, gær að hætt væri við að með sam-
Tilkynning til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því
að gjalddagi launaskatts fyrir júlí-mánuð er 1.
ágúst n.k.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til
innheimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík toll-
stjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu
um þríriti.
Fjármálaráðuneytið
einingu Þýskalands yrði öxullinn
París-Bonn í Evrópustjórnmálum
á enda. Eftir að sameiningin væri
komin í kring myndi þýska
stjórnin að líkindum ráðfæra sig
fyrst og fremst við ráðamenn
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna,
en gerast skeytingarminni en
áður um samböndin við Frakk-
land.
Giscard lét þetta í ljós í viðtali
við Le Figaro, íhaldssamt blað
franskt. Hann lagði til að Frakkar
reyndu að vinna á móti þessari
sveiflu í alþjóðastjórnmálum
með því að leggja aukna áherslu á
sameiningarþróun innan Evróp-
ubandalagsins. Kvaðst Giscard
vera eindregið fylgjandi samein-
ingu efnahagslífs og gjaldmiðla
bandalagsríkjanna 12 og því að
„viðeigandi pólitískum stofnun-
um“ yrði fengin í hendur stjórnun
málefna bandalagsins í heild.
Þyrftu leiðtogar helstu aðildar-
ríkja, Bretlands, Frakklands,
Þýskalands og Ítalíu, að tala sig
saman um þetta, fremur en að
treysta í því efni á sérfræðinga og
fulltrúa.
Giscard kvaðst ekki vera hrif-
inn af framtíðarsýn Helmuts
Kohl, sambandskanslara Vestur-
Þýskalands, um „Stór-Evrópu“
með hugsanlegri aðild Norður-
landa- og Austur-Evrópuríkja,
þar eð hætt væri við að slík víkk-
un EB drægi úr pólitískri sam-
stöðu innan þess.
Giscard lét einnig í ljós áhyggj-
ur af framtíð Nató, með hliðsjón
af umræddum breyttum áhersl-
um í alþjóðamálum. Hann kvaðst
telja að 1994, þegar síðustu so-
6 SI'ÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 31. júlí 1990
vésku hersveitirnar færu af þýsku
landi, myndi þýska stjórnin fara
fram á að mestallur annar er-
lendur her í Þýskalandi yrði einn-
ig á brott þaðan. Þar með yrði
Nató ef til vill endanlega búið að
vera.
Náin sambönd voru með
Frakklandi og Vestur-Þýskalandi
á áttunda áratug þegar Giscard
var Frakklandsforseti og jafnað-
armaðurinn Helmut Schmidt
sambandskanslari Vestur-Þýska-
lands. Margir eru nú farnir að
telja líklegt að Giscard verði enn
á ný í framboði til forsetaemb-
ættis 1995, þegar yfirstandandi
kjörtímabil Mitterrands rennur
út. Giscard er nú 64 ára, tíu árum
yngri en Mitterrand.
Reuter/-dþ.