Þjóðviljinn - 31.07.1990, Page 11

Þjóðviljinn - 31.07.1990, Page 11
FRÁ LESENDUM l DAG Er alltaf allt vitlaust í Grindavík? Mig langar til að benda samles- endum mínum á Þjóðvilja á greinarkorn sem ég sá £ blaðinu Bæjarbót sem kemur út í Grinda- vík. Þar er vikið að eilífðarmáli: heimamönnum finnst að engar fréttir séu sagðar af þeirra plássi nema vondar fréttir. Og kenna um, þótt spaugilegt sé, því sem kallað er „hryðjuverkastarfsemi“ lögreglunnar. Með öðrum orðum því að hún svarar í síma og segir frá uppákomum þegar DV eða Víkurfréttir í Keflavík hringja. Bæjarbót finnst þetta skelfilegt og segir að jákvæðir atburðir séu miklu algengari í bæjarlífinu en slagsmál og rúðubrot sem lög- reglan skiptir sér af. Sem er að sjálfsögðu rétt. Nema hvað Grindavíkurblaðið gleymir þvíi að hvort sem mönnum líkar betur eða verr þá eru fréttir vondar fréttir, allt frá því íslendinga- sögur voru skrifaðar - en ýmsum forverum þeirra á Bæjarbót þótti það hið versta mál á sínum tíma að verið væri að þýða á útlend mál og gefa út níðrit um ísland eins og Egils sögu, þar sem ekki segir frá öðru en heimskulegum manndrápum, svikum, ágirnd og rógi. Bæjarbót hinsvegar er blað sem vill fyrir sinn hatt gera gott úr öllu. Á forsíðu blaðsins er vitnað í ummæli bæjarstjórans um nýtt svæðisskipulag fyrir Suðurnes undir fyrirsögninni: „Mjög gott stefnumótandi uppflettirit". Við hliðina er falleg mynd með stór- um texta: „Bláa lónið - perla í hrauninu". Svo er sagt frá sæ- görpum sem hafa verið heiðraðir, nýju heimili fyrir aldraða, og snælduútgáfu sem gefur „hressi- leg sönglög í bílinn". En sem sagt: hér fer á eftir greinin um hina dökku mynd af einu plássi í fjölmiðlum: „Hvernig er þetta með ykkur þarna í Grindavík? Er alltaf allt vitlaust hjá ykkur? Þið eruð bara alltaf í fjölmiðlunum! Þetta eru setningar sem margir bæjarbúar fá að heyra frá vinum og vanda- mönnum, sem búa annars staðar á landinu og frétta ef til vill fátt úr heimabyggðinni nema í gegnum fjölmiðla. Það leiðir hugann að því hvemig mynd þar er dregin upp af bænum okkar og fólkinu sem hann byggir. Upplýsinga- miðlunin er í raun á fárra hönd- um og þær fréttir sem mest fer fyrir koma frá lögreglu staðarins. Samkvæmt heimildum blaðsins er það Sigurður Ágústsson sem samkvæmt sérstöku samkomu- lagi sér um alla upplýsingamiðlun úr herbúðum lögreglunnar hér og hann hefur tjáð blaðinu að mikið sé sótt eftir fréttum frá lögregl- unni, sérstaklega af hálfu DV og Víkurfrétta. Nú er það svo að borgarar bregða stundum á leik og gera þá ýmislegt sem betur væri ógert. Oftar en ekki er þá Bakkus við stjórnvölinn. Menn keyra fullir, brjóta rúður, slíta upp blóm eða hvolfa úr ruslafötum, reyna stundum krafta sína á lifandi eða dauðum hlutum. Þetta þekkja allir. Skyldu Grindvíkingar stunda þessa iðju öðrum mönnum meira? Örugglega ekki. En fréttirnar úr heimabyggðinni benda til annars. Ekki er vitað hvað lögreglunni gengur til með sinni upplýsinga- miðlun(!). Kannski á hún að vera öðrum víti til varnaðar. Kannski á hún að hjálpa til við að upplýsa mál. Kannski er bara svona gam- an að sjá sín getið! Þessi orð eru sett hér á blað í framhaldi af all mörgum samtölum, þar sem reiðir bæjarbúar hafa hvatt til þess að reynt yrði að hafa áhrif á neikvæða umfjöllun um Grinda- vík. Einn sagði að það væri helvíti hart að lögreglan væri með hál- fgerða „hryðjuverkastarfsemi" gagnvart áliti bæjarins, á sama tíma og jákvæðir atburðir og upp- ákomur bæru höfuð og herðar yfir það neikvæðar.“ (H.J sendi). Ein snjöll kjaralimra Guðmundur hringdi og kvaðst hafa heyrt á skotspónum limru ágæta. Hann var ekki viss um að hann hefði numið hana rétt, en gat samt ekki stillt sig um að koma henni á framfæri, enda er vísan um brýn málefni dagsins eins og það heitir. Limran mun vera eitthvað á þessa leið - og taki menn eftir listilegri og tvíræðri rímþraut í enda hennar: Við á harðskeyttan ráðherra herjum og hungurlaun okkar verjum með Ijónið hann Pál af lífi og sál og lœrðan í BHMR-jum. Pennavinir Blaðinu berast alltaf af og til bréf erlendis frá þar sem óskað er eftir íslenskum pennavinum. Hér á eftir birtum við nöfn heimilis- föng og aðrar upplýsingar um nokkra aðila sem vilja eignast ís- lenska pennavini. Christina Newton, P.O.Box 70 Cape Coast, Ghana. Christina er 26 ára og áhuga- mál eni tónlist, kvikmyndir, ferðalög, körfubolti og sund. Hún skrifar á ensku. Noel Logue, 24 Lorando Avenue, Sefton 2162, New South Wales, Ástralíu. Noel er 63 ára og áhugamál eru pennavinir og íþróttir. Hann hef- ur áhuga á að skiptast á minjag- ripum. Ellen Baissie P.O.Box 596, Oguaa, No 39/3 Coronation Street, Ghana. Ellen er 25 ára. Áhugamál eru blak, kvikmyndir, tónlist, lestur og hitta skemmtilegt fólk. Comfort Eshun, P.O.Box 952, Cape District, Ghana. Comfort er 25 ára. Áhugamál eru ferðalög, tónlist, útivera, lestur, kvikmyndir og sund. Gregg C. Peacock, 150 No. Stewart, Creve Coeur, Illinois 61611, Bandaríkjunum. Gregg er 39 ára. Áhugamál eru matseld og tilraunir með nýjan mat, ferðalög, lestur, sund, hestamennska, mannúðarstörf og bréfaskriftir. Peter Levis 8 Cartela Streeet, Sandy Bar, Tasmania 7005, Ástralíu. Peter er fertugur. Cynthia Nyasemhne c/o Gerard M. Tsibu, Telegrahs office, University Post Office, Cape Coast, Ghana. Cynthia er 23 ára og áhugamál matseld, dans og heimsóknir. Youri Chauleur, 25, chemin le David, 69370 St Didier au Mt dÓr, Frakklandi. Youri er 16 ára. Áhugamál sund, hestamennska, tónlist og íþróttir. ÞJ0ÐVIUINN FYRIR 50 ÁRIJM Kastast í kekki milli breskra og japanskrastjórnvalda. Breska stjórnin æf vegna handtöku ell- efu Breta í Japan sem þarlend stjórnvöld saka um njósnir. Lögreglustjórinn í Reykjavík fyrirskiparmyrkvun Reykjavíkur 15. ágúst vegna loftárásahættu. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi sem lögreglustjóri boðaði til. Dansáopinberumstöðum verður bannaður eftir kl. 22. Kaffihúsum og kvikmyndahúsum verður lokað á sama tíma. Eftirlit verður hert til mikilla muna með ölvuðum mönnum frá 1. ágúst að telja. Þáverðuröllumsemsjást þriðjudagur, 212. dagur ársins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 4.30- sólarlag kl.22.36þ Viðburðir Fyrri heimsstyrjöldin hefst 1914. Hatrammar stúdentaóeirðir í Mexíkó 1968.Sendiherra So- vétríkjanna á íslandi tekur við áskorunarskjali undirrituðu af 100 íslenskum sósíalistum, til Sovétríkjanna um að virða sjálf- stæði og ákvörðunarréttTékk- óslóvakíu. ölvaðiráalmannafæri „kipptúr umferð". Lögreglan tekurþáog geymir í fangahúsi þar til af þeim errunnið. DAGBOK APOTEK Reykjavfk: Helgar- og kvöldvarsla lyfjabúöa vikuna 27. júli til 2. ágúst er f Garðs Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunni. Fýrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga ki. 22 til 9 (til 10 á frídögum). Siðarr.efnda apó- tekiö er opið á kvöldin kl. Í8 til 22 virfia daga og á laugardögum kl. 9 ti! 22 sam- hliöa hinu fýrmefnda. LOGGAN Reykjavík Kópavogur. « 1 11 66 « 4 12 00 tr 1 84 55 Hafnarfjörður. « 5 11 66 «5 11 66 Akureyri « 2 32 22 Slökkvilið og sjúkrabílar Reykjavík « 1 11 00 Kópavogur. « 1 11 00 Sfiltiamames tt 1 11 00 Hafnarflörður. Garöabær. « 5 11 00 « 511 00 Akuneyri.......................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fýrir Reykjavik, Seltjamar- nes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavikur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. vitjanabeiönir, simaráðlegg- ingar og tímapantanir i « 21230. Uppíýs- ingar um laekna- og lytjaþjónustu eru gefriar i símsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daaa frá kl. 8 til 17 og fýrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeild- in er opin frá ki. 20 til 21. Slysadeild Borgarspítalans er opin allan sólarhring- inn, rr 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan, ■« 53722. Næturvakt lækna, tr 51100. Garðabær: Heilsugæslan GarðaflöL « 656066, upplýsingar um vaktiækna, «51100. Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á Lækna- miöstöðinni, « 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis ffá kl 17 til 8 985-23221 Keftavik: Dagvakt, upplýsingar í « 14000. Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna, «11966. SJUKRAHUS Heimsóknartíman Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspltalans: Alla daga kl. 15 til 16, feöratimi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingarheimili Reykjavikur v/Eiriksgötu: Almennurtimi kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatimi kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeiid Land- spitalans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stöðin viö Barónsstig: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotsspítali: Aila daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. n • • ' ■ r H L Bamadeild: Heimsóknir annarra en for- eldra kl. 16 til 17 alia daga. St Jósefs- spitali Hafnarfirði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspítalinn: Alla daga kl 15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga k). 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15 til 16 og 19:30 til 20. YMISLEGT Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamargötu 35,« 622266, opiö allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarsíma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 til 23. Símsvari á öðmm tímum. « 91-28539. Sálfraeðistööin: Ráögjöf I sálffæðilegum efnum,« 687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt í síma 11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagiö, Álandi 13: Opið virka daga frákl. 8 «17, «688620. „Opið hús” fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur jjeirra í Skógarhlíð 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aöstandendur þeirra í« 91-2240 og þar er svaraö alla virka daga. Upplýsingar um eyðni:« 622280, beint samband við lækni/hjúkmnarfræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars slm- svari. Samtök um kvennaathvarf:« 21205, húsaskjól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eöa oröið fýrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpa, Vesturgötu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til 22, fimmtu- daga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22, « 21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa iýrir siflaspellum:« 21500, slmsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: « 21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stígamót, miðstöö fýrir konur og böm sem orðiö hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vesturgötu 3,« 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt, « 652936. GENGIÐ 27. júlí 1990 kl. 9.15 KAUP SAU T0LLGENGI Dollar..... 58.250 58.410 59.760 Pund.......105.852 106.143 103.696 Kan.dollar. 50.477 50.615 51.022 Dðnskkr...... 9.4294 9.4553 9.4266 Norskkr.... 9.3096 9.3351 9.3171 Sanskkr...... 9.8562 9.8832 9.8932 Fl.mark...... 15.2988 15.3408 15.2468 Fra.franki... 10.7072 10.7366 10.6886 Bolg.frank. 1.7432 1.7480 1.7481 Svlss.frankl.... 42.3790 42.4955 42.3589 Holi.gylllnl. 31.8419 31.9294 31.9060 V-þ.mark... 35.8881 35.9867 35.9232 It.lira...... 0.04903 0.04916 0.04892 Aust.sch..... 5.1014 6.1154 5.1079 Port.oscudo.... 0.4088 9.4099 0.4079 Spd.posotl... 0.5844 Ú.5860 0.5839 Jap.yon...... 0.38627 q.38733 0.38839 írsktpund.. 96.249 96314 96.276 SDR........ 78.5181 M.7338 74.0456 ECU........ 74.3707 .,l||750 73.6932 KROSSGÁTA lt: 1 skriffæri4 stak(6aftur7þjark9 Ólwj|l2ber14tímabil 1 öáthygli 16 kvendýr 19horfir20kvabb21 maajir Lóðrótt: 2 dropi 3 tína spotti 5 spil 7 kröppu 8 ásjóna10hrellir11 brúkaði 13smáfiski 17 heiður 18 karlmanns- nafn Lausnásiðustu krossgátu Lárétt: 1 elta 4 þófi 6 nár 7 hass 9 ófin 12 kamar 14 efi 15 ótt 16 lukum 19 fitl 20nafn2 illar Lóðrétt: 2 lóa 3 ansa ■ þróa 5 fri 7 hreyfa 8 skilti 10 frómar 11 ný- tinn 13 mak 17ull 18 una Þriðjudagur 31. júlí 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.