Þjóðviljinn - 01.08.1990, Blaðsíða 2
Reykjanesfólkvangur:
Griðland íbúa
höfuðborgarsvæðisins
Það þarf oft ekki að leita langt
yfir skammt til að komast út í
guðsgræna náttúruna frá ysi og
erli þéttbýlisins. Samt sem áður
er eins og flestum okkar komi
sjaldnast til hugar að það geti ver-
ið allt eins skemmtilegt og fræða-
ndi að skoða næsta nágrenni eins
og að flengjast tugi ef ekki hund-
ruði kflómetra á fjölskyldufarko-
stinum til þess að geta fundið
stundlegan frið fyrir amstri hvers-
dagsins.
Ibúar höfuðborgarsvæðisins og
annarra þéttbýlisstaða á suðvest-
ur horni landsins eru reyndar svo
heppnir að hafa rétt við bæjar-
mörkin lang stærsta friðlýsta
svæði sinnar tegundar, nefnilega
Reykjanesfólkvang, þar sem get-
ur að líta sýnishorn af mörgu því
helsta sem íslensk náttúru hefur
upp á að bjóða.
Reykjanesfólkvangur var
stofnaður 1975. Að stofnun griðl-
andsins stóðu eftirtalin sveitarfé-
lög á höfuðborgarsvæðinu: Hafn-
arfjörður, Garðabær, Kópavog-
ur, Reykjavík og Seltjarnarnes.
Að auki áttu aðild að stofnun
fólkvangsins Selvogshreppur og
Suðurnesjabyggðirnar Keflavík,
Njarðvík og Grindavík. Stjórn og
umsjá fólkvangsins er í höndum
þessara sveitarfélaga í samráði
við Náttúruverndarráð.
Griðlandið, sem er um 300 fer-
kflómetrar að stærð, nær frá
Vesturhálsi í vestri, austur að
sýslumörkum Gullbringu- og
Árnessýslu um Brennisteinsfjöll,
Varða á útmörkum Reykjanes-
fólkvangs.
til sjávar að sunnanverðu, en í
norðri tengist það tveimur öðrum
útivistarsvæðum, Bláfjallafól-
kvangi og Heiðmörk.
fbúar á Stór-Reykjavíkur-
svæðinu þurfa ekki að aka lengi
tilað komast inn í sælureitinn.
Sæmilega greiðfærir akvegir
Iiggja víða um fólkvanginn og er
úr mörgum leiðum að velja. Fyrir
þá sem eru alls ókunnugir stað-
háttum er heppilegast að aka sem
leið liggur um Reykjanesbraut
ofan Hafnarfjarðar og beygja inn
á Krýsuvíkurveg nokkru áður en
komið er að álverinu í
Straumsvík.
Nokkru eftir að komið er inn á
Krýsuvíkurveg greinast leiðir á
ný. Á vinstri hönd liggur Blá-
fjallavegur, en þeir sem ætla til
Krýsuvíkur velja leiðina á hægri
hönd. Velji menn síðari kostinn
aka þeir sem leið liggur upp
Vatnsskarð. Þar kvíslast leiðir á
nýjan leik. Til hægri handar
liggur vegurinn milli hálsanna
Vesturháls, sem einnig er nefnd-
ur Núpshlíðarháls, og Sveiflu-
háls, eftir grösugu dalverpi. Eftir
stundarkorns akstur er komið á
Lækjarvelli og að Djúpavatni,
litlu en fögru vatni sem liggur í
gígskál utan í Vesturhálsi. fvatn-
inu er lítilsháttar silungsveiði,
sem Stangveiðifélag Hafnarf-
jarðar hefur allan veg og vanda
að.
Hafi menn hug á því að bregða
undir sig betri fætinum og sækja á
brattann, er um ýmislegt að
velja. Upp hlíðina fyrir ofan vell-
ina er auðveld ganga. Þegar upp
er komið blasir við allmikill
skomingur í hálsinn, sk. Þrengsli
og Sog. Þar er litadýrð mikil í
jarðvegi enda land ummyndað af
jarðhita. Úr Sogum er stutt ganga
niður á Höskuldarvelli, þar sem
þeir Vatnsleysustrandarbændur
hafa ræktað upp mikil tún. í
norðri, fyrir ofan Sogin, eru þær
fj allsystur Grænadyngj a og Tröll-
adyngja, sem eru nokkurskonar
einkennisfjöll í fjallahring höfu-
ðborgarbúa. Upp á dyngjurnar er
auðveld ganga. I heiðskýru veðri
er útsýni ægifagurt af tindunum.
Faxaflóinn fagur og breiður blas-
ir við í öllu sínu veldi og út við
sjónarrönd eru Snæfellsnesfjall-
garðurinn og Borgarfjarðarfjöll í
Reykjanesfólkvangur, griöland
íbúa á höfuðborgarsvæðinu, er
aðeins steinsnarfrá byggð. Þar
land óvenju fjölbreytt og kjörið
átUiruskoðunar og útlvislar
þaðan hægt að velja um leið
Grindavíkur yfir Festarfjall eða
að halda til austur áttar og aka
öllu sínu veldi. Niður undan Esj-
unni glittir í höfuðborgarsvæðið,
svo agnarsmátt og tilkomlítið séð
úr þessari ómælis firð.
Ef gengið er til suðurs eftir
eggjum Vesturhálsins koma
menn fljótlega að litlu en snotru
vatni uppi á hálsinum, Græna-
vatni.
Haldi menn sem leið liggur
eftir akveginum niður með Vest-
urhálsinum koma þeir brátt á
grasi gróna velli, sem áður vora
tún þeirra bænda á Vigdísar-
völlum. Þar var síðast búið f
kringum aldamótin síðustu og má
enn greina tóftir bæjarhúsanna.
Frá Vigdísan'öllum liggur vegur-
inn niður í Ögmundarhraun og er
yfir til Krýsuvíkur og eða austur í
Selvog.
í Krýsuvík er margt að skoða
og sjá. Þar var á öldum áður
höfuðból og kirkjustaður. Heim-
ildir geta þess að heimajörðinni
hafi fylgt fjölmargar hjáleigur og
var því f Krýsuvík all nokkurt
byggðahverfi og kirkjusókn um
aldir. í Krýsuvík var heyfengur
mikill og góður, beitiland var tal-
ið gott og hlunnindi fylgdu margs
konar heimajörðinni. Má þar
nefna móskurð, fjörugrös, fugla-
og eggjatekju í Krýsuvíkurbjargi,
en þangað er skammur spölur að
fara frá Krýsuvík.
Þrátt fyrir að allur búskapur
hafi lagst af í Krýsuvík og þar sé
fátt eitt eftir sem minnir á forna
frægð, hefur staðurinn fengið
nýtt hlutverk. í húsnæði sem hýsa
átti skóla á staðnum er nú rekið
meðferðarheimili fyrir unga
vímuefnaneytendur.
Mikill jarðhiti er við Krýsuvík
og er auðvelt að komast að fög-
rum vatns- og leirhverum, sem
sumir hverjir eru allt við vegar-
brún. Þá er ástæða til að gefa
gaum að sérkennilegu vatni í
sprengigíg, Grænavatni sem ber
nafn með rentu og er skammt frá
Krýsuvíkurbænum.
Skammt norðan Krýsuvíkur er
Kleifarvatn, stórt stöðuvatn. í
því er töluverð silungsveiði og fer
allmiklum sögum af stórurriðum
sem þar fást stundum á öngul.
Hér hefur aðeins verið fátt eitt
nefnt sem Reykjanesfólkvangur
hefur upp á að bjóða. En það á
við í þessu sem örðu: sjón er sögu
ríkari.
Heldurðu því til streitu
að það sé ódýrara að aka?
10.480 kr.
AEY-REK-AEY
Fullt fargjald
10.480 kr. á mann
Fjölskyldufargjald
5.315 kr. á mann
(2 fullorðnir og 2 börn)
24.898 kr.
AEY-REK-AEY
Fleildarkostnaður
24.898 kr.
Samkvæmt útreikningum F.Í.B. er kostnaöur viö rekstur meöalstórrar bifreiöar 26 kr. á kíló-
metra.* Heildarkostnaöur viö aö aka milli Reykjavíkur og Akureyrar, fram og til baka er því
24.898 krónur (þar af er beinn útlagður kostnaöur 10.502 krónur). Flugmiöi á þessari
sömu leið kostar á fullu fargjaldi 10.480 krónur. PEX miöi kostar 8.444 krónur og APEX
miöi 6.408 krónur. Taktu flugið með Flugleiðum innanlands. Þú sparar þér bæði
tíma, fé og fyrirhöfn. Upplýsingar og bókanir í síma 6 90 200.
FLUGLEIDIR
INNANLANDS