Þjóðviljinn - 01.08.1990, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 01.08.1990, Blaðsíða 9
FERÐABLAD fm Allt innifalið í verði, þ.e. tjaldstæði, bílastæði, skemmtanir og dansleikir. SAMA VERO OG t FYRRfl: KR. 6.000 HUKKARABALL 2. flOÚST. Það besta, næstbesta og undarlegasta á ferbalögum eftir Árna Bergmann Uppi á fjalli Hvað er best á ferðalögum hér áíslandi? Það er enginn vandi að svara því. Þú ert uppi á fjöllum með góðu fólki í besta veðri. Þú ert í félagsskap ef þú vilt og þú ert einn þegar þú vilt svo vera láta, því landið er stórt og útsýnið mikið. Það skín sól. Þú hefur með því að koma þér upp á fjallstind (þarf ekki að vera neitt sérstak- lega hár, hann verður nefnilega sjálft hæðar- og útsýnishugtakið í stein fært) þá hefur þú gefið lífinu tilgang í bili. Þú ert ástfanginn af öllum heiminum (þeir sem eru hræddir við að verða ástfangnir ættuaðsitjaheima). Málið hefur trúarlegar víddir líka. Það hlýtur að vera til guð sem býr til svona dag og þessi fjöll og alla litina og sveiflar sólinni yfir. Eins getur það verið að manneskjan gleymi skaparanum í yfirmáta hrifningu sinni af sköpunarverkinu. Eða fari að hugsa sem svo: þetta allt er svona fallegt vegna þess að það er ÉG sem er að horfa á þetta. Gætið ykkar nú: dramb er falli næst. Verst er næstbest Jæja. En hvað er þá næstbest á ferðalögum? Það er að vera að flækjast uppi um fjöll og firnindi og lenda f óhöppum, hrakningum og illviðri. Allt fer úrskeiðis sam- kvæmt þeirri grundvallarreglu, sem íslendingar hafa alltaf þekkt, að sjaldan er ein báran stök (þetta eru óþjóðlegir menn farnir að kalla Murphys-lögmál, eða eitthvað í þá veru og hafi þeir skarpa skömm fyrir). Tjöldin fjúka út í veður og vind. Bíllinn sem átti að sækja ykkur er bilaður einhversstaðar í rassgati. Þú sérð ekki handa þinna skil og ráfar í vitleysu og lofthræðslu fram og aftur um fjallseggjar eitursnarpar í fimm stundir. Maturinn er týndur eða upp étinn. Stakkurinn sem átti að halda regni gerir það ekki. Flóð hefur skolað burtu brúm og þú ert tepptur með hundrað manns í litlum kofa og enginn kemst neitt. Og það er æðislega gaman. Lífsháskinn laumast um skrokk- inn og hrærir í blóðinu og blæs burtu syfjunni sem sótt hefur í frumugreyin í allri hvunndagsvit- leysunni. Þú skilur sérviskuna í byltingarmönnum allra tíma sem trúðu á þessa kennisetningu hér: Því verr þeim mun betra. Það er líka gaman þegar allt gengur yndislega hjá öllum nema þér. Eitt sinn var ég með hópi af fólki að vaða yfir jökulsár og ég var sá eini sem hnaut í miðjum flaumnum og fór í kaf. Reis nátt- úrlega upp eins og ekkert væri (hehe) og brölti í land og var stoltur allan þann dag. Og er enn. Lengstur krókur á leið En hvað er þá undarlegast á ferðalögum? Því skal svarað með stuttri lífsreynslusögu. Það var fyrir mörgum árum, að einn vinur minn komst að því, að ég hafði aldrei í Þórsmörk komið. Sér hann að þessari smán verður að hrinda, kemur á jeppaskratta sínum til mín einn laugardag og hefur hlaðið á hann tjaldi og mat- vælum og skipar: Fylg þú mér. Slík fyrirmæli hafa löngum reynst ómótstæðileg. Nema hvað: þegar Þórsmörk var skammt undan lentum við í slagtogi með fjórum ungum mönnum og vöskum, sem voru líka á jeppa. Við höfðum samflot yfir vötnin ströng. Þeir voru að staupa sig og þegar upp í Langa- dal var komið voru peir orðnir nokkuð kátir. Við tjölduðum og þeir tjöld- uðu. Félagi minn dró mig upp á svosem tvö fjöll. Hinir nýju kunningjar okkar supu og fóru hvergi. Svo settumst við tveir við fótskör sjálfs Jóns Böðvarssonar, sem var skálameistari. Síðan skriðum við í poka. Um miðja nótt vöktu nágrann- arnir okkur. Þeir höfðu gerst svo kátir að þeir máttu til að heimsækja skvísur sem þá grun- aði að væru annarsstaðar á svæð- inu. Þær fundust ekki en bíllinn festist einhversstaðar í fjandan- um. Félagi minn fór upp úr svefnpokanum og hjálpaði þeim af sinni göfugmennsku. Síðan sungu þeir eitthvað af fremur lít- illi sannfæringu. Við vöknuðum snemma og ég var náttúrlega drifinn í langan sálarheillagöngutúr. Þegar við komum að tjaldinu um þrjúleytið á sunnudegi til að bæta okkur í munni, þá voru þeir næturglöðu í næsta tjaldi að skríða saman. Þeir nenntu þessu ekki lengur, enda brennivínið búið. Tóku saman og brunuðu heim til Reykjavíkur. Þetta er ekkert merkileg uppá- koma en hún hefur mér ekki úr minni liðið. í þessum leiðangri fór saman tvennt: það besta á ferðalagi ( samanber það sem fyrst var skrifað) og það undar- legasta. Það undarlegasta var náttúrlega þetta: að þurfa að leggja svona langan og erfiðan krók á leið sína til að stúta nokkr- hverfa aldrei frá tjaldinu. Yfir þá um brennivínsflöskum. Að hissu er ég ekki kominn enn, svo brjótast upp í Þórsmörk sjálfa og ég segi alveg eins og er.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.