Þjóðviljinn - 01.08.1990, Blaðsíða 10
TOURISTMENU
Góður matur
á góóu verði
hringinn
/ kringum landið
\^eitingastaóir víóa um land innan Sambands
veitinga- og gistihúsa bjóóa í sumar sérstakan
matseðil, Sumarrétti SVG, þarsem áhersla erlögó á
staógóúan ml ó góúu verúi.
Sumarréttamatseóillinn
gildir frá 1. júní til 15. september.
Hádegi9v. Kvöldverður
Forréttur eöa súpa, kjöt- eöa fiskréttur, kaffi. 750- 900 kr. 1000- 1500 kr.
Bórn 0 til 5 ára: Ókeypis Börn 6 til 12 ára: 50% afsláttur
ASKUR, Suðurlandsbraut 4
ASKUR, Suóurlandsbraut 14
CIJY HÓTEL, Ránargötu 4a
FÓGETINN, Aðalstræti 10
GAFL-INN, Dalshrauni 13, Hafnarfirói
GAUKUR Á STÖNG, Tryggvagötu 22
GULLNI HANINN, Laugavegi 178
HÓTEL HOLIDAY INN, Sigtúni 38
HÓTEL LIND, Rauðarárstíg 18
HÓTEL LOFTLEIÐIR, Reykjavikurflugvelli
HÓTEL ÓÐINSVÉ, Þórsgötu 1
LAUGA-AS, Laugarásvegi 1
LAUGA-ÁS HÓTEL ESJU, Suðurlandsbraut 2
NAUST, Vesturgötu 6-8
PIZZAHÚSIÐ, Grensásvegi 10
PUNKTUR OG PASTA, Amtmannsstíg 1
ARNARBÆR, Arnarstapa, Snæfellsnesi
BAUTINN, Hafnarstræti 92, Akureyri
GLÓÐIN, Hafnargötu 62, Keflavík
FLUG-HÓTEL, Hafnargötu 57, Keflavik
HÓTEL ÁNING V/SÆMUNDARHLÍÐ, Sauðárkróki
HÓTEL ASKJA, Hólsvegi 4, Eskifirói
HÓTEL BLÁFELL, Breiódalsvík
HÓTEL BORGARNES, Egilsgötu 14-16, Borgarnesi
HÓTEL BÚÐIR, Staðarsveit, Snæfellsnesi
HÓTEL FRAMTÍÐ, Vogalandi 4, Djúpavogi
HÓTEL HÚSAVÍK, Ketilsbraut 22, Húsavík
HÓTEL HÖFN, Höfn, Hornafirði
HÓTEL ÍSAFJÖRÐUR, SHfurtorgi 1, Isafirði
HÓTEL KEA, SÚLNABERG, Hafnarstræti 89, Akureyri
HÓTEL LJÓSBRÁ, Breiðumörk 25, Hveragerði
HÓTEL REYNIHLÍÐ v/Mývatn, S-Þingeyjarsýslu
HÓTEL SELFOSS, Eyrarvegi 2, Selfossi
HÓTEL STYKKISHOLMUR, Stykkishólmi
HÓTEL STEFANÍA, Hafnarstræti 83-85, Akureyri
HÓTEL TANGI, Vopnafirði
HÓTEL VALASKJÁLF v/Skógarströnd, Egilsstöóum
HÓTEL VARMAHLÍÐ, Varmahlíó, Skagafirói
HLÍÐARENDI, Austurvegi 1, Hvolsvelli
HREÐA VA TNSSKÁLI, Borgarfirði
MUNINN, HÖTEL ÞÓRSHAMAR, Vestmannabr. 28, Vestm.
SKÚTINN, Kirkjuvegi 21, Vestmannaeyjum
STAÐARSKÁLI, Stað, Staóarhreppi, V-Húnavatnssýslu.
FERDABLAÐ
■ ^
Um verslunarmannahelgina stendur fjölskyldufólki ýmislegt til boða, vilji það skreppa á útihátíð. Mynd Ari.
Útihátíðir um
Verslunarmannahelgina
Þá er kominn tími útihátíða. Að
vanda er hægt að velja um marg-
víslegar hátíðir, allt eftir því
hvernig hvererstemmdur. Svo
virðist sem tímar unglingahátíð-
anna séu að líða undir lok, en
þær hátíðir sem ætlaðar eru fjöl-
skyldufólki hafa unnið á. Þannig
verða þrjár hátíðir sem gefa sig út
fyrir að vera fjölskylduhátíðir nú
um verslunarmannahelgina. Auk
þess sem þjóðhátíðin í
Vestmannaeyjum er fjölskyldu-
hátíð Eyjamanna að minnsta
kosti. Þá virðist einungis ein úti-
hátið sérstaklega ætluð ung-
lingum.
Hér fer á eftir stutt úttekt á dag-
skrá þeirra útihátíöa sem eru í
boði um þessa miklu ferðahelgi.
Galtalækur
Dagskrá í Galtalækjarskógi er
óvenjulega fjölbreytt að þessu
sinn, en þrjátiu ár eru nú liðin frá
því fyrsta bindindismótið var
haldið.
Meðal skemmtikrafta verða
vinsælar hljómsveitir á borð við
Greifana, Busana, Elsku Unni og
Hljómsveit Ingimars Eydals.
Auk hljómsveitanna koma fram
Halii og Laddi, Bjössi boila,
söng- og leikhópurinn Lög í
stríði. Einnig munu danshópar
sýna dans og eftirherma mætir á
staðinn.
Þá verður fjölbreytt dagskrá
sérsniðin fyrir yngri kynslóðina.
Skipulagðir verða leikir á hverj-
um degi, boðið verður upp á Tív-
olí og barnadansleik. Á svæðinu
hefur verið komið upp sérhönnu-
ðu leiksvæði með allrahanda
leiktækjum fyrir börn.
Miðaverð verður 3900 kr. á
mann, en frítt verður fyrir börn
yngri en 12 ára.
. Þjóðhátíðin
Þjóðhátíð er haldin að sögn
heimamanna í 116. sinn í ár. Að
venju verður boðið upp á fjöl-
breytta dagskrá í Herjólfsdal þá
daga sem hátíðin stendur og ætti
engum að leiðast þá daga sem
Þjóðhátíðin stendur.
Margir landskunnir skemmti-
kraftar munu leggja leið sína á
Þjóðhátíðina til þess að skemmta
gestum. Neðal þeirra eru hljóm-
sveitirnar Stjórnin með söngvur-
unum Sigríði Beinteinsdóttir og
Grétari Ovarssyni, Bongó Karls
Örvarssonar, Gömlu brýnin,
Stertimenn og Mömmustrákar.
Þá koma fram Bubbi Morthens,
Bjartmar Gunnlaugsson og eftir-
hermurnar Jóhannes Krístjáns-
son og Hjörtur Benediktsson.
Yngstu gestum hátíðarinnar
verður boðið upp á skemmtanir
t.d. Brúðbílinn og Tívolí.
Miðaverð 6000 kr.
Vík ‘90
Ungmennafélagið Drangur og
Björgunarsveitin Víkverji í Vík í
Mýrdal gangast fyrir úthátíð í Vík
undir nafninu Vík ‘90. Eins og
venjulega er þessi hátíð sniðin
fyrir fjölskyldufólk.
Margt verður gert til
skemmtunar, en stefnan er sú að
mótsgestir taki sjálfir virkan þátt
í skemmtiatriðum.
Ólíkt öðrum hátíðum er dag-
skráin ekki þéttskipuð frá morgni
til kvölds, heldur er boðið upp á
ýmsa skemmtun svo sem útsýnis-
ferðir með hjólabátum, varð-
elda, útigrill og vatnslöngufót-
bolta.
Hljómsveit Stefáns P. leikur
fyrir dansi í félagsheimilinu Leik-
skálum laugardags- og sunnu-
dagskvöld. Aðgangseyrir að
hátíðinn er enginn, en hins vegar
kostar að tjalda á svæðinu og
éinnig kostar inn á dansleikina og
einstök önnur atriði.
Húnaver
Rokkhátíðin í Húnaveri er lík-
lega eina útihátíðin sem sérstak-
lega er ætluð unglingum. Þessi
hátíð hefur verið lífleg undanfar-
in ár, og ekki við öðru að búast en
að svo verði einnig nú.
Alls munu 40 rokkhljómsveitir
troða upp á hátíðinni. Tvö svið
verða í notkun, annað úti og hitt
inni. Að vanda eru það Stuð-
menn sem sjá um aðal fjörið.
Auk þeirra koma margar aðrar
þekktar rokkhljómsveitir fram.
Má þar nefna Risaeðluna, Sálina
hans Jóns míns, Sykurmolana,
Síðan skein sól, Ný dönsk, Blauta
dropa, Bootlegs, Exist og Sue
Ellen.
Auk þessara tíu hljómsveita er
áætlað að um þrjátíu arðar yngri
og minna þekktar hjómsveitir
troði upp á hátíðinni.
Miðaverð 5000 kr.
Húsafell
í Húsafelli verður efnt til
barna- og fjölskylduhátíðar. Að-
standendur hafa ákveðið að ein-
ungis verði hleypt inn 1500
manns og eftir það verður svæð-
inu lokað þannig að allir ættu að
hafa nóg pláss.
Dagskráin verður fjölbreytt og
markmiðið er að skemmta allri
fjölskyldunni. Meðal fjölmargra
skemmtikrafta sem koma fram
eru þeir Rokklinga, Amman úr
Brúðubflnum, trúður, Hljóm-
sveit Birgis Gunnlaugssonar,
einnig verður danssýning og Eddi
frændi kemur í heimsókn.
Auk skemmtiatriða verður
boðið upp á fótboltaskóla, hjóla-
brettakeppni, nestisferðir, varð-
eld og kvöldvökur.
Barna- og fjölskylduhátíðin í
Húsafelli er skemmtun án áfeng-
is. A.A. samtökin efna til sumar-
móts sinna manna í tengslum við
hátíðina.
Miðaverð er 4500 kr. en
ókeypis fyrir börn yngri en 12
ára. Ekki er gert ráð fyrir að selja
miða á svæðinu. Forsala að-
göngumiða er í síma 91-689440.
DAIWA-MITCHE-SILSTAR-FUKO
Bússur frá kr. 3.190,-
vöðlur frá kr. 3.990,-
Mikið úrval af veiðivörum
á góðu verði.
Regnfatnaður í miklu
úrvali.
Sportmarkaðurinn
Skipholti 50c, sími 31290