Þjóðviljinn - 01.08.1990, Blaðsíða 4
FERDABLAD
Fossinn Dynjandi er eitt tilkomumesta fallvatn landsins.
Á ferð um \/estfirði
Rætt við Sverrrir Hestnes um vikuferð um Vestfirði
Einn ersá landshluti sem oft
verður útundan þegar fólk er að
skipuleggjaferðalög síninnan-
lands, en það eru Vestfirðir.
Flestir þeir sem gefið hafa sér
tíma til að þræða firðina í ró-
legheitum eru sammála um að
þaðsé þess virði.
Þjóðviljinn átti viðtal við
Sverri Hestnes framkvæmda-
stjóra Ferðaskrifstofu Vestfjarða
um það hvernig ferðamenn á bíl
ættu að verja viku á Vestfjörð-
um.
- Það er mikið í tísku nú að aka1
til Stykkishólms og taka sér ferð
með Baldri yfir Breiðafjörðinn.
Þegar komið er til Brjánslækjar
er stefnan tekin að Látrabjargi og
á Rauðasand. Á þessum slóðum
er mikil náttúrufergurð, og vel
þess virði að eyða þar hluta úr
degi. Að lokinni þeirri náttúru-
skoðun er hægt að gista í Breiðu-
vík.
- Á öðrum degi væri hægt að
aka á milli suðurfjarðanna, Pat-
reksfjarðar, Tálknafjarðar og
Bíldudals. Allir þessir staðir eru
dæmigerð sjávarpláss hver með
sínu sniði. Eftir að hafa skoða
Bíldudal er tilvalið að aka út í
Selárdal. Þar er ákjósanlegt að
slá upp tjaldi og safna orku fyrir
næsta áfanga.
- Að loknum góðum nætur-
svefni er förinni heitið áfram upp
á Dynjandisheiði og að Dynjandi
sem er einn tilkomumesti foss
landsins. Eftir að hafa skoðað
Dynjandi er annaðhvort hægt að
taka smá krók og skreppa í há-
degismat niður í Flókalund eða
halda ferðinnin áfram niður í
Arnarfjörð. Þar er tilvalið að
stoppa á Hrafnseyri, fæðingar-
stað Jóns Sigurðssonar. Þar er
safn sem vert er að skoða. Að
lokinni dvöl á Hrafnseyri er lagt á
Hrafnseyrarheiði og ekið sem
leið liggur niður í Dýrafjörð.
- Eftir að hafa áð á Þingeyri er
sjálfsagt að aka upp á Sandfell og
virða fyrir sér það stórkostlega
útsýni sem þaðan blasir við. Ekki
er úr vegi að aka út í Haukadal
eftir að hafa notið útsýnisins frá
Sandfelli.
- Nú er hver síðastur að aka
fyrir Dýrafjörð því um þessar
mundir er unnið að því að brúa
fjörðinn. Áður en lagt er á
Gemlufallsheiði er rétt að taka
smá krók og heimsækja Núp og
renna út á Ingjaldssand.
Þegar Gemlufallsheiði er að
baki blasir Önundarfjörður við.
Þegar komið er til Flateyrar.er
rétt að huga að næturgistingu.
Vilji menn gista í húsi er hægt að
fá gistingu í Brynjukoti, gisti-
heimil sem kvenfélagið á Flateyri
rekur. Þar er einnig að finna lítið
veitingahús þar sem hægt væri að
snæða kvöldverð og þar er einnig
hægt að gista.
- Á þriðja degi liggur leiðin
yfir Breiðadalsheiði. Þegar kom-
ið er yfir hana er komið að vega-
mótum. Annars vegar liggur
leiðin niður í Súgandafjörð, en
fyrir þá sem áhuga hafa að kynn-
ast stað sem er einangraður stór-
an hluta ársins er Suðureyri til-
valin. Einnig er hún áhugaverð
fyrir flugáhugamenn, en þar er
vafalaust ein sérstæðasta flugb-
raut landsins.
Hafi menn ekki hug á því að
leggja lykkju á leið sína og fara til
Suðureyrar liggur leiðin beint til
ísafjarðar. Þar er hægt að eyða
afganginum af deginum í að
skoða bæinn og fara á söfn. í einu
af elstu húsum landsins, í Neðsta-
kaupstað, hefur verðið komið
upp sjóminjasafni. Á loftinu fyrir
ofan sundlaugina er að finna
byggðasafn ísfirðinga og auk þess
lítið listagallerí.
Gistimöguleikar á ísafirði eru
nokkir. Þeir sem vilja búa á góðu
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
■. . ■ i i. <■'
ÖRUGG ÞJONUSTA
Pústþjónustan v/Hlemm
J. SVEINSSON & Co
Hverfisgötu 116
sími 15171 - 22509
Geium núna boðið upp á
nokkur velmeðfarín hjólhýsi
á hagstæðu verðL
25%
ÚTBORGUN
og eftirstöðvar
á 30 mánuðum
Gísli Jónsson & Co.
Sundaborg 11 Sími 91-686644
Það eru margir sem sparað hafa sér ferð á Vestfirði. Nú er hver
síðastur að heimsækja Sparisjóðinn á Þingeyri í þetta virðulega hús,
því að nú hafa heimamenn ákveðið að byggja nýtt hús yfir sparifé sitt.
hóteli ættu að panta sér gistingu á
Hótel ísafirði. Hinir, sem vilja
búa eitthvað ódýrara, geta annað
hvort dvalist á heimavist Mennta-
skólans eða í gistiheimili Ás-
laugar. Þá er einnig að finna á
ísafirði tjaldstæði bæði fyrir utan
Menntaskólann og inni í Tungu-
dal.
Það eru margir ferðamenn sem
hafa nokkra dvöl á ísafirði og
fara þaðan í dagsferðir. Vinsælt
er að taka sér far með Fagranes-
inu sem annast samgöngur við
ýmsa staði við Djúp. Einnig eru á
áætlun Fargranessins um
sumartímann ferðir inn í Jökul-
fjörðu og á Hornstrandir. Auk
Fagranessins siglir Eyjalín um
ísafjarðardjúp í Jöklufjörðu.
Þeir sem ekki hafa áhuga á sigl-
ingu um Djúpið eða á Strandir
geta brugið sér td. út í Bolungar-
vík. Þar er ýmislegt að sjá s.s.
gamla verbúð sem unnið er við að
gera upp. Einnig er gaman að aka
út í Skálavík eða upp á Bolafjall,
þaðan er ægifögur útsýn ef bjart
er yfir.
Að lokinin dvöl á ísafirði er
ágætur kostur að keyra inn í Djúp
og gista á nýju Eddu-hóteli sem
opnað hefur verið í héraðsskól-
anum á Reykjanesi.
Nú er komið að leiðarlokum í
samtali okkar Sverris um ferða-
möguleika á Vestfjörðum. Hann
vildi þó bæta við að leiðin frá
Reykjanesi yfir Steingrímsfjarð-
arheiði og suður með Ströndum
væri á margan hátt áhugaverð.
Einnig tók hann sem dæmi að
margir legðu leið sína inn í Djúp-
uvík, til þess að skoða þennan
merka stað sem má muna sinn
fífíl fegurri. í Djúpuvík er rekið
hótel yfir sumartímann og
veitingahús.
Við þökkum Sverri fyrir spjall-
ið og vonum að lesendur Þjóð-
viljans láti það nú eftir sér að
kynnast Vestfjörðum af eigin
raun.
-sg
SNÆFELLSJÖKULL - ORDKUSTÖD - ÆVINTÝRALAND
HOTEL BÚÐIR
VÓruvisistaðu^^
- Þar sem óvæntir hiutir gerast!