Þjóðviljinn - 01.08.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 01.08.1990, Blaðsíða 5
FERÐABLAD / faðmi fjalla Sunnan Hofsjökulsstanda Kerlingarfjöll bísperrt upp úr hásl- éttunni. Þessi tignarlegi fjallak- lasi er ein af djásnum íslenskra öræfa, tindótturog litum prýddur, skorinn hrikalegum giljum og gljúfrum, sundursoðinn ólgandi hverum. Hvort sem farið er um Kjalveg eða Sprengisandsleið blasir þessi bergrisi við augum ferðalanga, hvertindurinn öðrum fegurri og tignarlegri. í dulitlu vin- arlegu dalverpi í hlíðum Kerling- arfjalla kúra nokkur strýtumynd- uð hús og mynda „Kerlingar- fjallaþorpið" í (Ásgarði). Þetta litla samfélag hýsir starf- semi Skíðaskólans í Kerlingar- fjöllum, en í sumar er 30. starfsár hans. Flestir skíðamenn á íslandi þekkja til Skíðaskólans í Kerling- arfjöllum, annaðhvort af afspurn eða eigin reynslu. Þeir sem einu sinni gista Kerlingarfjöll hvort sem það er til skíðamennsku, fjallgöngu eða bara til dvalar í stórbrotinni náttúru, þeir koma aftur. Sumir hvert sumar, jafnvel oft á sumri. Ferðafélag íslands reisti fyrsta skálann í Ásgarði 1937 og þangað hafði F.f. reglulegar ferðir á sumrum. Það var svo 1961 sem fyrst var skipulögð skíðakennsla á vegum Skíðaskólans sem frá upphafi hefur starfað undir stjórn íþróttakennaranna Eiríks Har- aldssonar, Sigurðar Guðmunds- sonar og Valdimars Örnólfs- sonar. í fyrstu var notast við gamla Ferðafélagsskálann sem fenginn var á leigu en 1963 byrj- aði Skíðaskólinn að byggja sín eigin hús en þau hafa stækkað og batnað með árunum. Starfsemin hefst í lok júní og síðasta námskeiði lýkur í byrjun september. Boðið er uppá viku- og helgarnámskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna í þessari eðlu íþrótt og er nú hægt að hýsa rúmlega 90 manns í hús- um skólans. Oft tjalda svo ferða- langar og skíðamenn á tjaldstæð- inu í Ásgarði eða annarsstaðar í nágrenni og er þá margt um manninn í skíðabrekkum fjal- lanna og þröng á þingi á hinum rómuðu kvöldvökum. Eitt af að- alsmerkjum Skíðaskólans er ein- mitt hið vingjarnlega og glaðlega viðmót sem gestir og gangandi þekkja vel, enginn kemst upp með sorg eða sút og ekki um ann- að að ræða en vera „fjallhress“. (Kannske það orðatiltæki hafi Húsakostur Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum. Mynd: Steinar. myndast í Kerlingarfjöllum?) Öll aðstaða á staðnum er nú með ágætum, heitt vatn frá eigin hita- veitu og rafmagn frá eigin virkjun í Ásgarðsá. f Jökulkinn og Fann- borgarjökli, nokkru ofar f fjöl- lunum en skíðaskálinn, er farið á skíðum. Farið er „uppí snjó“ um 10 leytið árdegis og skíðað með hléum til kl. 17. Þar er ætíð nægur snjór og fjórar skíðalyftur ásamt troðara sem sjá um að koma skíðamönnum upp brekkurnar. í góðu skyggni er hið besta útsýni úr skíðabrekkunum, - Hof- sjökull, Eyjafjarðarfjallgarður, Reykjarhyrna á Ströndum, Skag- afjarðarfjöll, Hrútfell, Lang- jökull, Jarlhettur, Bláfell, Tind- fjöll, Hekla, Eyjafjallajökull, Vatnajökull, - í einu orði stór- kostlegt. Ef menn vilja klífa fjöll eru Snækollur hæstur, 1470 m, en Höttur, Loðmundur, Mænir, Keis, Kerlingartindur og margir fleiri fjallatoppar í þægilegri fjar- lægð en misauðveldir uppgöngu. Fjöldi hrikalegra gljúfra og gilja sem skera sundur undirhlíðar Fjallanna, stór og litskrúðug hverasvæði og óteljandi göngu- leiðir bíða náttúruunnenda af öllu tagi. Kerlingarfjöll eru svo sannar- lega athyglisverð og spennandi fyrir þá sem vilja njóta íslenskrar náttúru, ganga á fjöll, fara á skíðum eða gera allt af þessu. Oftast er fært öllum bflum í „Fjöl- lin“ og akstur frá Reykjavík tekur um 4-6 klukkutíma. Fara skal þó með gát um fjallvegi og ár. - Steinar Kaupfélag Héraðsbúa býður ferðafólk velkomið á félags- svæði sitt og veitir því þjónustu á: EGILSSTÖÐUM: Almenn sölubúð, þar fást flestar ferðavörur ásamt nauðsynja- og gjafavörum. Söluskáli - Opinn til kl. 23.30 býður upp á brauð, mjólk, pylsur, ís, öl, sælgæti, tóbak og ýmsar smávörur sem ferðalanga gæti vanhagað um. ESSO-þjónustumiðstöð er selur bensín, olíur og ýmsar smávörur til bílsins. Þvottaplan, tjaldstæði og snyrting. BORGARFIRÐI EYSTRA: Almenn sölubúð með allar nauðsynjavörur. ESSO-þjónustustöð. SEYÐISFIRÐI: Almenn sölubúð að Hafnargötu 28 (Þórshamar). Þar fást allar nauðsynja- og ferðavörur. REYÐARFIRÐI: Almenn sölubúð er selur allar nauðsynjar og ferðavörur. ESSO-þjónustumiðstöð með bensín, olíur og ýmsar smávörur fyrir bifreiðina. VELKOMIN TIL AUSTURLANDS KAUPFELAG HERAÐSBUA Egilsstödum — Borgarfirdi eystra Reyðarfirði. Seyðisfirð* —

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.