Þjóðviljinn - 01.08.1990, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.08.1990, Blaðsíða 8
FERÐABLAÐ Djúpavík Minnisvarði um síldar- ævintýrið Eftir aö hafa þrætt vegleysur frá Bjarnarfirði um Bala, Kaldbak og Veiðileysufjörö, erhaldiðyfir lágan háls innan við Kambsfjall og blasir Reykjafjörður við. Við botn fjarðarins er húsaþyrping, mörg húsanna í mikilli niður- nísðlu, en sumum hefur verið haldiðvið. Þetta er Djúpavík, minnisvarði um síldarævintýrið fyrráöldinni. Það mun hafa verið í fyrri heimstyrjöldinni sem síldarævin- týrið á Djúpuvík hófst. Elías Da- víðsson útgerðarmaður leigði þá aðstöðu hjá Ágústi Guðmunds- syni í Kjós, en Djúpavík tilheyrði landi Kjósar. Þarna var góð höfn frá náttúrunnar hendi og reisti Elías hús og bryggjur og hóf sfld- arsöltun. Umsvif urðu strax mikil yfir vertíðina en þegar vertíð lauk lagðist byggðin í dá og starfsfólk- ið hélt til síns heima. Árið 1917 sest fyrsti íbúinn að í Djúpuvík, en það var Guðjón Jónsson, umsjónarmaður á sfld- arsöltunarstöð sem rekin var í Djúpuvík. Árið 1934 hefst bygging sfldar- verksmiðjunnar á staðnum á veg- um Djúpuvíkur hf.. Hlutafé fé- lagsins var 300 þúsund krónur. Verksmiðjan var tilbúin árið 1935 en veiði var lítil það sumar. Árið eftir hafði vélakostur verk- smiðjunnar verið aukinn og það ár varð um 270 þúsund króna hagnaður af verksmiðjunni. Árið 1937 var svo eitt besta sfldveiðiár verksmiðjunnar og varð brúttó- hagnaður um hálf miljón króna. Sfldveiðin gekk svo vel fram til ársins 1944, en það er síðasta árið sem verulegt magn af sfld veiðist á Húnaflóa. Þrátt fyrir dræma veiði þráuðust menn við en sumarið 1950 er síðasta sumarið sem vinnsla var í Djúpuvík og var gerð tilraun tii vinnslu á karfa seinni hluta sumars. Hlutafélagið Djúpuvík var svo leyst upp 1968. Á meðan á sfldarævintýrinu stóð bjó mikill fjöldi fólks á Djúpuvík yfir vertíðina og nokkr- ar fjölskyldur bjuggu allt árið um kring á staðnum. En eftir að ævintýrinu lauk lagðist bærinn í eyði. Nú býr ein fjölskylda allt árið um kring á Djúpuvík og rek- ur þar hótel í kvennabragganum svokallaða. Hinsvegar dvelst hópur fólks sumarlangt á Dhjúp- avík og stundar útræði þaðan og fiskverkun. Ferðamaður sem kemur til staðarins fær á tilfinninguna að hann sé kominn í draugabæ, eða minjasafn um sfldveiðiárin. Og það er engum blöðum um það að fletta að staðurinn er gósenland fyrir ljósmyndara, einsog þessar myndir Kristins Ingvarssonar bera með sér. -sat 8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.