Þjóðviljinn - 08.08.1990, Síða 1

Þjóðviljinn - 08.08.1990, Síða 1
_________________Miðvikudagur 8. ágúst 1990 145. tölublað 55. árgangur Atvinnuleysisbœtur Aukning um nær helming Fyrstu fimm mánuðiþessa árs hafa verið greiddar um 600 miljónir í atvinnuleysisbœtur. Á sama tímabili ífyrra voru greiddar rúmar400 miljónir. Eyjólfur Jónssonframkvœmdastjóri: Mestaatvinnuleysi í 20 ár r Afyrstu ilmm mánuðum þessa árs hafa verið greiddar um 600 miljónir i atvinnuleysisbætur úr atvinnuleysistryggingasjóði, eða um 120 miljónir að meðaltali á mánuði. Á sama tíma í fyrra höfðu verið greiddar um 417 milj- ónir, og er aukningin því um 45 prósent milli ára. Eyjólfur Jónsson fram- kvæmdastjóri sjóðsins segir að á öllu síðasta ári hafi verið greiddar í atvinnuleysisbætur 876 miljónir. Ef reiknað er með að meðaltals- greiðslur verði áfram 120 miljón- ir á mánuði, verða útgjöld sjóðs- Olíuverð Brennur góð- ærið upp? Olíuverð á heimsmarkaði hefur hœkkað um nœrri 100% að undanförnu. Þórður Friðjónsson: hœkkun um 10% kostar okkur um 700 miljónir á ári Það er gert ráð fyrir að íslenska þjóðarbúið eyði um 7 miljörðum króna í olíuinnkaup á þessu ári. Við það að olíuvörur hækka um 10% aukast útgjöldin um 700 miljónir kr. Það er hætt við að sá bati sem við höfum náð í við- skiptum við útlönd að undan- förnu brenni upp, verði þetta háa olíuverð viðvarandi, sagði Þórð- ur Friðjónsson forstjóri Þjóð- hagsstofnunar. Samkvæmt fréttum hefur verð á olíutunnu á heimsmarkaði hækkað um nærri 100% frá því það var lægst í júní þegar verðið var um 14 dollarar. I gær var tunnan seld á 28 til 30 dollara. Af þeim sjö miljörðum sem ís- lendingar eyða í olíukaup er gert ráð fyrir að fiskiskipaflotinn noti olíu fyrir um 3 miljarða. Sveinn Hjörtur Hjartarson hagfræðing- ur Landssambands íslenskra út- gerðarmanna sagði við Þjóðvilj- ann í gær að menn þar á bæ fylgd- ust vel með, því að fyrir útgerðina væru þessar fréttir ógnvænlegar. - Það hefur ekki hvað síst ver- ið lágu olíuverði að þakka að út- gerðin hefur verið rekin fyrir ofan núllið, sagði Sveinn. Nokkuð mun vera til af olíu- birgðum í landinu og ekki er talið að verðhækkunin á heimsmark- aði skili sér til íslenskra neytenda fyrr en einhvern tíma í september eða október. Þórður Friðjónsson sagði að færi svo að olíuverð yrði viðvar- andi 60% hærra en það var um mitt ár, kostaði það þjóðarbúið um 4 miljarða króna á ári. Á þessu ári er gert ráð fyrir í spá Þjóðhagsstofnunar að viðskipta- halli við útlönd nemi um 5 milj- örðum króna. Þessi gífurlega olíuverðshækkun mun því auka þann halla verulega. -sg ins um 1320 miljónir þetta ár, sem er um 60 prósent aukning frá því í fyrra. Eyjólfur segir mjög einfalda skýringu á þessari aukningu. „Það eru einfaldlega fleiri atvinnulausir. Bæturnar eru lítil- iega hærri, en það er ekki nærri því sem þessu nemur, ekki svip- að. Atvinnuleysi er mun meira í ár en í fyrra,“ segir Eyjólfur. Atvinnuleysistryggingasj óður er fjármagnaður með vissu ið- gjaldi atvinnurekenda og fram- lagi frá ríkinu, sem er þrisvar sinnum meira en atvinnurek- enda. Eyjólfur segir að tæpast sé til lausafé til að fjármagna bætur það sem eftir er ársins, en það séu til eignir sem hægt er að selja. „Það má segja að það sé til nægilegt ráðstöfunarfé þannig að bæturnar verða borgaðar, en ég get ekki sagt um hvernig það verður leyst. Sjóðurinn á samt sem áður fyrir bótunum. Ef í það færi að fé sjóðsins yrði uppurið er náttúrlega ríkisábyrgð á honum og bætur yrðu greiddar þrátt fyrir það,“ segir Eyjólfur. Ástandið hefur greinilega versnað undanfarið, og sérstak- lega síðustu tvö árin. „Þetta hefur versnað síðastliðin tvö ár, sér- staklega seinni partinn á síðasta ári og á þessu ári. Það hefur ekki orðið svona mikið atvinnuleysi í ein tuttugu ár,“ segir Eyjólfur. ns. ítalska herskipið San Giorgio er statt hér á landi þessa dagana. Skipið gær lögðu sjóliðar blómsveig á leiði óþekkta sjómannsins i Fossvogs- er íþjálfunarferðum Atlantshafiðog um borðer475mannaáhöfn. Þar kirkjugarði, og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Mynd: Jim af eru um 220 sjóliðsforingjaefni sem eru í sinni fyrstu þjálfunarferð. í Smart. Líbería Heimtar bandaríska hemaðaríhlutun Líberískur uppreisnarforingi hótar að ráðast á Bandaríkjaher ef hann skerst ekki í leikinn í líberíska borgarastríðinu Prince Johnson, annar af tveimur helstu foringjum uppreisnarmanna í Líberíu, hef- ur látið taka i gíslingu a.m.k. 14 útlendinga og scgist ekki sleppa þeim nema því aðeins að önnur Vestur-Afríkuríki og Bandaríkin geri innrás í landið. Johnson hót- ar einnig að ráðast á landgöngu- liða í Bandaríkjaher, sem eru að flytja Bandaríkjamenn, búsetta í Monróvíu, höfuðborg landsins, á brott í þyrlum, nema því aðeins að Bandaríkin blandi sér í borg- arastríðið. Það er ekki á hverjum degi að menn séu svo áfjáðir í hernaðar- íhlutun í land sitt að þeir beiti útlendinga ofbeldi til þess að knýja þá til slíkrar íhlutunar. Johnson segist að vísu ætlast til að íhlutunin verði friðsamleg, en takmarkaðir möguleikar eru á því, miðað við núverandi ástand þarlendis, þar sem þrír aðilar berjast um völdin af skefjalausri grimmd. Meðal gíslanna á valdi manna Johnsons, sem nú eru sagðir ráða hálfri höfuðborginni, eru Líban- ar, Bretar, Vestur-Þjóðverjar, Bandaríkjamaður, Hollendingur og Argentínumaður. Ríkin í ECOMAS, sem er eins- konar efnahagsbandalag Vestur- Afríkuríkja, eru sögð hafa ákveðið að senda ?il ^íberíu um 10.000 manna her til að stöðva stríðið og setja til valda bráða- birgðastjórn. Sagt er að Doe Lí- beríuforseti, sem enn verst í víg- girtri höll sinni, muni vera því hlynntur, enda hafa ráðamenn Nígeríu verið taldir honum vin- samlegir og búist er við að þessi fyrirhugaða hernaðaríhlutun verði fyrst og fremst á þeirra veg- um. Charles Taylor, hinn upp- reisnarforinginn, vill af sömu ástæðu ekki sjá nígeríska herinn og hótar að snúast gegn honum af fullri hörku, verði hann sendur til Líberíu. Reuter/-dþ. Skólamál Talsverður kennaraskortur Kennara vantar enn í fjöl- marga skóla, scrstaklega úti á landi, en ástandið í ár er víðast hvorki betra né verra en undan- farin ár. Þó er áberandi hve þétt- býlisstöðum á landsbyggðinni gengur verr að ráða kennara. í Reykjavík hefur löngum gengið einna best að manna stöð- ur og í ár hafa ráðningar gengið nokkuð vel. Helst er hörgull á eðlisfræði- og tónmenntakennur- um. í Reykjanesumdæmi er ástandið frekar gott en þó skera Suðurnesin sig úr og vantar þar kennara við nokkuð marga skóla, t.d. í Garði, Sandgerði og Kefla- vík. Á Vesturlandi er ástandið svip- að og undanfarin ár og lítur út fyrir að takist að manna allar stöður. Hlutfall réttindakennara lækkaði þó á síðasta skólaári og virðist ætla að verða svipað í ár. Á Vestfjörðum hefur ástandið oft verið ansi slæmt og í ár er þar engin breyting á. Þó er yfirleitt ekki að marka ástandið fyrr en um miðjan ágúst þar sem um- sóknir berast gjarnan mjög seint. ’ el

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.