Þjóðviljinn - 08.08.1990, Page 2
FRETTIR
Kópavogur
Féð ekki búið
í frétt Þjóðviljans sl. laugardag
var það haft eftir Ingibjörgi
Broddadóttur að fjárveiting Fé
lagsmálastofnunar Kópavog!
væri uppurin og aukafjárveitingi
þyrfti. Það er hins vegar misskiln
ingur. Fjárveitingin vegna fram
færslu er ekki uppurin og ei
innan marka fjárhagsáætlunai
fyrir árið 1990.
Ingibjörg vildi koma því :
framfæri að þegar hún talaði urr
að konur með börn hefðu ekk
efni á að vinna aukavinnu vær
það vegna þess að þær hefðu ekk
efni á að koma börnum sínum
vist á meðan. Eins þegar hún tal
aði um að enginn lifði á taxta
launum, væri hún að tala un
lægstu taxtana. Við biðjumst vel
virðingar á þessum misskilningi.
Kaffi
Mikill verðmunur
Braga Amerika kaffi frá Kaffi-
brennslu Akureyrar kom best út
hvað verð varðar í verðkönnun á
kaffi sem Verðlagstofnun gerði.
Af þeim kaffitegundum sem
könnunin náði til var að meðal-
tali lægst kílóverð á Braga Amer-
ika kaffi í eins kílós pakkningum
eða 406 kr. Hæsta verð miðað við
kfló var 730 kr. á Gevalia Mocca
kaffi í 226 gramma pakkningum.
Hæsta verð er því 80% hærra en
lægsta verð.
Virðisaukaskattur
Kassann vantar víða
Misbrestur er á að fyrirtæki
sem skylduð eru til að hafa
fullkominn peningakassa full-
nægi þeim skilyrðum. í könnun
skattrannsóknastjóra kom í ljós
að 50 af 450 fyrirtækjum
reyndust ekki vera með tilætlað-
an peningakassa, eða um 10%.
Olafur Ragnar Grímsson fjár-
málaráðherra segir að þótt
ástand þessara mála sé skárra nú
en áður, telji fjármálaráðuneytið
brýnt að undirbúa á komandi
hausti iagafrumvarp sem kveði á
um harðari aðgerðir af hálfu hins
opinbera. 31% byggingarvöru-
verslana reyndust ekki vera með
peningakassa.
A blaðamannafundi í gær sagði
fjármálaráðherra nauðsynlegt að
breyta lögum, herða refsiákvæði
og haga hlutum þannig að sérs-
takt leyfi skattayfirvalda þurfi til
atvinnurekstrar ásamt öðrum
leyfum sem þegar þarf. Ólafur
sagði að ef hlutföll úr könnun
skattrannsóknastjóra væru um-
reiknuð, gætu nokkur þúsund
fyrirtæki sem skyldug eru til þess
að hafa fullgildan peningakassa,
verið án hans. Ráðherra sagði
Misbrestur er á að réttur peningakassi sé í verslunum og þjónustu stöðum. Mynd: Jim Smart.
einnig athyglivert að mörg þess-
ara fyrirtækja hefðu mikla veltu.
Sem dæmi má nefna að 13 fyrir-
tæki í úrtakinu höfðu veltu á bil-
inu 5-62 miljónir á tímabilinu jan-
úar til apríl.
Ef frammistaða einstakra
atvinnugreina er skoðuð, koma
sjoppurnar langbest út, þar sem
aðeins 6% fyrirtækjanna voru
ekki með tilskilinn peningakassa.
Byggingarvöruverslanirnar
komu verst út, þar sem kassann
vantaði í 31% tilvika.
-hmp
Verslunarmannahelgin
Utihátíðir fóru óvenjuvel fram
Hátíðahöld um Verslunar-
mannahelgina í ár fóru víðst
hvar vel fram og muna menn
varla önnur eins rólegheit. Uti-
hátíðir tókust vel þótt ekki væru
þær eins fjölsóttar og búist hefði
verið við. Óspektir á stöðum þar
sem ekki var skipulögð
skemmtidagskrá settu þó ljótan
blett á annars friðsæla helgi.
Bindindismótið í Galtalækjar-
skógi var fjölmennasta útihátíðin
og sóttu rúmlega 8000 manns
mótið. Er það meiri fjöldi en
nokkru sinni áður og fór hátíðin
Skipafélög heiðmð
Fjögur íslensk skipafélög, ís-
skip, Skipadeild Sambandsins,
Eimskip og Jöklar hf., fengu ný-
lega viðurkenningu fyrir þátttöku
í bandaríska staðsetningarkerfmu
AMVER. Kerfið tekur við upp-
lýsingum frá skipum sem leið
eiga um yfirráðasvæði banda-
rísku strandgæslunnar. Er stað-
setning skipanna og siglingaáætl-
un skráó í tölvu sem er á
Govemors eyju við New York en
þaðan em upplýsingamar sendar
út til 100 fjarskiptastöðva í 23
löndum. Slík upplýsingamiðlun
auðveldar allt björgunarstarf ef
skip lenda í nauðum. Á hveijum
degi em rúmlega 2.100 skip á
skrá í tölvunni og þau skip sem
em minnst 128 daga af árinu á
skrá fá sérstaka viðurkenningu.
Að þessu sinni fengu átta skip frá
íjómm íslenskum skipafélögum
slíka viðurkenningu.
að sögn viðstaddra einstaklega
vel fram. Flestir gesta voru fjöl-
skyldufólk en þó sóttu fleiri ung-
lingar mótið en aðstandendur
höfðu gert ráð fyrir.
Fjölskylduhátíðir sóttu nokk-
uð á þetta árið, í Húsafelli var
haldin barna- og fjölskyldu-
skemmtun. Mættu um eitt þús-
und manns og segja heimamenn
hátíðina hafa farið vel fram. í Vík
í Mýrdal söfnuðust saman um
2500 manns á fjölskylduhátíð
sem tókst vel, þótt aftakaveður
gerði á sunnudag og aðfaranótt.
mánudags. Aðsókn á Þjóðhá-
tíð í Vestmannaeyjum var að
sögn þjóðhátíðarnefndarmanna
vel í meðallagi, veðrið lék við
hátíðargesti og rólegheit ríktu á
svæðinu. Um 6000 gestir voru á
hátíðinni þegar flest var, megin-
hlutinn heimamenn.
Rokkhátíðin í Húnaveri fór af-
bragðsvel fram að sögn viðsta-
ddra en aðsókn olli aðstandend-
um vonbrigðum. Einungis 3200
manns greiddu aðgangseyri og
voru það helmingi færri en í fyrra.
Útihátíðir hafa fengið á sig
Árlegur sumarskóli Bahá’ía er að þessu sinni haldinn ( Laugargerðisskóla á
Snæfellsnesi og stendur hann til 10. ágúst. Þar verða haldnir margirfyrirlestr-
arum andleg málefni. Gestirskólans að þessu sinni eru ensk hjón, Trevorog
Shiva Finch, sem flytja fyrirlestra um ritverk Bahá’i trúarinnar, jafnrétti kynj-
anna, spillingu og siömenningu.
Opið húsíNorræna
Annað kvöld, fimmtudag, kl.
20.30 heldur Ari Trausti Guð-
mundsson jarðeðlisfræðingur fyr-
irlestur um jarðfræði íslands, eld-
fjöll og heita hveri í opnu húsi
Norræna hússins. Fyrirlesturinn
flytur Ari á norsku enda eru opnu
húsin einkum ætluð norrænum
ferðamönnum. Að fyrirlestrinum
loknum verður sýnd kvikmynd
Ósvaldar Knudsens Surtur fer
sunnan.
Greiðslumiðlun
á flugfarmiðum
íslandsbanki hefur gert samn-
ing við samtökin BSP (Bank
Settlement Plan) um greiðslu-
miðlun á milli ferðaskrifstofa og
flugfélaga. Samningurinn tekur
gildi 1. október nk. en eftir það
munu ferðaskrifstofur skila and-
virði seldra flugfarseðla til Is-
landsbanka sem sér um að koma
þeim áfram til viðkomandi flug-
félaga, auk þess sem bankinn
annast uppgjör. Með þessum
samningi fæst mikið hagræði í
uppgjöri milli ferðaskrifstofa og
flugfélaga, því hingað til hafa
ferðaskrifstofur þurft að senda
greiðslur beint til margra flugfé-
laga.
Jarðfræði
Miðsuðurlands
Út er komin þriðja útgáfa af
heldur slæmt orð undanfarin ár
og hefur mörgum þótt nóg um
ástandið. Skipulögðu hátíðirnar
hafa bætt orðstír sinn eitthvað
þetta árið. Sömu sögu er ekki
hægt að segj a um samkomuhald á
stöðum þar sem ekki er um skipu-
lagða skemmtidagskrá að ræða
en fólk safnast engu að síður sam-
an. í Vaglaskógi var mikill fólks-
fjöldi saman kominn og var um-
gengni slík að loka þarf tjaldstæð-
inu þar á meðan viðgerðir fara
fram. í Þórsmörk voru um 3000
manns, ölvun mikil og umgengni
jarðfræðikorti af Miðsuðurlandi í
mælikvarðanum 1:250000.
Fyrsta útgáfa kom út árið 1962 og
var gerð af Guðmundi Kjartans-
syni en aðra og þriðju útgáfu hafa
þeir séð um jarðffæðingamir
Haukur Jóhannesson, Kristján
Sæmundsson og Sveinn P. Jak-
obsson. Önnur útgáfa kom út árið
1982 en þriðja útgáfa er verulega
endurbætt til samræmis við aukna
þekkingu á jarðfræði landsins.
Kortið er prentað í tíu litum og á
því eru ma. sýnd öll hraun sem
runnið hafa eftir að ísaldarjökla
leysti og þau greind eftir aldri.
Sést því vel hvaða hraun hafa
runnið eflir að land byggðist.
Kortið er gefið út af Náttúm-
fræðistofnun íslands og Lænd-
mælingum íslands en það er
prentað í Odda.
Fótboltahnokkar
íGarðabæ
Um næstu helgi, 11. og 12. á-
gúst, verður Hnokkamót Stjöm-
unnar haldið í 6. sinn í Garðabæ.
Mót þetta er ætlað drengjum í 7.
flokki, þe. þeim sem fæddir em
árið 1982 eða síðar. Fimmtán fé-
lög hafa skráð lið til keppni og er
búist við að 400 manns komi við
sögu mótsins þegar allt er talið,
keppendur, þjálfarar og farar-
stjórar. Laugarásbíó í Reykjavík
styður mótshaldið en í boði em
vegleg verðlaun, gull-, silfur- og
bronspeningar auk farandbikars.
ekki til fyrirmyndar. Á Laugar-
vatni voru um þúsund manns og
óspektir talsverðar og á ísafirði
söfnuðust unglingar saman á
tjaldsvæðinu og ollu gífurlegum
skemmdum.
Talsvert færri slösuðust í um-
ferðinni um verslunarmanna-
helgina í ár en í fyrra og er það
samdóma álit lögreglumanna að
ökumenn hafi langflestir verið til
fyrirmyndar þessa helgi. Var haft
á orði að hún hefði farið betur
fram en flestar verslunarmanna-
helgar á undanförnum árum. el
Einnig verða besti leikmaður,
besti markvörður og markakóng-
ur mótsins verðlaunaðir og prúð-
asta liðið fær viðurkenningu.
Ferðir fyrir unglinga
Skátasamband Reykjavíkur
og Bandalag íslenskra skáta efna í
ágústmánuði til ferðalaga íyrir
unglinga á aldrinum 13-17 ára í
samvinnu við íþrótta- og tóm-
stundaráð Reykjavíkur. Um er að
ræða þrenns konar ferðir og verð-
ur lagt upp á föstudagskvöldum
og komið heim á sunnudögum.
Fyrstu ferðimar verða á Reykja-
nesi og verður gengið frá Kleifar-
vatni yfir Sveifluháls, Trölla-
dyngju og Keili, niður á Vigdísar-
velli, þaðan í Krisuvík og endað í
Hverahlíð. Þessi ferð verður farin
um næstu helgi og þamæstu.
Önnur ferðin er um Hengilssvæð-
ið, gengið ffá Hellisheiði að
Skarðsmýrarfjalli, um Fremstadal
og Kattartjamir niður að Úlfljóts-
vatni. Þessi ferð verður farin
helgina 17.-19, og helgina 24.-26.
ágúst. Loks verður gengið úr
Hvalfirði um Leggjarbijót til
Þingvalla helgina 24.-26. ágúst. í
siðasttöldu ferðinni verður gist i
tjöldum en í hinum ferðunum í
skálum. Undirbúningskvöld
verða fyrir hveija ferð á miðviku-
degi fyrir ferð. Upplýsingar em
gefnar í símum 91-15483 og
23190 og þar er einnig tekið við
skráningum.
2 SÍÐA— ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 8. ágúst 1990