Þjóðviljinn - 08.08.1990, Page 5
VIÐHORF
Er þjóðarsáttin tímasprengja?
„Það er augljóst að í baráttu er
um tvennt að ræða, að láta lögin
ráða eða valdið bert. Hið fyrra er
mönnum sæmandi, hið síðara er
aðferð dýrsins. En þar sem hið
fyrrnefnda dugir í mörgum tilfell-
um ekki, þá þarf að grípa til þess
síðara.“ (Macciavelli: Furstinn
bls. 81, Mál og menning 1987).
Það er merkileg lífsreynsla að
vera opinber starfsmaður þessa
dagana, sérstaklega fyrir félaga í
BHMR. Fyrir okkur sem ólumst
upp við það að menntun væri ein-
hvers virði, að ég tali ekki um þau
sjónarmið að það væri hlutverk
menntamanna að beita þekkingu
sinni í þágu betra mannlífs og
réttlátara þjóðfélags, eru þetta
myrkir dagar. Við erum ekki
launafólk, við eigum ekki rétt á
þeim mannréttindum sem tryggð
eru í lögum og stjórnarskrá ís-
lenska lýðveldisins. Öðruvísi get
ég ekki skilið ummæli ráðamanna
í fjölmiðlum undanfarna daga.
Svavar Gestsson menntamála-
ráðherra segir í Þjóðviljanum sl.
föstudag: „Okkur tókst að koma í
veg fyrir að launafólk yrði svipt
mannréttindum." Og síðar í við-
talinu segir ráðherrann: „Þannig
að mannréttindaákvæði laga,
stjórnarskrár og leikreglna í
þjóðfélaginu eru á sínum stað,
hvort sem um er að ræða rétt til
uppsagnar, samninga eða verk-
fatla.“ Þetta eru helber ósann-
indi! Samningum við BHMR hef-
ur verið rift og ákveðið með
lögum hvernig laun skuli hækka
þykkja ekki „þjóðarsáttina"? Er
það samningsfrelsi?
Staðreyndir málsins eru þær að
ríkisstjórnin hefur brotið allar
leikreglur og beitt valdi, notað
aðferð dýrsins eins og Maccia-
sem valdið hefur? Ég tel mig
merkja vaxandi óvirðingu við lög
og rétt, við þær leikreglur sem í
gildi hafa verið. Fólk spyr sig ekki
spurninga, er fullt fordóma og
endurtekur rangfærslurnar sem á
Kristín Ástgeirsdóttir skrifar
„Deilan um BHMR snýst ekki um 4,5% launahækkun. Húnsnýstum grundvallarspurningar. Á aðstanda viðgerða samninga?“
næsta árið. SamningurBHMR og
ríkisins fellur úr gildi án uppsagn-
ar frá og með 31. ágúst 1991. Við
getum ekki sagt samningnum
upp, erum bundin af lögum í heilt
ár og eigum þar af leiðandi erfitt
með að fara í löglegt verkfall.
Ef þetta er að virða leikreglur
þjóðfélagsins er mér illa brugðið,
enda veit ráðherrann auðvitað
betur. Hvers mega þeir vænta
sem eru með lausa samninga?
Dettur nokkrum manni í hug að
þeir fái ekki lög á sig ef þeir sam-
velli kallaði hana. Hann þótti
ekki vandur að meðulum er hann
lagði ráðamönnum lffsreglumar.
Þetta eru alvarleg tíðindi fyrir
allt hugsandi fólk í landinu.
Vegna þess að aðrar aðferðir eru
til. Siðað fólk leitar eftir samn-
ingum, en riftir þeim ekki ein-
hliða.
Mér sýnist af viðbrögðum að
menn geri sér ekki almennt grein
fyrir alvöru þessa máls, eða er hér
á ferð afskiptaleysi og sljóleiki,
tilhneigingin til að samsinna þeim
Gegn kjarnorkuvígbúnaði
Friðarhreyfingar
fleyta kertum
Tíu íslenskar friðarhreyfingar
standa að kertafleytingu á
Reykjavíkurtjörn fimmtudaginn
9. ágúst næstkomandi. Athöfnin
er í minningu fórnarlamba kjarn-
orkuárásanna á japönsku borg-
irnar Hírósíma og Nagasagí 6. og
9. ágúst um leið og lögð er áhersla
á kröfuna um kjarnorkuvopna-
lausan heim.
Safnast verður saman við suð-
vesturbakka Tjarnarinnar (við
Skothúsveg) klukkan 22.30 á
fimmtudagskvöldið og verður þar
stutt dagskrá þar sem Ragn-
heiður Tryggvadóttir leikari les
ljóð. Fundarstjóri verður Skúli
Johnsen borgarlæknir.
Þetta er sjötta árið sem kertum
er fleytt á Tjörninni af þessu til-
efni. Að venju verða flotkerti
seld á staðnum.
Samstarfshópur friðarhreyfinga:
Friðarhópur fóstra
Friðarhópur listamanna
Friðarhreyfing íslenskra kvenna
Friðarömmur
Friðar- og mannréttindahópur
BSRB
Menningar- og friðarsamtök ís-
lenskra kvenna
Samtök herstöðvaandstœðinga
Samtök lœkna gegn kjarnorkuvá
Samtök íslenskra eðlisfrœðinga
gegn kjarnorkuvá
Samtök um kjarnorkuvopnalaust
ísland
Ávarp samstarfshops
friðarhreyfinga
9. ágúst 1990
Hinn 9. ágúst fyrir 45 árum var
varpað kjarnorkusprengju á
borgina Nagasaki í Japan. Þrem-
ur dögum áður var önnur
sprengja sprengd yfir borginni
Hirósíma. Hundruð þúsunda
kvenna, karla og barna lágu í
valnum. Þeir sem eftir lifðu hafa
strítt við afleiðingar þessara
sprenginga allt til þessa dags.
Það er í minningu fórnarlamb-
anna frá Hirósíma og Nagasaki
sem við hittumst hér í kvöld. Við
komum að þessari friðsælu tjörn
til að fleyta kertum, friðarljós-
um, sem eiga að minna okkur á
að atburðir eins og þeir sem gerð-
ust fyrir 45 árum mega aldrei
endurtaka sig.
Þótt nú horfi friðvænlegar í
heiminum en um langt skeið,
verður allt friðelskandi fólk að
halda vöku sinni. Þeir samningar
um fækkun kjarnorkuvopna sem
stórveldin hafa gert sín í milli,
urðu til vegna þrotlausrar baráttu
almennings vestan hafs sem
austan.
En baráttunni er ekki lokið.
Enn eru miklir hagsmunir í húfi.
Vopnaframleiðendur gleðjast
ekki. Þeir þurfa markað fyrir
vöru sína og þeir beina nú sjónum
út á höfin og til þriðja heimsins.
Fækkun kjarnorkuvopna á landi
hefur haft þau áhrif að kjarnork-
ukafbátum og kjarnorkuvopnum
í sjó hefur fjölgað. Það er lífs-
hagsmunamál okkar íslendinga
sem annarra þjóða að friða höfin
fyrir kjarnorku og kjarnorku-
vopnum. Því miður hafa Banda-
ríkin reynst afar treg til að ræða
um kjarnorkuafvopnun í höfun-
um og því þarf að herða róðurinn
á þeim vettvangi.
Þær fréttir berast frá Sovétríkj-
unum að í bígerð sé að flytja
kjarnorkutilraunasvæði Rússa
frá Kasakstan til Novaya Zeml-
ilja við Norður-íshaf. Ibúarnir í
Kasakstan höfðu fengið nóg,
enda meðalaldur þeirra aðeins
um 40 ár og hvers kyns krabbam-
ein svo algeng að ekki verður
skýrt með öðru en áhrifum neð-
an j arðarkj arnorkusprenginga
Sovétmanna. íbúar við Norður-
Atlantshaf verða að koma í veg
fyrir að norðurhöf verði næsta til-
raunasvæði. Við viljum enga
kjarnorkumengun hvorki frá
kjarnorkuveru, né hreinsunar-
stöðvum, hvað þá tilrauna-
sprengingum!
Það er hlutverk okkar allra að
standa vörð um náttúru jarðar,
stuðla að góðu mannlífi hvar sem
er í heiminum og tryggja að lífið
haldi áfram. Til að svo megi
verða þurfum við að efla barátt-
una gegn kjarnorku og kjarnork-
uvopnum, gegn hernaðarhyggju,
mannréttindabrotum og kúgun.
Fleytum nú kertum í þágu
friðar, betra mannlífs og fegurri
jarðar fyrir okkur öll.
borð eru bomar. Afleiðingin er
afskiptaleysi og sljóleiki: mér
kemur þetta ekki við, stjórnvöld
eru siðlaus (sem þau eru), pólitík
er leiðinleg, ég get ekkert gert!
Slfk sjónarmið eru lýðræðinu
hættuleg.
Ef við horfum yfir þann áratug
sem nú er að líða kemur í ljós að
ríkisstjórnir hafa hvað eftir ann-
að gripið inn í gerða kjarasamn-
inga. Að mínum dómi er verið að
raska valdahlutföllum í samfé-
laginu stórlega frá því sem áður
var, til hins verra. Vald og áhrif
verkalýðshreyfingarinnar sem
tók marga áratugi að byggja upp,
fer stöðugt minnkandi. Barátta
verkalýðshreyfingarinnar hefur
verið brotin á bak aftur með
lögum hvað eftir annað og hún
hefur því miður valdið mörgum
vonbrigðum vegna þess hve
gjörsamlega hún hefur brugðist
þeim hópum sem verst standa,
sérstaklega konum.
Það andar köldu þessa dagana
milli ASÍ og BSRB annars vegar
og BHMR hins vegar. Það verður
launafólki ekki til framdráttar.
Hinn raunverulegi sigurvegari
BHMR-deilunnar er Vinnuveit-
endasambandið.
Eftir standa margar spurning-
ar. Hvað getur réttlætt það að
þvinga stéttasamtök inn í sam-
komulag, sem þau eru andsnúin
og trúa ekki á? Er þjóðarsáttin
nokkuð annað en tímasprengja?
Hvað gerist þegar dagar hennar
eru á enda? Launum er haldið
niðri, sem veldur því að verulega
hefur dregið úr einkaneyslu og
þar með þenslu. En hvað svo? Ég
fæ ekki séð að verið sé að gera
neitt það sem tryggir áframhald-
andi stöðugleika. Ríkisstjórnin
ætlar að sitja á sprengjunni fram-
yfir kosningar, „den tid, den
sorg“! Ég og fleiri setjum spurn-
ingamerki við svona hagstjórn
sem byggist á óréttlæti og kúgun.
Ríkisstjórnin, VSÍ og ASÍ hafa
staðið fyrir verðbólgumúgsefjun
og „verðbólguvæntingum" eins
og fyrrnefndur ráðherra kemst að
orði. Ábyrgðin er þeirra!
Það er mjög alvarlegt mál að
ráðast að stéttasamtökum með
þeim hætti sem nú er raunin
gagnvart BHMR. Afleiðingarnar
munu verða margvíslegar, bæði
fyrir einstaklingana sem í hlut
eiga og þjóðfélagið allt. Ég óttast
að þau sár sem nú blæða muni
seint gróa þótt kyrrt kunni að
verða um hríð, eins og segir í ís-
lendingasögunum þegar von er
mikilla tíðinda.
Nú geta þeir Einar Oddur, Ás-
mundur og Guðmundur J. sest
aftur að kaffidrykkju og rætt um
fleiri og áframhaldandi þjóðar-
sættir. Einhverjir verða að hafa
vit fyrir mannskapnum og semja
fyrir alla, eða hvað?
Á meðan hugsum við sem
erum mannréttindum svipt okkar
gang. Margir hugleiða uppsagnir
og atvinnuleit erlendis. Mælirinn
er endanlega fullur. En það þýðir
ekkert að leggja upp laupana.
Deilan um BHMR snýst ekki um
4,5% launahækkun. Hún snýst
um grundvallarspurningar. Á að
standa við gerða samninga? Á að
beita bráðabirgðalögum í trássi
við dómstóla? Á að virða samn-
ingsréttinn? Á að brjóta samtök
launafólks endanlega á bak aft-
ur? Á að láta atvinnurekendum
og valdamönnum einum eftir að
móta samfélagið? Nei takk. Burt
með þennan valdahroka! Ég segi
eins og Steinn Steinarr: Húsa-
meistari ríkisins, ekki meir, ekki
meir.
Kristín Ástgeirsdóttir er sagnfræð-
ingur og félagi í H.I.K.
MINNING
Miðvikudagur 8. ágúst 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5
Ami Rafn Kristbjömsson
Fœddur 11. ágúst 1920 - Dáinn 27. júlí 1990
Góðviðridaginn þann 27. sl.
mánaðar var Árni skyndilega all-
ur. Dauðinn kom óvænt að hon-
um í veðurblíðunni austur við
Ölfusá þar sem hann var að lax-
veiðum.
Ég man Árna ljóst frá æsku-
dögum mfnum nyrðra. Man hann
í bláum vindjakka með veiði-
stöng, albúinn að spreyta sig við
konung vatnafiskanna og ég man
hann sigri hrósandi með fallega
veiði. Þetta voru góðir dagar, og
það voru þeir vegna þess að veiði-
maðurinn snjalli gaf sér ævinlega
tíma til að spjalla við drengstaul-
ann og sá var nú ekki sínkur á
góðgætið þegar svo bar undir.
Það var á þessum dögum sem
myndin af góðúm og traustum
manni mótaðist í huga mínum, og
hún breyttist aldrei.
Ég kynntist Árna þó vel. Bjó á
heimili hans og Guðrúnar föður-
systur minnar fjóra yndislega
menntaskólavetur. Þar fann ég
fyrir ábyrgan og traustan heimil-
isföður, sem kostaði kapps að hlú
að fjölskyldu sinni sem best hann
mátti og naut ég ríkulega góðs af
því. Árni var gæfusamur í einka-
lífi og heimili hans að Hamrahlíð
25 var staður velvilja og góðsemi.
Guðrún kona hans reyndist hon-
um tryggur og ástríkur lífsföru-
nautur alla tíð og eftir að heilsu
Árna hrakaði fyrir nokkrum
árum, lagði hún sig alla fram um
að bæta líðan hans. Sveinn einka-
sonur Árna og María tengdadótt-
ir hans reyndust honum einnig
eins og best varð á kosið. Honum
var það óblandin ánægja að fylgj-
ast með þeim ljúka námi og
stofna heimili og stuðningur hans
var þeim ætíð vís. Barnabörnin
þrjú voru líka mikill gleðigjafi í
lífi hans og hann gekkst upp í
hlutverki afans. Fylgdist með
þroska barnanna af lifandi áhuga
og hafði innilega ánægju af sam-
neyti við þau. Hann var líka
þannig gerður að börn hændust
að honum og fengu traust á hon-
um, því varð honum þetta hlut-
verk auðvelt og ánægjulegt.
Árni var eindreginn verkalýðs-
sinni. Hafði snúist til fylgis við
hugsjónir sósíalista ungur að
árum, og hélt tryggð við þær alla
tíð af þeirri einurð og staðfestu
sem einkenndi skaphöfn hans.
Hvers kyns undansláttur var hon-
um framandi og óviðfelldin ef um
var að ræða hagsmunamál verka-
fólks. Hann var einnig vel kunn-
ugur sögu verkalýðshreyfingar-
innar, sigrum hennar og ósigrum,
og var einatt fróðlegt og gefandi
að ræða þau mál við hann.
Árni hafði ungur gert járn-
smíði að iðn sinni og starfaði að
henni æ síðan meðan honum ent-
ist heilsan. Lítið þekki ég til
járnsmíði, en þykist þó vita að
trúmennska hans og samvisku-
semi hafi gagnast honum vel í
starfi og þeir smíðisgripir hans,
sem ég hef séð, bera vott um
natni og faglegan metnað. Fé-
lagar hans í iðninni sýndu honum
einnig það traust að velja hann til
trúnaðarstarfa fyrir félag sitt.
Þeirra starfa minntist hann ætíð
með ánægju.
Að leiðarlokum er mér efst í
huga söknuður eftir góðum vini
sem ávallt reyndist mér vel og
jafnframt þakklæti fyrir það hve
vel hann reyndist mér. Eg mun
ávallt minnast hans með virðingu
og ég votta aðstandendum hans
mína dýpstu hluttekningu.
Kristján Sveinsson