Þjóðviljinn - 11.08.1990, Síða 5

Þjóðviljinn - 11.08.1990, Síða 5
VIÐHORF Athugasemdir vegna skrifa formanns fomleifanefndar í Pjóðviljanum þann 19. júlí s.l. var birt ályktun frá stjórn Fé- lags háskólakennara þar sem mótmælt er ákvörðun þjóðminj- aráðs að hafna rannsóknarbeiðni Thomas H. McGoverns og van- þóknun er lýst á þeim rök- semdum og þröngsýnis sjónar- miðum sem fram komu í sam- þykkt ráðsins að aðeins íslend- ingar gætu annast rannsóknir á íslenskri menningarsögu. Laugardaginn 21. júlí 1990 kom í Þjóðviijanum grein eftir Sveinbjörn Rafnsson prófessor í sagnfræði við Háskóla íslands og formann fornleifanefndar. Sama grein birtist síðan einnig í Morg- unblaðinu þann 27. júlí. Er Sveinbjörn þar að svara ályktun stjórnar Félags háskólakennara. Lýsir Sveinbjörn m.a. því yfir að hann telji ályktunina byggða á vanþekkingu. Félag íslenskra fræða mótmælti reyndar einnig ákvörðun þjóðminjaráðs og hið sama gerði stjórn Vísindafélags íslendinga. Getur verið að stjórnir þessa félaga séu svo illa læsar á íslensku að þær hafi ekki skilið hvað fólst í ályktun þjóð- minjaráðs? Alls ekki. Einmitt vegna þess hve boðskapur þjóðminjaráðs er skýr rísa vísinda- og fræðimenn upp til að mótmæla þeirri þröng- sýni og einangrunarstefnu sem fram kemur í forsendum og úr- skurði þjóðminjaráðs. í svargrein sinni heldur for- maður fornleifanefndar fast í fyrri fullyrðingar og rangfærslur sem að mörgu leyti eru byggðar á vanþekkingu og fordómum og ekki hægt að láta ósvarað. 1. Hann segir m.a. að forn- leifar á íslandi séu fátæklegar miðað við nágrannalönd okkar. Það þýði að arfleifðin sé rýr og mikilsvert að hún verði ekki stór- lega skert að óþörfu. Þetta er rétt svo langt sem það nær. Það er hins vegar mikill misskilningur að fornleifarannsóknir hafi eða geti skert þessa arfleifð. Vissulega eru minjar hér á landi yngri og fátæklegri en í flestum öðrum löndum, en þó er af talsverðu að taka. Fornleifa- deild hefur frá árinu 1980 staðið fyrir skipulegri skráningu forn-, leifa í nokkrum sveitarfélögum eftir því sem fjármagn hefur feng- ist. Niðurstöður þess starfs benda til að í landinu séu að minnsta kosti um eitt hundrað þúsund rninjar sem falla undir friðlýsingu hinna nýju þjóðminjalaga. Rann- sókn á hverjum stað getur tekið mörg ár eða jafnvel áratugi, eins og rannsóknir á Stóruborg, Bessastöðum, í miðbæ Reykja- víkur og í Viðey sýna. í ljósi þessa eru ummæli í þá veru að útlendingar geti hrein- lega grafið „það sem hér er til á skömmum tíma“, vægast sagt yfirdrifin og annað hvort byggð á vanþekkingu eða tilraun til blekkingar. 2. Formaðurinn nefnir að í „auðugum menningarlöndum" séu „margir og digrir sjóðir sem styrkja vildu fornleifarannsóknir í öðrum löndum fengist til þeirra leyfi“. Jafnframt segir hann að það tíðkist ekki að veita slík leyfi í öðrum löndum. í þessu felst mót- sögn sem gengur ekki upp. Digrir sjóðir eru sagðir styrkja rann- sóknir sem stundaðar séu utan heimalanda sjóðanna (nýlend- ustefna), en önnur lönd veiti ekki leyfi til slíkra rannsókna, nema Guðmundur Ólafsson skrifar ísland. Ber víst að skilja þetta svo, að fjármagni þessara digru sjóða hinna auðugu menningar- þjóða hafi fram til þessa dags ein- ungis verið beint hingað í ein- hverjum mæli. Líklega vegna þess að hér hafi hver sem er mátt grafa hvar sem er að vild, án heimildar, án skilyrða, án eftirlits og án samráðs og samstarfs við íslenska fornleifafræðinga. Þetta er auðvitað fjarri lagi og byggt á vanþekkingu, þar sem formaður fornleifanefndar fer miklu offari. Það er rétt að meðal flestra menningarþjóða eru sjóðir sem styrkjavísindarannsóknir. Nokk- uð algengt er að vísindamenn stundi rannsóknir utan heima- lands síns. Þetta á við um forn- rannsóknanna var norski forn- leifafræðingurinn og arkitektinn Hákon Christie. Niðurstöður þessara merkilegu rannsókna voru gefnar út á bók árið 1988. 4. Um 1961 mun hópur Breta hafa fengið leyfi Kristjáns Eld- járns til þess að grafa í svonefnda Grímsgilsrúst í Borgarfirði. Þess- ir aðilar hafa því miður ekki skilað neinum niðurstöðum til safnsins, þó að eftir hafi verið gengið, og eru undantekning sem vissulega ber að fordæma. 5. Sænsku fornleifafræðing- arnir Bengt Schönbáck og Else Nordahl stjórnuðu rannsóknum á „bæjarstæði Ingólfs" í miðbæ Reykjavíkur á árunum 1971- 1975. Niðurstöður þeirra einnig rannsóknarleyfi á sínum tíma gegn því að hlíta skilmálum Þjóðminjasafnsins um skila- skyldu gagna o.fl. Markmið rannsókna hans var að afla gagna frá Vestfjörðum og Norðaustur- landi, til samanburðar við hin stóru beinasöfn frá Stóruborg, Bessastöðum og Viðey, sem öll eru frá Suðurlandi. Hann hefur skilað fleiri skýrslum um rann- sóknir sínar en nokkur annar. Þar kemur skýrt fram hvaða beina- söfn hann hefur fengið til greiningar frá íslandi og hvaða muni hann hefur undir höndum úr uppgreftri sínum hér. Það hefur verið viðtekin venja að rannsóknaraðilum sé treyst til „í svaragrein sinni heldur formaður forn- leifanefndar fast ífyrrifullyrðingar og rang- fœrslur sem að mörgu leyti eru byggðará vanþekkingu ogfordómum og er ekki hœgtað láta ósvarað. “ leifarannsóknir sem aðrar fræði- greinar. Einkum hafa fjölþjóðleg rannsóknarverkefni færst í vöxt og þá jafnan í samráði við við- komandi minjayfirvöld. Ég kannst ekki við að hingað hafi flykkst erlendir fornleifafræðing- ar í þeim tilgangi að eyðileggja fornleifar okkar og menningar- arfleifð, eða að þeir sem hingað hafa komið hafi ekki flestir verið nægilega „læsir á íslenska menn- ingarsögu“ til þess að geta stund- að hér fornleifarannsóknir. Það er furðulegur skilningur á þeim rannsóknum sem útlendingar hafa staðið að hér á landi. Auðvelt er að sýna fram á þetta með því að nefna þá erlendu aðila sem hér hafa staðið fyrir forn- leifarannsóknum á undanförnum 100 árum. 1. Daniel Bruun rannsakaði margar fornleifar á árabilinu um 1900-1920. Segja má að hann hafi lagt grunninn að faglegri fornleifafræði á íslandi. Margar af þeim minjum sem hann rannsakaði og mældi upp eru löngu horfnar og hefðu líklega verið öllum gleymdar ef rannsókna hans hefði ekki notið við. Minja- og menningarsaga ís- lendinga væri mun fátæklegri ef Daniel Bruun hefði ekki fengið að stunda hér rannsóknir. 2. Árið 1939 fóru fram um- fangsmiklar fornleifarannsóknir hér á landi, að mestu undir stjórn norrænna fornleifafræðinga, í samvinnu við íslendinga. Þá voru m.a. rústirnar á Stöng í Þjórsár- dal grafnar upp. Þessar rann- sóknir mörkuðu þáttaskil í ís- lenskri fornleifafræði hvað varð- ar vísindaleg vinnubrögð. Niður- stöður rannsóknanna birtust í rit- inu „Forntida gárdar i Island", sem telst enn í dag grundvallarrit um íslenska fornleifafræði. 3. Á árunum 1954-1958 fóru fram umfangsmiklar fornleifa- rannsóknir á kirkjugrunnum í Skálholti undir yfirstjórn Krist- jáns Eldjárns. Meðstjórnandi tannsókna komu nýlega út í bók- inni „Reykjavík from the Archa- eological Point of Wiew“. Fjöl- margir munir úr þeirri rannsókn voru færðir til Svíþjóðar til for- vörsiu og rannsóknar á sínum tíma. Flestir eru komnir til baka. Þeir sem ókomnir eru, eru sem stendur í vörslu fornleifadeildar háskólans í Uppsölum og mun að sjálfsögðu verða skilað. 6. Þýskur prófessor Thorsten Capelle var meðstjórnandi Guð- mundar Ólafssonar, sem var að- alstjórnandi, við rannsóknir á verslunarstað frá miðöldum í Gautavík árið 1979. Niðurstöður þeirrar rannsóknar komu út í bókinni „Untersuchungen auf der mittelalterlichen Handel- platz Gautavfk, Island" árið 1982. Munir sem Þjóðverjarnir grófu upp höfðu þeir með sér til Þýskalands til rannsóknar. Þeim var skilað aftur til Þjóðminja- safnsins að rannsókn lokinni. 7. Kevin P. Smith er banda- rískur fornleifafræðingur sem er að vinna að doktorsritgerð um þjóðfélag Sturlungaaldar í ljósi fornleifarannsókna. Hann hefur unnið hér á landi með íslenskum fornleifafræðingum undanfarin sumur. Hann var stjórnandi rannsóknar, ásamt Sigurði Bergsteinssyni, fornleifafræð- ingi, á fomu eyðibýli að Hálsi í Hálsasveit árið 1988 og 1989. Hann fékk rannsóknarleyfi á sín- um tíma gegn því að hlíta skilmál- um þjóðminjasafnsins um skila- skyldu gagna o.fl. Auðvitað hef- ur hann heimild til þess að hafa þessi gögn hjá sér þar til rannsóknarniðurstöður liggja fyrir. Hann hefur skilað áfanga- skýrslu um rannsóknir sínar. 8. Thomas H. McGovern er áttundi erlendi aðilinn sem feng- ið hefur leyfi til fornleifarann- sókna hér á landi á þessari öld. Hann hefur átt gott samstarf við íslenska fornleifafræðinga á und- anförnum árum, og hefur m.a. átt þátt í því að opna augu manna fyrir heimildagildi dýrabeina við fornleifarannsóknir. Hann fékk þess að ganga frá fundaskrám áður en munum er skilað til safnsins, enda hefur Þjóðminja- safnið ekki einu sinni fengið að ráða fólk til þess að skrá sína eigin muni. Það er því óraunhæft að krefjast þess að safnið skrái alla muni og öll bein hinna ýmsu rannsóknaraðila, á meðan rann- sókn stendur. Sú skráningar- skylda hefur hvílt á viðkomandi rannsóknaraðila. Að öllu jöfnu er sjálfsagt og eðlilegt að standa þannig að þessum málum, enda þekki ég til vel sambærilegrar af- greiðslu mála erlendis frá. 3. Formaðurinn segir að í ná- grannalöndum okkar séu gerðar mjög strangar reglur um forn- leifagröft, ekki síst um rannsókn- ir erlendra manna. Hann gefur ítrekað í skyn að hér hafi engar reglur verið fyrir og menn hafi nánast getað grafið að vild í holt og hóla. Þetta eru vísvitandi rangfærsl- ur. Þjóðminjavörður hefur frá ár- inu 1988 gefið út skriflegt leyfi til rannsóknaraðila utan Þjóðminja- safnsins, sem er m.a. háð þeim skilyrðum að skila skuli skýrslu til Þjóðminjasafns árlega á meðan rannsókn stendur. Að rannsókn lokinni skal skila til Þjóðminja- safns öllum rannsóknargögnum, auk þeirra fornmuna sem fundust við rannsóknina. Slíkt leyfi hafa ábyrgir íslenskir og erlendir fom- leifafræðingar getað sótt um og fengið. Thomas H. McGovern og Kevin P. Smith hafa auk þess gengið að skilyrðum Þjóðminja- safnsins um íslenskan samstarfs- aðila við rannsóknir sínar. Allir eru sammála um nauðsyn þess að ákveðnar reglur gildi um fornleifarannsóknir. Þær mega þó ekki vera þannig úr gerði gerðar að þær útiloki fyrirfram alla möguleika á að fá leyfi. Það hefur verið eðlileg vinnu- regla, að rannsóknaraðili sé ábyrgur fyrir þeim gögnum og munum sem fram koma við forn- leifarannsókn og sé heimilt að hafa þau gögn undir höndum þar til hann hefur lokið úrvinnslu þeirra. Þetta er vissulega spurn- ing um hvort treysta eigi viðkom- andi til heiðarlegrar fræði- mennsku, eða ekki. Þeir sem stunda fomleifarannsóknir vita vel hve nauðsynlegt er að hafa hlutina hjá sér þegar verið er að vinna úr rannsókn. Úrvinnsla fer oft fram mörgum árum eftir að rannsókn hófst og iðulega þarf að endurskoða eldri niðurstöður. Að krefjast þess af erlendum rannsóknaraðilum að þeia skilji alla fundna muni eftir í lok hvers árs, er tilræði við rannsóknina, og vantraustsyfirlýsing á fræði- manninn. 4. Formaður fornleifanefndar hefur lagt á það ofuráherslu í málflutningi sínum að fornleifa- rannsókn sé eyðilegging. Hans meginstefna er því að engar rann- sóknir skuli fara fram nema þær sem „brýna nauðsyn ber til“. Eins og fram hefur komið í McGovernmálinu, þar sem for- maðurinn hefur í tvígang hunds- að samþykkt meirihluta fom- leifanefndar um að veita McGo- vem rannsóknarleyfi, er ljóst að hann telur sig vita betur en aðrir hvað sé „nauðsynleg“ rannsókn. Það er eyðilegging að setja jarðýtur á fornleifar. Fornleifa- rannsókn er sem betur fer ekki sambærileg. Við rannsókn safna fornleifafræðingar upplýsingum og heimildum úr minjunum, svo að hægt sé að endursegja eða endurskapa það sem í minjunum fólst. Flestum er Ijós munurinn á fornleifarannsókn og eyðilegg- ingu. Islenskar fornleifar eru á ábyrgð Þjóðminjasafns íslands. Safnið hefur ekki aðeins varð- veisluskyldum að gegna. I þjóðminjalögum er einnig kveðið á um rannsóknarskyldu. Það hef- ur ekki verið gerð á því könnun hvað búið er að rannsaka hátt hlutfall íslenskra fornleifa. Þó má ætla að fram til dagsins í dag hafi verið gerð rannsókn á um 0,1- 0,5% fornleifa landsins. Þannig að gera má ráð fyrir að að minnsta kosti 99,5% séu eftir ór- annsökuð. Fomleifum stafar mikil hætta af uppblæstri, land- eyðingu og verklegum fram- kvæmdum, ekki af rannsóknum. Fornmaður fornleifanefndar virðist hins vegar fremur kjósa að minjar verði landeyðingu að bráð, en að leyfa erlendum vís- indamönnum að rannsaka þær. Hér að framan hefur aðeins verið bent á fáein atriði þar sem skoðanir mínar greinir á við for- mann fornleifanefndar. En það er nánast sama hvar borið er nið- ur í rök þau sem formaðurinn hefur verið að tína til. Þau hljóta að teljast fremur léttvæg og að mörgu leyti byggð á vanþekk- ingu, hlutdrægni og jafnvel for- dómum. Aðgerðir hans og yfir- lýsingar virðast allar beinast að því að ná með ofríki undir sig ein- okunarvaldi yfir fornleifarann- sóknum á íslandi til að geta stöðvað þá sem honum eru ekki þóknanlegir. Af þeim við- brögðum sem aðgerðir og um- mæli formanns fomleifanefndar hafa vakið, veit ég að skoðanir hans eiga sér formælendur fáa meðal íslenskra fornleifafræð- inga, sem og annarra fræðimanna og almennings í landinu. Guðmundur Ólafsson er deildarstjóri .fornleifadeildar Þjóðminjasafnsins. Laugardagur 11. ágúst 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.