Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 4
þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Bókin Á miðnætti í nótt fögnuðu rithöfundar, útgefendur og áhugamenn um íslenska bókaútgáfu því með sérstökum hátíðahöldum í Norræna húsinu í Reykjavík að það gamla baráttumál er nú komið í heila höfn að íslenskar bækur verði undanþegnar sölu- og síðan virðisaukaskatti. íslenskar bækur lækka að jafnaði um 20% í verði. Svavar Gestsson menntamálaráðherra og Alþýðu- bandalagið hafa lagt sérstaka áherslu á framgang málsins, síðast með landsfundarsamþykkt í nóvember síðastliðnum. Menntamálaráðherra hefur beitt sér fyrir margvíslegum að- gerðum til að efla tungu og menningu þjóðarinnar. Hann hafði m.a. forgöngu um málræktarátak sem náði bæði til skóla og almennings og beinist þar að auki að eflingu ffæði- legs starfs í þágu málræktar. Undir þann lið falla samning orðabóka, tilraunir með námsefní handa framhaldsskólum, rannsóknir á íslensku talmáli, handbók um talmál og mál- uppeldi og fleira. Árangurinn á þessum sviðum og afnám virðisaukaskattsins á bækur eru dæmi þeirra áfanga sem unnt er að ná ef hinn pólitíski vilji í menningarmálum er nógu einbeittur og þau ern látin hafa þann forgang sem nú er hvað brýnastur. Árið 1990 hefur verið tileinkað læsi í heiminum, í sam- ræmi við samþykkt Allshetjarþings Sameinuðu þjóðanna. Vakin er athygli á þeim vandamálum sem fylgja ólæsi og áhersla lögð á að efla lestrarkunnáttu og menntun. Mennta- málaráðuneytið hefur skipað samráðsnefnd og verkefnis- stjóra til að vinna ákveðin verkefni og og samræma aðgerð- ir hériendis í tilefni af Ári læsis. Ýmsum kann að virðast að viðfangsefni af þessu tagi eigi meira erindi til annarra þjóða en „bókaþjóðarinnar ís- lendinga". En þótt við státum af langri hefð ritlistar og læsis, er það nokkuð víst að dulið ólæsi og lestrarörðugleikar hamli fleiri íslendingum en í ákveðnum hópum bama og unglinga. Nýjustu athuganir benda til þess að í iðnríkjum Vesturianda kunnijafnvel meira en 10% íbúanna að eiga við slíkan farartálma að etja á lífsleið sinni. Dulið ólæsi er oft ómeðvitað einstaklingnum sjálfum, en kemur verst niður á þeim sem minnst mega sín. íslendingar hafa verið röskir bókaútgefendur og senda á markað árlega miklu fleiri eintök bóka á hvem íbúa en aðrar Norðurlandaþjóðir, sem þó eru taldar standa framariega í þeim efnum. Fagurbókmenntir, íslenskar og þýddar, eru of- arlega í huga margra þegar rætt er um þjóðlegan ávinning af því að lækka bókaverðið. Hins vegar er staðreyndin sú, að sá flokkur nemur aðeins rúmum fjórðungi af útgefnum rit- um ársins á íslandi, og þar eru til dæmis bæði Norðmenn og Svíar mikilvirkari en við. Og dæmin hafa sannað undanfarin ár, að (slendingum hefur verulega vaxið fiskur um hrygg í út- gáfu íslenskra ffæðirita og handbóka af ýmsu tagi. Umsjón og útgáfa slíkra alíslenskra verka eru einatt ekki síðra fram- lag til að styrkja þjóðlegar menntir og menningu en skáldrit- in. Höfundar fræðirita hafa stofnað sérstakt samband, Hag- þenki, sem m.a. hefur stutt félagsmenn sína til áframhald- andi starfa á sérsviðum sínum. Almenningsbókasöfn geta gegnt þýðingarmiklu hlutverki við að rækta læsi, þekkingu og fæmi borgaranna. Þau hafa mörg hver bryddað upp á nýjungum, t.d. samstarfi við dag- heimili, dagmæður og grunnskóla, heimsendinga[t)jónustu. í „lestrarþeysum" eru veitt verðlaun fyrir fjölda lesinna bóka og réttar úrlausnir spuminga úr þeim og „lestarrall” byggist á vali bóka í samvinnu við kennara. Það er einnig stórmerkur vaxtarbroddur í menningar- starfi bókasafnanna að gefa viðskiptavinum kost á því að njóta fræðslu og listar af tölvudiskum, hljómplötum og myndböndum, eins og í Bókasafhi Kópavogs, sem býður upp á gæðakvikmyndir, klassískar óperur og leikrit í flutningi heimsfrægra listamanna. Textabækur og skýringar fylgja síðan verkunum, en í athugun sem gerð var á samskonar myndbandaþjónustu á Norðurlöndum kom einnig í Ijós, að útlán bókasafna hafa aukist á ritmáli tengdu þeim mynd- böndum sem í boði eru á hverjum stað. Þannig geta mynd- böndin styrkt bókina, en ekki gerst henni sá skæði keppi- nautur sem margir hafa spáð. Þjóðarsátt og réttlæti Þjóðarsáttin sem svo er nefnd, hún er áreiðanlega ekki ávísun á réttlæti. Þjóðarsáttin er einskonar hraðfrysting í launaumslögunum og er réttlætt með því að menn séu hræddari við verðbólgu en allt annað. (Og margir eru það í raun og veru. Hve oft hefur þessi klippari hér ekki heyrt ummæli í þessa veru: Eg hefi samúð með BHMR sem verið er að brjóta á lög og rétt - en á hinn bóginn þarf ég að greiða 400 þúsund í vexti á þessu ári og má ekki til þess hugsa að þær tölur fari á flug). Þjóðarsáttin frystir ekki bara kaup heldur og allan vanda tekjuskipt- ingar. Það sem verra er: það er eins og fyrri daginn, að til þess er ætlast að almenningur, hópamir stóru, hafi hægt um sig og sýni ábyrgð. Minna fer fyrir framlagi forstjóranna til þjóðarsáttar, eins og nýbirtir listar yfir tekjur þeirra sýna (og sýna slíkar upplýsingar þó ekki nærri allt, því mörg eru þau fríðindi sem Frelsið hefúr búið til handa forstjórunum sin- um). Ríkir og fátækir Eitt það sem hvimleiðast er á tímum hægrisveiflu er, að þeir ríku, þeir sem best eru settir, þeir halda áfram að græða hvort sem er á verðbólgu eða verðstöðvun - og komast auðveldlega upp með það. Upplýsingaþjóðfélagið ham- ast við að safna upplýsingum um sjónvarpsáhorf og meðalneyslu á djús, en það sneiðir í feimni hjá því að skoða það hvemig hinir ríku verða rikari. Um þessa hluti fjallar Mich- ael Meacher, talsmaður Verka- mannaflokksins berska í velferð- armálum í nýlegri grein i Guardi- an. Greinin spyr í fyrirsögn: „Hvers vegna tökum við fátækum blóð til að ala hina ríku á?” og þætti ókurteis spuming á íslandi. Skal hér rakið sitthvað úr þessari grein, mönnum til fróðleiks og samanburðar. Fengu 90 sinnum meira í Bretlandi hægristjómar hef- ur það gerst á næstliðnum áratug, að meðaltekjur í landinu hafa aukist um 9,5%. í peningum þýð- ir þetta að meðaljóninn breski hafi fengið 26 punda kauphækk- un á viku. En þetta segir ekki nema fátt eitt (meðaltöl em svo lygin). Háttlaunaðir starfsmenn í hundrað helstu fyrirtækjum Bret- lands, þeir fengu á sama tíma 33% kauphækkun. Þrisvar og hálfú sinni meira en meðaltalið. Og enn á dæmið eftir að versna: þessir menn vom þegar fyrir tíu ámm komnir með 380 þúsund punda árstekjur. Þetta þýðir að meðallaun slíkra manna vom hækkuð um rösklega 2400 pund á viku. Það er níutíu sinnum meira en meðallaunamaður breskur fékk í sinn hlut. 344sinnummeira Michael Meacher heldur áfram með sína greinargerð fyrir afleiðingum stjómarfars Margrét- ar Thatcher, sem íslenskir aðdá- endur telja merkilegasta stjóm- málamann heims vegna þess að hún hafi „enga sektarkennd”. í Bretlandi em fjórar miljónir lág- launamanna, sem vinna sér inn minna en 118 pund á viku, sem er helmingur meðallauna vinnandi karla nú. Þetta fólk hefúr fengið 6% kauphækkun á sl. tíu árum, eða aðeins sjö pund á þann sem mest fær í þessum hópi. Svo að forstjóramir og deildarstjóramir og sérfræðingamir í einkageiran- um fá 344 sinnum meiri kaup- hækkun en sá sjöundi partur vinn- andi manna sem minnst fær í sinn hlut. Þessi ójafnaðarsprenging nær ekki aðeins til launa. Breska stjómin hefur lengi rekið þá skattapólitík sem átti að virka sem hvatning á þá sem betur em launaðir (réttlætingin er sú að þeir séu svo miklu dýrmætari fynr þjóðarbúskapinn en lýðurinn). Þetta þýðir meðal annars, að þeir sem fá minna en 100 pund á viku hafa grætt tvö pund á skattbreyt- ingum Margrétar Thatcher frá 1979. En á hinum endanum lítur dæmið allt öðmvísi út: þeir sem hafa meira en 70 þúsund pund á ári (eða 1350 pund á viku) - þeir hafa grætt 690 pund á viku á skattbreytingum síðan 1979. I- haldsstjómin var sínu ríka fólki 346 sinnum hollari en þeim fá- tæku. 0g þeir allra fátækustu Enn heldur Michael Meacher áfram. Þeir láglaunuðu fengu lítið í sinn hlut á áratugnum sem leið, en eitthvað pínulítið fengu þeir samt. En þeir sem vom háðir elli- lífeyri, atvinnuleysisbótum, ör- orkubótum - þeir em blátt áfram verr settir nú en fyrir tíu ámm. Þeim sem háðir em opinbemm stuðningi fjölgaði um 60% á tím- anum, en raungildi aðstoðarinnar hefúr dregist saman um 4%. Ekkert samhengi Margnefndur talsmaður Verkamannaflokksins í velferðar- málum spyr um rétlættingu þess- arar þróunar: getur það verið, seg- ir hann, að það sé einhver þörf á því að örva þá sem efst standa í tekjustiganum til dáða með 340 sinnum meiri umbun í peningum en þá sem minnstar tekjur hafa? Hafa þeir ekki nóg fyrir - góð laun, vald, samfélagsstöðu? Spumingin er orðuð kurteislega - en það er vel á henni hnykkt með tilvísun til þess, að hinir ríku verða ekki ríkari vegna þess að fyrirtækin sem þeir stjóma séu farin að græða þessi ósköp. Mörg em þau dæmi, sem Meacher til- færir um að það fari einmitt sam- an, að hagnaður fyrirtækja dragist saman — um leið og laun forstjór- anna og yfirmannanna hækka stórlega! Kannist þið við að hafa heyrt eitthvað svipað á ísa köldu landi? Verið hófsöm, bömin mín I greininni í Guardian er líka minnt á það, að breska stjómin er alltaf að hvetja „aðila vinnumark- aðarins” til að sýna hófsemi í launapólitik og launakröfúm. Sú prédíkun er byggð á því falska siðgæði (án „sektarkenndar” væntanlega) að það séu aðeins þeir sem kallaðir eru venjulegir launþegar sem eigi að taka mark á hvatningarorðunum og hlýða þeim. þJÓDVILJINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfiifélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorieifsson, Hías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur Haraldsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristin-Pétursdóttir. Auglýslngastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigriður Sigunðardóttir, Svanheiöur Ingimundardóttir. Útbreiðslu- og afgrelðslustjóri: Guðain Gisladóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingan Siðumúla 37, Rvik. Simi: 681333. Simfax: 681935. Auglýsingar 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð I lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Askriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. september 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.