Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Álmálið Megn óánægja í stjóminni Iðnaðarráðherra gagnrýndurfyrir einleik ísamningaviðræðum. Alumax rennir hýru auga tilReyðarfjarðar. Niðurstöður bráða birgðaskýrslu sýna að kostnaðarmunur milli staða er mun minni en talið hefur verið fram til þessa Samkvæmt áreiðanlegum og Borgaraflokks mjög óánægðir landi. Þá herma heimildir Þjóð- heimildum innan ríkisstjórn- með þau vinnubrögð sem iðnað- viljans að Reyðarfjörður sé enn arinnar eru ráðherrar Fram- arráðherra hefur viðhaft í samn- sterklega inni í myndinni og að sóknarflokks, Alþýðubandalags ingagerð um nýtt álver hér á Atlantáls-hópurinn sé reiðubúinn Álmálið Ekkert verið ákveðið Iðnaðarráðherra mótmœlir því harðlega að það hafi verið sýndar- mennska frá upphafi að álver verði reist á Reyðarfirði Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra mótmælir harðlega þeirri persónulegu skýringu Björns Grétars Sveinssonar vara- formanns Alþýðusambands Austfjarða, að álver á Reyðar- flrði hafi verið sýndarmennska frá upphafi. Ráðherra sagðist vilja ítreka það sem þegar hefur komið fram af hans hálfu að enn hafi engin ákvörðun verið tekin um staðarval nýs álvers. í vikunni funduðu fulltrúar á vegum Atlantál-hópsins með fulltrúum verkalýðsfélaga og at- vinnurekenda, ásamt því að tala við heildarsamtök þeirra. Meðal þess sem rætt var um var ósk Atlantál-shópsins að gerður yrði rammasamningur við starfsmenn hins fyrirhugaða álvers til að koma í veg fyrir „óþarfa vinnu- deilur" eins og það var orðað. Á þessa fundi var enginn fulltrúi boðaður frá Austurlandi en hins- vegar voru þar verkalýðsforkólf- ar frá Eyjafjarðarsvæðinu og Suðurnesjum. Björn Grétar seg- ist persónulega hafa þá skýringu afhverju enginn fulltrúi frá Al- þýðusambandi Austurlands var boðaður og hún er sú að það hafi verið sýndarmennska frá upphafi að álver skuli rísa á Reyðarfirði. Iðnaðarráðherra segir að fund- arboðið hafi ekki verið á vegum ráðuneytisins þó svo að það hafi aðstoðað fulltrúa Atlantáls-hóps- ins á ýmsan hátt. Af þeim sökum vilji hann ekki leggja neitt út af því afhverju Austfirðingar voru ekki með. Hinsvegar hafi ráðu- neytið verið í sambandi við Hauk Þorleifsson formann verkalýð- sfélagsins á Reyðarfirði og fleiri á Austurlandi. Ráðherra segir að ef engin alvara hafi legið að baki því að Reyðarfjörður væri einn af þeim stöðum sem komi til álita, hafi menn ekki lagt út í þann kostnað og fyrirhöfn sem því hef- ur fylgt að meta kosti og galla hans sem hugsanlegan stað fyrir nýtt álver. -grh Frá Varsjá í maí sfðastliðnum. Mótmæli ýmissa hópa við þinghúsið eru daglegt brauð. Ljósmyndasýning Samstaða tíu ára Iágúst héldu Pólverjar upp á það að tíu ár eru liðin frá því að Samstaða var stofnuð. Barátta Samstöðu markaði upphafið að hruni kommúnismans, ekki að- eins í Póllandi, heldur í allri Austur-Evrópu. I tilefni af þessum tímamótum hefur verið sett upp sýning á ljós- myndum sem rekja sögu Sam- stöðu í húsakynnum Verkamann- afélagsins Dagsbrúnar að Lind- argötu 9. Ljósmyndirnar eru sagðar að því leyti óvenjulegar að þær eru teknar frá öðru sjónarhorni en þær fréttamyndir sem áður hafa birst hér á landi og upprunnar eru hjá erlendum fréttastofum. Myndirnar á sýningunni lýsa at- burðum frá sjónarhóli hins al- menna félaga Samstöðu. Sýningin er opin á venjulegum skrifstofutíma. BE Pappírs-Pési Frumsýning í dag Barna- og fjölskyldumyndin Ævintýri Pappírs-Pésa verð- ur frumsýnd í Háskólabíói í dag. Myndin er framleidd af fyrirtæk- inu Hrif hf. Höfundur handrits og leikstjóri er Ari Kristinsson, framleiðandi er Vilhjálmur Ragnarsson. Kvikmyndin var sýnd fyrir fjölmiðlafólk og tæp- lega fimmtíu börn frá dagheimil- inu Grænuborg á fimmtudag. Pappírs-Pési fjallar um ein- mana strák sem teiknar leikfé- laga á pappír. Stráknum til undr- unar lifnar pappírsdrengurinn við, og saman lenda þeir í ýmsum ævintýrum ásamt nokkrum prökkurum úr hverfinu. Myndin er samsett úr stuttum spaugilegum og spennandi at- riðum, og er það eflaust kostur þegar áhorfendur eru í yngri kantinum og ættu kannski í erfið- leikum með að fylgja söguþræði að taka tillit til fleiri þátta en ein- ungis kostnaðar við staðsetningu nýs álvers eins og látið hefur verið í veðri vaka að undanförnu. Þegar málið kom inn á ríkis- stjórnarfund í gær brá mönnum mjög í brún þegar þeim varð ljóst hversu langt málið var komið. Finnst samráðherrum iðnaðar- ráðherra þeim vera stillt upp við vegg því málið sé komið á það stig að nú sé annað hvort að hrökkva eða stökkva. Heimildarmenn Þjóðviljans sögðu að málið væri komið á lok-. astig þrátt fyrir að umhverfis- rannsóknum væri ólokið. Ráð- herrum annarrra flokka en Al- þýðuflokksins mun ekki hafa lit- ist vel á þær hugmyndir sem liggja fyrir um raforkuverð og skatta- mál. Hörð gagnrýni kom fram á rik- isstjórnarfundi á fimmtudag á vinnubrögð Jóns Sigurðssonar. Ráðherranefnd með fulltrúum allra stjómarflokkanna, sem skipuð hafði verið til að fylgjast með samningaviðræðum við Atlantáls-hópinn, hafði ekki komið saman í þrjá mánuði og vissi því ekkert um stöðu mála. Þá bar heimildarmönnum blaðsins saman um það að Atlantáls-hópurinn væri reiðubú- inn til að horfa í fleiri þætti en einungis kostnaðarhagkvæmni þegar staðarval fyrir álver væri ákveðið og að tillit yrði tekið til pólitískrar hliðar málsins og byggðarsjónarmiða. Alumax, bandaríski aðilinn í Atlantáls-hópnum, hefur einnig gefið til kynna í viðræðum við ís- lenska aðila, að hann sé hvað spenntastur fyrir því að nýju ál- veri verði valinn staður í Reyðar- firði. Kemurþar til að bandaríska fyrirtækið telur sig hafa góða reynslu af því að starfrækj a álver í minni byggðarlögumm enda séu viðhorf íbúa í þeim yfirleitt já- kvæðari til slíkrar starfsemi. Heimildarmenn blaðsins bentu einnig á að þarna gæti líkað spilað inní að fyrirtækið teldi sig hafa sterkari samningsstöðu gagnvart vinnuafli á fámennari stöðum. Hinsvegar gætir ákveðinna efa- semda meðal fulltrúa fyrirtækis- ins vegna þess að byggðarlögin á Austfjörðum séu of fámenn fyrir svo stóran vinnustað. Afstaða fulltrúa hinna tveggja fyrirtækjanna sem að Atlant- áls-hópnum standa, þess sænska og hollenska, sé ekki eins afdrátt- arlaus og Bandaríkjamannanna. Komið hefur þó fram að Svíarnir hallast að Keilisnesi en Hollend- ingarnir séu frekar tvístígandi hver af þeim þremur stöðum sem nefndir hafa verið komi helst til greina. Á ríkisstjórnarfundinum var lögð fram bráðabirgðaskýrsla sænsks ráðgjafarverkfræðings á 'kostnaðarhagkvæmni þeirra þriggja staða sem til greina eru taldir koma fyrir nýtt álver. Þar kemur fram að kostnaðarmunur er mun minni milli staða en hald- ið hefur verið fram hingað til, er rennir frekari stoðum undir það að Reyðarfjörður sé enn fyllilega inni í myndinni. -rk/Sóf HELGARRUNTURINN sem gengi í gegnum alla mynd- ina. Auk þess er ekki mikið talað, heldur skiptir tónlistin miklu máli. Hana samdi Valgeir Guð- jónsson. Krakkarnir úr Grænuborg sátu hugfangnir allan tímann og or- guðu oft úr hlátri. Þegar forsýn- ingu lauk gengu þau að því virtist hæstánægð út úr húsi og sungu hástöfum: „Allt í plati“ BE Laugardagur 1. september 1990 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 3 HAFIÐ, BLÓM og EKKI ER ALLT SEM SÝNIST voru viðfangsefni listasmiðjunnar Gagns og gamans fyrir börn í Gerðubergi í sumar. Þessa dagana stendur yfir sýning í Menningarmiðstöðinni Breiðholti á afrakstri smiðjunnar. í dag milli kl. 13 og 16 verður leiðsögn um sýninguna, og kynnir starfsmaður listasmiðjunnar aðferðir hennar og markmið. FÉLAG ELDRI BORGARA í Reykiavík opnar aftur Goðheima við Sigtún 3 á morgun kl. 14. Verðurtekio í spil og spjallað fram á kvöld, en þá hefst dansleikur kl. 20. Árbæjarsafn er með fjölbreytta dagskrá um helgina. Á morgun kl. 14 leikur Hafliði Jónsson vinsæla stríðsáratón- list á píanó í Dillonshúsi milli kl. 14.30 og 16 í tilefni sýningar safnsins „Og svo kom blessað stríðið". Margt verður fleira fróðlegt og skemmtilegt að gerast á safninu, og býðst gestum að fylgjast með fólki að störfum við tóvinnu og grautarlummubakstur. TEXTÍLLISTAKONUR opna sýningu á verkum sínum í Hafnarborg í dag kl. 15. Konurnar átta sýna máluð og þrykkt myndverk, nytjalist og fleira. Á kaffistofunni í Hafnarborg opnar Anna Leós einnig sýningu í dag. Anna tileinkar sýninguna látinni vinkonu sinni, Lóu, sem var mikil baráttukona fyrir alheimsfriði. í menningar- og listamiðstöð Hafnar- fjarðar verður fleira á boðstólnum þessa helgi því að á morgun hefst þar tónleikaröð sem safnið stendur að í samvinnu við Tríó Reykja- víkur. Tónleikarnir hefjast kl. 20 og verður, m.a. frumfluttursvonefnd- ur Hafnarborgarkvartett eftir Þorkel Sigurbjörnsson. CAPUT nefnir sig hópur ungra tónlistarmanna, sem alls ekki er kapútt, heldur merkilegur mjög. Hópurinn heldur fyrstu tónleikana af fernum, sem fyrirhugaðir eru á næstunni, í dag kl. 16 á Litla sviði Borgarleik- hússins. A dagskrá tónleikanna verður frumflutningur tónverka Finns Torfa Stefánssonar á íslandi. NORRÆNA HÚSIÐ verður iðandi af listum og fróðleik um helgina. í dag kl. 16 verða staddir í húsinu níu finnskir rithöfundar. Jarkko Laine formaður finnska rithöfundasambandsins segir frá starfsemi þess, og nokkrir rithöfundanna munu lesa úr verkum sínum. Dagskrá Finnanna fer fram á finnsku og sænsku og verður túlkur til aðstoðar skyldu tungumálaerfiðleikar gera vart við sig. Á morgun verður opnuð í anddyri hússins sýningin Barn vatns og vinda, grafíkmyndir Kaljo Pollu frá Eistlandi. I tengslum við sýninguna verður sýnt myndband þar sem myndum Pollus, Ijóðum landa hans Jaan Kaplinski og tónlist er fléttað saman. Tónskáldið Eduard Tubin hefur samið sónötu fyrir píanó með myndir Pollus í huga og er það leikið af Vardo Rumessen. NÝLISTASAFNIÐ varð þess heiðurs aðnjótandi á dögunum að fá Jack Lang menningarmálaráðherra Frakka í heimsókn. Af því tilefni var sett upp sýning á verkum í eigu safnsins. Verkin eru glæný og gömul eftir erlenda og innlenda listamenn. Sýningu þessa gefst mönnum kostur á að sjá í dag og á morgun milli kl. 14 og 18.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.