Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 11
f DAG Skógrœktarfélag íslands Markmiðið 5 miljón plöntur árlega Skógrœktarfélagið minnistóO ára afmœlis á aðalfundi á Flúðum. Brynjólfur Jónsson framkvœmdastjóri: Skipulagningarþörf til að ná betri árangri Brynjólfur Jónsson framkvæmdastjóri Skógræktarfélags islands: Þa§ vilja margir leggja okkur lið, en fjármagn frá hinu opinbera er sárgræti- lega lítið. Mynd Kristinn. Skógræktarfélag íslands minnist um helgina 60 ára af- mælis síns en það var stofnað á Alþingishátíðinni á Þingvöllum þann 27. júní árið 1930. Aðal- fundur félagsins hófst í dag á Flúðum í Árnessýslu og stendur fundurinn yfir til sunnudags. Þangað mæta 70-80 fulltrúar 45 aðildarfélaga Skógræktarfélags- ins auk fjölda gesta, m.a. Vigdís- ar Finnbogadóttur forseta ís- lands. Framkvæmdastjóri Skóg- ræktarfélags íslands er Brynjólf- ur Jónsson og Þjóðviljinn spurði hann um verkefni síðasta starfs- árs og framtíðarmarkmið Skóg- ræktarfélags íslands: „Landgræðsluskógaátakið 1990 er auðvitað það sem ber hæst í ár. Það hafa verið gróður- settar undir þessu merki rúmlega 1,2 miljónir trjáplantna á 76 svæðum,“ ságði Brynjólfur. „Auk þess hafa félagar þar fyrir utan gróðursett um 800.000 plöntur. Um 8000 manns hafa tekið þátt í þessu átaki og fjöldi trjáa sem verða gróðursett á ár- inu verður líklega um 3 miljónir alls og þá á ég við alla aðila sem að skógrækt standa. Það hefur verið ákveðið að halda þessu landgræðsluskógaátaki áfram á næsta ári, enda er árangurinn mjög góður. Sala grænu greinarinnar gekk mjög vel og okkur telst til að hún hafi skilað um 15 miljónum en alls söfnuðust í ár 44 miljónir króna hjá einstaklingum og fyrir- tækjum." f tilefni afmælisins hyggst Skógræktarfélag íslands gefa út skógræktarbók, uppflettirit fyrir almenning sem verður 248 síður að stærð. „Þetta er mjög þarft rit sem lengi hefur verið unnið að,“ sagði Brynjólfur. „Bókin kemur út í lok september og hana hafa skrif- að níu höfundar. í henni verður fjöldi mynda og skýringarteikn- inga. Bókin er tileinkuð minn- ingu Hákonar Bjarnasonar, fyrr- verandi skógræktarstjóra og fyrrum framkvæmdastjóra Skóg- ræktarfélagsins.“ Á aðalfundinum um helgina verður sérstaklega fjallað um framtíðarmarkmið og áherslur, hvað getur þú sagt um þau? „Þessi vinna hefur öll verið hugsjónastarf, en til að ná meiri árangri þurfum við að skipu- leggja vinnubrögðin betur,“ svar- aði Brynjólfur. „Við þurfum að setja okkur og skilgreina ákveðin markmið og setja upp áætlanir. Það hefur sýnt sig með Land- græðsluskógaátakinu að skóg- ræktarhreyfingin hefur mikið fylgi meðal almennings og margir vilja leggja okkur lið. Með vel skipulögðu áhugamannastarfi er hægt að ná gífurlegum árangri, bæði í skógrækt og landgræðslu. Þegar við lítum fram á næsta ára- tug þá þurfum við t.d. að setja okkur það markmið að gróður- setja 5 miljónir plantna á ári. Það er ekki óraunhæft því við verðum að gera okkur grein fyrir að það sem gróðursett var í sumar var sett niður í mjög rýru og illa förnu landi og í því felst fimmfalt meiri vinna en gróðursetning í landi sem er vel á sig komið.“ Friðun lands er krafa sem oft hefur heyrst frá skógræktar- mönnum, hvert er framtíðar- markmiðið þar? „Það er greinilegt að við eigum þar við gífurlegt vandamál að stríða. Á meðan ekki er komin skipan á beitarmál landsmanna eru skógræktarmenn settir í þá stöðu að þurfa alltaf að girða sín lönd af. Við urðum mjög vör við það í Landgræðsluskógaátakinu að mjög mikið fjármagn og mikil vinna fór í að girða löndin. Skóg- ræktarfélagið kallar því á raun- verulegar aðgerðir í beitarstjórn. Fjármagnið sem hið opinbera lætur til okkar renna er sárgræti- lega lítið. Styrkur til Skógrækt- arfélags íslands í ár nam tæplega 1,5 m.kr. og aðildarfélögin fengu samtals 3,5 m.kr. Til samanburð- ar má geta þess að Pokasjóður Landverndar veitti skógræktar- félögunum 3 m.kr. Það kom sér mjög vel við girðingarfram- kvæmdir og önnur verkefni lítilla félaga sem ekki hafa í annað hús að venda til að fá fjármagn. En þar sem menn hafa átt við gróðureyðingu að stríða hefur þeim aldrei tekist að snúa vörn í sókn nema fá þjóðina í lið með sér. Við höfum margar hendur sem vilja hjálpa til, en til að geta skipulagt þetta starf þurfum við að fá svolítið meiri liðstyrk frá hinu opinbera,“ sagði Brynjólfur Jónsson að síðustu. -vd. Fuglaveiði Skotveiði óheimil á fríðlýstum svæðum í tilefni af upphafi fuglaveiðitím- ans er gekk í garð í gser, áminnir Náttúruverndarráð skotveiði- menn um að virða bann við með- ferð skotvopna á friðlýstum svæðum og haga umgengni og at- höfnum í samræmi við það. í fréttatilkynningu frá Náttúru- verndarráði er bent á að allar skotveiðar eru óheimilar svo og röskun á dýralífi innan þjóðgarð- anna þriggja Jökulsárgljúfurs, Skaftafells og Þingvalla. Þá er og öll meðferð skotvopna bönnuð í eftirtöldum frið- löndum: Ástjörn, Dyrhólaey, Esjufjöllum, Gróttu, Herdísar- vík, Herðubreiðarfriðlandi, Hornströndum, Hvannalindum, Ingólfshöfða, Kringilsárrana, Miklavatni, Salthöfða og Salt- höfðamýrum, Varmárósum, Vestmannsvatni og Þjórsárveri. í Svarfaðardal er bannað að granda fuglum og í eyjunum Eldey, Melrakkaey og Surtsey er landganga bönnuð og veiði innan við tveggja kflómetra fjarðlægð frá þeim. í reglum um friðlýsingu nokk- urra friðlanda er reyndar ekki kveðið á um bann við skotveið- um, en hins vegar er tekið fram að bannað er að trufla dýralíf, sem Náttúruverndarráð telur að jafngildi banni við skotveiðum. Þessi friðlönd eru: Búðahraun, Flatey, friðland að Fjallabaki, Geitland, Gullfoss, Hrísey, Húsafellsskógur, Lónsöræfi, Stapi og Hellnar og Vatnsfjörð- ur. Einnig er bönnuð meðferð skotvopna á þremur friðlýstum náttúruvættum, þ.e. við Dímu í Lóni, Hraunfossa og Barnafoss og Skógafoss og í Fólkvangi Neskaupsstaðar, Hólmanesi, Hrútey í Blöndu og á Spákonu- fellshöfða. Náttúruverndarráð biður skot- veiðimenn vinsamlegast að halda aftur af skotgleðinni og virða friðhelgi þessara staða. Leiðrétt ummæli Karls Steinars Það var ofsagt í frétt Nýs Helgar- blaðs í gær að Karl Steinar Guðnason, þingmaður Alþýðu- flokksins í Reykjaneskjördæmi, hefði sagt í kvöldfréttum Ríkisút- varps í fyrrakvöld að Atlantál- hópurinn vildi að nýtt álver yrði reist á Keilisnesi á Vatnsleysu- strönd. Það rétta er að Ríkisút- varpið sagðist hafa „mjög áreið- anlcgar heimildir“ fyrir þessu eins og það var orðað. Hinsvegar sagði Karl Steinar bæði í viðræðum sínum við for- stjóra eins þeirra fyrirtækja sem standa að Átlantálhópnum og í viðræðum fulltrúa verkalýðsfé- laga á Suðurnesjum og í Eyjafirði við forstjóra álfyrirtækjanna að komið hefði fram að Atlantál- hópurinn hvikaði ekki frá því að hagkvæmni og jákvæð viðhorf heimamanna ættu að ráða stað- arvalinu. „Og ég er mjög bjart- sýnn,“ sagði Karl Steinar. -rk ÞJ0ÐVILJINN FYRIR50ÁRUM Skólastjórar bamaskólanna [ Reykjavík auglýsa í þjóðstjóm- arblöðunum, að skólamir taki ekki til starfa fyrr en I október- byrjun. Skólastjórunum er bann- að að birta þessar auglýsingar í Þjóðviljanum og mun það vera samkvæmt yfirlýsingum frá yfir- völdum bæjarins um að böm þeinra foreldra, sem ekkert blað kaupa nema Þjóðviljann séu ekki velkomin í skólana. Skóla- stjóramir munu allir vera andvíg- ir þessari ráðstöfun, en vilja hinsvegar sem góð hjú hlýðnast húsbændum sínum, þó naum- ast í því að láta bömin finna að þau séu ekki velkomin. 1. september laugardagur. Egidíusmessa. 244. dagurársins. Sólarupprás í Reykjavík Id. 6.09 - sólariag kl. 20.45. Viðburðir Þjóðhátíöardagur Líbýu. Guð- mundur Böðvarsson skáld fæddurárið 1904. Síðari heims- styrjöldin hefst 1939. Samvinnu- tryggingar stofnaðar 1946. Fisk- veiöilandhelgin færð út í 12 míl- ur 1958 og í 50 mílur árið 1972. DAGBÓK APÓTEK Reykjavik: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búöa vikuna 31. ágúst til 6. september er I Reykjavikur Apóteki og Borgar Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um helgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fridögum). Síöamefnda apó- tekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliða hinu fyrmefhda. LOGGAN Reykjavik.................« 1 11 66 Kópavogur.................« 4 12 00 Seltjamames...............« 1 84 55 Hafnartjörður.............« 5 11 66 Garðabær..................« 5 11 66 Akuneyri..................n 2 32 22 Slökkvílið og sjúkrabílar Reykjavík........................« 1 11 00 Kópavogur................... * 1 11 00 Seltjamames...................« 1 11 00 Hafnarflörður.................« 5 11 00 Garðabær......................« 5 11 00 Akureyri.....................« 2 22 22 LÆKNAR Læknavakt fýrir Reykjavik, Seltjamar- nes og Kópavog er I Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8. á laugardögum og helgidögum allan sól- arhringinn. Vitjanabeiðnir, simaráðlegg- ingar og timapantanir I« 21230. Upplýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu enj gefriar i símsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fýrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspitalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspitalans er opin allan sólartiring- inn,« 696600. Hafnarflörður: Dagvakt, Heilsugæslan, « 53722. Næturvakt lækna, « 51100. Garðabæn Heilsugæslan Garðaflöt, « 656066, upplýsingar um vaktlækna, «51100. Akureyri: Dagvaktfrá kl 8 til 17 á Lækna- miöstöðinni,« 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis frá kl 17 til 8 985-23221 (farsími). Keflavík: Dagvakt, upplýsingar I «14000. Vestmannaeyjar: Neyöarvakt lækna, «11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartíman Landspitalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spitalinn: Virka daga Id. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæðingardeild Landspltalans: Alla daga W. 15 til 16, feöratlmi kl. 19:30 til 20:30. Fæðingarheimili Reykjavikur v/Eiriksgötu: Almennur tími W. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldrunarlækningadeild Land- spitalans, Hátúni 10B: Alla daga Id. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspitala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stöðin við Barónsstíg: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotssprtali: Alla dagakl. 15« 16 og 18:30« 19. Bamadeild: Heimsóknir annarra en for- eldra kl. 16 H 17 alla daga. St Jósefs- spítali Hafnarfirði: Alla daga Id. 15 til 16 og 19 « 19:30. Kleppsspítalinn: Alla daga kl 15 H 16 og 18:30 H 19. SJúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 H 16 og 19 H 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga W. 15:30 H 16 og 19 H 19:30. Sjúkrahúsið Húsavík: Alla daga kl. 15 H 16 og 19:30 H 20. ÝMISLEGT Hjálparstöð RKÍ: Neyðarathvarf fyrir unglinga, Tjamargötu 35,« 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er i upplýsinga- og ráðgjafarsima félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum W. 21 H 23. Símsvari á öðrum tímurn. « 91-28539. Sálfræðistöðin: Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum,« 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt i sima 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félaglð, Álandi 13: Opið virka daga frá W. 8 H 17, « 91-688620. „Opið hús” fyrir krabbamelnssjúklinga og aðstandendur þeirra I Skógarhlíð 8 á fimmtudögum W. 17 H 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra i« 91-22400 og þar er svaraö alla virka daga. Upplýsingar um eyðni:« 91-622280, beint samband við lækni/hjúkmnarfraeð- ing á miðvikudögum W. 18 H 19, annars símsvari. Samtök um kvennaathvarf:« 91- 21205, húsasWól og aðstoð við konur sem beittar hafa verið ofbeldi eða orð'ið fýrir nauðgun. Kvennaráögjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opið þriðjudaga W. 20 til 22, fimmtudaga W. 13:30 H 15:30 og W. 20 H 22,« 91-21500, símsvari. Sjálfshjálparhópar þeiria sem orðið hafa fyrir sifjaspellum:« 91-21500, símsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: « 91-21260 alla virka daga W. 13 H 17. Stígamót, miðstöð fyrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar, Vestungötu 3,« 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I « 686230. Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt « 652936. GENGIÐ 31. ágúst 1990 Sala Bandarikjadollar.............56,66000 Sterlingspund................108,16400 Kanadadollar.................49,27200 Dönsk króna....................9,45990 Norsk króna....................9,34980 Sænsk króna....................9,84180 Finnskt mark..................15,37380 Franskur franki...............10,80470 BelgískurfranW.................1,76460 Svissneskur firanki...........43,70230 Hollenskt gyllini.............32,17220 Vesturþýskt mark..............36,24730 Itölsk líra....................0,04883 Austum'skur sch................5,15210 Portúgalskur escudo.......... 0,41150 Spánskur peseti................0,58160 Japanskt jen...................0,38259 Irsktpund.....................97,27100 KROSSGÁTA Lárétt: 1 kyndill4 varga 6 áfengi 7 illgresi 9málmur12vemr14 fjölda15angur16 hlassinu 19 karlmanns- nafn20árna21 túla Lóðrótt: 2 ullarkassi 3 sæði4mælieining5 skjót 7 hjálp 8 sjaldgæft 10 trú 11 óánægðar13 skemmd 17 söngflokk- ur18eyktamark Lausnásíðustu krossgátu Lárétt: 1 æstu4völd6 nói7logn9safn12 raust14krá15lúi16 gæska19snák20 ágæt21 sigla Lóðrétt: 2 svo 3 unna4 vissölof 7líkast8 Grágás10atlaga11 nesti 13uss17æki18 kál Laugardagur 1. september 1990 ÞJÓÐVILJINN — S(ÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.