Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 01.09.1990, Blaðsíða 7
Svona gerum viö Almenningsbókasöfnin standa á gömlum merg hér á landi en fyrsta lestrarfélagið var stofnað í lok 18. aldar. Vaxandi áhugi á menntun, aukin þjóðerniskennd og fróðleiksþorsti almennings leiddi til þess að lestrarfélögum fjölgaði ört á 19. öld. Lög um skólaskyldu voru ekki sett hér fyrr en árið 1907 og voru lestrar- félögin því nokkurs konar skólar fyrir almenning. í fyrstu lögunum um almenn- ingsbókasöfn, sem sett voru 1955, var megináhersla lögð á menntunarhlutverk bókasafna en í núgildandi lögum stendur að þau séu „...mennta-, upplýsinga- og tómstundastofnanir fyrir al- menning". Samkvæmt yfir- lýsingu Menningar- og vísinda- stofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) um almennings- bókasöfn er hlutverk þeirra m.a. það „...að gefa-fullorðnum jafnt sem börnum möguleika á að fræðast um samtíð sína, halda áfram að afla sér menntunar og fylgjast með framförum í vísind- umoglistum". Almenningsbóka- söfnum ber því skylda til að beita sér gegn ólæsi og örva lestur jafnt barna sem fullorðinna. Til þess að vinna að þessu kappkosta söfnin að hafa sem fjölbreyttast efni á boðstólum en með auknu framboði á ýmiss konar tómstundaiðju minnkar sá tími sem hver og einn hefur til bóklesturs og slæm fjárhagsstaða safnanna kemur niður á sam- keppnisaðstöðu þeirra við aðra tómstundastarfsemi. Þau verða því að beita sér enn frekar til þess að geta gegnt hlutverki sínu sem best: Flest almenningsbókasöfn hafa reglulega sögustundir fyrir yngstu kynslóðina og stundum koma sögumenn í heimsókn og segja sögur. Böm af dag- heimilum koma í heimsókn auk þess sem barnaheimili og dag- mæður fá lánaða bókakassa frá söfnunum. Lestrarþeysur em í gangi í mörgum söfnum með bókaverðlaunum handa þeim sem hafa lesið flestar bækurnar og svarað spurningum úr þeim. Mjög gott samstarf er við marga grunnskóla og koma nemendur í safnkynningu og fá reglulega lán- aðar bækur auk þess sem stofnað er til lestrarralls með fyrir fram völdum bókum í samvinnu við kennara. Rithöfundakynningar bæði fyrir börn og fullorðna eru fastir liðir í almenningsbókasöfnunum og njóta stöðugra vinsælda. Ljóðormur 10 Kemur út á miðnætti á gleðistund bókaunnenda í Norræna húsinu Tíunda hefti Ljóðorms, tímarits um Ijóðlist, kemur út á miðnætti á gleðistund þeirri sem Rithöfu- ndasamband íslands, Hagþenkir og Félag bókaútgefenda heldur í Norræna húsinu í kvöld til að fagna afnámi virðisaukaskatts á bókum. Ljóðormur er að þessu sinni helgaður ljóðaþýðingum, en rit- inu hefur borist mikið af þýddum ljóðum eftir höfunda frá ýmsum löndum, og var ákveðið að gefa þeim gott rými í þessu hefti. Meðal höfunda sem eiga ljóð í ritinu eru írinn Seamus Heaney, Nígeríumaðurinn Wole Soyinka, Sylvia Plath og Reiner Maria Rilke. Auk þess er að finna í heft- inu grein eftir Eystein Þorvalds- son, Spunnin sannindi, sem er yfirlitshugleiðing um ljóð nýrra höfunda 1989. Ritstjórar Ljóðorms eru Eysteinn Þorvaldsson, Heimir Pálsson, Pjetur Hafstein Lárus- son, Sigrún Ragnarsdóttir, Vig- dís Grímsdóttir og Þórður Helga- son. Frá almenningsbókasöfnunum Bókasöfnin hafa líka mjög gjarnan sýningar í samvinnu við ýmsa aðila og sýningar á bókum og öðru efni er tengist því sem ofarlega er á baugi í þjóð- félaginu. Margs konar leshringir og tómstundaklúbbar fyrir full- orðna fá inni í almenningsbóka- söfnunum fyrir starfsemi sína. Bókasöfnin eru með heim- sendingarþjónustu fyrir aldraða og sjúka, oft í samvinnu við kven- félög eða aðra þjónustuklúbba. Auk þess lána þau bókakassa í skip, í dvalarheimili og vist- heimili og mörg þeirra senda bókakassa inn á sjúkrahúsin. Hljóðbækur Blindrabókasafns íslands eru sendar í almennings- bókasöfnin þar sem blindir og sjónskertir og aðrir þeir sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur í nyt geta fengið þær lánað- ar. Samkvæmt áðurnefndri yfir- lýsingu Menningar- og vísinda- stofnunar Sameinuðu þjóðanna eru almenningsbókasöftiin sjálf- sagðar menningarmiðstöðvar hvers samfélags sem draga að sér fólk með sameiginleg áhugamál. Þar getur fólk ekki aðeins fengið bækur og önnur gögn að láni heldur einnig séð listsýningar, komið á bókmenntasýningar, fyrirlestra, o.fl.þ.h. Auk þess er sífellt meiri eftirspurn eftir upp- lýsingaþjónustu almennings- bókasafnanna. Eins og sjá má af framantöldu leggja almenningsbókasöfnin sitt af mörkum í baráttunni gegn ólæsi en til þess að þau nýtist sem best þarf að leggja aukna áherslu á samvinnu við aðrar menningar- og uppeldisstofnanir sem vinna að sama markmiði. Foreldrar eru þó sá hornsteinn sem allt byggist á og því mikilvægt að allir geri sér grein fyrir því að lestur bóka er ekki síður hollt og nauðsynlegt tómstundagaman en þátttaka í félagslífi og íþróttum. Þóra Óskarsdóttir bókafulltrúi ríkisins vskw SALA BOKA A ISLENSKU ÁN VIRÐISAUKASKATTS 1. SEPTEMBER 1990 Minnisatriði fyrir bóksala og bókaútgefendur C 4-7ala bóka á íslensku er undanþegin skattskyldri veltu frá og með 1. september 1990. Undanþágan hefur þá þýðingu að skráðir aðilar innheimta ekki útskatt af sölu eða afhendingu bóka á íslensku, jafnt frumsaminna sem þýddra, en hafa samt sem áður rétt til endurgreiðslu innskatts af aðföngum er varða söluna. Undanþágan tekur bæði til sölu í heildsölu og smásölu, þ.e. frá útgefanda til bóksala og frá bóksala til endanlegs neytanda. Aðföng bókaútgefenda vegna útgáfu bóka eru með virðisaukaskatti eins og verið hefur. Undanþágan tekurtil dæmis ekki til sölu á prentþjónustu frá prentsmiðju. Virðisaukaskattur vegna prentunar bóka og annars útgáfukostnaðar er hins vegar innskattur hjá skráðum bókaútgefanda. A-^kráðir aðilar sem selja undanþegnar bækur og tímarit skulu sanna á fullnægjandi hátt að hver einstök sala sé undanþegin skattskyldri veltu. Smásalar (bókaverslanir) skulu skrá hverja einstaka sölu undanþeginnar bókar og tímarits í sérstaka sjóðvél eða í sjóðvél með tveimur aðskildum teljurum. Skal þá sala bóka og tímarita skráð í annan teljarann en sala með virðisaukaskatti skal skráð í hinn teljarann. Um nánari reglur og leiðbeiningar vísast til bréfs ríkisskattstjóra til samtaka bókaútgefenda og bókaverslana, dags. 24. ágúst sl. RSK RÍKiSSKAlTSIjÓRi ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 7 HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.