Þjóðviljinn - 19.09.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.09.1990, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 19. september 1990 —175. tölublað 55. árgangur Olíufélögin búa sig nú undir að fara ffam á veruiega hækkun á verði oliu og bensíns vegna verðhækkana á heimsmarkaði. Mynd: Kristinn. Olíufélögin Fara fram á stórhækkun Persaflóadeilan kemur við pyngjur landsmanna innan skamms. Olíufélögin undirbúa kröfu um verulegar hœkkanir. Dýrir farmar á leið til landsins Búast má við að Persaflóa- deilan muni gera vart við sig i pyngjum landsmanna inn- an skamms. Olíufélögin búa sig nú undir að gera kröfur um verulegar hækkanir á gasolíu, bensíni og svartolíu. Búist er við að gerð verði krafa um 20-30 prósent hækkun á gasolíu á næstu dögum, en gert er ráð fyrir að krafist verði minni hækkunar á öðrum vörum. Verð á eldsneyti hefúr hækkað verulega á heimsmarkaði og ís- lensku olíufélögin eiga nú von á formum sem keyptir eru dýrara verði en það sem selt hefur verið hingað til. Kristinn Bjömsson, forstjóri Skeljungs, segir í samtali við Þjóðviljann að hvergi í Evrópu sé að fá bensín og gasolíu fyrir lægra verð en á Islandi. - En þetta getur ekki gengið endalaust, segir Kristinn. Hann segist búast við að olíu- félögin sendi verðlagsráði bréf á allra næstu dögum, jafnvel í dag. Þar verður farið fram á verulega hækkun á gasolíu og svartolíu og má jafnvel búast við að krafist verði tafarlausrar hækkunar. Enn er óljóst hve mikillar hækkunar olíufélögin munu krefjast á bensíni, en ljóst er að þau telja sig þurfa á nokkurri hækkun að halda. Oskir olíufé- laganna um hækkun á bensíni munu skýrast á næstunni. Hækkun á blýlausu bensíni er háð ákvörðun verðlagsráðs, en ol- íufélögin geta hækkað verð á súp- erbensíni að vild. Þó má vænta þess að hækkun verði sú sama á báðum tegundum. Sem fyrr segir hefur Persa- flóadeilan enn ekki komið niður á pyngjum landsmanna, en að sögn Kristins Bjömssonar hafa erlend skip sem koma í íslenskar hafnir þurft að greiða mun hærra verð en íslensk fyrir gasolíu. -gg Revkjavík Félagsmála- stofnun fær aukafjár- veitingu Borgarráð samþykkti 80 miljóna króna aukafjárveitingu vegna fjárhagsaðstoð- ar við skjólstœðinga Félagsmálastofnunar Borgarráð ákvað í gær að verja 80 miljónum króna umfram fjárhagsáætlun vegna beinnar fjárhagsaöstoðar við skjólstæð- inga félagsmálastofnunar borg- arinnar. Sífellt fleiri hafa á und- anförnum mánuðum og misser- um leitað ásjár hjá stofnuninni vegna þess að endar ná ekki saman í heimilishaldinu. Þetta er í annað sinn í ár sem samþykkt er aukafjárveiting vegna fjárhagsaðstoðar við skjólstæðinga Félagsmálastofiiunar. Fyrr á árinu var samþykkt 40 miljóna króna aukafjárveiting, svo samtals nema aukafjárveitingar á árinu 120 mi- ljónum króna. Það em verulegt hlutfall af því sem upphaflega var áætlað til aðstoðar við skjólstæð- inga. -gg Hafnarfjörður Fjárhagsáætlun félagsmála- stofnunar sprungin Útlit fyrir að tvöfalda þurfi fjárveitingu vegna aðstoðar við skjólstœðinga félagsmálastofnun- ar í Hafnarfirði. Dœmi um að fólk biðji um aðstoð vegna náms Okkur sýnist að það þurfi að tvöfalda fjárveitinguna sem okkur var ætluð til þess að að- stoða fólk sem ekki getur fram- fleytt sér af launum sínum. Skjólstæðingum okkar hefur fjölgað mjög á síðustu árum og jafnframt er nú að koma til okkar fólk sem ekki þurfti á að- stoð að halda áður. Það eru dæmi um að fólk biðji okkur um aðstoð svo það þurfi ekki að taka börn sín úr framhalds- námi. Þetta segir Marta Bergman, félagsmálastjóri í Hafnarfirði, í samtali við Þjóðviljann. En ástandið sem hún lýsir er ekki bundið við Hafnarfjörð. Marta segist heyra sömu sögu frá koll- egum sínum víða um land, ekki síst í nágrannasveitarfélögunum. Þar hefúr þurft að auka fjárveit- ingar til félagsmálastofhana veru- lega. Marta Bergman og annað starfsfólk félagsmálastoínana verður óþyrmilega vart við þá rýmun kaupmáttar og þann sam- drátt í atvinnulífi sem orðið hefur á síðustu ámm. Skjólstæðingum hefúr íjölgað og íjárhagsáætlanir springa ár eftir ár. - Fjárveitingin vegna fram- færsluaðstoðar var vanáætluð í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. En það em fleiri ástæður fyrir auk- inni fjárveitingu. Atvinnuleysi hefur aukist til muna auk þess sem fólk á ekki kost á jafn mikilli yfirvinnu og áður. Við finnum mikið fyrir sveiflum í atvinnulíf- inu, segir Marta. Fólk í fullri vinnu kemur til félagsmálastofnunar og biður um aðstoð. Sem fyrr segir em jafnvel dæmi um að fólk biðji um aðstoð vegna skólagöngu fólks á aldrin- um 16-19 ára, það er fólki sem hefur lokið skyldunámi en hefur enn ekki hafið lánshæft nám. Þetta er alveg nýtt hjá stofnun- inni. - Aður gerði stór hluti fólks út á yfirvinnuna. Þegar hún minnkar og fólk situr eftir með strípaða taxtana, uppgötvar það að endar ná ekki saman. Fólk ræður ekki við húsaleigu upp á 30-40 þúsund krónur. Fóllc sem á tvö böm og nýtur ekki niðurgreiðslna þarf að borga yfir 40 þúsund krónur á mánuði fyrir bamapössun. Hvemig á það að ganga upp? Það er algengt að fólk ráði ekki við að reka ódýra bíla. Tryggingar og rekstrarkostnaður em því ofviða, segir Marta. -gg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.