Þjóðviljinn - 19.09.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.09.1990, Blaðsíða 5
LANDSLAG ekki lengur verðugt myndefni? Georg Guðni Hauksson: í síðustu grein minni fjallaði ég almennt um viðhorf fólks til landslags og náttúrunnar. Álykt- að var að landslag náttúrunnar væri ekki álitið alvarlegt né krefj- andi viðfangsefni í formi mynd- listarinnar. Landslag virðist yfir- leitt vera neðst á listanum hjá myndlistarmönnum. Þessi við- horf eiga ekki einungis við hér- lendis heldur er landslagsmál- verkið einnig á fallandi fæti er- lendis. Nútíminn „býður upp á“ annars konar þróun á sviði mynd- listar sem einkennist ef til vill af sálarástandi einstaklingsins - hvað honum þykir um veröldina í kringum sig og þróun mála í heiminum. I Evrópu, á 3. ára- tugnum, urðu aðal stefnuhóparn- ir til vegna áhrifa stjórnmála og/ eða mismunandi stjórnmála- skoðana, hvort sem áhrifin urðu í eigin landi eða á alþjóðlegum vettvangi - til dæmis af ástandinu sem skapast af stríði. Hér á landi eru hins vegar talin órjúfanleg bönd milli fólks og náttúru. En eru þau bönd látin í ljós í formi listarinnar? Er nauðsynlegt að hlutföll náttúrunnar séu auðþek- kjanleg sem samsvörun við raun- veruleikann? Áhrif náttúrunnar geta komið fram á fleiri en einu sviði. Þau geta bæði verið bein og óbein hvað varðar útkomuna. Form landslagsins getur til dæmis verið útfært á strigann í nákvæmum smáatriðum svo kunnugir staðir birtast ljóslifandi í hugskotum áhorfandans. Á hinn bóginn eru form og línur einfaldaðar í sterka og áhrifamikla mótun landslags- ins. Til dæmis birtast fjöllin, í ol- íumyndum Húberts Nóa, áhorf- andanum í senn uggvænleg, af því hversu myrkrið umlykur þau, og formföst. Þau eru tilveran og eiga tilveruna, ekkert annað er sjáan- legt. Fjöllin og myrkrið er ein heild, eins og maðurinn og nátt- úran. En hvernig hefur þessi einfald- leiki orðið til? Er til einhver hefð í íslensku og listrænu gildi þess? Jóhannes Kjarval er án efa hvað best þekktur íslenskra lands- lagsmálara, Kjarval fól sig nátt- úrunni á vald, svaf til dæmis úti í misjöfnum veðrum. Hann var heldur ekki viðkvæmur fyrir rign- ingunni þar sem hún rann niður strigann eða vatnslitapappírinn - með því komst hann lika nær sannleika náttúrunnar. En það leið á talsvert löngu þar til Kjar- val náði fullu valdi á náttúrunni og tilbrigðum hennar. Náttúran gerir kröfur um þolgæði og ein- beitingu. Líf og litir eru síbreyti- legir í formi náttúrunnar - það er ekki fullnægjandi að vinna úr ríki hennar á vélrænan hátt eins og ekki sé lífsmark í sjónmáli. Öll tilveran ber með sér lífsmark. Þó fjallið sé myndað úr bergi þá vex gróður og jurtir innan um steinana sem gefa umhverfinu lit og tilbreytingu. Svo ekki sé minnst á árstíðirnar sem allar bera með sér sín einkenni og undantekningar. Ekki er nægilegt að hafa galop- in augu fyrir lystisemdum náttúr- unnar og þannig, með þolin- mæði, hljóta vald á formum hennar. Tilfinningar listamanns- ins ber einnig að hafa í huga, hann verður að finna sig í náttú- runni og því að túlka hana. Að því mæltu var Kjarval orðinn fimmtugur þegar hann náði fullu valdi á landslaginu og sameinaði það við annað einkenni listar sinnar, draumkenndar mannverur sem birtust í myndum hans eins og Svanasöngur, 1956- 66. Þar birtist samspil náttúrunn- ar í formi hrauns, himins og draumkenndra mannvera í breytilegu tónavali litanna; gult, grænt, blátt, brúnt, svart. Hraun í náttúrunni gefur óendanlega lita- möguleika, bæði hvað varðar „raunverulegt" litaval og einnig í formi ljóss og skugga. Flötur hraunsins er mjög grófur og ójafn. Þannig skapast dýpt og ókunnugleiki, jafnframt sem ímyndunaraflinu er gefinn laus taumur, og hver veit þá hvað get- ur birst í hrauninu. Kjarval sam- einar náttúruna og draumaverur ekki aðeins í hrauninu heldur líka í fjallinu, Esja í febrúar, 1959. Þar mótar fyrir alls kyns verum og jafnvel dýrum ef áhorfandinn lætur hugmyndaflugið reika. Einnig hér er því náttúran ekki dauð þó liggi yfir henni snjór og klaki. Jón Stefánsson var annar mál- ari sem einbeitti sér að íslensku landslagi, þó á mjög ólíkan hátt. Jón varð fyrir miklum áhrifum frá list og viðhorfum franska málar- ans Cézanne sem hann kynntist í París 1908-1910, þegar hann lærði hjá Henry Matisse. Þó Céz- anne skynjaði náttúruna í gegn- um augað, það er, blandaði lita- tónunum í eina heild í auganu, þá dreymdi hann um að móta list sína eftir þeim fasta klassíska grunni sem Poussin hafði stofn- að. Þannig yrði listin meira end- anleg, næði lokamarki, og heim- spekilegri eða æðri. Sú tækni að byggja upp form með aðskildum, samt skyldum, litaflötum og myndefnið mótist af jafnvægi ljósra og dökkra flata, jafnt sem heitra og kaldra lita, er upprunn- in frá Cézanne. Þessi litameðferð og uppbygging er auðkennd í myndum Jóns eins og til dæmis Skjaldbreiður, 1937 og Hall- mundarhraun. í Hallmundar- hrauni eru litirnir dökkir og ógnvekjandi þar sem litamyn- strið er byggt upp á svörtum og dökkbrúnum litum. En til þess að móta fyrir birtu þá notar Jón græna, bláa og ljósa tóna sem njóta samspils við dekkri litina. Eins og að framangreindu þá býður náttúran upp á takmarka- lausa upplifun. Tilfinning og ná- kvæm túlkun er ekki eina lausnin, eða notagildi landslags sem myndefni. Náttúran hefur áhrif á mennina á óhlutbundinn hátt jafnt semmeðvitaðan. Þann- ig má benda á listmálarann Svav- ar Guðnason. Hann hefur verið kenndur við abstrakt listina, þó náttúran hafi alltaf haft áhrif á hann sem listmálara. Myndin Há- göngur, 1947, er dæmi um hvern- ig óhlutbundnir fletir móta há fjöll og manneskjuna. Sannleikanum samkvæmt á þessi útfærsla náttúrunnar ekki raun- verulegt gildi. Hún er túlkun listamannsins. hvaða áhrifum hann verður fyrir á sviði náttúr- unnar og tilfinninga sjálfs sín. Litimir em sterkir og afmarkað- ir, þannig ýktir í skerandi óp - óp gangnamannanna? Allmiklu yngri listamaður er Hringur Jóhannesson. Hans hug- sjón hefur mikið einkennst af raunsæisstefnu, hvernig líf í borg birtist sem andstæða lífshátta í sveit. Nú hefur hins vegar sjón- ræn túlkun hans styrkst með því að einfalda uppbyggingu mynd- efnisins. Svið myndefnisins er ná- lægt því sem nefnist of-raunsæi þar sem hann einbeitir sér að stóram nærmyndum af umhverf- inu. í þessum myndum, mynd- efnið er oft tekið úr Aðaldal, er vera mannsins gefin til kynna með algengum hlutum sem ofnir eru inni í myndina, til dæmis, Siönguform og himinn, 1988, eða Horft inn i hlöðu, 1988. í þessum myndum nemur augað hvert Ingólfshöfði, 1986. smáatriði sem myndin býr yfir, hvert strá í hlöðunni og hvernig ljósið leikur um þau. Georg Guðni Hauksson er ungur listmálari sem túlkar lands- lagið á sinn hátt. Fjöllin í mynd- um hans einkennast af litbrigðum í tónum, og skörpum einfaldleika sem í nýrri myndum hans hafa tekið á sig meiri „abstrakt“ blæ þó með sterkum áhrifum frá nátt- úranni. Þessar myndir eru ekki uppbyggðar sem nákvæm nátt- úralýsing, heldur era fjöllin og staðareinkenni dregin úr huga málarans sem væru þau tákn Is- lands. Að svo mæltu er óhætt að segja að landslagsmyndir eru ekki út- dautt listform. Ungir málarar takast á við náttúrana í myndum sínum þó tæknin og hugmynda- auðgi séu aðrar nú en tíðkuðust hjá eldri málurunum, eins og Kjarval eða Jóni Stefánssyni. Náttúran er alltaf, og verður, hluti af okkur sjálfum hvort sem við viljum eða ekki - hún er óbrigðull þáttur í lífi okkar. Hún hefur því ávallt áhrif á okkur, sálar- og lífsmynstur, listamenn eða annað fólk og hvort sem myndin er „abstrakt" eða ná- kvæm eftirmynd náttúrunnar. Náttúra er aldrei einföld, heldur er hún ofin flóknum vef litarófs- ins. Það er þó ekki þannig að hið einfalda sé ekki „rétt“. Hver og einn túlkar lífið á sinn hátt, nátt- úruna og samskipti við annað fólk. Mest um vert er að finna sjálfan sig í því sem fyrir manni vakir. En eins og ég gaf til kynna í síðustu viku þá er aldrei of mikið litið í kringum sig í ríki náttúr- unnar. Því meira sem skoðað er, þeim mun meira er fundið. Kjarval: Esja í febrúar, 1959. Eftir Halldóru Arnardóttur — Seinni hluti Miðvikudagur 19. september 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.