Þjóðviljinn - 19.09.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR
Flugáhöfn talin af
Taliö cr nú nánast víst að eng-
inn hafi komist af cr pcrúönsk
flugvél af gerðinni Bocing 727
hrapaði í sjóinn út af Nýfundna-
landi í s.l. viku. Leit er þó haldið
áfram, en farið verður að draga úr
henni. 16 manns voru með vélinni,
sem var á leigu hjá maltneska flug-
félaginu og á leið frá Möltu til Mi-
ami er hún fórst. Flugvélin virðist
hafa orðið eldsneytislaus, eflir því
að dæma sem síðast heyrðist ffá
flugmanninum.
Sögulegt skipslán
Sovéska stjómin hefiir ákveðið
að lána þeirri bandarísku stórt
flutningaskip til að flytja viðamikil
hergögn til Saúdi- Arabíu, að sögn
heimildarmanna í aðalstöðvum
Nató í Brússel. Segir einn heimild-
armaður að annað eins haft aldrei
áður gerst og hefði verið óhugs-
andi fyrir aðeins nokkmm mánuð-
um. Er litið á þetta sem enn einn
vott þeirra nýtilkomnu kærleika
sem tekist hafa með höfúðand-
stæðingunum úr kalda stríðinu.
Bandaríkjastjóm hefur undanfarið
heitið á bandamenn sína, bæði
gamla og nýja, að leggja ffam skip
og flugvélar til að flytja hergögn
og annan útbúnað til Persaflóa-
svæðisins.
Magellan
myndar Venusi
Á fyrstu ratsjármyndunum,
sem teknar hafa verið af yftrborði
plánetunnar Venusar, má greina
gíg sem er í laginu eins og nýra,
fjallgarð og landslagsútlínur ekki
ósvipaðar þeim á Jörðu. Myndimar
vom teknar úr mannlausu geimfari
bandarísku, Magellan að nafni,
sem búið var ratsjártækni til að
geta tekið myndir gegnum skýja-
hjúp þann, sem Venus er jafftan
hulin. Vísindamenn gera sér vonir
um að geta með athugunum á Ven-
usi fyllt í ýmsar eyður í jarðsögu
Jarðar, þar eð plánetur þessar em
svipaðar á stærð og eiga fleira
sameiginlegt.
Frakkaher
frá Þýskalandi
Ákveðið hefur verið að Frakk-
land fækki í her sínum í Þýskalandi
úr 50.000 niður i um 15.000 á
næstu tveimur ámm, að sögn vest-
urþýskra embættismanna sem við-
staddir vom fund þeirra Kohls
sambandskanslara og Mitterrands
Frakklandsforseta í Miinchen i
gær. 12. sept. s.l. undirrituðu utan-
ríkisráðherrar Frakklands, Bret-
lands, Bandaríkjanna og Sovétrikj-
anna samning, sem afnemur her-
námsréttindi þau er ríki þessi hafa
hafl í Þýskalandi frá lokum heims-
styijaldarinnar síðari.
Hæsta olíuverð
síðan1983
Olíuverð á heimsmarkaðnum
hækkaði á mánudag upp í 33,63
dollara á tunnu og hefúr aldrci ver-
ið hærra í sjö ár. Því ollu fréttir úr
Persaflóadeilu sem ískyggilegar
þóttu, helst þær að írakar væm að
neyða unga Kúvæta til að ganga í
her sinn og hótanir hópa hlynntra
írönum um árásir á bandaríska að-
ila hvar sem væri i heimi, ef
Bandaríkin réðust á Irak.
Kúrdar handteknir
53 Kúrdar án skjala og skil-
ríkja, þar á meðal berfætt böm,
vom handteknir í Tékkóslóvakíu í
gær er þeir reyndu að komast ólög-
lega yfir landamærin til Austur-
Þýskalands. Mikill fjöldi fólks frá
Austur-Evrópulöndum og þriðja
heiminum hefur undanfarið reynt
að komast frá Austur- til Vestur-
Evrópu og leitast margt af því við
að komast yfir Tékkóslóvakíu til
Þvskalands. Einna fjölmennastir
meðal þessa fólks em um þessar
mundir Kúrdar frá Tyrklandi,
° 'imenar og sígaunar. Fólkið reyn-
ir ýmist að komast til hinna þráðu
Vesturlanda löglega eða ólöglega.
Winnie Mandela
Kærð fyrir mannrán og
misþyrmingar
Enn eitt stórvandamál í uppsiglingu í S-Afríku. Nelson Mandela sakar stjórnvöld um ofsóknir
Winnie Mandela (( miðið), hér með dætmm slnum tveimur - þvertekur fyrir
að hafa gert piltinum 14 ára mein.
Winnie Mandela, eiginkona
suðurafríska blökku-
mannaleiðtogans Nelsons Man-
dela, hefur verið ákærð fyrir
mannrán og líkamsárásir. Eru
kæruatriðin alls átta. Horfur
eru á að mál þetta, sem verið
hefur í uppsiglingu siðan fyrir
rúmlega hálfu öðru ári, hafi al-
varlegar afleiðingar viðvíkj-
andi viðleitni stjórnvalda og
Afríska þjóðarráðsins (ANC) til
að koma á friði og þjóðarsátt.
Nelson Mandela er áhrifa-
mestur leiðtoga ANC og kona
hans er einnig i fomstu samtak-
anna, auk þess sem hún nýtur sér-
stakrar virðingar meðal suðuraff-
ískra blökkumanna sem eigin-
kona hins dáða leiðtoga, sem písl-
arvættisljómi leikur um eftir 27
ára dvöl hans í fangelsum stjóm-
valda.
Tildrög málaferla þeirra, sem
nú em að hefjast gegn Winnie
Mandela, vom þau að lífverðir
hennar, sem nefndust Mandela
United Football Club, rændu í
blökkumannaborginni Soweto 14
ára pilti, Stompie Sepei að nafni,
og fannst lík hans illa leikið í
janúar s.l. ár. Dómstóll komst að
þeirri niðurstöðu að hann hefði
verið myrtur og í s.l. mánuði var
foringi lífvarðarins, Jerry Rich-
ardson, dæmdur til dauða fyrir
morðið. Lífverðir Winnie sökuðu
Sepei um að hafa njósnað um
hana fyrir andstæðinga hennar.
Við réttarhöldin yfír Richardson
bám vitni að Sepei hefði um hríð
verið fangi á heimili Winnie og
sætt barsmíðum, spörkum og
svipuhöggum. Sum vitnanna
héldu því ffam að Winnie hefði
tekið þátt í misþyrmingunum.
Lífvörður Winnie, sem í vom
um 30 menn, hafði áður vakið al-
hygli fyrir þjösnalega ffamkomu
og eflir að umrætt morðmál kom
á daginn var hún um hríð snið-
gengin af ANC og fleiri samtök-
um andstæðum apartheidkerfi
Suður- Affíkustjómar. Fjöldalýð-
ræðishreyfingin, samtök hlynnt
ANC, lýsti því þannig yfir að öllu
sambandi milli hreyfmgarinnar
og Winnie væri slitið. En eftir að
Nelson Mandela hafði verið lát-
inn laus í febr. s.l. komst kona
hans smátt og smátt í sviðsljósið á
ný og hófst til virðingar í ANC.
Hún er mjög vinsæl í blökku-
mannaútborgum landsins og um-
mæli hennar á fjöldafúndum,
stundum í herskárra lagi, fá góðar
undirtektir.
Að hennar sögn er engin hæfa
fyrir því að hún hafi gert Sepei
mein og fyrir skömmu kvaðst hún
óska þess að sér yrði stefnt fyrir
rétt, svo að hún fengi tækifæri til
að hreinsa sig af áburðinum.
Maður hennar, sem enn sat í fang-
elsi er Sepeimálið kom á daginn,
hefúr sakað stjómvöld um að
stofna til ofsókna á hendur konu
sinni í þeim tilgangi að koma
óorði á ANC.
Reuter/-dþ.
Arabía
Bylting á högum kvenna?
Konur taka við störfum karla, sem kallaðir eru í herinn, og eru jafnvel kvaddar til herþjónustu
au tíðindi berast frá Sam-
einuðu arabafurstadæmun-
um, sem sumum þar á skaga
munu þykja mikil, að valdhafar
olíuríkis þessa hvetji nú konur
landsins til að ganga í her þess,
til þess að hann megi verða sem
öflugastur gegn írösku hætt-
unni. Slíkt hefur lengi verið tal-
ið til guðlasts á Arabíuskaga,
þar sem íslömsk strangtrú má
sín mikils.
I blaði í Abu Dhabi, sem birti
áskomn til kvenna um að gefa sig
fram til herþjálfunar, var á hinn
bóginn bent á að það væri í fullu
samræmi við fomíslamskar hefð:
ir að konur tækju þátt í hemaði. í
stríðum íslams fyrr á tíð hefðu
konur hjúkrað særðum víga-
mönnum, staðið á bakvið þá í orr-
ustum og hvatt þá áfram og jafn-
vel stundum barist sjálfar.
Margt kvenna er í her Banda-
ríkjanna í Saúdi-Arabíu og fyrst
eftir komu hans þangað var sagt
að Saúdiarabar hefðu verið miður
sín af hryllingi er þeir horfðu upp
á þessar manneskjur aka bílum,
gera við vígvélar og jafnvel gefa
karlmönnum fyrirskipanir. En
nauðsyn brýtur lög, og jafnvel í
þeirri strangtrúuðu Saúdi-Arabíu
sjást nú merki þess að Persaflóa-
deilan geti valdið þó nokkurri
byltingu á högum kvenna. Hing-
að til hafa saúdiarabískar konur
ekki mátt gerast hjúkmnarliðar og
sjúkraliðar, sökum hættu á að þær
yrðu þá fyrir því að sjá karlmenn
nakta, en skömmu eflir innrásina í
Kúvæt fyrirskipaði Fahd konung-
ur að konur skyldu teknar í hjúkr-
unarlið hersins. Og vegna þess
hve margir karlar em nú kallaðir í
herinn þarlendis, er brýn þörf á
því að konur gangi í störf þeirra,
sem konum vom að mestu lokuð
áður eða jafnvel bönnuð.
Kona I þjóðvarðliði (raks - Saddam telur sig byltingarsinnaðan og hefur þvl fyrir löngu tekið að vopna kvenþjóð sína.
En árás hans á Kúvæt hleypti af stað þróun I átt til hins sama I íhaldssömum konungs- og fúrstadæmum Arabíu.
Reynsla er fyrir því að striðs- gerðist í heimsstyxjöldunum í ur urðu að leysa þá af hólmi við
ástand hafi valdið slíkum um- Evrópu, þegar karlmenn vom friðsamlegu störfin.
skiptum á högum kvenna. Það uppteknir á vígvöllunum og kon- Reuter/-dþ.
Bandaríkin
Herinn heim
127 herstöðvar erlendis verða lagðar niður á næstu árum
Bandaríkjastjórn hefur
ákveðið að leggja niður á
næstu árum 127 bækistöðvar
hers síns víðsvegar um heim og
draga úr starfsemi í 23 í viðbót.
Verður byrjað á þessu á næsta
ári eða jafnvel fyrir áramót.
Dick Cheney, vamarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, tilkynnti
þetta í gær. Aðalástæður kvað
hann vera batnandi samskipti
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
og fjárlagavandræði Bandaríkj-
anna. Bækistöðvar þær sem hér
um ræðir em í Vestur-Þýskalandi,
Japan, Suður-Kóreu, á Italíu,
Spáni, í Grikklandi, Kanada,
Bretlandi, Ástralíu og á Bermúda-
eyjum.
Þetta verður umfangsmesta
lokun bandarískra herstöðva frá
því fyrstu árin eftir heimsstyrjöld-
ina síðari. Samkvæmt þessari
áætlun kemur Bandaríkjaher til
með að yfirgefa þrjár af stærstu
flugstöðvum sínum erlendis,
Torrejon á Spáni skammt frá
Madrid og Lindsey og Hessisch
Oldendorf í Þýskalandi. Þessi
samdráttur Bandaríkjahers er-
lendis verður mestur þar í landi,
þar sem lagðar verða niður 108
stöðvar eða dregið úr starfsemi í
þeim, en þar næst í Suður-Kóreu.
Talið er víst að með þessum ráð-
stöfúnum verði stórlega fækkað í
hetjum Bandaríkjanna erlendis,
en vamarmálaráðuneytið þeirra
hefúr ekki gefið upp hve mikil sú
fækkun verði.
Bandaríkin og Sovétríkin
komust á sínum tíma að sam-
komulagi um að fækka í heijum
sínum á miðsvæðum Evrópu nið-
ur í 195.000 hvort stórveldi. En
nú er ljóst orðið að næstu árin
kalla Sovétríkin heim nær allt
herlið sitt í Austur- Evrópu,
vegna þrýstings frá ríkjum þar.
Reuter/-dþ.
6 SÍÐA — ÞJÓÐVIUINN Miðvikudagur 19. september 1990