Þjóðviljinn - 19.09.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.09.1990, Blaðsíða 7
Sjötugur Halldór Þórðarson bóncLi Laugalandi Þegar senda skal gömlum ná- granna og æskuvini Halldóri á Laugalandi afmæliskveðju, hvariíar hugurinn ósjálfrátt á bernskuslóðirnar. Við innanvert ísafjarðardjúp eru fríðar og búsældarlegar sveitir og var þar fram á miðja öldina fjölskrúðugt og þróttmikið mannlíf. Djúpið var oft nefnt „Gullkista“ Vestf- jarða vegna sinna gjöfulu fi- skimiða. Sjórinn var fyrruym aðal samgönguleiðin og í hann var lífsbjörgin sótt að töluverðum hluta. Ýmsir gildir bændur úr Inn- Djúpinu sóttu á sexæringum sín- um frá Bolungarvík á vetrarver- tíðum. Þar var sjósókn hörð og engum veifiskötum hent að vera hlutgengir. Margir þeirra voru þar í fremstu röð aflamanna og voru einnig í fararbroddi í bú- skaparumsvifum sínum heima fyrir. Fremstir meðal jafningja voru þar forfeður Halldórs, þeir Laugabólsfeðgar og reyndar fleiri ættingjar hans. Halldór er sonur Þórðar Hall- dórssonar bónda á Laugalandi, sem fæddur var á Rauðamýri 22. 11. 1891. Hann lést 26. 05. 1987 langt kominn á nítugasta og sjötta aldursár. Móðir hans, eiginkona Þórðar, er Helga Mar- ía Jónsdóttir f. 02. 02.1898. Hún býr ennþá með börnum sínum á Laugalandi. Foreldrar Halldórs voru bæði af atgervisfólki komin og bjuggu á Laugalandi alla sína búskapartíð. Halldór er því fædd- ur á Laugalandi 19.09.1920 og er elstur sex barna þeirra hjóna. Flestir munu sammála um að góðar samgöngur séu frumskil- yrði menningar og framfara. Séu þær ófullkomnar skapast kyrr- staða, almenn fátækt og félagsleg einangrun. Hér á landi hefur ver- ið lyft Grettistökum í samgöng- umálum á síðustu áratugum. Það er þó ekki fráleit fullyrðing að Vestfirðir séu eins konar „Garðs- horn“ í íslenskum samgöngumál- um. Landshættir og veðurfar valda þar miklu um. Þessa hefur byggðin goldið. Heil byggðarlög hafa eyðst að fólki og fækkunin er orðin uggvænleg á mörgum stöð- um. Inn-Djúpið hefur ekki farið varhluta af þessari þróun og eru sum sveitarfélögin orðin býsna mannfá, svo sem Snæfjalla- og N autey rarhreppur. Sumir hafa þó skotið svo föst- um rótum að ekkert fær þeim haggað. Halldór á Laugalandi er einn þeirra. Ég hygg að hann hafi aldrei verið langdvölum utan heimahaganna, nema þá vetur sem hann stundaði búfræðinám á Hvanneyri. Eiginkona hans er Ása Ketilsdóttir, af þingeyskum ættum, sonardóttir Indriða skálds á Fjalli í Aðaldal. Þau hjón eiga fjögur börn. Ása er mikil myndarkona og hefur vakið at- hygli fyrir snilld sína í meðferð bæði bundins máls og óbundins, það er reyndar ættarfylgja henn- ar. Þau hjón hafa stundað mikinn búskap á Laugalandi, sem Þórð- ur hafði reyndar breytt úr koti í vildisjörð. Á Laugalandi er jarð- hiti svo sem nafnið bendir til. Þar var á fyrri tíð byggð lítil sundlaug sem var verk unga fólksins úr nágrenninu. Þar var gjaman komið saman um helgar til spjalls og íþróttaiðkana. Nú hafa verið reist þar gróðurhús, og er sú ræktun aukabúgrein þeirra Laugalandsmanna. Hjónin hafa auðvitað bæði tekið mikinn þátt í félagsmálum hvers konar heima í héraði sem að líkum lætur með svo vel gert fólk. Þegar íbúum fækkar, vill oft verða erfitt að sækja fé til stjórnvalda til ýmissa framfara- mála. Þá fer tregðulögmálið oft í gang og ráðamönnum finnst að höfðatölureglan eigi að gilda. Halldór, sem og þau hjón bæði, hefur verið traustur málsvari síns byggðarlags, og ritað fjölda snjallra blaðagreina til að verja rétt þess og hagsmuni og reyndar bændastéttarinnar í heild. Hann hefur löngum verið fulltrúi hér- aðsins á fundum Stéttarsamb- ands bænda og verið þar traustur og einarður fulltrúi stéttar sinnar, sem síst veitir af nú á seinni ámm. Ég á Halldóri vini mínum bóndi Laugalandi mikla þökk að gjalda fyrir alla annála liðinna ára. Það hafa verið mjög greinargóðar skýrslur um. mannlíf og hræringar í héraðin- u,sem hann hefur sent mér svona tvisvar á ári og ég hef ornað mér við ásamt eldi endurminninga frá æskudögum vestra. Ég og mitt fólk árnum Halldóri heilla á þessu afmæli. Við verðum að vona að honum og hans fólki, ásamt góðum sveitungum, takist með samheldni og áræði að hlúa að góðu og þroskamiklu mannlífi 1 byggðarlaginu. Jóhann Jóhannsson Laugaland við Djúp. Fæðing- arstaður Steins Steinarrs. Eigin- lega dálítið þorp nú á dögum, húsaþyrping, í fallegri umgjörð, grænt um og áin Selá liðast hljóð- lega um sléttar grundir drjúgan spöl niðurundan bænum. En í dag rita ég ekki um landið og hið fagra útsýni er við blasir þá kom- ið er eftir veginum fram milli Steindórsfells og Melgras- eyrarmúlans. Nú á dögum er ekki „farið fyrir fell“ svo sem áður hét, þá bændur á Laugalandi áttu leið til sjávar. En sleppum því. Halldór bóndi býr á föðurleifð sinni og er að því leyti mikill ham- ingjuhrólfur, að sennilegra hefði hann hvergi heldur viljað vera og búskapur er honum í blóð bor- inn, svo sem var um forfeður hans, er mjög komu við sögu landbúnaðar, bæði í héraði og sumir á víðara sviði. Mikil festa ríkir í öllum búskap Halldórs og hefur hann setið þessa jörð föður síns með ágæt- um, en hann er elztur barna Þórðar heitins Halldórssonar, er keypti Laugaland endur fyrir löngu, en er nú genginn á vit feðr- anna og hvílir á Melgraseyri, og Helgu Maríu ættaðrar af Snæ- fjallaströnd, dóttur hjónanna Kristínar Matthíasdóttur og Jóns Egilssonar, Skarði, Unaðsdals- sókn. Hún lifir nú í hárri elli að Laugarholti hjá dóttur sinni, Guðrúnu. -Ætt Þórðar, föður af- mælisbarnsins, er auðrakin. Laugabólsmenn í hans föðurætt, athafnamenn og frömuðir í rækt- un og búskap, stórhuga, atorku- samir, kölluðu ekki allt ömmu sína, eins og stundum er sagt, þekktu jörð sína og unnu henni, viljasterkir, einbeittir og mála- fylgjumenn. - Aftur á móti var amma Halldórs af Burstafellsætt, og er þar að finna sjálfan Guð- brand Hólabiskup, einn dyggan drottins þjón og stórmenni í allan stað. Eitthvað má sjá í Halldóri af eiginieikum feðranna, svo sem jafnan er. Mega menn minnast skeleggra greina hans í blöð, þá honum finnst hallað á bænda- stétt, penni hans hvass, ef svo ber undir og rökfesta í skrifum, stundum blönduð dálitlu háði, sem eigi þarf að koma á óvart þeim er fylgjast með þeirri fárán- legu vitleysu,sem nú er uppi höfð í málefnum bændastéttar. Hall- dór á Laugalandi kunni vel, og kann, að skilja hismið frá kjarn- anum og hneigðist ekki að lausung og gylliboðum þeim er uppi voru á teningi fyrir nokkru: fór hvorki í refarækt né annað hjóm, heldur skildi alla tíð, að sauðkindin er það dýra, er haldið hefur lífinu í þessari þjóð frá önd- verðu. Auðvitað féll það í skaut Hall- dórs, að mæta fyrir hönd stéttar sinnar á þingum, svo sem Stétt- arsambandsins, og þarf ég ekki neinn um að spyrja að þangað var hann ekki kominn til þess að jánka hverju einu eða vera þar til handauppréttingar, til þóknunar einhverra þeirra er mest leggja uppúr þægum þingmönnum, skoðanalausu fólki, er stundar það eitt að koma sér vel við þá er með völdin fara, en slíkt er jafnan einkunn þeirra er Hávamál hafa um „lítilla sanda/lítilla sæva/lítil eru geð guma/... Halldór varð búfræðingur frá Hvanneyri, svo sem að lfkum lætur, en fyrir utan þau fræði, er þar eru uppi höfð, bætti hann við sig mikilli lesningu, tungumálum, er vel fær í enskri tungu, hefur gluggað í þýzku, og dönsku hefur hann numið í Bændaskólanum á Hvanneyri, að ég tel víst, svo lengi sem danskar kennslubækur voru hér í notkun, ekki sízt í land- búnaðarfræðum, og numið hana áður sér til gagns, reyndar. Ég get ekki og má ekki skilja svo við þessi fátæklegu orð mín til Halldórs sjötugs, að ég minnist eigi á, að 1958 - í hásumrinu - gekk hann að eiga núverandi konu sína frú Ásu Ketilsdóttur, Indriðasonar, lengi bónda á Ytra-Fjalli, Þórkelssonar. Var það gæfuríkt spor er Halldór steig þar, með því frú Ása er hin mesta myndarkona, skáldmælt vel og kann ágætlega að koma fyrir sig orði, á heldur eigi langt að sækja hagmælsku og ást á skáldskap. Til hamingju bæði tvö á þess- um degi. Héðan úr Vatnsfirði sendum við heillaóskir, þökkum vinsemd ykkar og góð kynni, Lifið heil! Sr. Baldur Vilhelmsson, prófastur Vatnsfirði Síðasti pöntunardagur næsta hluta ríkissamningsins til kaupa á Macintosh tölvubúnaði með verulegum afslætti er: Innkaupastofnun ríkisins Ú Apple-umboðið mm í HEIMSMÆLIKVARBA ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN, sem nú er haldin í þriðja sinn í Laugardalshöll, hefur fest sig í sessi sem alþjóðleg stórsýning á sviði sjávarútvegs. Sýningin í ár verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr og er von á þús- undum gesta hvaðanæva að úr heiminum. Á 10 þúsund fermetra rými munu á fimmtahundrað íslenskra og er- lendra sýnenda kynna allar helstu nýjungarnar í veiðum, vinnslu og markaðssetningu sjávarfangs. Á meðan sýningin stendur yfir bjóða Flugleiðir sérstakan afslátt á innanlandsflugi fyrir sýningargesti utan af landi. Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofum, sölumönnum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIDIR

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.