Þjóðviljinn - 19.09.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.09.1990, Blaðsíða 12
■ SPURNINGIN m Notar þú blýlaust bensín? blÓÐVILIINN Miðvikudagur 19. september 1990 —175. tölublað 55. árgangur SIMI 68 13 33 SÍMFAX 681935 Stuðningur áhorfenda í Evrópuleikjum sem og I öðrum ieikjum verður seint eða aldrei ofmetinn. Ef að llkum lætur munu áhugamenn um knattspymu fjöl- menna á leiki dagsins og hvetja liðin til að gera sitt besta, gegn sterkum andstæðingum. Mynd: Jim SmarL r Iþróttir Evrópukeppnin f fótbolta Tveir leikir í dag. Fram-Djurgárden á Laugardalsvelli og KA-CSKA norður á Akureyri. Ökladjúpur snjór fyrir norðan í gær. Dœmt eftir nýjum reglum FIFA ó svo að íslandsmeistara- mótinu i knattspyrnu hafí lokið um síðustu helgi með sigri Fram er langt frá því að vertíð íslenskra knattspyrnumanna sé lokið. I gærkvöldi keppti lið FH við Dundee United í Evrópukeppni félagsliða og í dag leika Framarar við sænska liðið Djurgárden í Evrópukeppni bikarhafa á Laug- ardalsvelli. Norður á Akureyri leiða svo saman hesta sína i Evr- ópukeppni meistaraliða, KA og búlgörsku meistaramir CSKA. Báðir leikimir hefjast kl. 17,30. Fram-Djurgárden Leikurinn í dag er 29. leikur Fram í Evrópukeppnum í knatt- spymu frá upphafi. Liðið hefur leikið 6 leiki í Evrópukeppni meistaraliða og einnig 6 leiki í Evrópukeppni félagsliða. Leikur- inn gegn Djurgárden er sá 17. í Evrópukeppni bikarhafa. Hins- vegar er þetta sjötta árið í röð sem Fram tekur þátt í Evrópukeppni í knattspymu en FH og KA eru nú með í fýrsta skipti. Að öllum líkindum mun Pétur Ormslev fyrirliði Fram jafna leikjamet Marteins Geirssonar með meistaraflokki Fram í leikn- um gegn Djurgárden. En leikur- inn í dag verður sá 319. sem Pétur leikur með meistaraflokki Fram. Væntanlega munu aðdáendur íslandsmeistaranna reka upp stór augu þegar liðið hleypur inn á leikvanginn í kvöld því þeir munu leika alhvítir í leiknum, í hvítum peysum, hvítum buxum og hvít- um sokkum. Þetta stafar af því að Djurgárden liðið leikur í bláleit- um búningum. 1 seinni leik lið- anna i byrjun næsta mánaðar, verður Framliðið hinsvegar í sín- um bláhvítu búningum en and- stæðingamir í gulum búningum. Asgeir Elíasson þjálfari Framara sagði í gær að leikurinn legðist bara vel í sig og að liðið ætti góða möguleika gegn sænska liðinu. Ásgeir sagði að sér sýndist að öllu óbreyttu að Kristinn R. Jónsson væri orðinn góður af meiðslunum og hann yrði í hópn- um. Þá hefúr Jón Sveinsson ffest- að Bandaríkjafor sinni og er tilbú- inn í slaginn. Aftur á móti væri Þorsteinn Þorsteinsson enn meiddur og ólíklegt að hann yrði í leikmannahópnum. Að öðru leyti væru allir leikmenn liðsins tilbún- ir að gera sitt besta og dagsskip- unin yrði að sjálfsögðu sigur og ekkert annað. Nýjar reglur í þessum Evrópuleikjum dæma dómarar eftir nýjum regl- um ffá FIFA sem taka þó ekki gildi í deildakeppninni hér fyrr en næsta sumar, þó svo dæmt hafi verið eftir þeim víðast hvar í Evr- ópu í sumar. Aðalbreytingin felst í því að nú er sóknarleikmanni heimilt að vera samsíða næst aft- asta vamarmanni. Jafnframt er leikmönnum skylt að leika með legghlífar og það varðar brottvís- un að stöðva leikmann ólöglega sem er að sleppa einn í gegn. Ásgeir Elíasson sagði að auð- vitað væri það aðeins öðmvísi að leika samkvæmt nýjum reglun- um, en það ætti ekki að verða leikmönnum Fram neinn fjötur um fót. KA-CSKA I gær vom aðstæður til knatt- spymuiðkunar ekki eins og best verður á kosið. Ökladjúpur snjór var þá á vellinum og spáð norðan hvassvirði í dag. Guðjón Þórðar- son þjálfari KA sagði að sjálf- sögðu væri mikil tilhlökkun þar nyrðra vegna leiksins, sem er sá fyrsti sem þar er leikinn í Evrópu- keppni. Guðjón sagði að þó svo að máttarvöldin væm kannski ekki í hinu besta skapi þessa stundina, gæti þau alveg eins átt það til að brosa sína blíðasta í dag, þrátt fyr- ir að spáin væri önnur. Það yrði bara að koma í ljós. Viðureign KA. við Búlgörsku meistaranna verður án efa erfið fyrir heimamenn því vitað er að andstæðingurinn hefúr á að skipa mjög svo öflugu liði. Leikmenn liðsins em flestir á aldrinum 22,- 27 ára og í liðinu em fimm lands- liðsmenn. Það verður því við ramman reip að draga fyrir KA i dag, sem eldd hafa átt sjö dagana sæla í sumar. -grh Magnús Óskarsson nemi: Já. Það er ódýrara. Hermann Valsson nemi og kennari: Nei, ég nota súper. Bíllinn gengur betur á því. Birgir Jónsson nemi: Nei, ég nota ekki blýlaust bensín af því að ég á ekki bíl. Sigríður Dagbjartsdóttir ffamkvæmdastjóri: Já, ég nota blýlaust. Það er gott fyrir umhverfið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.