Þjóðviljinn - 19.09.1990, Blaðsíða 4
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
Heildar-
samtök og
vinnustaða-
samningar
Alþýðublaðið skrifar skrýtinn leiðara í tilefni þess að
stjómarandstæðingar í Dagsbrún ætla að bjóða fram.
Dagsbrún er þar reyndar lítt á dagskrá heldur miklu heldur
gömul og ný spuming um miðstýringu í verkalýðshreyfing-
unni. Blaðið tekur undir þær hugmyndir að til að vinna gegn
skrifræði í verklýðshreyfingu eigi heildarsamtök launafólks
ekki að semja við atvinnurekendur heldur semji starfsmenn
á hverjum vinnustað við sinn atvinnurekanda.
Blaðið segir að þessi hugmynd hafi alltaf mætt andstöðu
„í efri lögum AS(-sovétsins“ og erorðalagið náttúrlega valið
eftir þeirri tísku að nota skuli sovétstimpil sem allsherjargrýlu
í samfélaginu. En síðan kemur þessi furðuklausa hér:
„Heildarsamtök launþega og atvinnurekenda eru í raun
úreltar stofnanir frá tímum hins kalda stríðs vinnumarkaðar-
ins. Verkalýðsbarátta á nótum Kommúnistaávarpsins er lið-
in tíð. Kjarasamningar heildarsamtaka eru oftast gerðir fýrir
ofan höfuðið á launþegum og bera yfirieitt með sér daun for-
sjárhyggju. Þjóðarsáttin er fýrsta og jafnframt besta tilraun
aðila vinnumarkaðarins til að horfa á efnahagsþróunina í
heild."
Hér rekur sig eitt á annars hom. Annarsvegar eru heild-
arsamningar taldir ófrelsi og forsjárhyggja - hinsvegar er
þjóðarsáttin lofuð - en hún er einmitt þá aðeins möguleg að
heildarsamtök launamanna og atvinnurekenda séu til og
geti gert samninga um „efnahagsþróunina í heild“. Menn
geta ekki bæði sleppt og haldið: það má vel reyna vinnu-
staðasamninga í ríkari mæli en nú er gert (blaðið lætur sem
þeir séu bannaðir, en það er líka vitleysa), en þá verða
menn að gera sér grein fyrir því, að slík sundurbútun samn-
ingavalds er síst af öllu fallin til þess til dæmis að ná víðtækri
samstöðu um að setja niðurverðbólgu. Slíkirsamningareru
heldur ekki leið til að efla samstöðu með þeim sem minnst
fá í sinn hlut. Frjálsir samningar hvers starfemannahóps
hljóta að hafa þau heildaráhrif að launamunur vex milli
manna eftir því hvort fýrirtæki þeirra er sólarmegin í tækni-
þróun og markaðsþróun eða ekki, og það verða enn færri
leiðir en áður til þess að þeir verr settu geti rétt sinn hlut.
Heildarsamtök launþega geta þróast til skrifræðis og for-
sjárhyggju, en þau verða ekki úrelt fýrir það, þau eru blátt
áfram í sömu hættu og öll önnur samtök. Þau má nota til að
deyfa baráttuhug, þau má líka nota til að efla samstöðu og
samábyrgð: ekkert er um það gefið fyrirfram. Enginn fær sig
lausan úr bardaga um það hvort heldur verður ofan á. Hér á
landi fer því fjarri að heildarsamtök eins og ASÍ hafi ofurvald
yfir verkalýðshreyfingunni í heild. Alþýðublaðið ætti reyndar
að vita það, að alþýðusambönd á öðrum Noröurlöndum,
sem öll hafa lotið forystu sósíaldemókrata, þau hafa í reynd
miklu öflugra forsjárvald en ASÍ hér.
Samningaþref milli ASÍ og Vinnuveitendasambandsins
erekki kjarabarátta „á nótum Kommúnistaávarpsins" heldur
endurspeglar hún samræmingarþörf í háskipulögðu þjóðfé-
lagi. Þeir vinnustaðasamningar sem Alþýðublaðið boðar
sem allsherjariausn, þeir hafa vissa kosti. En ef þeir eiga að
koma í staðinn fyrir heildarsamtök launafólks þá er í rauninni
ekki verið að mæla með öðru en svipaðri stefnu og þeirri
sem Margrét Thatcher og hennar nótar hafa fýlgt og miðar
að því að draga sem mest úr áhrifum og mætti verkalýðs-
samtaka.
ÁB
^ed oti
lCVv —
t'"3' v 0.A6 9 fttV(. “
. ptese^Einar
otft Vta'
ttv'-e ^attva ade,
ít^AáVeV fJatttsg'S'datA
sP . ttvett ^,,\4tV»>vCeftta ^
^vS'Vvet^a^efWattdc-
dta'^atts^ dftftad
Kórónur og krossar
í leiðara Þjóðviljans var fyrir
skemmstu mælt með því að kór-
óna Kristjáns níunda Danakon-
ungs yrði tekin niður af þaki Al-
þingishússins á 50 ára afmæli
lýðveldisins 1994, íslenska
skjaldarmerkið sett í þess stað, en
kórónunni fúndinn virðulegur
staður og umgjörð á Austurvelli
eða í nýrri þinghússbyggingu.
Þetta er viðkvæmnismál.
Flestir kórónusinnar viðurkenna,
að það sé ankannalegt að sinna
lagasetningu fyrir sjálfstæða þjóð
undir erlendu merki, en telja kon-
ungstáknið hins vegar svo merki-
legar sögulegar minjar og fastan
hluta þinghússins, að glapræði sé
að hrófla við. Húsfriðunamefnd
er andvíg því að setja skjaldar-
merkið á svalir þinghússins, eins
og ráðagerðir voru uppi um. Hef-
ur þó verið sýnt fram á það með
myndbirtingu nýlega í DV, að frá
byggingu hússins 1881 og fram
til fullveldistökunnar 1918 vom
þáverandi skjaldarmerki Islands
og skjaldarmerki Danmerkur
framan á þinghúsinu.
Þeir sem vilja konungsmerkið
burt vitna m.a. til þess hvemig
styttum af austur-evrópskum fyrri
tíðar leiðtogum hefur verið kastað
burt, eílir að breytingar hófust á
stjómkerfi landanna. I rikislista-
safni Hollendinga í Amsterdam
hefur mátt sjá hvemig fyirum ný-
lendur Hollands breyttu um ásýnd
veggja innan húss og utan, eftir
að þær fengu sjálfstæði.
En nú hefur klippari fengið
merkilega ábendingu frá ötulum
lesanda blaðsins. Hann bendir á
að ekki einn einasti kross hafi
verið tekinn niður í Kreml eflir
byltinguna í Rússlandi. Nýir vald-
hafar hafi á engan hátt talið sig
ofurselda kirkjulegu valdi, þótt
þeir hefðu kristin tákn yfir hausa-
mótunum dag hvem. Þeir hafi
haft þann rétta húsfriðunaranda
og skilið sögulegt gildi menning-
arverðmæta, þótt þau væru tákn
andstæðra skoðana og óæskilegra
tíma að þeirra mati.
Nú er kannski ekki saman að
jafna andlegum og veraldlegum
táknum og völdum, en ábending-
in er umhugsunarverð.
Heimsmynd á ensku
Tæp 30% auglýsinganna í
tímaritinu Heimsmynd em nú á
erlendum málum og hefur blaðið
kannski tekið forystu í því efni að
gera Islendinga enskumælandi. í
síðasta tölublaði er við lauslega
talningu 41 auglýsing á íslensku
en hins vegar 12 auglýsingar al-
gerlega án íslenskra orða, og er
enskur texti þar víðast látinn
flakka einn og sér. Hluti af
Heimsmynd hefur um nokkurt
skeið verið svonefndur „World
Paper“, sem birtist í mörgum
tímaritum víðs vegar um heim og
birtir nær eingöngu auglýsingar á
ensku. Textinn að þessu sinni
fjallar um umhverfismál, en er
verr þýddur en klippari man eftir
að hafa séð dæmi um lengi. Mun-
ar þar mest um að þýðandinn hef-
ur ekki haft tök eða þjálfun á að
umorða frumtextann eftir ís-
lensku setningakerfi, svo úr verð-
ur hið kunnuglega og stirða nafh-
orðahröngl. Færeyskir málvis-
indamenn og fleiri hafa einmitt
bent á slíkt smit inn í setninga-
kerfið og málnotkunina sem
hættulegustu ógnunina við tungur
smáþjóðanna, miklu skaðvæn-
legri en slettur og sjálfsögð al-
þjóðaorð.
Efnisval Heimsmyndar ber
einnig svipmót nokkurrar aðdá-
unar á bandarísku þjóðfélagi, þar
er opnugrein um klæðaburð Bush
forseta og aðalefni tímaritsins að
þessu sinni er 9 síðna langt viðtal
við íslenska leikkonu sem hefur
fengið hlutverk í bandarískri
sápuóperu. Hluti af fóm hennar á
listabrautinni hefur svo verið að
breyta nafni sínu úr Jóhanna Jón-
asdóttur í Yohanna Yonas. Lista-
konunni ungu skal óskað alls vel-
famaðar, enda stefnir hún hátt og
vel samkvæmt orðum í viðtalinu.
Og margir em þeir islensku rit-
höfundamir sem hafa tekið upp
höfundamöfn, svo ekki er leiðum
að líkjast. Á hinn bóginn er hrifn-
ing og áhersla Heimsmyndar á
persónu sem hefur tekist að fóta
sig á tröppu neðarlega í banda-
rísku sjónvarpslífi kannski eilítið
úr böndunum.
Heimsmynd birtir annars æv-
inlega góðan skammt af fræðandi
og bitastæðu efni og er þar Ólafur
Hannibalsson öflugastur setn-
ingahraðall. Um stjómmál birtast
þijár greinar á 19 bls., tískan
snertir 11 síður, ættfræðin 10 og
stjömuspeki-tengingar 5.
Vangaveltur um hugsanlega
forsetaframbjóðendur á íslandi
taka mikið rúm. Veðjað er á Matt-
hías Johannessen, ritstjóra Morg-
unblaðsins, en líka nefndir til sög-
unnar einstaklingar á borð við
Davíð Sch. Thorsteinsson, Stein-
unni Sigurðardóttur, Þór Magnús-
son, Svein Einarsson ofl.
Hitt er þó meira nýmæli, að
tilnefnd em sem kandídatar pör,
líkt og þegar fólk sækir sameigin-
lega um leikhússtjórastöðumar í
Þjóðleikhúsi og Borgarleikhúsi
nýverið. Og Heimsmynd stingur
upp á þessum hjóna-valkostum:
Friðrik Sophusson og Sigríður
Dúna, Jón Baldvin og Bryndís
Schram, Valgarður Egilsson og
Katrín Fjeldsted.
Einar Kárason
ásænsku
Svenska Dagbladet birti sl.
föstudag ritdóm eflir Magnus
Eriksson um sænska þýðingu
Gulleyjunnar, eftir Einar Kára-
son, sem nýkomin er út, en
Djöflaeyjan hans birtist á sænsku
i fyrra. I umsögninni segir: „Það
em engar ýkjur að fullyrða, að
Einar Kárason hafi með skáldsög-
unum um Thule-kampinn birst
sem einn hinn sérstæðasti ungra,
norrænna rithöfunda. Hann sam-
einar vel háðið og samúðina og
hann velur sjónarhom sem gerir
honum kleift að taka sér stöðu
með fátæklingunum sem hann
lýsir. Með lýsingum sínum á líf-
inu í braggahverfunum segir hann
líka í smækkaðri mynd sögu ís-
lands sem sjálfstæðs ríkis fýrstu
áratugina, þótt myndin sé háðs-
lega skekkt, eins og í goðfræði-
legum spéspegli.“
ÓHT
þJÓOVILJINN
Síðumúla 37 —108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur
Þodeifsson, Elías Mar (pr.), Garðar Guðjónsson,
Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson,
Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn
Ingvarsson (Ijósm.), Vilborg Davíðsdóttir, Þröstur
Haraldsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson.
Auglýsingar: Sigriður Sigurðardóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir.
Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Guðnjn Gisladóttir.
Afgreiðsla: Bára Siguröardóttir, Halla Pálsdóttir, Hrefria
Magnúsdóttir, Þorgeröur Sigurðardóttir.
Bilstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýsingar:
Síðumúla 37, Rvlk.
Simi: 681333.
Simfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð i iausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikuudagur 19. september 1990