Þjóðviljinn - 22.09.1990, Blaðsíða 1
Haustjafndægur. Á morgun, sunnudag, eru haustjafndægur og þá eru dagur og nótt jafnlöng. Vetur konungur er þegar farinn að minna óþyrmilega á sig þótt hann hafi ekki enn náð
að setja mark sitt á gróðurinn í húsagörðum Reykvíkinga. Mynd: Jim Smart
Bvggingarsjóðir
Kerfið stefnir f gjaldþrot
Jóhanna Sigurðardóttir: Hef varað við gjaldþroti sjóðanna ígegnum árin. Grétar Þorsteinsson: Ef ríkisframlagið
hefði ekki rýrnað að verðgildi og ekki komið til önnur kerfi sem kalla á hluta þessa fjármagns, þá væri staðan önnur
1" skýrslu Rikisendurskoðunar
um fjárhagsstöðu bygging-
arsjóða ríkisins og verkamanna
kemur fram að eigið fé sjóð-
anna gangi til þurrðar eftir 15
og 11 ár þó útlánastarfseminni
yrði hætt nú þegar. Sjóðirnir
stefna því í gjaldþrot ef ekki
kemur til stóraukið framlag til
þeirra úr ríkissjóði.
„Þetta kemur mér ekkert á
óvart þar sem ég er búin að vara
við þessu allt frá því kerfið fór í
gegnum þingið á fimm dögum,“
sagði Jóhanna Sigurðardóttir, fé-
lagsmálaráðherra. Ný lög um
byggingarsjóðina tóku gildi 1986
í tíð Þorsteins Pálssonar þá fjár-
málaráðherra, en það var hann
sem bað um skýrsluna frá Ríkis-
endurskoðun. Þegar nýju lögin
tóku gildi var fjárframlag ríkisins
einn milljarður á þágildandi verð-
lagi og voru gefin fyrirheit um
a.m.k. sömu upphæð að raungildi
næstu árin.
„Það vita allir hvemig hefur
verið staðið við það,“ sagði Grét-
ar Þorsteinsson stjómarmaður í
Húsnæðisstofnun ríkisins. „Með
fyrirheit stjómvalda um a.m.k.
þessa upphæð töldu menn sig sjá
það fyrir að íjármunimir myndu
nokkumveginn nægja, en það
hefúr ekki verið staðið við það,
og nöturlegast er það núna í ár
þegar aðeins 50 milljónir era
lagðar til frá ríkinu í Byggingar-
sjóð ríkisins,“ sagði Grétar.
„Ef menn telja að ástæðan
fyrir gjaldþrotinu sé sú að það
hafi vantað ríkisframlög í þennan
sjóð,“ sagði Jóhanna, „þá var
grunnurinn lagður í tíð Þorsteins
Pálssonar því skýrslan sýnir að
það vantaði árið 1987 400 millj-
ónir uppá ríkisframlagið til þess
að forsendur kerfisins stæðust.“
Jóhanna telur enga skynsemi
í þvi að viðhalda kerfinu frá 1986.
„Þó við settum tvo milljarða í
kerfið til útlána á næsta ári þá
dygði það fyrir 800 lánsloforðum,
en það bíða 5.500 manns, þannig
að það er einungis hægt að
grynnka á þessu,“ sagði Jóhanna.
Hún telur rétt að auka framlagið í
Byggingarsjóð verkamanna og
því til byggingar félagslegra
íbúða.
„Skýrslan sýnir að kerfið frá
1986 gengur ekki upp og Bygg-
ingarsjóður ríkisins verður gjald-
þrota ef ekki verður tekið á mál-
unum,“ sagði Jóhanna. „Ég tel að
með húsbréfakerfinu höfúm við
skapað íjárhagslegt svigrúm fyrir
félagslega kerfið og til þess að
treysta Byggingarsjóð verka-
manna i sessi.“ Ráðherra vinnur
nú að því að auka framlag rikisins
í Byggingarsjóð verkamanna.
Framtíð Byggingarsjóðs rík-
isins er óljós. Um 800 manns hafa
nú lánsloforð og verður staðið við
allar skuldbindingar í því sam-
bandi. Hvað verður um þá 5.500
sem eru i biðröðinni um lánveit-
ingu úr sjóðnum er jafn óljóst og
framtíð sjóðsins. En líklegt er að
ef ekki kemur stóraukið fjárfram-
lag úr ríkissjóði fái þetta fólk ekki
lán úr sjóðnum. Nokkur hundrað
þessa fólks hefúr þó nú þegar far-
ið yfir í húsbréfakerfið, en þrátt
fyrir nokkra bið í Húsnæðisstofn-
un eftir greiðslumati er biðin ekki
talin í áram. Húsbréfakerfið býð-
ur uppá lán til 25 ára með 5,75
prósent vöxtum, en Byggingar-
sjóður ríkisins býður 40 ár og 4,5
prósent vexti.
Grétar Þorsteinsson er ekki
tilbúinn til að taka undir það að
Byggingarsjóður ríkisins sé
gjaldþrota, það verði að skoða
málið í víðara samhengi:
„Það hefúr verið um það sátt í
þjóðfélaginu að það yrðu lagðir
veralegir íjármunir af þessu sam-
eiginlega aflafé okkar í þennan
mikilvæga málaflokk. Nú er verið
að hætta því, að því er virðist,“
sagði Grétar, en hann telur kerfið
ekki hafa verið ómögulegt í upp-
hafi, heldur hafi rikið ekki staðið
við sinn hluta sáttarinnar og því
sé staðan einsog hún er.
„Það sem er nauðsynlegt að
gera í þessu núna er að eyða þeirri
óvissu sem þetta fólk er í sem er í
þessari biðröð," sagði Jóhanna.
„Það verður að taka af skarið um
framhaldið. Vilja menn leggja
það fé ffarn sem þarf til í þetta
kerfi?" spyr Jóhanna, en sjálf tel-
ur hún það enga skynsemi, því
það þýði annaðhvort skattahækk-
anir eða niðurskurð annarsstaðar í
ríkiskerfinu. Það er líklegt að á
sama tíma og félagsmálaráðherra
fari ffam á aukið ffamlag til
Byggingarsjóðs verkamanna
leggi hún til að Byggingarsjóður
ríkisins verði lagður niður. „Ég
vona að menn taki mark á skýrsl-
unni og horfist í augu við raun-
veraleikann,“ sagði Jóhanna.
-gpm
Bókmenntasamkeppni AB
Öll handritin ónothæf
Bókaklúbbur Almenna bókafélagsins efndi á síðasta ári til bók-
menntasamkeppni í tilefni af 15 ára afmæli sínu. Skiladagur var 1.
júní sl. og bárust alls 77 handrit í samkeppnina.
Dómnefnd, sem skipuð var fimm mönnum, hafnaði öllum handritun-
um á þeim forsendum að þau skorti of mikið á í efnisvali, framsetningu
eða úrvinnslu. Þótt nefndin telji nokkur handritanna athyglisverð telur
hún ekki unnt að veita neinu þeirra bókmenntaviðurkenningu.
Vegna þessa hefúr Almenna bókafélagið ákveðið að ffamlengja
skilafrest til samkeppninnar til 1. mars 1991. ns.