Þjóðviljinn - 10.10.1990, Page 2

Þjóðviljinn - 10.10.1990, Page 2
FRETTIR Landsbergis Skyldleiki með Litháen og Kúvæt Landsbergis: Sjálfstæðisbarátta Islendinga og Litháa ekki sambœrileg Landsbergis, forseti Litháen, á blaðamannafundi ( gær. Mynd: Kristinn. Landsbergis forseti Litháens sagði á blaðamannafundi í gær, að það hefði komið Lithá- um þægilega á ðvart, hve Is- lendingar brugðust skjótt við þegar Litháar lýstu yfír sjálf- stæði sínu 20. mars. Eftir við- ræður sínar við íslenska ráða- menn skildi hann betur við- brögð íslendinga. Smærri þjóð- ir gætu bundist samtökum gegn stærri þjóðum sem teldu sig geta komið vilja sínum fram án hindrunar. Það búa hlutfallslega fleiri Rússar í Eistlandi og Lettlandi en í Litháen. Landsbergis sagði þessa staðreynd hafa mikil áhrif á ástandið í Eistlandi og Lettlandi, en heíði minna að segja í Litháen. Það væri hin löglega hlið málsins sem skipti mestu máli fyrir Lit- háa, eða hin löglega staða lands- ins. „Eina vandamálið hvað þetta snertir fyrir Litháa er að koma á litháísku ríkisfangi, þannig að sérhver sem búið hefur í landinu í tiltekinn tíma fái litháískt ríkis- fang,“ sagði Landsbergis. Þetta væri hins vegar erfiðara fyrir hin baltnesku ríkin vegna nýinn- fluttra Rússa. Landsbergis sagði Litháa ekkí geta fallist á að fá takmarkað sjálfstæði, sem fæiist í því að Sovétríkin færu áfram með utan- ríkismálin og forseti þeirra verði forseti Litháens, eins og Gorbat- sjov hefur lagt til. „Við höfum beðið í fimmtíu ár og það þykir Blóðbaö í Israel okkur nógu löng bið,“ sagði Landsbergis. Það væri ekki hægt að líkja sjálfstæðisbaráttu Litháa við sjálfstæðisbaráttu íslendinga. Það væri miklu nær að Iíkja stöðu Litháa gagnvart Sovétríkjunum við stöðu Kúvæt gagnvart Irak. En hafa Litháar efnahagslega burði til að verða sjálfstæðir? Landsbergis sagði efnahagslegt sjálfstæði ekki mögulegt á meðan viðskiptalífið og viðskipti við aðrar þjóðir væru ekki komin í gang. En Litháen hefði alla burði til að stofha til viðskipta við aðra. Eitt af því sem rætt hefði verið við Sovétmenn á fyrsta viðræðu- fundinum, væri að Litháar ættu eðlileg viðskipti við Sovétmenn, en ekki viðskipti sem bæru svip viðskipta stórveldis við smáríki. -hmp Fylgifiskur kynþáttastefnu Ísland-Palestína: ísrael hefur ekki virt eina einustu ályktun Sameinuðu þjóðanna Félagið Ísland-Palestína skorar á íslensk yfirvöld að beita sér fyrir því að fulltrúi Norðurlanda í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, beri fram tillögu um refsiaðgerðir gegn ísrael. Markmiðið með tíl- L. R. Sigurður Hróars- son leikhússtjóri Stjóm Leikfélags Reykjavíkur hefúr valið Sigurð Hróarsson leik- hússtjóra Leikfélags Akureyrar úr hópi þrettán umsækjenda til að gegna stöðu leikhússtjóra. Núverandi leikhússtjóri L. R. Hallmar Sigurðsson lætur af störf- um 1. ágúst á næsta ári. -grh löguflutningnum á að vera að ísrael dragi herlið sitt tíl baka frá herteknu svæðunum í sam- ræmi við ályktanir ráðsins. í tilkynningu frá Félaginu ís- land- Palestína segir að félagið sé harmi slegið yfir blóðbaði ísra- elsku lögreglunnar gegn vamar- lausum íbúum Jerúsalems. Slíkar aðgerðir séu óhjákvæmilegir fylgifiskar kynþáttastefnu og her- námi Israelsríkis. „Við minnum á að Israelsríki hefúr ekki virt eina einustu álykt- un Sameinuðu þjóðanna síðan það gekk í samtökin 1949,“ segir í tilkynningunni. Israelsríki hafi hemumið Vesturbakkann, Gaza- svæðið og Golanhæðimar árið 1967 og suðurhluta Líbanons árið 1982 og neitað að virða ályktanir Sameinuðu þjóðanna um brottför heija sinna frá þessum svæðum. Félagið spyr hvort alþjóðalög gildi aðeins fyrir suma en ekki fyrir aðra, í Ijósi viðbragða ríkja heimsins við innlimun Iraks á Kúvæt. Ísland-Palestína segir mark- mið_ refsiaðgerða gegn Israel vera að ísrael leyfi starfsliði Samein- uðu þjóðanna þegar í stað að koma sér fyrir á herteknu svæð- unum, ma. til þess að veita óbreyttum borgurum herteknu svæðanna lágmarks vemd. Mark- miðið á einnig að vera að Israel virði í einu og öllu skuldbinding- ar sínar við 4. Genfarsamninginn, er varða öryggi og velferð íbú- anna á herteknu svæðunum. -hmp Síld Söltun er haf in Sfldarsöltun er hafin á Aust- fjörðum. í gær var byrjað að salta hjá Pólarsíld á Fá- skrúðsfirði og hjá Tanga hf. á Vopnafírði. Hinsvegar fór fyrsta síldin sem barst á land i Neskaupstað og á Höfn í Hornafirði í frystíngu. Það var Ingvi Rafn og áhöfn hans á Guðmundi Kristni sem kom með fyrstu síldina til Fá- skrúðsfjarðar, um 40 tonn af venjulegri stórsíld. Hallgrímur Bergsson hjá Pólarsíld sagði að fyrst um sinn yrði saltað fyrir Norðurlandamarkað en beðið með að salta fyrir Sovétmenn. -grh Vesturlandskratar Eiður fær keppinaut Gísli Einarsson, oddviti Alþýðu- flokksins á Akranesi, hefur ákveðið að sækjast eftir þing- mennsku fyrir Alþýðuflokkinn á Vesturlandi. Hann berst við Eið Guðnason alþingismann um efsta sætið á listanum. Gisli lýsti yfir þessu í Skaga- blaðinu í síðustu viku. Hann hefúr verið bæjarfulltrúi Alþýðuflokks- ins á Akranesi síðan 1986 og er nú formaður bæjarráðs. Alþýðuflokk- urinn hefur aukið fylgi sitt á Akra- nesi verulega á undanfömum ámm og hefúr nú þijá bæjarfulltrúa. Sem stendur er enginn Akur- nesingur í hópi þingmanna Vestur- lands. Gísli leggur mikla áherslu á það í viðtali við Skagablaðið að Akumesingur komist á Alþingi að nýju, en Akranes er langstærsti þéttbýlisstaðurinn á Vesturlandi. -gg Þrír í heiðursráð Krabbameinsfélagsins Davíð Ólafsson fyrrum seðlabankastjóri, Ottó A. Michelsen fynum forstjóri og Tómas Ámi Jónasson yfirlæknir hafa verið valdir í heiðurs- ráð Krabbameinsfélags íslands, en það er æðsta viðurkenning sem fé- lagið veitir. Áður hafa fjórir verið valdir í heiðursráði: Vigdís Finn- bogadóttir forseti, Hjörtur Hjartarson fynum forstjóri, Ólafur Bjama- son fyirum prófessor og Gunnlaugur Snædal prófessor. Á myndinni em allir sjö meðlimir Heiðursráðs Krabbameinsfélagsins og Almar Gríms- son núverandi formaður félagsins. Púlsinn opnar í kvöld kl. 22 opnar Púlsinn, nýr vínveitingastaður á vegum Tónlistarmiðstöðvarinnar. Púls- inn-tónlistarbar er til húsa að Vitastíg 3. Þar verður boðið upp á djass, blús, rokk, vísna-, dans- og dægurtónlist, jafnframt því að fyrirhugað er að gera tilraunir með flutning klassískrar tónlistar. Sérstök áhersla hefur verið lögð á góða aðstöðu til tónlistarflutn- ings, m.a. gott svið þar sem Stein- way-flygill er til staðar, fullkom- ið hljóðkerfi með upptökumögu- leikum og aðstöðu til beinna út- sendinga í útvarps- og sjónvarps- stöðvum. Jafnframt er boðið upp á dansaðstöðu. Við opnunina verður boðið upp á Púls-djass, en flutning annast Tómas R. Einars- son kontrabassa, Kristján Magn- ússon píanó og Guðmundur R. Einarsson trommur. 11., 12. og 13. október heldur Jazzvakning upp á 15 ára afmæli sitt á Púlsin- um með sérstakri djasshátíð þar sem margir af helstu djassistum landsins koma við sögu. Þá mun Heiti potturínn flytja starfsemi sína úr Duushúsi í Púlsinn og verða djasskvöld hálfsmánaðar- lega á fimmtudagskvöldum. Dauðsföll af völdum áfengiseitrunar í níu af þrettán dauðsföllum af völdum banvænnar eitrunar hér á landi árið 1989 kom áfengi við sögu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Áfengis- vamaráði. Þar kemur fram að ails hafi 95 dauðsföll komið til réttar- efnalræðilegra rannsókna hjá Rannsóknastofu Háskóla íslands í lyfjafræði. Talið var að 13 af þessum dauðsföllum mætti rekja til banvænna eitrana einsog fyrr sagði, og í 9 af þessum dauðsföll- um kom áfengi við sögu. Gakktu einatt eiginslóð... ITC deildin Melkorka heldur fund í kvöld kl. 20 í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi. Fundar- stef „Gakktu einatt eigin slóð, hálir eru hversmanns vegir". Meðal efnis ræðudagskrá. Fund- urinn er öllum opinn. Upplýsing- ar veitir Guðrún í síma 672860 og Ólöf í síma 72715. Gegn stríðsaðstoð Stuðningsmenn vikublaðsins The Militant gangast fyrir fúndi í kvöld sem ber yfirskriftina „Bandaríkin burt - gegn stríðsað- stoð“. Fmmmælendur verða Sal- man Tamim, stjómarmaður í Fé- laginu Ísland-Palestína og Ottó Másson, einn af aðstandendum vikublaðsins Militant. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum Pathfinder bóksölunnar, Klappar- stíg 26, 2. hæð. Hundavinir gegn happ- drættisvinningi Hundaræktarfélag íslands lýsir áhyggjum sínum og von- brigðum á hugsunarleysi og smekkleysu þeirri sem kemur fram í vali vinninga í happdrætti skátahreyfingarinnar, þar sem 5 hvolpar em hafðir sem vinningar. I fféttatilkynningu frá félaginu segir að það sé ömgglega eins- dæmi í heimi siðaðra manna, að ábyrgir aðilar sýni slíka lítilsvirð- ingu fyrir lifandi dýrum, að fram- selja þau á þennan hátt, þar sem tilviljun ein ræður lífsmöguleik- um þeirra. „Skátahreyfingin getur á engan hátt ábyrgst að hvolpam- ir lendi hjá aðilum sem hafa að- stæður og getu til að annast þá. Með þessu fordæmi er skáta- hreyfingin að ýta undir ábyrgðar- leysi, okurstarfsemi og hunda- prang.“ Síðan skorar Hundarækt- arfélagið á skátahreyfinguna að viðurkenna og leiðrétta mistök sín. Einnig er skorað á yfirvöld að sjá til þess að fyrmefndir vinning- are verði dregnir til baka og að fyrirbyggja að lifandi vemr séu meðhöndlaðar af slíku skeyting- arleysi ffamvegis. 2 SfÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 10. október 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.