Þjóðviljinn - 10.10.1990, Qupperneq 11

Þjóðviljinn - 10.10.1990, Qupperneq 11
I DAG LESANEN VIKUNNAR Antkés Haróarson bæjarbókavörður Mynd: Kristinn Hvað ertu að gera núna? Ég reyni sem forstöðumaður Bókasafns Kópavogs að sjá um að hlutimir gangi stórslysalaust fyrir sig þar á bæ. Vetrarstarfið er rétt að byija sem þýðir t.d. að það er opið á laugardögum, sögustundir fyrir böm eru að hefjast, og í því sambandi feng- um við þá hugmynd að hafa afa- og ömmustundir þar sem þeir sem sestir em í helgan stein kæmu hingað á safnið og segðu bömunum sögur. Krakkar hafa gífurlega þörf fyrir að þeim séu sagðar sögur, en kjamafjöl- skyldan er í flestum tilfellum svo ung að afar og ömmur em ennþá úti á vinnumarkaðnum og sögulestur er eitt af því sem böm í dag fara á mis við. Þetta væri lítill liður í því að endurvekja tengsl milli kynslóðanna. Hér starfar líka frístundahópurinn Hana-nú, sem er ætlað að vera mjúk lending inn í ellina. Þetta er eins konar æfing í að verða gamall, þeir sem em óvanir því að taka þátt í tómstundastarfi geta eiginlega æft sig í því með því að vera með í hópnum. Þar Karlfauskur með þrettán konum er t.d. bókmenntaklúbbur og svo verður námskeið í upplestri og framsögn. Annars hrjáir okkur plássleysi hér á safninu. Þegar það var tekið í notkun fyrir tíu ámm fannst okkur við hafa him- in höndum tekið, en þetta er löngu spmngið utan af okkur. Það mætti vera meiri skilningur á því hjá hinu opinbera. Fyrir utan vinnuna þá geri ég dálítið af því að skrifa og í sum- ar gaf ég sjálfur út ljóðabók sem heitir Þríleikur að orðum. Salan hefur gengið framar öllum von- um og þetta er meiri háttar skemmtilegt. Um helgina var ég viðstadd- ur vígslu nýrrar altaristöflu f kirkjunni hér í Kópavogi. Taflan er eftir Steinunni Þórarinsdóttur sem er mikill og upprennandi listamaður. Þetta er glerverk sem er snjöll hugmynd og vel útfærð. Ég er viss um að hún á eftir að verða enn eitt aðdráttarafl fyrir kirkjuna okkar. Hvað varstu að gera fyrir tíu árum? Ég var mikið að hugsa um tölvumál þá, því þá var verið að vinna að tölvuvæðingu safnsins, sem var fyrsta bókasafnið á landinu sem fór út í tölvunotkun. En ég hugsa nú frekar lítið aftur í tímann, reyni að lifa fyrir daginn í dag. Þó man ég stemmninguna fyrir utan heimili Vigdísar Finn- bogadóttur við sólaruppkomu morguninn sem úrslitin lágu fyr- ir í forsetakosningunum. Það var gaman að vera með í að veita Vigdísi brautargengi. Hún hefur staðið sig með mestu prýði og er yndislegur forseti og vonandi njótum við hennar sem lengst. Hvað gerirðu helst í frí- stundum? Ég les svolítið og skrifa og stunda mikið garðyrkju. Ég á fallegan garð sem ég hef gaman af að rækta. Ég er líka með flög í fóstri, þar sem við reynum að hefta uppblástur landsins okkar, það er spennandi verkefni. Suð- ur á Vogastapa erum við með eitt flag og svo annað austur í Flóa alveg niður við sjó þar sem á að vera ómögulegt að rækta tré. Við tökum stiklinga heima og setjum niður fyrir austan. Þetta skal tak- ast á þijóskunni. Ég á mér líka ósk um algjörlega óræktaðan hektara, til dæmis mel, sem ég gæti girt af og ræktað upp og séð hvaða gróðri væri hægt að koma upp., Ég fer líka í labbitúra flesta laugardaga í svona 3-4 tíma. Nú erum við að ganga um Reykja- nesið þar sem er mikið af stór- brotnu landslagi. Fólk leitar stundum langt yfir skammt þeg- ar það ætlar að skoða landið. Við stofnuðum svo Golf- klúbb Kópavogs hér í sumar og meðlimir eru orðnir hátt í 150 nú þegar. Erum að sækja um að fá golfvöll í austurenda Fossvogs- dalsins og sjáum fyrir okkur fal- legasta golfvöll á landinu, þar sem fer saman náttúruvemd og manneskjuleg starfsemi. Hvaða bók ertu að lesa núna? Ég les mjög hægt og er yfir- leitt með nokkrar í takinu í einu. Ein er ný, mjög opinská og hreinskilin ævisaga Érics Gills sem var listamaður; hann hann- aði letur, skar í tré, gerði högg- myndir og átti athyglisverða og forvitnilega ævi. Síðan er ég að lesa bók Einars Pálssonar um Egil Skallagrímsson. Ég aðhyll- ist kenningar Einars og finnst furðulegt hvað íslendingar eru sofandi um eigin menningararf. Eflir að hafa lesið bækur Einars les ég t.d. Islendingasögumar með öðm hugarfari en áður. Að síðustu er ég að lesa nýjustu bók Umbertos Ecos sem heitir Foucault’s Pendulum. Hún er at- hyglisverð svo langt sem ég er kominn, hann leggur út af tölvu- tækni í þessari bók sem ætti að verða forvitnilegur lestur. Hver er uppáhaldsbarna- bókin þín? Harðarsaga og Hólmveija gæti orðið góð bamabók ef hún væri gefin út í dag, fallega myndskreytt, hún yrði þá uppá- haldsbamabókin mín. Hvers minnistu helst úr Biblíunni? Núna er mér minnisstæðast þegar Jesús Kristur þvær fætur lærisveinanna: „Því að ég hef gefið ykkur eftirdæmi, til þess að þér breytið eins og ég breytti við yður“. Nýja altaristaflan okkar er gerð með þessi orð í huga. Er landið okkar varið land eða hernumið? Það er náttúrlega hemumið land. Island úr Nató, herinn burt. Hvaða eiginleika þinn viltu helst vera laus við? Ég held ég vilji ekki vera laus við neinn, þetta er allt hluti af persónu minni, og ef einn eig- inleiki hyrfi þá yrði ég ekki sá sem ég er. Hvaða eiginleika þinn finnst þér skrítnast að aðrir kunni ekki að meta? Ég þarf ekkert að kvarta yf- ir því að fólk meti ekki eigin- leika mína. Annað hvort hefur það ekki vit á slæmum eiginleik- um mínum eða ekki þor til að segja frá þeim. Hver er uppáhaldsmatur- inn þinn? Spaghetti með hökkuðu kjöti eða nýrum. Svo held ég mikið upp á egg; spæld, soðin, hvemig sem er. Hvert langar þig helst til að ferðast? Um hálendi Islands; Herðu- breiðarlindir, ganga á Snæfell og fara Sprengisand. Einnig vildi ég ferðast um Vestfirði einhvem tíma. Hvaða ferðamáti á best við Þ'g? Að fara gangandi. Hverju viltu breyta í ís- lensku þjóðfélagi? Ég vildi óska að öll sú orka og öll sú umræða sem fer í að ræða peninga, verðbréf og ál færi í umræðu um bókmenntir, listir og menningu. Þá gætum við t.d. haft skipti á húsnæði bókasafna og banka. Bókasöíhin fengju jafn glæsileg og rúmgóð húsakynni og bankamir em í og bankamir fengju þessi skot sem bókasöfnin em í. Hugsaðu þér ef Borgarbókasafhið í Reykjavík væri þar sem Seðlabanki íslands er nú. Þjóðin á fullt af bókum en enga peninga. Hvaða spurningu hef ég gleymt? Þessari um kvenréttindi. Hvað viltu segja okkur um kvenréttindi? Konur hafa þau forréttindi að hafa á valdi sínu heill og hamingju karla jafnt sem kvenna fyrstu níu mánuði tilveru þeirra, hvað vilja þær meira? Guðrún ÞJÓÐVIUINN FYRIR 50 ÁRUM Winston Churchill kosinn for- maður (haldsflokksins. Loft- árásir á Berlín og London halda áfram. Japanir hertaka eyju við Kína er Bretar höfðu á leigu. Slítur Bretland stjóm- málasambandi við Rúmeníu? Leiðtogar brezkra sósíaldemó- krata „stoltir af því að vera við völd,“ segir Bevin. Emest Be- vin verkamálaráðherra skorar á þing Verkalýðssambandsins að stuðla að eflingu hergagna- framleiðslu. 10. október miðvikudagur. 283. dagur árs- ins. Sólarupprás í Reykjavík kl. 8.02 - sólartag kl. 18.26. Viðburðir Þjóðhátíðardagur Fijieyja. Guðmundur Hagalín rithöfund- urfæddur 1898. Verkalýðsfé- lag Sandgerðis stofhað 1929. DAGBÓK APÓTEK Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla lyfja- búöa vikuna 5. til 11. október er I Laugamess Apóteki og Arbaejar Apóteki. Fyrmefnda apótekið er opið um hielgar og annast næturvörslu alla daga kl. 22 til 9 (til 10 á fridögum). Síöamefnda apó- tekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22 virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22 sam- hliöa hinu fyrmefrida. LOGGAN Reykjavik.......................« 1 11 66 Kópavogur.......................« 4 12 00 Seltjamames................ .« 1 84 55 Hafnarijörður...................« 5 11 66 Garðabær.....................« 511 66 Akureyri........................* 2 32 22 Slökkviöð og sjúkrabðar Reykjavík...................® 1 11 00 Kópavogur...................« 1 11 00 Seltjamames.................« 1 11 00 Hafnarfjörður...............« 5 11 00 Garðabær....................* 511 00 Akureyri....................* 2 22 22 L4EKNAR Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjamar- nes og Kópavog er í Heilsuvemdarstöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl. 17 til 8, á laugardögum og helgidögum allan sól- arriringinn. Viljanabeiðnir, slmaráðlegg- ingar og tlmapantanir I« 21230. Upplýs- ingar um lækna- og lyfjaþjónustu eru gefnar i simsvara 18888. Borgarspital- inn: Vakt virka daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki hafa heimilislækni eða ná ekki til hans. Landspítalinn: Göngudeild- in er opin frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgaispítalans er opin allan sólarhring- inn, w 696600. Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæslan, w 53722. Næturvakt lækna, tr 51100. Garöabær: Heilsugæslan GaröaflöL « 656066, upplýsingar um vaktlæk «51100. Akureyri: Dagvakt ffá kl 8 til 17 á Lækna- miðstöðinni, « 22311, hjá Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og helgidaga- vakt læknis ffá kl 17 til 8 985-23221 (farsími). Keffavik: Dagvakt, upplýsingar I «14000. Vestmannaeyjar: Neyðan/akt lækna, «11966. SJÚKRAHÚS Heimsóknartimar. Landspítalinn: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar- spítalinn: Virka daga kl. 18:30 til 19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir samkomu- lagi. Fæölngardeild Landspitalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðratími kl. 19:30 til 20:30. Fæöingarheimili Reykjavikur v/Eiriksgötu: Almennur tími kl. 15-16 alla daga, feðra- og systkinatími kl. 20-21 alla daga. Öldmnariækningadeild Land- spítalarrs, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20 og eftir samkomulagi. Grensásdeild Borgarspítala: Virka daga kl. 16 til 19, um helgar ki. 14 til 19:30. Heilsuvemdar- stööin viö Barónsstig: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30. Landakotssprtali: Alla daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heimsóknir annarra en for- eldra kl. 16 til 17 alla daga. St Jósefs- spítali Hafnarfiröi: Aila daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Kleppsspitalinn: Alla dagakl 15 til 16 og 18:30 til 19.Sjúkra- hús Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness: Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30. Sjúkrahúsið Húsavik: Alla dagakl. 15 til 16 og 19:30 til 20. ÝMISLEGT Rauða kross húsið: Neyðarathvarf fyrir unglirrga, Tjamargötu 35,« 91-622266, opið allan sólarhringinn. Samtökin 78: Svarað er I upplýsinga- og ráðgjafarslma félags lesbía og homma á mánudags- og fimmtudagskvöldum kl. 21 til 23. Slmsvari á öðrum tlmum. « 91-28539. Sálfræðlstöðin: Ráðgjöf I sálfræðilegum efnum,« 91-687075. Lögfræðiaðstoð Orators, félags laganema, erveitt I síma 91-11012 milli kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum. MS-félagið, Alandi 13: Opið virka daga ffá kl. 8 til 17, « 91-688620. „Opið hús" fyrir krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra I Skógarhlfö 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19. Samtök áhugafólks um alnæmisvand- ann sem vilja styðja smitaða og sjúka og aðstandendur þeirra I« 91-22400 og þar er svaraö alla virka daga. Upplýsingar um eyöni:« 91-622280, beint samband við lækni/hjúkrunarfræð- ing á miðvikudögum kl. 18 til 19, annars sfmsvari. Samtök um kvennaathvarf:« 91- 21205, húsaskjól og aöstoð við konur sem beittar hara verið ofbeldi eða oröið fyrir nauðgun. Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3: Opið þriðjudaga Id. 20 til 22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl. 20 til 22,« 91-21500, sfmsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifiaspellum:« 91-21500, slmsvari. Vinnuhópur um sifjaspellsmál: « 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17. Stigamót, miðstöð fýrir konur og böm sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ráðgjöf, fræösla, upplýsingar, Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91-626878 allan sólarhringinn. Bllanavakt rafmagns- og hitaveitu: « 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt I « 686230. Rafveita Hafnarfiarðar. BilanavakL « 652936. GENGHE) 9. október 1990 Sala Bandarikjadollar.............55,16000 Sterlingspund...............109,10600 Kanadadollar.................47,95500 Dönsk króna...................9,48500 Norsk króna...................9,35390 Sænsk króna...................9,80800 Finnskt mark.................15,30100 Franskur franki..............10,80360 Belgískurfranki.............. 1,75860 Svissneskur franki...........43,26270 Hollenskt gytlini............32,09120 Vesturþýskt mark..............36,17050 Itölsk llra...................0,04824 Austumskur sch................5,14220 Portúgalskur escudo.......... 0,40960 Spánskur peseti...............0,57580 Japansktjen...................0,42366 Irskt pund...................97,22600 KROSSGÁTA Lárétt: 1 skökk4súg6 málmur 7 dvöl 9 eirðar- Ieysi12bæltir14svelg- ur15utan16rifa19 dreitill20nudda21 starf Lóðrétt: 2 fljóti 3 hæfni 4 vaxa 5 þannig 7 hóf 8 dæld10hreinlegt11 mjaðmir 13mánuður 17hjálp18eira Lausnásiðustu krossgátu Lárétt: 1 svif 4 börn 6 ill 7fast9óttu12klóka14 Iúa15kóp16frami19 dáti20ösla21 stórt Lóðrétt:2vía3fitl4 blók 5 rot 7 felldi 8 skafts10takist11 upp- Iag13óra17rit18mör Miövikudagur 10. október 1990 ÞJÖÐVIUINN — SÍÐA11

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.