Þjóðviljinn - 30.10.1990, Síða 5

Þjóðviljinn - 30.10.1990, Síða 5
VIÐHORF Kúbanskur hagfræðingur talar um sósíalisma Kunnur kúbanskur hagfræð- ingur, Carlos Tablada, sækir ís- land heim um þessa helgi á sex vikna fyrirlestraferð um Norður- lönd og Bretland. Hann er höf- undur bókarinnar, „Che Guevara: Efhahags- og stjómmál á um- breytingarskeiði til sósíalisma“. A nýlegri fyrirlestraferð sinni um Kanada og Bandaríkin var Tablada spurður spjörunum úr: Hvað gerist á Kúbu ef Sovétríkin draga úr viðskiptum sínum við landið? Undirbýr Kúba sig fyrir af- leiðingar af breytingunum í Aust- ur-Evrópu? Hvers vegna er að- eins einn flokkur leyfður á Kúbu? Hafa fjölmiðlar fullt frelsi? Hvemig á kúbanskt samfé- lag og efnahagslíf að framleiða hinn nýja mann sem Che talaði um? Em lesbíur og hommar kúg- aðir á Kúbu? Hvers vegna er Kúba að reisa kjamorkuver? Hver er staða kvenna á Kúbu? Hvemig Ijármagnar ríkið heilbrigðiskerfi, skóla, ellilífeyri o.s.frv., þar sem ekki er tekinn launaskattur? Allsstaðar spunnust fjömgar umræður. Endalok kaprtalisma á Kúbu Fram til ársins 1959 vom öll stærstu fyrirtækin á Kúbu, í iðn- aði, viðskiptum og landbúnaði, í einkaeign nokkurra auðmanna. Flestir þeirra vom bandarískir. Efnahagsákvarðanir í landinu á þessum ámm vom teknar í sam- ræmi við gróðavon stórfyrirtækja og banka. Stór hluti þess auðs er vinnandi alþýða skapaði á Kúbu rann beint inn á bankareikninga í Bandaríkjunum. Menntun, heilsugæsla, húsnæðismál, um- hverfisvemd og efnahagsþróun á Kúbu skipti þessa arðræningja engu máli. Litlum fjármunum var varið til þessara þátta. Mikill meirihluti landsmanna bjó við fá- tækt. Þessu tímaskeiði lauk tveimur ámm eftir að verkafólk og bændur kollvörpuðu harðræði Fulgencio Batista þann 1. janúar 1959. A tímabilinu ágúst-septem- ber 1960 vom nær allar eignir auðmannanna þjóðnýttar, jafnt kúbanskra sem erlendra, með virkri þátttöku alþýðu manna. Kapítalískur rekstur í land- búnaði lagðist af með setningu laga um jarðnæðisumbætur (1959 og 1963). Með þeim var tryggður réttur sjálfstæðra bænda og fjöl- skyldna þeirra til að yrkja jörðina. Eignarhald auðmanna á fasteign- um var afnumið og þar með bund- inn endi á vaxtaokur, veðlána- gróða og svipað brall. Ríkiseftir- liti var komið á með viðskiptum við útlönd og með gjaldeyrismál- um. Hinn 16. apríl 1961, skömmu fyrir innrásina í Svínaflóa sem Bandaríkjastjóm studdi, var hald- inn fjöldafundur þar sem mót- mælt var sprengjuárás á flugvöll- inn í Havana. Þar staðfesti Fídel Castro, forsætisráðherra Kúbu í fyrsta skipti að byltingin á Kúbu væri „sósíalísk bylting". Umbreytingar í átt tii sósíalisma Við endalok kapítalískra stjómarhátta og efnahagslegrar yfirdrottnunar var stóra spuming- in þessi: Hvemig getur vinnandi alþýða notfært sér nýunnið pólit- ískt vald og þjóðnýttar eignaaf- stæður í iðnaði, flutningum og viðskiptum, til þess að skipu- leggja umbreytinguna í átt til sósíalisma. Emesto Che Guevara, einn aðalleiðtoginn í byltingarbarátt- unni gegn Batista, átti ríkan þátt í að skýra þetta. Hann var yfirmað- Gylfi Páll Hersir skrifar ur Iðnaðardeildar Landsstofnun- arinnar um Jarðnæðisumbætur ffá 1959, og síðar einnig yfirmaður Þjóðarbankans. I febrúar 1961, að aflokinni mikilli þjóðnýtingarbylgju, varð Guevara yfirmaður nýstofnaðs iðnaðarráðuneytis er ætlað var að hafa umsjón með ríkisreknum fyrirtækjum. í bók Carlos Tablada, „Che Guevara: Efnahags- og stjómmál á umbreytingarskeiði til sósíal- sjálffar yki ffamleiðsluna, og studdust við hugtök úr kapítal- ismanum, þar á meðal gróða, vexti og markaðskerfi. Bónus og aðrir efnislegir hvatar urðu út- breiddir. Pólitískur skilningur, kommúnísk menntun og sjálf- boðavinna skiptu litlu eða engu máli við þessar aðstæður. I raun vom viðhorf og siðir hins kapítal- íska heims efld. Nú fer ffam þýðingarmikil til- raun á Kúbu í þá átt að auka pólit- er unnist höfðu í þessum lönd- um,“ segir Tablada í nýlegu við- tali við vikublaðið Militant, „en hann kom einnig heim sannfærð- ur um að Kúba ætti ekki að beita þeim aðferðum er þar var beitt.“ Guevara komst að raun um að í þessum löndum var „notuð mjög sérstök túlkun á sósíalisma er gmndvallaðist einvörðungu á efnahagslegri þróun og skeyting- arleysi um þá menntun og með- vitund er þróast með raunvem- „í kvöld, þriðjudagskvöld klukkan 20 mun Carlos Tablada flytja erindi um baráttuna fyr- ir sósíalisma á Kúbu í dag. Hann gerir grein fyrir efnahagsstefnu þeirri sem Che Guevara mótaði á fyrstu árum byltingarinnar og skýrir vægi hennar í umræðu um sósíalisma í dag, á Kúbu og annars staðar í heiminum" isma“, em samankomnir helstu lærdómamir sem Guevara dró af skipulagningu verkafólks þegar fyrstu skrefin era stigin í átt til uppbyggingar sósíalisma. Póiitísk vitund er lykilatriði Einn stærsti vandinn við upp- haf kommúniskrar vitundar er arfleið vanans frá kapítalisman- um, þar á meðal persónulegur metnaður og eigingimi. Guevara viðurkenndi að það væri margt sem sósíalistar gætu lært ffá kap- ítalistum um bókfærslu, skipu- lagningu og eftirlit með fyrirtækj- um og ffamleiðslu. En hann var jafnffamt andvígur þeim kapítal- ísku aðferðumer efldu gamalt hugarfar miskimnarlausrar sam- keppni og gerðu framfarir í átt til kommúnísks samfélags ógerleg- íska menntun og meðvitund sem nauðsynlegan þátt í að virkja vinnandi fólk til þess að takast á við þau efnahagslegu og pólitísku verkefni sem bylting þess stendur ffammi fyrir. Kúba og Austur-Evrópa Guevara var fyrsti byltingar- leiðtoginn á Kúbu er sótti lönd Austur-Evrópu heim. „Che kom til baka mjög hrif- inn af þeim efnahagsávinningum legri þátttöku fjöldans í byltingar- sinnaðri og kommúnískri bar- áttu,“ heldur Tablada áffam. Kerfið sem notað var í Sovét- ríkjunum og í Austur-Evrópu var þekkt undir nafninu „bókhalds- arðsemin". „Che gerði sér grein fyrir því að þetta kerfi var ekki bara sak- laust efnahagskerfi," segir Ta- blada, „því fylgdi ákveðin lífs- speki.“ I bókhaldsarðsemiskerfi eins og kapítalismanum em pen- ingar það afl er hvetur fólk áfram. Þótt verkafólk sé eigendur framleiðslutækjanna í kerfi bók- haldsarðseminnar, hefúr það raunvemlega ekkert að segja um stjómun verksmiðjunnar eða fyr- irtækisins eða samfélagsins sem slíks. Guevara dró þá ályktun að þetta kerfi fæddi af sér hóp tækni- krata og skriffmna sem fæm með það vald sem réttilega tilheyrði vinnandi fólki. „I stað þess að draga úr firr- ingu kapítalismans, jók þetta kerfi á firringuna,“ og Tablada bætir við: „vegna þess að yfir- menn verksmiðjunnar fara að haga sér eins og þeir séu eigendur hennar. Verkafólkið vinnur eins og það sé aðeins launafólk.“ Bæði Guevara og Fídel Castro „sýndu að byltingarsinnar verða að vera stöðugir þátttak- endur í baráttunni“. Það er vegna þess að „umbreyting fólks, sósíal- ismi og kommúnismi - merkir að það verður að beijast gegn sér- hyggjusjónarmiðum, sem stétta- þjóðfélagið hefúr barið inn í okk- ur öldum saman“. Þessum tveimur leiðtogum byltingarinnar á Kúbu var ljóst að „einmitt eflir valdatökuna hefst hin raunvemlega barátta“. Sú „barátta snýst um að um- breyta samfélaginu, fólkinu og leiðtogunum sjálfúm sem taka þátt i byltingarferlinu, með menntun, ekki valdbeitingu, með vaxandi vitund, ekki með skrif- finnsku aðferðum“. Meðal þess sem hann taldi að bæri að takmarka og síðan útrýma með öllu, var markaðurinn, vext- ir, beinir efnislegir hvatar og auð- magnshagnaður. Guevara „taldi að ekki væri hægt að byggja upp sósíalisma með kapítalískum hugtökum án þess að raunvem- legt innihald sósíalismans breytt- ist,“ segir Tablada. „Ef slík leið væri valin yrði aðeins til bastarð- ur sem hlyti að láta undan ffekari kröfum kapitalískra viðskiptaað- ila. Það væri afturfor.“ Guevara stuðlaði að og tók þátt í að skipuleggja sjálfboða- vinnu. Vinnu sem „unnin er utan venjulegs vinnutíma oglauna- laust“. Hann taldi þetta ekki bara auka framleiðsluna, heldur það sem mikilvægara er: Verkafólk fer að líta á vinnu sína sem hluta af sameiginlegri baráttu fyrir bættu samfélagi, ekki einungis í eigin þágu. Hugmyndir Che ekki nýttar í ræðu er Fídel Castro hélt í október 1987 á 20stu ártíð Che Guevara og gefin hefúr verið út á íslensku, segir hann m.a.: „A ákveðnu tímabili vom sumar af hugmyndum Che rangtúlkaðar og það sem verra er, þeim var vit- laust beitt. Reyndar var engin al- varleg tilraun gerð til þess að ffamkvæma þær, enda kom sá tími að hugmyndir, sem vom í al- gerri mótsögn við hagfræðileg viðhorf Che, urðu ofan á.“ Á ámnum eftir fráfall Gue- vara vom í vaxandi mæli teknar upp á Kúbu þær tegundir áætlun- arbúskapar er notast var við til skamms tíma í Austur-Evrópu og í Sovétríkjunum. Þær byggðu á þvi að gangverk áætlunarinnar Flokkur hinnar réttu fortíðar Nú lá Þrándur í því. Sjálf- stæðisflokkurinn búinn að halda prófkjör um allt land og allir spá- dómar Þrándar orðnir sér til skammar. Davíð sem ekkert aug- lýsti náttúrlega efstur í Reykjavík og dró með sér mann, sem fjöl- miðlar hafa kallað nýliða í pólitík, upp i þriðja sæti. Sá heitir Bjöm Bjamason og hefur um árabil ver- ið aðstoðarritstjóri Morgunblaðs- ins. Samkvæmt fféttum fjölmiðla hefur vinnan á Morgunblaðinu ekki fært honum meiri pólitíska reynslu en svo að hann er enn í hópi nýliðanna. Aftur á móti hef- ur það ekki komið að sök, þar sem vinskapur, fortíð og fjölskyldu- tengsl haldast í hendur og leiða nýliðann styrkum höndum til æðstu metorða í flokki allra stétta. Það er þungt hljóðið í Þrándi út af niðurstöðunni í Reykjavík vegna þess að uppáhaldsfram- bjóðandinn hans beið ósigur fyrir fortíðinni i tvennum skilningi. Maðurinn sem Þrándur vildi endi- lega fá sem allra efst á lista Sjálf- stæðisflokksins heitir Guðmund- ur Magnússon og er talinn til þeirra ungu manna sem máttu þola órétt ásamt konunum í flokknum. Af því að Þrándur er forlagatrúar þá hlýtur hann að benda á svpna í leiðinni að nafnið Guðmundur virðist ekki líklegt til að veita mönnum ffama á þessum vettvangi. Hvorki fleiri né færri en þrír menn með þessu nafni lentu úti í kuldanum og breytti engu þótt höfðað væri til ástar Sjálfstæðisflokksins á öllum stétt- um og það með talsverðum til- kostnaði. Guðmundur Magnús- son, Guðmundur Hallvarðsson og Guðmundur H. Garðarsson urðu allir úti í gemingaveðri prófkjörs- ins og eiga samúð Þrándar óskipta. Sárast þótti Þrándi að horfa á eftir Guðmundi Magnússyni út í kuldann en Guðmundur á það nefnilega sameiginlegt með Þrándi að hafa haft áhuga á vel- ferð vinstri manna. Hann var sem sé ákafúr marxisti á sinni tíð en hefur nú sem skiljanlegt er söðlað nokkuð um, enda mun þrátt fyrir allt vera talið til bóta að vera laus við slíkar tilhneigingar ef maður ætlar að komast til metorða í Sjálfstæðisflokknum. Nú er auðvitað ekki gott að fúllyrða um hvort Guðmundur Magnússon hefúr liðið fyrir fortíð sína, vegna þess að hún var al- mennt ekki höfð í hámæli í þess- ari kosningabaráttu. Þrándi finnst það aftur á móti trúlegt og slær því þess vegna föstu að hann hafi tapað fyrir fortíðinni í tvennum skilningi, og raunar hinir Gum- mamir líka. Þannig er nefnilega mál með vexti að fortíðin eins og drap á dyr í þessu prófkjöri. Fyrir utan Davíð sjálfan em tveir menn taldir hafa komið vel út úr kosn- ingu þessari og eiga það sameig- inlegt að þeirra fortíð er miklu heppilegri fyrir framann. Þetta em synir fyrrverandi foringja flokksins, fyrr nefhdur Bjöm ný- liði, sonur Bjama heitins Bene- diktssonar, formanns flokksins og forsætisráðherra, og Ingi Bjöm Albertsson, sonur hins eina sanna Alberts. Það kom sum sé í ljós að göfug ættartengsl og rétt fortíð hafa mikið að segja á þessu mark- aðstorgi, en vel á minnst: í sæmi- legri blöndu við afl þeirra hluta sem gjöra skal, peningana. Pen- ingar em þó alls ekki einhlitt tæki til að ná árangri. Margar auglýs- ingar og dýrar dugðu Gumm- onum ekki til framdráttar, ffemur en konum eða ungum mönnum. Og nú er ýmislegt að bögglast fyrir Þrándi. Gummamir mínir þrír sem allir töpuðu eiga nefni- lega fleira sameiginlegt en nafnið. Einn er fyrrverandi marxisti og baráttumaður fyrir alræði öreig- anna, réttlæti og hærra kaupi fyrir almúgann, annar er fyrrum odd- viti verslunarmanna í höfúðstaðn- um, að sönnu ekki marxisti en baráttujaxl fyrir hærra kaupi handa almúganum og hinn þriðji er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur og líka baráttumaður fyrir hærra kaupi. Þetta finnst Þrándi dálítið ergilegt en skiljan- legt og í eðlilegu samræmi við þá kenningu hans að íhaldið hafi svona almennt séð ekki mikinn áhuga á hærra kaupi fyrir almúg- ann. Sjálfstæðisfloklcurinn er vissulega flokkur allra stétta en Gummamir hafa hins vegar feng- ið að kenna á þvi að hann er meiri flokkur sumra stétta en annarra og síðast en ekki síst: hann er flokk- ur hinnar réttu fortíðar. - Þrándur Þriðjudagur 30. október 1990 ÞJÓÐVIUINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.