Þjóðviljinn - 10.11.1990, Side 3
FRETTIR
Starfshópur um húsnæðismál
Vill loka kerfinu frá 1986
Jóhanna Sigurðardóttir: Vil loka og láta kanna hvort ekki megi hœkka vextina þegar fólk skiptir um íbúðir
Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra er enn
þeirrar skoðunar að ekki sé rétt
á þjóðarsáttartímum að hækka
vexti á þegar teknum lánum
innan húsnæðiskerfísins. Það er
henni meira að skapi að hækka
vexti skuldabréfa við íbúða-
skipti.
Þetta kom fram þegar ráð-
herra kynnti álitsgerð starfshóps
félagsmála-, íjánnála- og forsæt-
isráðuneytisins um húsnæðismál.
Jóhanna tók undir tillögur starfs-
hópsins þess efnis að loka bæri
lánakerfmu frá 1986, þ.e.a.s.
Byggingarsjóði ríkisins. Einnig er
lagt til að vextir á öllum útlánum
sjóðsins verði hækkaðir i 5,0 pró-
sent frá 1. júlí 1984. Og lagt er til
að ákvæðum laga um greiðslu-
jöínun fasteignaveðlána, þess
efnis að hækkun raunvaxta leiði
ekki til hækkunar á greiðslubyrði,
verði felld niður.
Steingrímur Hermannsson
forsætisráðherTa lýsti sig tilbúinn
í umræðum á Alþingi fyrr í vik-
unni til að hækka vextina, það
gerði Kvennalistinn líka á lands-
fundi sínum um síðustu helgi.
Hinsvegar hefúr komið í ljós að
þó vextimir hækki þá leysir það
ekki vanda sjóðsins, því ákvæði
laganna sem að ofan getur gera
það að verkum að fólk borgar
ekki meira á hveiju ári, heldur
lengist lánstíminn sem nemur
hækkuninni. Það kom fram hjá
félagsmálaráðherra að það kæmi
ffam á skuldabréfúm fólks að
ákvæði þessara laga giltu. Það
væri því ekki ljóst hvort dygði að
fella ákvæði laganna niður líkt og
starfshópurinn leggur til. Hún
sagði að lögfræðingar væru að
kanna það mál og fengist niður-
staða snemma í næstu viku, og
ætlar Jóhanna þá að leggja málið
fyrir ríkisstjómina. Hún leggur
áherslu á að ákvörðun verði tekin
fljótlega í málinu. Það bíða 5500
manns eftir lánsfjárloforðum ffá
Byggingarsjóði ríkisins og leggur
starfshópurinn til að þvi fólki
verði vísað á húsbréfakerfið um
leið og lánakerfmu ffá 1986 verði
lokað.
Jóhanna ítrekaði þá skoðun
sína að ekki bæri að hækka vext-
ina og taldi miklu vænlegra að
hækka þá þegar íbúðaskipti ættu
sér stað. Þannig yrðu gömlum
skuldabréfum breytt í ný með
hærri vöxtum við íbúðaskipti og
því þyrfti ekki að hafa áhyggjur af
lögunum um greiðslujöfnun. Hún
sagði líka að með þessu móti
mætti fara lengra aftur í tímann
með vaxtahækkunina en til ársins
1984 einsog starfshópurinn legg-
ur til og því gæti staða Bygging-
arsjóðs ríkisins batnað enn frekar.
En það er með þetta einsog lögin
um greiðslujöfnun: enginn veit
hvort þessar breytingar era lög-
Birting
Úr viðjum fortíðar
Aðalfundurinn í Akureyri
sýndi að innan Alþýðu-
bandalagsins er skýr meiri-
hlutavilji fyrir því að brjóta
flokknum leið úr viðjum fortfð-
ar og takast á við vandamál
dagsins,“ segir í ályktun frá fé-
lagsfundi Birtingar, sem hald-
inn var á miðvikudagskvöld.
Athygli er vakin á því að
skipulagsmál Alþýðubandalags-
manna í Reykjavík era i fúllkoni-
inni óvissu og síðan segir að enn
sé alls ósljóst hvort færi gefist til
samvinnu um ffamboð á jafnrétt-
isgrandvelli.
Fundurinn fjallaði um stjóm-
málastöðuna eftir miðstjómar-
fúnd Alþýðubandalagsins á Akur-
eyri og er þeim áherslum sem
ffam koma í stjómmálaályktun
miðstjómarfúndarins fagnað. Þá
fagnar Birting því að stefhuskrá
Alþýðubandalagsins ffá 1974 er
felld úr gildi.
Þorvaldur Garðar Kristiánsson
Ekki her á friðartímum
K orvaldur Garðar Kristjáns-
son þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins sagði í umræðum um
skýrslu um utanríkismál á Al-
þingi á fímmtudag að nú væri
nauðsynlegt að endurmeta hlut-
verk og stöðu herstöðvarinnar á
Miðnesheiði og veru banda-
ríska herliðsins hér á landi.
Þetta tengist hugmynd Þor-
valds um samhæfða yfirstjóm ör-
yggismála hér á landi. Þorvaldur
flutti ásamt þremur öðram þing-
mönnum Sjálfstæðisflokksins
þingsályktunartillögu um það mál
á síðasta þingi sem nú hefur verið
endurflutt. En Þorvaldur telur að
Islendingar verði að undirbúa sig
undir það að taka við öryggis- og
legar eða ekki, og munu lögffæð-
ingar kanna þetta líka um helgina.
Starfshópurinn leggur til, að
Byggingarsjóði verkamanna
verði tryggt lánsfjármagn og að
niðurgreiðslu vaxta á lánum
sjóðsins verði mætt með ffamlagi
úr ríkissjóði einsog verið hefúr.
Starfshópurinn leggur til að ffum-
varp félagsmálaráðherra um
breytingu á húsbréfakerfmu verði
samþykkt, en þar er kveðið á um
að leyfilegt verði að gefa út hús-
bréf fyrir allt að 75 prósent af
verði eignar. Hópurinn leggur þó
til að þessu verði breytt á þann
veg að þetta hlutfall verði breyti-
legt eftir verðmæti eignarinnar.
Þannig fái þeir 75 prósent sem
kaupa ódýrari eignir, en þeir sem
kaupa dýrastu eignimar og ættu
að hafa mest á milli handanna fái
húsbréf fyrir 65 prósent af verð-
inu. I tillögunum er miðað við að
þeir fái 75 prósent af matsverði
íbúðar sem séu að kaupa húsnæði
fýrir minna en 6,2 miljónir. -gpm
Talsjá heitir þetta skrltna tölvutæki sem hún Hiördls Anna talar I með aðstoð Ásthildar Snorradóttur á sýning-
unni Undraheimur IBM. Talsjána færði IBM á íslandi Heyrnar- og talmeinastöðinni I gær, en fýrirtækið hefur
aðlagað hana (slensku máli. Talsjá þessi þykir mikill hvalreki á fjörur fólks sem á við talöröugleika að stríða, og
er Heymar- og talmeinastöð Islands þakklát IBM fyrir hina höfðinglegu gjöf. Tæki þetta er fremur nýtt af nál-
inni, framleitt af sérstakri deild IBM I Belglu sem sérhæfir sig I leit tölvulausna fyrir fatlaða. Talsjá er tölvu- og
hugbúnaður tengdur hljóðnema sem er hannaður til að bæta talkennslu og raddþjálfun. Birtast myndir á skján-
um sem nemandi stjórnar með raddstyrk sínum, og getur raddþjálfun þannig orðið að leik, sem nemendur
hafa gaman af að taka þátt I. Myndina tók Kristinn I Undraheimi IBM I gær.
„í þeirri ákvörðun fellst upp-
gjör við fortíðina, og hún knýr
flokkinn til að móta nýja stefnu-
skrá byggða á hugsjón jafnaðar-
manna. Birting tekur undir Akur-
eyrarstefnu flokksins í flestum
meginatriðum og telur sjálfsagt
að hún verði lögð til grandvallar í
komandi kosningum,“ segir orð-
rétt í ályktuninni.
Þá er tekið undir þá áskorun
miðstjómarfúndarins að endur-
nýjun verði sem víðast í efstu sæt-
um á framboðslistum Alþýðu-
bandalagsins í vor.
Birting harmar það að jafnað-
armenn ná ekki að sækja fram í
einni fýlkingu við komandi kosn-
ingar og hvetur alla jafnaðar-
menn, einkum forystusveit Al-
þýðubandalags og Alþýðuflokks,
að beita sér gegn sameiginlegum
andstæðingum í baráttunni ffam-
undan.
-Sáf
eflirlitshlutverki herliðsins „þegar
til þess kemur að vamarliðið
hverfúr af landi brott,“ einsog
segir í greinargerð með þings-
ályktunartillögunni.
Þorvaldur sagði í samtali við
Þjóðviljann í gær að hann gengi
ekki útffá því, að herinn verði hér
á ffiðartímum. Hlutverk hans
væri að breytast og það væri fjar-
stæða þegar utanríkisráðherra tal-
aði einsog ekkert hefði breyst í
heiminum. Þorvaldur sagði að
striðsvígbúnaður færi þverrandi,
en að öryggishlutverkið yrði æ
mikilvægara. Því hlutverki gæt-
um við sjálfir sinnt í Keflavík og
um það ætti að nást þjóðarsam-
staða, telur Þorvaldur Garðar.
-gpm
Laugardagur 10. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3
HLUTAFJAR
UTBOÐI
EIMSKIPS
ER L0KIÐ
Sölu á nýju hlutafé í
EIMSKIP að nafnverði
86 milljónir króna lauk
5. nóvember sl. Sölu-
verð hlutafjárins nam
477 milljónum króna.
EIMSKIP þakkar eldri hluthöfum þátttöku í hlutafjár-
útboðinu. Jafnframt býður félagið 1.450 nýja hluthafa
velkomna í hópinn. Hluthafar EIMSKIPS eru núna
um 14.200.
Félagið þakkar Verðbréfamarkaði íslandsbanka hf. og
Fjárfestingarfélagi íslands hf. ágætt samstarf við sölu
hlutabréfanna.
\
EIMSKIP