Þjóðviljinn - 10.11.1990, Page 8

Þjóðviljinn - 10.11.1990, Page 8
Félagsmálasáttmáli Evrópubandal agsins og íslenska velferðarkerfið Samanburður á íslenskri félagsmálalöggjöf og reglum Evrópubandalagsins sýnir að við eigum margt ógert og getum margt lært á því sviði af EB Isamningaviðræðum þeim, sem átt hafa sér stað á þessu og síðasta ári á milli Fríverslun- arbandalagsins EFTA og Evr- ópubandalagsins (EB) um myndun evrópsks efnahags- svæðis (EES) hefur það verið samkomulagsatriði á milli að- ila, að lög og reglur EB yrðu lögð til grundvallar hinu nýja efnahagssvæði á sem flestum sviðum (þó ekki hvað varðar styrkjakerfi og verðmyndun í landbúnaði og sjávarútvegi). I þessu felst ekki bara að reglur EB um hið fjórfalda frelsi verði lagðar til grundvallar samn- ingnum, heldur einnig að sátt- máli bandalagsins á sviði fé- lagsmála frá 1989 verði lagður til grundvallar sameiginlegri félagsmálastefnu innan hins evrópska efnahagssvæðis. I yfirlýsingu EB um grund- vallarréttindi verkafólks (Comm- unity Charter of the Fundamental Social Rights of Workers) frá ár- inu 1989 segir meðal annars að með tilkomu hins sameiginlega innri markaðar EB verði að „gefa hinni félagslegu og efiiahagslegu hlið jafnt vægi“ og þróa þær sam- hliða. Þar segir enn fremur að á sama hátt og innri markaðurinn sé árangursríkasta tækið til að skapa atvinnu og tryggja velferð og samkeppnishæfni, þá þurfi líka með samræmdum aðgerðum að jafna Hfskjör á milli svæða og einstaklinga og tryggja framfarir á félagslega sviðinu sem og rétt utanaðkomandi verkafólks. Því hafi sáttmálinn um grundvallar- réttindi verkafólks verið saminn. Samanburður á íslandi og EB Þar sem aðild Islands að EES er nú á dagskrá hlýtur það að vera umhugsunarefni, hvemig hin ís- lenska félagsmálalöggjöf stenst samanburð við Félagsmálasátt- málann annars vegar og þau atriði hans hins vegar, sem þegar em orðin að lögum innan EB. Leiðrétting I grein Einars Karls Haralds- sonar: „Hjartað vantar enn í Evr- ópupólitikina“, sem birtist í Nýju Helgarblaði í gær, féllu niður setn- ingahlutar á tveim stöðum. Þar átti að standa eftirfarandi: Jafnaðarmenn vom öflugir við lok síðari heimsstyijaldar viða um Evrópu. Krafa þeirra um þriðju leiðina í efnahags- og félagsmál- um og um sjálfstæða Vestur-Evr- ópu á milli stórveldanna dmkknaði í marshallaðstoð og vaxandi við- sjám á milli stórveldanna.... Og síðar: Evrópuhugsjón fyrstu eflir- stríðsáranna snérist um að mynda alþjóðlega samstöðu um eftirfar- andi atriði: Aldrei aftur stríð, hag- kvæmt og réttlátt skipulag efna- hagslífsins og samstarf verkalýðs- hreyfíngar og flokka launafólks í Evrópu. Að loknu köldu stríði fá þessar kröfur nýtt afl.... Em höfundur og lesendur beð- in velvirðingar á þessum mistök- um. í stuttu máli byggist Félags- málasáttmálinn á tvennum gmnd- vallarforsendum: samþykktum Alþjóða vinnumálastofnunarinn- ar (ILO) og Félagsmálasáttmála Evrópuráðsins. Við réttinda- ákvæði þessara sáttmála bætist svo það frelsi sem EB veitir til fijálsrar búsetu og flutnings á vinnuafli og til gagnkvæmrar við- urkenningar á starfsréttindum svipað því og verið hefur í gildi á milli Norðurlandanna um alllangt skeið. Samhliða þessu gerir sáttmál- inn ráð fyrir því að hægt verði að gera kjarasamninga í einstökum faggreinum er nái út yfir landa- mæri einstakra ríkja. Sáttmálinn kveður á um rétt- inn til starfsmenntunar, ekki bara fyrir vinnualdur, heldur út alla starfsævina, og kveður þar með á um skyldu stjómvalda og aðila vinnumarkaðarins að koma á slíku símenntunarkerfi i ljósi örra tæknibreytinga. Sáttmálinn kveður á um jafn- rétti karla og kvenna, m.a. til launa, og er í þessu sambandi at- hyglisvert að Evrópudómstóllinn hefur staðfest að sönnunarbyrðin liggur hjá launagreiðanda um það hvort launamismunur stafi af öðr- um ástæðum en kynferði. Hér á landi gildir gagnstæða reglan, sækjanda ber að sanna rétt sinn. Annað athyglisvert ákvæði sáttmálans varðar vemd bama, þar sem segir að böm á skóla- skyldualdri skuli ekki vinna á al- mennum vinnumarkaði og ekki undir 15 ára aldri. Jafnffamt er kveðið á um að unglingar undir 18 ára aldri megi ekki stunda næt- urvinnu. Hér á landi gilda ekki slík lög gegn vinnuþrælkun bama og unglinga. Þá er í almennum orðum kveðið á um rétt aldraðra til mannsæmandi lífeyris og heilsu- gæslu og rétt fatlaðra til þjálfunar er miði að aukinni hæfni og bætt- um lífsgæðum. Samhliða Félags- málasáttmálanum, sem er í raun viljayfirlýsing sem EB-löndin stóðu öll að að Bretum undan- skildum, hefur verið samþykkt framkvæmdaáætlun, sem er bæði viðameiri og ýtarlegri. Á gmnd- velli hennar hefur framkvæmda- stjóm EB síðan gefið út tilskipan- ir sem hafa lagagildi í öllum lönd- um bandalagsins. Félagsmálin em þannig í örri mótun, ekki síð- ur en reglur um frelsi til viðskipta með vömr, fjármagn og þjónustu. Íslandí alþjóðasamstarfi Þar sem Félagsmálasáttmáli EB og sú stefna sem þar er ffam- fylgt byggir í meginatriðum á samþykíctum Alþjóða vinnumála- stofnunarinnar (ILO) og Félags- málasáttmála Evrópuráðsins, sem Island á þegar aðild að, þá hlýtur samanburður á félagslegum rétt- indum á Islandi og í EB að byggj- ast að miklu leyti á því, hvemig Island hefur staðið að málum á þeim vettvangi. Samkvæmt upp- lýsingum frá félagsmálaráðuneyt- inu hefur ísland aðeins staðfest 16 af 169 alþjóðasamþykktum ILO, og stöndum við þar langt að baki öðrum Norðurlöndum og flestum Evrópuþjóðum. Einnig hefúr Island aðeins samþykkt lág- marksfjölda af greinum Félags- málasáttmála Evrópuráðsins eða 45 af 72, en með slíkri samþykkt er fólgin alþjóðleg skuldbinding um ffamkvæmd. Með saman- burði á islenskri löggjöf og reglu- gerðum um réttindi og félagslegt öryggi verkafólks og þeim regl- um sem þegar hafa öðlast laga- gildi innan EB kemur margt í ljós sem vangert er í þessum efnum hér á landi. Stóra bókin I síðasta mánuði kom út á vegum íslenska utanríkisráðu- neytisins mikil bók sem heitir „Saman- burður á íslenskri löggjöf og sam- þykktum Evrópubandalagsins, sem lagðar eru til grundvallar í samningaviðræðum um evrópskt efnahagssvæði", 1038 bls. að stærð. Þetta mikla verk er árangur af því mikla starfi sem unnið hef- ur verið af hálfu íslenskra stjóm- valda og aðila vinnumarkaðarins við undirbúning samningavið- ræðnanna við EB. í viðtali við Ara Skúlason hagfræðing ASÍ, sem hér er birt, kemur í ljós að við þennan samanburð var það í fyrstu mat íslenskra stjómvalda, að ísland þyrfti frest eða undan- þágur á fjölmörgum sviðum til þess að geta uppfyllt kröfur EB á félagsmálasviðinu. Það var ekki fyrr en í síðasta mánuði að ákveð- ið var að leggja flestar þessar undanþágubeiðnir á hilluna. Þeg- ar hefur félagsmálaráðherra lagt að minnsta kosti eitt fmmvarp fyrir Alþingi, sem rekja má beint til þessa samanburðar: Frumvarp til laga um jafnan rétt kvenna og karla, þar sem m.a. er kveðið á um sönnunarbyrði atvinnurek- enda fyrir kærunefnd jafhréttis- mála. Kallað á nýja löggjöf Við fljóta yfirferð á saman- burði félagsmálalöggjafar EB og hér á landi kemur í ljós að nauð- synlegt verður að setja hér fjölda laga um félagsleg réttindi og skyldur, ef við eigum að halda í við EB. Á það m.a. við um eftir- talin atriði: Rétt þeirra sem vinna hluta- störf til sambærilegra kjara við þá sem em í fúllu starfi. Lög um skilyrði fyrir lögmæti hópuppsagna á vinnustöðum með fleiri en 20 starfsmenn. Lög eða reglugerð um rétt verkafólks til starfsmenntunar á starfsaldri. Lög eða reglugerð um for- eldraleyfi í ffamhaldi fæðingaror- lofs eða af knýjandi fjölskyldu- ástæðum. Lög um sönnunarbyrði í jafn- réttismálum. Lög sem tiyggi rétt og hags- muni starfsfólks við samruna hlutafélaga. Endurskoðuð almenn löggjöf um hlutafélög. Lög um vinnu bama og ung- menna. Lög um Umhverfisvemdar- stofnun. Lög um bótaskyldur vegna umhverfismengunar. Ýtarlegri lög og reglugerðir um meðferð hættulegra efna í iðnaði, mengunarmörk, mengun- areftirlit o.s.frv. Reglugerðir um slysavamir með tilliti til starfsgreina. Lög eða reglugerðir um vemdun náttúrlegra og hálfnáttúr- legra búsetusvæða villtra dýra og jurta. Lög um bótaábyrgð einkaað- ila á tjóni af völdum úrgangs. Lög um neytendavemd, greiðslumiðlanir, greiðslukorta- viðskipti og neytendalán. Lög um pakkaferðii ivi \JtX~ skrifstofa. Lög um öryggiskröfúr til framleiðsluvara. Af þessu öllu má vera ljóst, að hvað svo sem verður um niður- stöður samningaviðræðnanna við EB um hið evrópska efnahags- svæði, þá hefúr undirbúnings- starfið fyrir samningana hafl í for með sér umtalsverða yfirferð á ís- lenskri löggjöf á sviði félagsmála, umhverfismála og neytendamála, svo dæmi séu tekin, þar sem í ljós kemur að við eigum margt ólært og getum í mörgum tilfellum tek- ið EB til fyrirmyndar. Hjartað í Evrópuumræðunni I athyglisverðri grein sem Einar Karl Haraldsson ritaði í Nýtt Helgarblað í gær um „hjart- að“ sem vantar í Evrópupólitík- ina, talar hann um afskiptaleysi margra vinstrisinna gagnvart því sem er að gerast innan EB og skortinn á vinstrisinnaðri Evrópu- stefnu. Af ofanskráðu má vera ljóst að það sem er að gerast inn- an EB á sviði félags- og velferð- armála varðar alla vinstrimenn. Þar er tekist á um þá stefnu Thatchers, að EB eigi að vera stórmarkaður fyrirtækjanna og þá stefnu sem hefúr unnið svo mjög á síðustu árin, að hinn félagslegi þáttur hafi jaftit vægi og hinn efnahagslegi: Án virkrar þátttöku verkalýðshreyfingarinnar verður EB aldrei annað en skrímsli. En það er mikill misskilningur að halda því fram, eins og svo oft heyrist í umræðunni, að slíkt sé reyndin í dag. Evrópa er í mótun, og það er heillandi og krefjandi skylda allra vinstri manna að taka þátt í þeirri mótun með virkum hætti. Ánnars gera þeir ekki ann- að en að kalla andskotann yfir sig -ólg. EES-samningarnir Misræmieytt milliþjóða Megintilgangurinn að draga úr efnahagslegu og félagslegu misræmi innan EES I" skýrslu þeirri sem Jón Baldvin Hannibalsson lagði fyrir Alþingi í síðasta mánuði um gang viðræðnanna við EB um Evrópska efnahagssvæðið segir meðal annars að í samn- ingaviðræðum um svokölluð jaðarmál hafi EB viljað skipta samningaviðræðunum í tvennt. Annars vegar væru ,jaðar- mál“ er tengdust hinu íjórfalda frelsi, hins vegar önnur mál (fé- lagsmál, umhverfismál, neyt- endamál, félagaréttur, rannsóknir, menntamál, almannavamir o.s.frv) sem ekki tengjast beint samningum um frelsi í viðskipt- um með vörur, þjónustu og fjár- magn og ftjálsa búsetu. Hafa báð- ir aðilar lýst yfir vilja til viðtækr- ar samvinnu í þessum efhum í því skyni að bæta félagslegt umhverfi innan EES, efla heilsuvemd, ör- yggi, umhverfisvemd og neyt- endavemd. Jafhframt segir í skýrslu utanríkisráðherra, að til umræðu hafi verið innan samn- inganefndarinnar um þennan málaflokk nauðsyn þess að draga úr efhahagslegu og félagslegu misræmi innan EES, og segir Jón Baldvin það hafa komið fram af hálfú EB að bandalagið telji þetta einn megintilgang samningsins. Slíkt starf til að draga úr ofan- nefhdu misræmi fer nú þegar fram innan EB. Ágreiningur um samstarfsform I skýrslu utanrikisráðherra kemur fram að engin alvarleg ágreiningsefni eða vandkvæði hafi komið upp í samningavið- ræðunum um jaðarmál. Þó er enn ósamið um sjálft samstarfsform- ið, en EFTA- ríkin hafa lagt á það áherslu, að það verði á jafnréttis- grundvelli. Meðal ágreiningsefna sem upp komu í þessum viðræðum voru þó atriði er snertu til dæmis umhverfismál og heimild aðila til þess að gera mismunandi strangar kröfúr í umhverfis- og neytenda- málum. I 36. grein Rómarsáttmálans er kveðið á um að ríkjum sé heim- ilt að banna eða takmarka inn- flutning eða útflutning á vöru ef hægt er að rökstyðja takmörkun- ina á grundvelli siðferðisvitundar almennings, vemdunar heilsu manna, dýra eða jurta. I Einingar- lögum bandalagsins er aðildar- ríkjunum einnig heimilað að setja strangari kröfúr á sviði umhverf- ismála en gerðar em sameiginlega innan bandalagsins, svo framar- lega sem kröfúmar séu samrým- anlegar ákvæðum Rómarsáttmál- ans. EFTA-ríkin vilja ekki sætta sig við minni rétt en aðildarríki EB hafa samkvæmt þessum ákvæðum. í skýrslu utanríkisráðherra kemur fram að hann telur ísland hafa mjög mikilla hagsmuna að gæta í samningunum um jaðar- mál, einkum á sviði menntunar, rannsókna og þróunar. Ákvarðanataka Eitt viðkvæmasta ágreinings- efhið, sem fram hefur komið í samningaviðræðunum um EES, varðar ákvarðanatöku innan svæðisins. Markmið samningsað- ila er samkvæmt orðum utanríkis- ráðheiTa „að taka sameiginlegar ákvarðanir og jafnffamt að sjálf- stæði aðilanna til ákvarðanatöku verði ekki skert“. Lausnir á deil- unni verða að samræma þessi gagnstæðu markmið. Tillaga EFTA-rikjanna og samningsfyrir- mæli EB gera bæði ráð fyrir sam- eiginlegri stofnun EFTA/EB (ráðs EES), sem tæki formlegar ákvarð- anir um evrópska efnahagssvæð- ið. Gert er ráð fyrir því að EFTA- ríkin annars vegar og EB-ríkin hins vegar myndu tala einum rómi innan ráðsins og að ákvarð- anir yrðu teknar samhljóða. Jafn- framt er gert ráð fyrir reglulegum ráðherrafundum, þar sem gefin yrðu pólitísk fyrirmæli. Munu ákvarðanir EES-ráðsins þá hafa sömu stöðu og þjóðréttarsamn- ingar. I því felst m.a. að þjóðþing- in þurfa að samþykkja ákvarðanir EES-ráðsins samkvæmt sömu reglum og gilda um aðra þjóðrétt- arsamninga. Leggur EB mikla áherslu á að ffamkvæmd þessi seinki ekki ákvarðanatöku innan bandalagsins. Innan EB hefúr EB-réttur for- gang umfram landslög. EB hefúr lagt áherslu á að gildi EES-reglna verði tryggt gagnvart landslögum sem hugsanlega yrðu sett í and- stöðu við reglumar. Samkvæmt íslensku réttarkerfi þyrfti stjómar- skrárbreytingu til að tryggja al- gjöran forgang EES- réttar fyrir landslögum. -ólg. -sáttmálinn styrkir velferðarkerfið Félagsmálalöggjöf Evrópubandalagsins felur í sér ávinning fyrir íslenska verkalýðshreyfingu, segir Ari Skúlason hagfrœðingur ASI Ari Skúlason hagfræðingur hefur setið í nefnd þeirri sem fjallað hefur um svo- kölluð jaðarmálefni EES-samn- inganna fyrir hönd Alþýðusam- bands íslands. Undir jaðarmál- efnin falla meðal annars félags- málayfirlýsing EB og aðlögun Evrópska efnahagssvæðisins að henni. Við spurðum Ara hvort aðild- in að EES myndi hugsanlega fela í sér mikla röskun á íslenska vel- ferðarkerfinu eins og það er í dag. - Nei, það er ekki hægt að segja að um mikla röskun sé að ræða, en við sjáum að þar sem ís- lensk lög og reglugerðir em ffá- bmgðin félagsmálayfirlýsingu EB, þá er um breytingu að ræða sem yrði okkur til hagsbóta. Þannig er til dæmis félagsmálayf- irlýsing EB fúllkomnari hvað varðar jafhréttismál kynjanna og einnig yrði um úrbætur að ræða hvað varðar reglur um öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum. Annars er rétt að hafa það í huga að samþykkt EB um félags- leg réttindi verkafólks (Commun- ity Charter of Fundamental Rights of Workers) er viljayfir- lýsing, sem samþykkt var af 11 EB-ríkjum gegn atkvæði Breta. Á grundvelli hennar er svo í gangi framkvæmdaáætlun og útgáfa til- skipana sem hafa lagagildi innan bandalagsins. En við vitum það líka að oft er nokkuð langur vegur á milli lagasetningar og fram- kvæmdar laga. Vegna tregðu Breta, sem menn telja nú vera tímabundna, hefur lagasetningin gengið hægar fyrir sig en ella. Eg held að þeir hjá bandalaginu séu einfaldlega að bíða eftir því að dagar jámffúarinnar verði taldir. Við hjá Alþýðusambandinu höfúm hins vegar gefið grænt ljós á þessi mál gagnvart ríkisstjóm- inni, og sfyðjum það að Evrópu- löggjöfin um félagsleg réttindi verði tekin upp hér á landi. Að hvaða leyti er Evrópulög- gjöfin um jafnrétti kynjanna betri en okkar löggjöf? - Fyrst og ffemst vegna hinn- ar svokölluðu öfúgu sönnunar- byrði, sem leggur þá skyldu á at- vinnurekanda að sanna það fyrir dómstóli að mismunun í launa- greiðslu stafi ekki af kynferði. Hér á landi liggur sönnunarbyrðin hjá sækjanda málsins. Þessi regla EB hefur verið staðfest af Evr- ópudómstólnum. Era einhver önnur dæmi um félagslegan ávinning sem þú get- ur nefnt? - Já, ég get t.d. nefht sérstök ákvæði um foreldraleyfi, sem er sérstök heimild til foreldra um or- lof frá vinnu eftir fæðingu bams eftir að fæðingarorlofi sleppir. Einnig em ákvæði um fjölskyldu- leyfi af knýjandi fjölskylduástæð- um, t.d. veikindum maka, andláti náins ættingja, veikindum bams o.s.frv. Það er reyndar athyglisvert að eftir fyrstu yfirferð laga Evrópu- bandalagsins um félagsleg rétt- indi ætlaði íslenska ríkisstjómin að fara ffam á ffest eða undan- þágu í mörgum atriðum er horfðu til hins betra fyrir félagsleg rétt- indi verkafólks. Frá því var síðan horfið, meðal annars vegna þrýst- ings frá verkalýðshreyfingunni. Samningamir um EES snúast ekki bara um peninga og aðgang að mörkuðum, og forsendan fyrir því að við styðjum þessa samn- inga er sú, að við sjáum að þetta færir íslensku launafólki aukin réttindi og bætta vinnuaðstöðu. Afstaða verkalýðshreyfingarinnar á hinum Norðurlöndunum mótast líka afþessu. En sérð þú ekki einhveija annmarka á þessum sáttmála? - Jú, félagsmálasáttmálinn er takmarkaður að því leyti, að í hann vantar ákvæði um að kjara- samningar í hveiju landi skuli ófrávíkjanlega gilda. Samkvæmt sáttmálanum er t.d. ekkert því til fyrirstöðu að verktakafyrirtæki flytji ódýrt vinnuafl ffá Portúgal til Bretlands til þess að vinna að ákveðnu verkefni. Verkalýðs- hreyfing hvers lands verður þá að bregðast við þessu með sínum hætti, og það hafa þeir gert t.d. í Danmörku. Hér á landi ríkir nú eins konar skylduaðild að verkalýðsfélög- um, sem sérfræðinganefhd Evr- ópuráðsins hefúr meðal annars gagnrýnt, þar sem hún samrýmist ekki Félagsmálasáttmála Evrópu og reglunni um rétt manna til þess að vera eða vera ekki í félögum. Hvemig er þessu háttað innan EB? Þýðir aðildin að EES að þessu ákvrði verði breytt hér á landi? - Það er og hefúr verið stefna Alþýðusambandsins að hér skuli vera skylduaðild að verkalýðsfé- lögum, og að félagsbundnir njóti forgangs á vinnumarkaði. Þetta er samningsbundinn réttur verka- lýðshreyfingarinnar hér á landi, en það er líka rétt að þessu er öðmvísi farið bæði innan EB og á hinum Norðurlöndunum. Það er rétt að fram hefúr komið hjá al- þjóðastofnunum gagnrýni á þetta fyrirkomulag hér á landi en ég vil ekki tjá mig um málið að svo stöddu. Það er verkefni miðstjóm- ar ASl að móta stefnuna í þessu máli, og mér vitandi hefúr málið ekki verið á dagskrá þar af þessu tilefhi. Ert þú þeirrar skoðunar að fé- lagslegi þátturinn hafi orðið út- undan í umræðunni um EB hér á landi? — Já. Tollar á fiski skipta okk- ur að sjálfsögðu miklu máli, en mér finnst hinir þættimir ekki hafa fengið nægilega vikt. Þá hef- ur deilan um fiskveiðiréttindi leitt til þess að menn hafa hneigst til þess að sjá annað hvort svart eða hvítt í þessari umræðu. En Evr- ópubandalagið er miklu meira en fiskur. Félagsleg og pólitísk atriði skipta þar ekki síður máli. Við þurfúm að sjá hvað hentar okkur og fylgjast vel með á öllum svið- um. Hveiju breytir hugsanleg að- ild Svíþjóðar, Noregs, Finnlands og Austurrikis að EB fyrir okkur? - Það mun auðvitað gjör- breyta stöðu mála fyrir okkur og gera okkur erfiðara að standa utan þessa samstarfs. Það er reyndar rétt að hafa það i huga að eins og er em þær þjóðir sem frekar em hlynntar hinu yfirþjóðlega valdi innan EB í meirihluta. En ef Norðurlöndin og Austurriki koma inn, og sjálfstæður norrænn kjami myndast innan bandalagsins eins og Danir hafa verið að tala um, þá breytist þetta hlutfall, og þær þjóðir sem vilja hafa hömlur á hinu yfirþjóðlega valdi verða í meirihluta. Sama er reyndar einn- ig að segja um félagsleg réttinda- mál. Nú em þær þjóðir sem draga lappimar í þeim efnum í meiri- hluta, en það myndi breytast með inngöngu Norðurlandanna og Austurríkis. Allt þetta þarf að skoða með opnum huga þegar fjallað er um samskipti okkar við Evrópu. -ólg. 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. nóvember 1990 Laugardagur 10. nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.