Þjóðviljinn - 10.11.1990, Síða 10

Þjóðviljinn - 10.11.1990, Síða 10
Persaflóadeila Friður í tvo-þrjá mánuði enn Bandaríkin senda 200.000 manns í viðbót. Sovétríkin vondauf um friðsamlega lausn James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í Moskvu í gær eftir viðræður við sovéska ráðamenn að Sovét- ríkin væru engu vonbetri en Bandaríkin og fleiri um að Ir- akar fengjust til að fara frá Kú- væt með góðu. Til hins sama benda ummæli Eduards She- vardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, í fyrrakvöld, þess efnis að ekki væri hægt að útiloka að beita yrði hervaldi gegn írak. Hingað til hefur sovéska stjómin lagt áherslu á að einskis skuli látið ófreistað til að leysa Persaflóadeilu með friðsamlegu móti og tvisvar gert út sérlegan sendimann á fund Saddams Iraks- forseta í þeim tilgangi. Á máli Bakers o.fl. er nú helst svo að skilja að Bandaríkjastjóm hafi afráðið að láta til skarar skríða við Irak, kalli það ekki her- lið sitt frá Kúvæt, þó varla fyrr en eftir tvo eða þijá mánuði. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti á fímmtudag að Bandaríkin hefðu ákveðið að Qölga í liði sínu á Persaflóasvæði um allt að 200.000 manns og ljóst er að þeir liðsflutningar og annar sóknar- undirbúningur taka talsverðan tíma. 100 dagar vom í gær liðnir frá innrás Iraka í Kúvæt. Baker sagðist ennffemur telja víst að öll þau ríki, sem auk Bandaríkjanna hafa tekið þátt í liðssafnaðinum gegn Irak, myndu taka þátt í sókn gegn Irökum, að Frakklandi og Sýrlandi ef til vill undanteknum. Samkvæmt niður- stöðum skoðanakannana vex nú Chandra Shekhar Sósíalisti og vinur stóratvinnurekenda Andvígur erlendumjjárfestingum og vill að Indverjar verði sjálfum sér nógir D áðir eru þeir af ættum ™ norðurindverskra stórjarð- eigenda og báðir hófu feril sinn í stjórnmálum í Þjóðþings- flokknum, sem jnestu hefur ráðið í landinu frá því að það varð sjálfstætt 1947. Shekhar sat 18 mánuði í fangelsi meðan Indira Gandhi, móðir Rajivs Gandhi og Iengi forsætisráð- herra, stjórnaði með neyðar- ástandslögum 1975-77. Hann þykir drungalegur nokkuð á svip og í ffamkomu, írland Fyrsta konan á forsetastól Staðfest var í gær að Mary Robinson, vinstrisinnaður lögfræðingur, 46 ára og þriggja barna móðir, hefði unnið for- setakosningarnar á írlandi og yrði forseti írska lýðveldsins næstu sjö árin. Hún mun hafa fengið um 52 af hundraði at- kvæða, en aðalkeppinautur hennar, Brian Lenihan í flokkn- um Fianna Fail, um 48 af hundraði. Þetta er í fyrsta sinn, sem kona hlýtur kosningu í æðsta embætti ríkisins þarlendis. Þykir kosningasigur Mary Robinson tíðindum sæta í þessu rammkaþ- ólska og þegar á heildina er litið íhaldssama landi, þar sem hart er tekið á hjónaskilnuðum, samkyn- hneigð og fóstureyðingum eftir því sem gerist í Evrópu. í kosn- ingabaráttunni beitti Mary sér mjög fyrir réttindum kvenna. Urslitin eru mikið áfail fyrir Fianna Fail, sem ráðið hefúr mestu í írska lýðveldinu allra flokka lengst af frá því að það var stofnað og aldrei fyrr tapað for- setakosningum. Nokkuð spillti fyrir Lenihan hneykslismál, sem hann er flæktur í, og vék Charles Haughey, leiðtogi Fianna Faii og forsætisráðherra, honum úr ríkis- stjóm fyrir þá sök. Aðspurð í útvarpi kvaðst Mary vera harla glöð yfir sigrin- um og langaði sig mest til að fara út á götur og dansa. Hún sagði og að úrslitin sýndu að Irland væri ungt og þróttmikið Evrópuríki, reiðubúið fyrir breytingar. -dþ. Bygging hjúkrunarheimilis Félagsfundur: Verzknarmannafélag Reykjavíkur heldur almennan félagsfund að Hótel Sögu, Súlna- sal, sunnudaginn 11. nóvember n.k. kl. 15:00. Fundarefni: Magnús L. Sveinsson | Séra Sigurður H. Guðmundsson Kynnt skipulagsskrá fyrir umönnunar- og hjúkrunarheimilið Eir. 2. Tekin ákvörðun um þátttöku Verzlunar- mannafélags Reykjavíkur í byggingu hjúkrunarheimilis. Framsögumenn: Magnús L. Sveinsson, formaður V.R. Séra Sigurður H. Guðmundsson, for- maður stjórnar Skjóls. Fundarstjóri: Elín Elíasdóttir, varaformaður V.R. Félagsmenn Verzlunarmannafélags Reykjavíkur eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og taka þátt í ákvörðuna'rtöku um þetta þýðingarmikla mál. Eiín Eiíasdóttir Verzlunarmannafélag Reykjavíkur andstæðingar hans saka hann um endalaust baktjaldamakk og voru vanir að segja að hann væri reiðu- búinn til hvers sem væri til að verða forsætisráðherra. 1983 fór hann í sex mánaða og 4200 kiló- metra gönguferð um sveitir lands- ins til að kynna sig almenningi og þótti það minna á Mahatma Gandhi. Shekhar hefúr lengi boðað að sveitaþorp skuli fá aukna sjálf- stjóm og hagur sveitaalþýðu, mikils meirihluta íbúa Indlands, bættur. Hann vill að Indland verði sem mest sjálfú sér nógt, að ríkið eigi mikinn hlut að atvinnurekstri og beitti sér gegn tillögum Singh um að slaka á hömlum á fjárfest- ingum erlendra aðila. Sagði hann að það hlyti að leiða til þess að fjölþjóðleg stórfyrirtæki legðu að miklu leyti undir sig atvinnulífið. Sagt er að hann hafí góð sambönd Shekhar - gekk um sveitir lands eins og Gandhi. við innlenda stóratvinnurekendur í iðnaði, sem ófúsir eru að fá á sig samkeppni eríendis frá. Indland Shekhar myndar stjórn Ramaswamy Venkataraman, forseti Indlands, hefur falið Chandra Shekhar, keppinauti V. P. Singh, fráfarandi forsætisráð- herra, í Janata Dal-flokknum, að mynda nýja ríkisstjórn. Er margra mál að Shekhar hafi orð- ið fyrir valinu aðallega vegna þess, að engan annan hafl fyst að komast á forsætisráðherrastól eins og ástandið er nú í stjórn- málum Iandsins. Janata Dal klofnaði út af ágreiningi þeirra Singh og Shek- hars um það hvort efna skyldi til nýrra kosninga hið snarasta. Beitti Singh sér fyrir því, en Shekhar var á móti. Út frá þessum flokksklofn- ingi og eftir vantraustssamþykkt á þingi ákvað Singh að segja af sér. í flokksbroti Shekhars eru 56 þing- menn af 545, en það sem reið baggmuninn Shekhar í vil var að Þjóðþingsflokkur Rajivs Gandhi, fyrrum forsætisráðherra, hét hon- um stuðningi. Sá flokkur er sá stærsti á þingi og hefur ásamt bandamönnum sínum þar 209 þingmenn.Sennilegt er því að Gandhi og hans menn muni ráða öllu meira um stefnu nýju stjómar- innar en Shekhar, þar á meðal hve- nær næstu þingkosningar skuli fara fram. Eins og sakir standa em flestir stjómmálaleiðtogar einhuga um að skjóta kosningum á frest sem lengst, vegna uppnámsins út af deilum um skiptingu opinberra starfa milli erfðastétta og þó eink- um fæðingarstað Rama í Ayodhya. Vemlegar líkur em á fleiri flokks- klofningum út af þeim deilum. Reuter/-dþ. Lawrence Durrell látinn Stjórnarerindreki og höfundur Alexandríukvartetts H inn þekkti breskl rithöf- undur Lawrence Durrell, kunnastur fyrir Alexandríu- kvartettinn, lést á miðvikudag í Sommieres, þorpi í Suður- Frakklandi, 78 ára að aldri. Lawrence var einn þeirra all- mörgu Breta sem frekar máttu kallast böm heimsveldisins en Bretlands í þrengri merkingu orðsins, manna sem að vísu vom erkibreskir, en mótuðust og lifðu lífinu að miklu leyti utan foður- landsins, í öðrum hlutum heims- veldsins eða í erindagerðum fyrir það víða um lönd. Durrell fæddist í Indlandi og var faðir hans jám- brautaverkfræðingur. Hann og kona hans vom bæði bresk, en þegar Lawrence fæddist hafði Lawrence Durrell. hvomgt þeirra nokkm sinni til Englands komið. Lawrence Durrell ólst upp í Indlandi til 12 ára aldurs en fórþá til Englands í skóla. Hann gerðist síðan stjómarerindreki og fór þá víða. Síðustu 33 ár ævinnar bjó hann í Sommieres. Af ritverkum Durrells er þekktastur Alexandríukvartettinn (The Alexandria Quartet), fjórar skáldsögur er lýsa lífinu í Álex- andríu á ámnum fyrir heimsstyij- öldina síðari. Þær hafa verið þýddar á 20 tungumál. Fleiri skáldsögur skrifaði Durrell og auk þess ljóð og ferðabækur. Hann var lítill vexti, veik- byggður og þjáðist af lungna- þembu. Siðustu árin bjó hann með Francoise Kesisman, veitinga- konu í Sommieres. Áður hafði hann gengið í gegnum fjögur hjónabönd. Þvskaland-Sovétríkin Vináttusáttmáli undirritaður |U| íkhaíl Gorbatsjov, Sovét- ríkjaforseti, og Helmut Kohl, sambandskanslari Þýska- lands, undirrituðu í gær - á ár- safmæli opnunar Berlínarmúrs - 20 ára vináttu- og griðasátt- mála milli ríkja sinna. Er litið á samninginn sem staðfestingu þess, að sambönd Sovétríkj- anna við Þýskaland séu nánari en við nokkurt annað vestur- landaríki. Undirritun sáttmálans, sem er sá fyrsti slíkur er sameinað Þýskaland gerir við annað ríki, fór fram í Bonn í opinberri heimsókn Gorbatsjovs. Þótt mjög hafi dreg- ið úr vinsældum hans heimafyrir er greinilega ekkert lát á þeim meðal Þjóðverja, sem þakka hon- um almennt hrun Berlínarmúrs og sameiningu lands síns. Menn á götunni sögðu m.a. að Gorbatsjov væri þetta miklu fremur að þakka en Kohl, sem hefði bara verið svo heppinn að vera sambandskansl- ari er til þessara tíðinda dró. Gorbatsjov sagði m.a. við þetta tækifæri að ekkert fengi að- skilið Bandaríkin og Sovétríkin í Persaflóadeilu. Richard von We- izsacker, Þýskalandsforseti, færði gestinum að gjöf tréskurðarmynd eftir 16. aldar listamanninn Al- brecht Durer. Er hún af heilögum Mikael í bardaga við dreka. Brosti Gorbatsjov þá breitt. Hann tók skýrt fram að sátt- málanum væri ekki beint gegn neinu riki. Síðasti griðasáttmálinn áður milli þessara ríkja var gerður 1939, er þeir Hitler og Stalín voru þar við völd. Reuter/-dþ. 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 10. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.