Þjóðviljinn - 10.11.1990, Side 11
MINNING
Sigurður Fríðhólm Sveinbjörnsson
Fæddur: 5. september 1923 - Dáinn: 31. október 1990
Við leiðarendann vinur
hve lágvær ég er
og langsótt í orðanna sjóð.
Mér flnnst eins og aiit
hafl þagnað með þér
og þorrið hvert stef og hljóð.
(Ási í Bæ)
Bróðir minn, Sigurður Fríð-
hólm Sveinbjömsson, andaðist á
heimili sínu 31. október síðastlið-
inn og verður kvaddur frá Landa-
kirkju í Vestmannaeyjum laugar-
daginn 10. nóvember.
Sigurður fæddist í Skógum í
Vestmannaeyjum 5. september
1923, sonur hjónanna Svein-
bjöms Ágústs Benonýssonar og
Hindriku Júlíu Helgadóttur. Þegar
hann var nokkurra mánaða gam-
all fluttist íjölskyldan í húsið að
Brekastíg 18 sem þau höfðu þá
byggt sér og bjuggu þar alla tíð
síðan. Sigurður átti tvö yngri
systkini, Herbert Jóhann og Jó-
hönnu Herdísi.
Eftir bamaskólanám fór Sig-
urður í Gagnfræðaskóla Vest-
mannaeyja og vélstjóranám. Síð-
ar lærði hann múraraiðn hjá Osk-
ari Kárasyni múrarameistara. Það
starf stundaði hann svo til ævi-
loka og em það ófá hús í Vest-
mannaeyjum sem hann hefur lagt
á gjörva hönd, enda þótti hann
mjög duglegur og hæfur múrari.
Sigurður! kvæntist 24ra ára
gamall eftirlifandi konu sinni,
Rebekku Katrínu Hagalínsdóttur,
ættaðri ffá Sæbóli í Grunnavík,
mikilli merkis- og myndarkonu
sem öllum er til þekkja þykir
vænt um. Þau byggðu sér hús á
Brimhólabraut 3 og hafa búið þar
alla tíð síðan.
Þau eignuðust fimm böm:
Matthildi húsmóður í Vestmanna-
eyjum sem á tvö böm, Herdísi
húsmóður í Danmörku sem á tvö
böm, Rannveigu húsmóður í
Vestmannaeyjum sem á eitt bam,
Sveinbjöm Ágúst sjómann í Vest-
mannaeyjum og Önnu Mariu hús-
móður í Reykjavík sem á tvö
böm. Bamabömin em orðin sjö:
Rebekka, Sigurjón, Gunnar, Olga
Mörk, Sigurður Friðhólm, Sig-
urður Óttar og Sólrún Lilja.
Sigurður var mjög bamgóður
og hændust bamabömin mjög að
honum. Sérstakur sólargeisli nú
siðustu árin var lítill dóttursonur
hans og nafni, Sigurður Óttar,
sem var þeim hjónum báðum til
óblandinnar ánægju.
Ungur keypti Sigurður sér
harmonikku sem þá var draumur
margra ungra manna og spilaði á
hana mátti segja daglega alla tið,
sér og öðmm til ánægju. Einnig
hafði hann mjög gaman af fiðlu
og fleiri hljóðfæram sem hann
átti og mátti segja að hljómlist
væri hans líf og yndi. Fljótlega
gekk hann í Lúðrasveit Vest-
mannaeyja og spilaði með henni
alla tíð. Fáir munu þeir tónlistar-
viðburðir hafa verið í Vestmanna-
eyjum sem hann lét sig vanta á.
Sigurður var maður glaður og
reifúr og tók fagnandi og opnum
örmum gleðistundum lifsins.
Hann var snar í snúningum og
viljugur svo að af bar. Hann var
trygglyndur og vinfastur og kom
daglega upp á Brekastíg til for-
eldra sinna á meðan þau lifðu, og
til bróður síns sem bjó þar síðar.
Sigurður átti mörg lög sem
hann hafði samið og einnig texta
við sum þeirra. Þau hjónin höfðu
gaman af að kasta ffam stökum
og var ofl glatt á hjalla í kringum
þau og gaman að vera með þeim.
Sérstakar þakkir vil ég flytja
þeim hjónum fyrir alla þá ástúð
og umhyggju sem þau sýndu mér
þegar ég dvaldi á heimili þeirra,
oft langtímum á sumrin þegar
heimþráin seiddi mig til Vest-
mannaeyja.
Það er bjart yfir þeim minn-
ingum. Ökuferðir út um Eyju og
niður í bæ, spurt um fólk, spjallað
við fólk og vinir heimsóttir.
Það var bjartur og faguf
haustdagur í Vestmannaeyjum 3 L
október. Sigurður hafði sótt konu
sína suður á flugvöll, en hún hafði
skroppið til Reykjavikur. Seinna
um daginn fóm þau í ökuferð út
um Eyju í blíðviðrinu, eins og þau
gerðu svo oft, og um kvöldið
höfðu þau setið að tafli, sem var
sömuleiðis þeirra uppáhaldsiðja.
Um miðnættið kom kallið mikla.
Sigurður hneig út af og hans
starfsdegi var lokið. Hann endaði
ánægjulega í félagsskap sinnar
góðu konu sem honum þótti alla
tíð mjög vænt um og mat mikils.
Við leiðarendann vinur,
hve lágvær ég er
og langsótt í orðanna sjóð.
(Ási í Bæ)
Eg þakka góðu dagana heima
í Vestmannaeyjum við söng og
spil og ljóð. Hvíl þú í ffiði al-
mættisins, Siggi minn. Hjartans
þökk fyrir allt.
Hanna systir
...kjörin leið til sparnaðar
er Kjörbók Landsbankans
Betri, einfaldari og öruggari leið til ávöxtunar sparifjár er vand-
fundin. Háir grunnvextir og verðtryggingarákvæði tryggja góða
ávöxtun. Að auki koma afturvirkar vaxtahækkanir eftir 1 6 og 24
mánuöi. Samt er innstæða
Kjörbókar alltaf laus.
L
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna
ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 11