Þjóðviljinn - 10.11.1990, Síða 16

Þjóðviljinn - 10.11.1990, Síða 16
SPURNINGI Hvernig leggst helgin í þig? Gunnar Bergmann húsasmiður: Ágætlega. Ég er í helgarferð í Reykjavík, kem frá Húsvík og ætla að fara út og skemmta mér á Hótel Islandi. Valgerður Pálsdóttir húsmóðir: Mjög vel, ég ætla að halda barnaafmæli og svo fer ég á kristilega samkomu. Bergur Sverr smiður: bara nokkuð vel, því ég er að fara að fiytja og ætla að mála um helgina. Jólabókavertiðin í prentsmiðjunni byrjar f október, og henni Ifkur ekki fyrr en um miðjan desember. Jólabækur Háflóð f prentsmiðjunum Jólabókaflóðið er enn að mestu í prentsmiðjunum, en það er að renna út í verslanir. Prentvélarnar ganga taktfast allan sólarhringinn um þessar mundir. Á öðrum tímum árs eru tæpiega prentaðar bækur á íslandi, en nú er vertíð hjá prenturum. - Vertíðin hjá okkur hefst yf- irleitt í lok október og stendur íram í desember. Þá er unnið hér allan sólarhringinn á 12 tíma vöktum, segir Ragnar Kristjáns- son, verkstjóri i prentsal Odda, en þar er prentaður um það bil helm- ingur þeirra bóka sem koma út fyrir jólin. Ragnar giskar á að þeir prenti 150-160 titla fyrir þessi jól. Skáldsögur, ævisögur, ljóða- bækur, kynlífsbækur og bama- bækur standa í stórum stæðum á gólfínu í Odda. Þær eru á ýmsum stigum ffamleiðslunnar, sumar aðeins í örkum, sumar kápulaus- ar, aðrar fullbúnar og bíða þess að komast í verslanir. Stökkbreyting Það verður alltaf bókaflóð fyrir jólin á íslandi, en aðdragandi þess hefur breyst mikið á fáum ár- um. - Ég hugsa að það séu ekki nema sjö eða átta ár síðan það var algengt að við fengum handskrif- uð óg vélrituð handrit hingað. Þá þurfti að slá allt inn og allt var prófarkalesið á staðnum, segir Ragnar við Þjóðviljann. Nú er öldin önnur. Bækumar koma á tölvudisklingum, próf- arkalesnar. Sumar er meira að segja búið að bijóta um þegar þær koma í prentsmiðju. - Þetta hefur breyst mjög hratt, segir Ragnar. Það starfa um 270 manns f Odda. Nú er þetta fólk meira og minna upptekið í jólabókaflóð- inu. Ragnar segist halda að titl- amir séu óvenjulega margir að þessu sinni. Hann segist ekki þora að giska á hvað jólabókaflóðið er þungt, en það fara þijú til fjögur þúsund tonn af pappír í gegnum prentsmiðjuna Odda árlega. Spenna og ánægja - Það væri þægilegra ef þetta dreifðist yfir árið, en margir myndu sakna jólabókaflóðsins. Það er alltaf ákveðin spenna með- an á þessu stendur og ánægja að því loknu, segir Ragnar. Upplag bókanna er æði mis- jafnlega stórt. Sumar bækur em prentaðar í 500 eintökum, en efri mörk em á bilinu sex til sjö þús- und eintök. Prentvélamar ganga allan sól- Ragnar Kristjánsson: Það rlkir hér ákveðin spenna á meðan á jóla- bókaflóðinu stendur og ánægja þegar því lýkur. Myndir: Jim Smart. arhringinn og spýta út úr sér tíu þúsund örkum á klukkustund. Á hverri örk geta verið 16 siður, átta hvomm megin. En þessar arkir þurfa að fara í gegnum ýmsa meðferð áður en þær verða bækur. Það þarf að bijóta þær saman. Svo er örkunum raðað saman svo úr verður hálfklámð bók. Saur- blöðin em límd á hana, en að því loknu em arkimar saumaðar sam- an. Innísetningarvélin Svo fer bókin inn í mikla u- laga vélasamstæðu, sem kölluð er innísetningarvél. Þar fer bókin í límbað, svo er sett á hana grisja, sem prentarar kalla gisnu. Hún fer aftur i límbað og svo er settur á hana kjölkragi. Þá er hún klædd í kápuna og að síðustu fer hún inn í pressu. I gegnum þessa vél fara 1000-1200 bækur á hverri klukkustund. Þegar bækumar koma úr pressunni fara þær í eftir- lit áður en þeim er hleypt út á markaðinn. Þorsteinn Pálmarsson stjómar innisetningarvélinni, en hann er ekki enn farinn að kynna sér inni- hald bókaflóðsins. - Maður hefur alveg nóg með að standa 12 tíma vaktir héma. En ég les talsvert þegar ég hef tíma. Ég er eiginlega alæta á bækur, en les þó mest spennubækur, segir hann. Það er háflóð í prentsmiðjun- um nú, og það fjarar ekki út að fullu fýrr en nær dregur miðjum desember. Þá fer lífið aftur að ganga sinn vanagang í prent- smiðjunum. -gg Dröfn Guðmundsdótir nemi: Bara mjög vel. Ég ætla að fara á ball og gera eitthvað sniðugt. RAFRÚN H.F. Smiðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Simi 641012 Kœra mamma! Allt útlit erfyrir að vera mina á þessu kalda landi styttist óðum þvi herinn verður bráðum sendur heim. Fyrst héldum við að Her- stöðvaandstœðingar vœru gengnir aftur... §|||j| ...en svo kom i Ijós að ígCf gípll Þorvaldur Garðar var §Íg genginn i bcrndóm... S5| All Rlgnts Reserved í

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.