Þjóðviljinn - 13.11.1990, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.11.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF Hvers á þjóðin að gjalda? Áminningar handa alþingi Þegar þjóðinni var um og ó hvort hún ætti heldur að halda fomum sið feðra sinna ella þá að taka kristni að hætti annarra þjóða, var heiðingjanum Þorgeiri að Ljósavatni fólginn sá vandi á hendur að segja upp þau lög sem fylgja skyldu nýjum sið. „En síð- an er menn komu í búðir,“ stend- ur í Islendingabók Ara fróða, „þá lagðist hann niður Þorgeir og breiddi feld sinn á sig og hvíldi þann dag allan og nóttina eftir og kvað ekki orð.“ Hér voru góð ráð dýr, og því þurfti mikið við; vand- inn varð ekki leystur nema með því móti að hugsa málið rækilega og í góðu næði. Málamiðlun Þor- geirs á alþingi árið 999 (að tali Fomaannáls; aðrar heimildir nefna árið 1000) hefur löngum þótt frábært snilldarbragð og bera vott um skýra hugsun undir feldi. Síðan þjóðin varð sjálfstæð að nýju hefur hún kosið fulltrúa þá sem setja henni lög á alþingi og velja ríkisstjóm, en helsta hlut- verk stjómarinnar er að ráða úr öllum þeim sundurleitu vanda- málum sem ber að höndum. Þjóð- in greiðir ráðherrum sínum laun fyrir að hugsa röksamlega um hlutina, og þegar einhver ráðherra hefur svikist um þá skyldu að hugsa tiltekinn vanda til hlítar, þá er mál til komið að víkja honum úr starfi og senda kauða í vinnumennsku austur íyr- ir íjall ella þá í vegabætur norður á Melrakkasléttu. Alþingi er skylt að fylgjast með öllu því sem ríkis- stjóm lætur af sér leiða og kynna Hermann Pálsson skrifar sér þau rök sem liggja til þess sem hún gerir. Eg sé yfirleitt ekki íslensk dagblöð, svo að ég veit harla lítið um hugsanir þeirra ráðherra semnú stýra landi og þjóð, enda er ísiands sjaldan getið í þeim bresku blöðum sem ég les að jafti- aði. En um daginn rakst ég á danska blaðið Politiken, og í því las ég þá ömurlegu og ótrúlegu ffétt að íslenskir ráðamenn hefðu gefið útlendum herveldum 150 miljónir króna, og þessa fémuni tóku þeir ekki úr eigin vösum heldur af þeim peningum sem þjóðin hafði falið alþingi og rikis- stjóm að ávaxta sem best og verja til þarfra hluta. Hvers á þjóðin að gjalda? Hvers konar rök lágu til þess að ráðamenn þjóðarinnar töldu sér heimilt að glutra þannig fjármunum hennar? Eg hef velt slíkum spumingum fyrir mér um hálfsmánaðar bil og rætt málið við þá Islendinga sem hér eiga heima, og hef nú komist að þeirri niðurstöðu að ráðherrar hafi bmgðist þeirri heilögu skyldu að hugsa málið ofan í kjölinn áður en þeir tæmdu ríkissjóð og gáfu stór- veldum slíka rausnargjöf. Vel má vera að með þessu móti geti stjómin komið sér í mjúkinn hjá Bandaríkjamönnum, Bretum og öðmm sem bíða eftir því í óþreyju að hleypa nýrri styijöld af stað í arabískri eyðimörk, en þótt hér sé um mikinn auð að ræða að ís- lenskri mælingu þá horfir málið öðmvísi við úr bæjardyrum stór- velda. Kostnaður Breta við her- deildimar í Arabíu nemur meim en 200 miljónum íslenskra króna á dag, og þó em útgjöld Banda- ríkjamanna mörgum sinnum meiri. Þær 150 miljónir sem þjóð- in hefur ekki eftii á að fleygja í ar- abíska eyðimörk em því ekki nema svo sem dropi í hafið. Vitaskuld er það siðferðileg skylda allra þjóða að fordæma árás íraka á Kúveita, en hitt nær engri átt að skattleggja íslenska þjóð í því skyni að bjarga Kúveit- um úr klóm Iraka. Ef ríkisstjóm hefði farið að fordæmi Þorgeirs að Ljósavatni og iagst undir feld til að rökhugsa málið, hefði hún komist að þeim niðurstöðum sem nú verða raktar. 1. Islendingar áttu engan þátt í hermdarverkum íraka, en á hinn bóginn em stórveldin að nokkm leyti samsek Irökum. Allt fram að þeirri stundu að Irakar sendu her- sveitir sínar að leggja Kúveitu undir sig, vom Bretland, Banda- ríkin, Sovétrikin, Frakkland og Kína að selja írökum hvers konar vopn, en vopnasölur hafa jafnan leitt til styijalda. Stórveldin eiga sjálf að gjalda þeirrar heimsku sinar að fylla vopnabúr íraka, en hitt er fjarstæða að fara að refsa vopnlausri og saklausri þjóð sem hefúr raunar óbeit á öllum hem- aði. 2. Þótt herveldin eyði geysi- miklu fjármagni til hemaðar í Ar- abíu, þá telja þau slíkum pening- um ekki illa varið. Hershöfðingj- ar hafa nú þegar numið geysi- mikla þekkingu um hemað í eyði- mörkum; verið er að reyna ný vopn, og hitt þykir ófriðarsinnum fróðlegt að vita hvemig hermenn bregðast við ofúrhita í eyðimörk, hve lengi þeir þola að sitja í skrið- drekum, hvers konar búningar henti best og hvers konar mata- ræði, enda þykir sjálfsagt að fara vel með þá ungu menn sem em dæmdir til fallbyssufóðurs. Þá hefur þekkingu manna á hemaði að næturlagi skotið ffam svo að um munar. Slíka þekkingu telja stórveldin sér til tekna, þótt Is- lendingar græði harla lítið á henni. 3. I stað þess að greiða her- veldum mikla peninga í uppbót fyrir þá heimsku þeirra að selja Irökum vopn, hefði stjómin getað varið þessu fjármagni i því skyni að ljúka við þjóðarbókhlöðu vest- ur á Melum. En fjárveitinguna hefði stjómin getað tileinkað friði og menningu um leið og mótmælt var morðför Iraka suður í Kú- veitu. Hermann Pálsson er fyrrverandi prófessor i norrænum fræðum við Edinborgarháskóla. Þegar einhver ráðherra hefur svikist um þá skyldu að hugsa tiltekinn vanda til hlítar, þá er mál til komið að víkja honum úr starfi og senda kauða í vinnumennsku austurfyrir fjall ella þá í vegabœtur norður á Melrakkasléttu Alþýðubandalagið: Eftir Akureyri Á fundi miðstjómar Alþýðu- bandalagsins í Kópavogi sl. vor lögðu nokkrir Birtingarfélagar ffam tillögu til ályktunar um utanríkis- mál og tengsl flokksins við ýmis A- Evrópulönd. Með þessari tillögu, sem hlaut ítarlega umfjöllun á fund- inum, var hafin sú umræða um for- tíð, stöðu og stefnu Alþýðubanda- lagsins sem lauk á aðalfúndi mið- stjómar á Akureyri nú nýlega með afnámi stefiiuskrárinnar frá 1974. Með afhámi hennar, gerðu að ffum- kvæði Birtingar, sneri flokkurinn á táknrænan hátt frá forræðishyggju og miðstýringu, en samþykkti síðan jafnframt róttæka stjómmálaálykt- un í anda evrópskrar jaíhaðar- stefnu. Stefnuskráin fyrrverandi Sú stefna sem samþykkt var á landsfúndi 1974 mun hafa verið málamiðlun ýmissa afla í flokkn- um. Á þeim tíma höfðu kommún- istar enn áhrif innan Alþýðubanda- lagsis og setti það sitt mark á stefnuskrána. Þar var því_ að finna ýmislegt i anda A-Evrópusósíal- ismans, stjómamálastefnu sem kúgaði og undirokaði hundruð milljóna Evrópubúa í áratugi. Flokkurinn hefúr í reynd ekki tekið mið af nefhdri stefhuskrá I mörg ár, í ljósi breyttra aðstæðna og stjóm- málastrauma var hún nánast dautt plagg ffá upphafi. Afhámið nú er því aðeins táknrænt. Með því er verið að segja að sú stefna sem Runólfur Ágústsson skrifar samþykkt var 1974 hafi í ljósi sög- unnar reynst röng og verið mistök. Með tillögunni á Kópavogs- fúndinum var sett fram ákveðin gagnrýni á samskipti flokksins við kommúnistaflokka A-Evrópu og þá einstaklinga innan flokksins sem fýrir þeim stóðu. Á vordögum var flokkurinn ekki fyllilega tilbúinn til að samþykkja svo mikla sjálfsgagn- rýni. Nú hefúr flokkurinn hins veg- ar talað: Sú stefha og þær hugsjón- ir sem fólk elti til A-Evrópu voru dapurleg mistök, mistök sem fjöld- inn allur af ágætu félagshyggjufólki gerðist sekt um. í einfeldni elti þetta auðtrúa fólk mýrarljós komm- únismans, í dag horfir þetta sama fólk upp á frelsun fólksins undan á- þján áðumefhdrar stjómmála- stefhu. Alþýðubandalagið vill ekk- ert með slíkar hugmyndir hafa. Al- þýðubandalagið er I dag flokkur sem byggir á ffelsi, jöfnuði og lýð- ræði. Alþýðubandalagið byggir á réttlæti fólki til handa. Ekkert af þessu bauð sósíalismi A-Evrópu upp á. Þessi staða hlýtur að vera viðkomandi einstaklingum alvar- legt umhugsunarefhi, hvenær verð- ur fólk úrelt í pólitík? Róttæk jafnaðarstefna Á Akureyri var smþykkt ný stjómmálaályktun fyrir flokkinn. Ályktun þessi er nú hinn nýji grundvöllur Alþýðubandalagsins. I henni er að finna helstu áhersluat- riði flokksins á komandi árum. ♦Uppskurð á undirstöðuat- vinnuvegum þjóðarinnar með það fyrir augum að auka arðsemi þeirra og bæta þannig kjör þjóðarinnar. I því sambandi á að skoða sérstak- lega hugmyndir um kvóta- leigu(auðlindaskatt) í sjávarútvegi. *Frekari uppbyggingu og þróun velferðarkerfisins, en slíkt krefst aukins fjármagns og endurskipu- lagningar til að auka skilvirkni kerfisins. *Alþjóðleg aðlögun hagkerfis og atvinnulífsins, þar sem íslend- ingar taki með fúllri reisn þátt í al- þjóðlegri þróun í viðskiptum, menningu og stjómmálum. *Mótun nýrrar umhverfisstefhu sem taki til allra sviða samfélags- ins. *Ný utanríkis og öryggisstefha íslendinga, þar sem herinn hverfi af landi brott í ljósi nýrrar skipunar heimsmála. *Skipulega nýtingu sameigin- legra auðlinda landsmanna. Flokkurinn byggir stefhu sína á heilbrigðu sjálfstæðu atvinnulífi, sem skili þjóðarbúinu þeim tekjum sem þarf til að allir þegnar þessa lands geti búið við mannsæmandi kjör. Tekjum þjóðarbúsins á að vetja þegnunum til hagsbóta og jafna með þeim kjör fólksins. Jafh- ffamt verður að vera fyrir hendi fé- lagslegt öryggisnet í formi góðs velferðarkerfis, þannig að þeir sem við lakari aðstæður búa njóti sömu möguleika og aðrir þjóðfélagsþegn- ar. Síðast en ekki síst er Alþýðu- bandalagið flokkur lýðræðis, sem stefnt er gegn fámennisvaldi hægri- manna í skjóli peninga. Frelsi fólks til athafna, réttlát tekjuskipting, gott velferðarkerfi og lýðræðislegir stjómarhættir em því homsteinar Alþýðubandalagsins. Komandi kosningar Miklar breytingar hafa orðið á Alþýðubandalaginu undanfarin misseri. Flokkurinn hafði steytt á skeri. Undir nýjum skipstjóra hefúr hann verið dreginn í slipp og gerð á honum klössun. Á Akureyri var síðan skipt um vél. Senn sér nú fyr- ir endan á því verki sem vinna þurfti. í komandi kosningum á Al- þýðubandalagið að hafa alla burði til að ná góðri siglingu. Til þess að svo megi vera þurfa ffambjóðendur flokksins hins vegar að vera trú- verðugir fúlltrúar hinnar róttæku og raunsæju jafhaðarstefnu, annað er bæði ófúllnægjandi og ósannfær- andi. Runólfur Ágústsson laganemi er fé- lagi í Birtingu og á sæti í miðstjórn Alþýðubandalagsins „Nú hefur flokkurinn hins vegar talað: Sú stefna og þær hugsjónir sem fólk elti til A-Evrópu voru dapurleg mistök, mistök sem fjöldinn allur af ágœtu félagshyggjufólki gerðist sekt um ” \ Þriðjudagur 13. nóveinber 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.