Þjóðviljinn - 13.11.1990, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.11.1990, Blaðsíða 1
Þriðjudagur 13. nóvember 1990 — 214. tölublað 55. árgangur Isafíörður Þolinmæðin á þrotum I tœpa tvo mánuði hefur meirihluti bœjarstjórnar Isafjarðar hunsað úrskurð fé- lagsmálaráðuneytisins um að afgreiða upp á nýtt lausnarbeiðni bæjarstjóra frá störfum bœjarfulltrúa Gíslamálið Steingrímur biður Arafat umhjálp Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra iýsti því yfir í út- varpsfréttum í gærkvöldi að hann hefði ritað Arafat leiðtoga PLO bréf þar sem hann bað Arafat um aðstoð til að frelsa Gísia lækni frá írak. Steingrímur sagði að ástæðan fyrir bréfaskrifhinum hefði verið sú staðreynd að PLO hefur að- gang að æðstu embættismönnum Iraksstjómar. -grh Iliðlega tvo mánuði hefur meirihluti Sjáifstæðismanna í bæjarstjórn ísafjarðar hunsað úrskurð félagsmálaráðuneytis- ins um að taka að nýju til af- greiðslu lausnarbeiðni Haralds L. Haraldssonar frá störfum bæjarfulltrúa, til að geta gegnt starfi bæjarstjóra. Að mati ráðuneytisins var sá annmarki á afgreiðslu bæjar- stjómarinnar á lausnarbeiðninni, að þar kom ekki nægjanlega skýrt fram hvort hún fæli í sér endan- lega eða tímabundna lausn frá störfúm, eins og skylt er að gera samkvæmt sveitarstjómarlögum. „Meirihluti bæjarstjómar Isa- fjarðar verður að gera það upp við sig á hvem hátt hann ætlar að leysa sín innri vandamál. Við í minnihlutanum emm búin að sýna meirihlutanum mikla þolin- mæði frá því félagsmálaráðuneyt- ið kvað upp sinn úrskurð. Verði meirihlutinn ekki búinn að ákveða sig fyrir næsta bæjar- stjómarfúnd, sem haldinn verður næstkomandi fimmtudag, lítum við svo á að hann hafi gerst sekur um brot á sveitarstjómarlögum, og þá getur hver sem vill af ís- firskum kjósendum kært hann fyrir dómstólum,“ sagði Bryndís Friðgeirsdóttir bæjarfúlltrúi. Bæði Ólafúr Helgi Kjartans- son, forseti bæjarstjómar, og Har- aldur L. Haraldsson bæjarstjóri sögðu að málið mundi vonandi skýrast á næsta bæjarstjómar- fundi á fimmtudag, og vildu ekki tjá sig um málið fyrr en að aflokn- um þeim fundi. Eins og kunnugt er standa tveir listar Sjálfstæðismanna að meirihlutanum í bæjarstjóm Isa- fjarðar, D-listi og í-listi. Sá síðar- nefndi var boðinn fram af óánægðum Sjálfstæðismönnum og efsti maður á þeim lista var Haraldur L. Haraldsson bæjar- stjóri. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans vefst það mjög fyrir Har- aldi hvort hann eigi að sækja um endanlega lausn eða tímabundna frá störfum bæjarfulltrúa. Sæki hann um endanlega lausn getur svo farið að andstæðingar hans á D- lista noti tækifærið og segi honum upp sem bæjarstjóra, því enn er gmnnt á því góða milli þessara fylkinga, þrátt fyrir meiri- hlutasamstarfið. Að hinu leytinu bauð Harald- ur sig fram sem bæjarstjóraefni í- listans í kosningunum í vor og hefur því vissum skyldum að gegna við sína kjósendur. —grh Spássérað í góöa veörinu. Þessar álftir ræddu um daginn og veginn niðri á Tjarnarbakka (veöurbllöunni sem leikur um landsmenn þessa dag- ana. Mynd Jim Smart. Revkjavík Bófahasar f Framsókn Guðmundur G. Þórarinsson: Mun fara fram á að prófkjörið verði lýst ógilt. Finn- ur Ingólfsson: Hef aldrei gert samkomulag um sœti á lista Guðmundur G. Þórarinsson alþingismaður sagði að prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjavík um helgina hefði verið afskræming og marklaust gabb. Hann lenti í öðru sæti á eftir Finni Ingólfssyni, aðstoð- armanni heilbrigðisráðherra, í prófkjöri þar sem einungis kusu félagar í fulltrúaráði flokksins í Reykjavík. Guð- mundur talaði um óheilindi af hálfu Finns. Guðmundur sagði i samtali við Þjóðviljann að þeir Finnur hefðu á fundi ákveðið sín á milli að hann færi í fyrsta sætið og Finnur í annað sætið og að það væri óþarfi að þeir færu í slag útaf því. Finnur hefði hinsvegar hringt í sig í síðustu viku og sagst stefna á fyrsta sætið. Þá segir Guðmund- ur að hafi komið i ljós að Finnur hafi verið búinn að koma sínum mönnum að í fulltrúaráðinu. Hann segist hafa hringt í marga nýliða i fulltrúaráðinu og allir hefðu sagst vera þama inni til að kjósa Finn. Með þessu taidi Guð- mundur að Finnur hefði forgjöf uppá ein 40 prósent. Finnur Ingólfsson viður- kenndi i samtali við Þjóðviljann að hafa fundað með Guðmundi en að það heíði ekki verið um að þeir tækju sitt efsta sætið hvor. Hann sagðist hafa tekið þátt í tveimur prófkjörum og það hefði aldrei komið til greina að ákveða fyrir- fram sætin, enda væri það móðg- un við þá sem tækju þátt í skoð- anakönnuninni. Guðmundur sagði að helst mætti líkja framferði Finns í próf- kjörinu við bófaflokka í Chicago og sagði hann að flest þetta nýja fólk hefði hann aldrei séð og þó hefði hann verið í flokknum í 20 ár. Finnur sagði að það væri ekki hægt að smala inn í fulltrúaráðið. Fólk í fúlltrúaráðinu væri fulltrúar hinna mismunandi félaga, t.d. Fé- lags ungra Framsóknarmanna og Framsóknarfélagsins í Reykjavík, og væri valið af listum sem hefðu legið ffarnmi í hálfan mánuð fyrir aðalfundi félaganna. Finnur sagði að mönnum gæfist því tækifæri til að bæta við fólki á listunum og breyta en að hann hefði engu breytt. Hinsvegar hefði hann áður mælt með fólki, sérstaklega ungu fólki sem hefði komið með hon- um inn í flokkinn. Að stofni til sagði Finnur að fulltrúaráðið hefði sáralítið breyst hin síðustu ár, nema hvað einhver skipti hefðu orðið á yngra fólki í stað eldra fólks. Guðmundur getur kært próf- kjörið til fulltrúaráðsins, sem hann segir að Finnur hafi töglin og hagldimar í. En Guðmundur sagði að það yrði að tefla hvem leik fyrir sig og að næsti leikurinn væri að reyna á að fá prófkjörið lýst ógilt af fúlltrúaráðinu. Gangi það ekki, þá er að fara í aðalfundi félaganna, sagði Guðmundur. Finnur er formaður fúlltrúa- ráðsins en sagði í gær að hann hefði vikið fyrir varaformannin- um úr stjóminni þegar hann ákvað að taka þátt í prófkjörinu. Þannig kæmi kæra Guðmundar fyrir stjóm fúlltrúaráðsins og ekki fýrir hann. -gpm Grindavík Mikið um landbrot „Það er búið að vera óvenju- mikið um landbrot hér í Grindavík og sjórinn heggur sí- fellt meiri skörð í Iandið svo sjónarmunur er á,“ segir Hinrik Bergsson bæjarfulltrúi. Að undanfömu hefúr verið unnið að því að endumýja þær bryggjur sem urðu fyrir tjóni í ofsaveðrinu sem gekk yfir bæinn í ársbyrjun. Ennffemur er unnið að endurbótum á flóðvamargörðun- um sem urðu illa úti í veðrinu og gerð nýrra. Næsta sumar eða haust er svo ráðgert að taka í notkun nýja ítalska sundlaug sem verður tutt- ugu og fimm metra löng og tólf og hálfur metri að breidd. Þessi nýja sundlaug leysir af hólmi yfir tutt- ugu ára gamla laug sem Grindvík- ingar hafa notað til þessa. -grh

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.