Þjóðviljinn - 13.11.1990, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.11.1990, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar KLIPPT OG SKORIÐ Líflömbin Eitt vandasamasta verk bændanna á haustdögum hefur jafnan verið það forval eða prófkjör sem felst í því að velja líflömbin. Undir vel heppnuðu úrvali er afurða- semi og framlegð hjarðarinnar komin. Menn hafa verið misglöggir í þessum efnum og oft mátt naga sig í hand- arbökin. Þótt sauðfjárræktarfélög samtímans njóti þess að tölvur geymi urmul upplýsinga um ætterni og eðlis- einkenni flárstofnsins á búinu, er ævinlega nokkurt happdrætti fólgið í forvalinu í fjárhúsunum. Og með breyttri tísku og neysluvenjum hafa líka komið til sög- unnar aðrar áherslur í því sem æskilegast telst í og utan á einum lambskrokki. Uppstillingar, forval og prófkjör hjá stjórnmálaflokkun- um eru nokkur hliðstæða þessarar fornu lífsnauðsynjar í sveitum, vali líflamba og undaneldisgripa almennt, - svo ekki sé minnst á vandasamt verk hrossaræktenda að sumarlagi, þegar þeir reyna að sjá út efnilegustu folöld- in. Sumir bændur tíðka það að láta merum sínum og fol- öldum verða bylt við og horfa þá sem nákvæmast á fóta- burð ungviðisins í viðbragðinu, til að merkja af því hvort það muni í eðli sínu vera góður ganghestur. Nú er það svo, að í hverju forvali eða prófkjöri verða margir fram- bjóðendurnir folöld á ný og eiga margt undir því komið, hver viðbrögð þeir sýna kjósendum, ef þeim bregður ónotalega. Nýjasta dæmið kom fram eftir skoðanakönn- un fulltrúaráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík, þar sem Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður sýndi val- hopp eftir að flokksmenn komu honum óþyrmilega á óvart með því að velja aðra frambjóðendur umfram hann. Guðmundur telur skoðanakönnunina ómerka, - „marklaust gabb“, eins og hann orðaði það við DV í gær. Fleiri frambjóðendur í slíkum prófkjörum hafa illa un- að sínu hlutskipti og vafalaust er meira framundan af sorgarviðbrögðum af þessu tagi. Þótt öllum sé kunnugt um keldur og refilstigu próf- kosninga, er þó hæpið að ákaflega tapsárir einstakling- ar nái miklum árangri með deilum eftir þess konar kyn- bótadóma. Eðlilegt er að breytingar og endurnýjun verði á þingliði og vissulega virðast nokkrar horfur á því, að meðalaldur og kynskipting þingmanna færist í eitthvað skárra horf í komandi kosningum. Það hefur vakið sérstaka athygli að Alþýðuflokkurinn á Reykjanesi skyldi falla frá því stefnumiöi flokksins að efna til prófkjörs og raða í þess stað á listann. Með því móti var Jóni Sigurðssyni iðnaðarráðherra tryggt efsta sæti listans. Ennfremur féll Sjálfstæðisflokkurinn á Norðurlandi vestra frá áformum um prófkjör, þrátt fyrir til- mæli m.a. þriðja manns á lista þeim sem upp var stillt, séra Hjálmars Jónssonar prófasts. Margt er um það rætt að prófkjör sundri fremur flokkum en sameini þá, en í þessum tilvikum er sennilega fremur um að ræða mikla óvissu um úrslit prófkjöra, þar sem val líflambanna hefði getað farið á allt annan veg en flokkseigendur á hverjum stað óskuðu. Varðandi endurnýjun þingmanna er það líka einkar athyglisvert, hve valið fer víða fram eftir lögmálum kyn- bótafræðinnar, þar sem niðjar sögufrægra og þaul- reyndra einstaklinga geisast fram á sjónarsviðið og hlammast fyrirhafnarlítið í óðalssæti sín á Alþingi, líkt og þekkist á hestamannamótum og hrútasýningum. Ríflega 10% alþingismanna núna eru börn fyrrverandi þing- manna, og dýralækninum Árna Mathiesen varð ekki ætternið að fótakefli í prófkjöri helgarinnar þegar Sjálf- stæðisflokkinn á Reykjanesi vantaði m.a. nýjan mann í stað föður hans. Miðstjórn Alþýðubandalagsins samþykkti áskorun til kjördæmisráða flokksins um að stefna að endurnýjun í efstu sætum framboðslista sinna um allt land. Það er einsýnt að ýmsum kann að þykja sinn hlutur fyrir borð borinn í þeim efnum, þegartil kastanna kemur. Viðbrögð manna við óvæntum og jafnvel óþægilegum tíðindum leiða í Ijós hversu fjölbreyttan gang þeir hafa. Það er flokknum og stefnumiðum hans fyrir bestu að gripið sé til kostanna, í stað þess að fælast. ÓHT r Þegar kjósendur skrópa Morgunblað- ið skrifaði á föstudaginn leið- ara um kosningar sem fram fóru i Bandaríkjunum nokkrum dögum fyrr. Þar var ekki síst lagt út af því, að aðeins 35% kjósenda töldu það ómaksins vert að neyta at- kvæðisréttar. Kjörsókn hefur verið að skreppa saman jafnt og þétt í Bandaríkj- unum, þar er að verða til það svo- kallað „áhorfen- dalýðræði“. Menn hafa nátt- úrlega rétt til að kjósa, en finnst ekki taka því. Svikin loforð I leiðara Morgunblaðsins er minnt á það, að forystumenn tví- buraflokkanna bandarísku hafi lýst áhyggjum sínum af þessu áhugaleysi. Og viðurkenni að með því lýsi fólk vantrausti sínu á stjómmálamenn. Morgunblaðið bætir við þeim skýringum að kjósendur í Bandaríkjunum séu þreyttir á stjómmálamönnum, sem ekki standi við sín kosninga- loforð. Er sjálfúr Bush forseti nefndur til dæmis, en hann var kosinn m.a. út á loforð um að aldrei mundi hann hækka skatta, loforð sem hann hefur ekki getað staðið við. Þetta dæmi af Bush er reyndar nokkuð sérstakt: Ábyrgð- arleysi hans kom ekki fram i því að hann sveik kosningaloforð, heldur í því að hann gaf loforð sem glæpsamlegt hefði verið að standa við eins og háttað er feiknalega skökkum ríkisbúskap í Bandaríkjunum. Með því að svíkja loforðið um áframhald fremur lágra skatta á þá sem betur mega sín var hann loksins að sýna lág- marksmyndugleik í meðferð inn- anlandsmála! Of mikil umræða? En síðan kemur Morgunblað- ið með þessar undarlegu skýring- ar hér á daufum áhuga banda- rískra kjósenda á stjómmálum: „Áhugaleysi almennings á því að taka þátt í kosningunum má að öðrum þræði rekja til mikillar pólitískrar umræðu í Bandaríkj- unum. Menn séu einfaldlega al- veg búnir að fá nóg. Kjörtímabil þingmanna í fulltrúadeildinni er aðeins tvö ár. Þingmenn em því alltaf í kosningafötnunum ef þannig má að orði komast. Við þær aðstæður Ieita þeir meira eftir umræðum fjölmiðla um störf sín og stefnu en endranær. Öll sú ásókn eftir að vera í sviðsljósinu hefur ekki skilað þeim árangri sem að var stefnt.“ Það má vel rétt vera að banda- rískir kjósendur séu hundleiðir á viðleitni stjómmálamanna til að koma sér í fjölmiðla í tíma og ótíma. En það er mikil fegrun á ástandinu að segja að þar með sé áhugaleysi almennings tengt því, að í Bandaríkjunum sé „of mikil pólitísk umræða“. Stjómmála- menn og frambjóðendur sem em í sífelldum prófkjörs- og endur- kjörshasar sem í Bandaríkjunum lýtur nokkumveginn sömu lög- málum og auglýsingaherferðir í þágu tannkrems og sápu, þeir em ekki í neinni pólitískri umræðu sem hægt er að kalla því nafni. Ekki frekar en það megi kalla það „pólitíska umræðu“ þegar Morg- unblaðið birti þennan sama fostu- dag einar fimmtán greinar um ágæti þeirra sem vildu verða þingmannsefni fyrir Sjálfstæðis- flokkinn i Reykjaneskjördæmi. Niöurlæging stjórnmálanna Stjómmálamenn geta vitan- lega niðurlægt stjómmálin með margskonar hentistefnu. En þá fyrst er niðurlæging stjómmál- anna fullkomnuð þegar allt það sem kalla má stefnumál er horfið á bak við háværa auglýsingaher- ferð um ágæti vonbiðla stjóm- málanna, um þá ímynd sem troða skal í gin kjósandans ásamt ynd- islegum maka, glæstu húsi, fal- legum bömum, hressilegum úti- vistargöllum og lífsvinsamlegum hundi. Því lengra sem menn skeiða á þeirri, braut þeim mun daufari verður áhugi almennings, það eitt er vist. Aðkaupasér þingmann En það er fleira að varast en dauðrotandi auglýsingafargan að viðbættu því slúðri og persónu- leikaklámi sem einkennir banda- rísk stjómmál og menn sýna ýmsa tilburði til að herma eftir hér á landi. Auglýsingaherferðimar kosta morð fjár eins og menn vita. Þetta þýðir að í landi sem gerir pólitík- ina jafnrækilega að markaðsvöru og gert er í Bandaríkjunum geta engir boðið sig ffam með minnstu von um árangur nema þeir hafi morð fjár undir höndum. Á tím- um þegar hugsjónamennska er lýst hlægileg og jafnvel háskaleg sveitamennska, þá geta þessir peningar ekki komið ffá öðrum en fjársterkum fyrirtækjum. Fyr- irtækjum sem eiga hagsmuna að gæta í viðkomandi kjördæmi eða em að safna sér í þingmanna- þrýstihóp í höfuðstaðnum. Þau fjárfesta sem sagt í kosninga- slagnum, og vitanlega taka þau enga áhættu ef að tvísýnt er um það hvort t.d. repúblíkani eða demókrati nái kjöri. Þau íjárfesta í báðum! Og „eiga“ þar með þing- manninn, hver sem hann verður. Og svo rætist hið fomkveðna: Sá sem borgar músíkina, hann ræður því líka hvað sungið er. Þetta veit fólk. Og það er því ekki að furða þótt almenningur neiti að trúa þvi, að kjömir full- trúar á þingi séu í einhverjum skilningi hans menn. Milli stjóm- mála og samfélags hefúr orðið skilnaður og ekkert bólar á því að það takist að leiða þau skötuhjú saman aftur til sambúðar sem hald væri í. ÁB ÞJOÐVILJINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Ólafur H. Torfason. Fréttastjóri: SígurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaöamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur Þorleifsson, Elías Mar (pr.), G. Pétur Matthiasson, Garðar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur Glslason.Sævar Guðbjömsson Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýsingar: Sigríður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Útbreiöslu- og afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradóttir. Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrifstofa, afgreiðsla, ritstjóm, auglýsingar: Siðumúla 37, Rvlk. Simi: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Öddi hf. Verð i lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblaö: 150 kr. Áskriftarverö á mánuði: 1100 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagurdagur 13. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.