Þjóðviljinn - 13.11.1990, Blaðsíða 7
BÆKUR
Framtíðarhrollur Asimovs
Isaac Asimov
Stálhellar
Gísli Svansson þýddi
Uglan MM 1990
Kiljuklúbburinn Uglan hefur
óvitlausa stefnu. Hann endur-
prentar þýðingar á sígildum verk-
um og íslenskar skáldsögur sem
hafa vakið athygli og birtir þar að
auki nýjar þýðingar á merkari af-
þreyingarhöfúndum. Fyrir
skömmu gaf hann t.d. út Möltu-
fálka Dashiel Hammetts, en
Hammett var einn þeirra sem
vildi nota glæpasöguna ekki bara
til að skemmta mönnum með
flókinni morðgátu, heldur koma
að einu og öðru um samtimann í
leiðinni.
Asimov er mikill garpur í
gerð vísindaskáldsagna, en ekki
munum við eftir að hann hafi ver-
ið þýddur að ráði til þessa. „Stál-
hellar“, sem út kom fyrst árið
1953, er morðgáta: Mikilsmetinn
Geimveiji hefúr verið myrtur og
lögreglumaðurinn Lije Baley fær
það verkefni að rannsaka það og
er mikið í húfi, því Geimveijar
hafa ráð Jarðarbúa í hendi sér og
gætu hefht sín grimmilega. Er
honum fengið til aðstoðar og efl-
irlits
afar fullkomið vélmenni,
hannað af Geimverjum sem eru
jarðarbúum fremri í vélmenna-
smíði sem öðru.
Sver sig í ættina
En þessi vísindaskáldsaga ber
um leið mörg einkenni þeirra „al-
varlegu“ hrollvekjusagna um
framtíðina, sem menn hafa verið
að skrifa allt ffá því að ffamtíðar-
trúin fór að bila upp úr fyrstu
heimsstyrjöld. Einhver skyldleiki
er með Stálhellum og leikriti
Capekbræðra um róbótana, vél-
mennin, sem taka að sér verk
mannanna og vaxa þeim yfir höf-
uð og útrýma þeim. í Stálhellum
er það líka einn helsti höfuðverk-
ur mannfólksins að Geimveijar
Með Bimi Hi. i Kaupmannahöfn
Út er komin hjá Máli og
menningu bókin A íslendinga-
slóðum í Kaupmannahöfh eflir
Bjöm Th. Bjömsson. Þetta er ný
útgáfa samnefndrar bókar sem
kom út 1961 en hefur lengi verið
ófáanleg. Textinn hefúr nú verið
aukinn og endurbættur. Einnig
eru á þriðja hundrað nýjar ljós-
myndir í bókinni og hveijum
kafla fylgir götukort sem gerir
bókina handhæga til að rata eflir
um íslendingaslóðir.
í bókinni rekur höfúndur þró-
un Kaupmannahafnar, fjallar um
sögufrægar byggingar og rifjar
upp örlagasögur af Islendingum
sem þangað sigldu, bæði brosleg-
ar og átakanlegar. Hér koma
Fjölnismenn við sögu, Jónshús,
furðufuglinn Þorleifur Repp, Jó-
hann skáld Siguijónsson, Ama-
safn og íslenskir námsmenn á
Gamlagarði, svo nokkuð sé nefnt.
Hinir vinsælu sjónvarpsþættir
höfúndar um íslendinga í Kaup-
mannahöfn sem sýndir vom sl.
vor vom byggðir á nokkrum köfl-
um úr bókinni.
Bókin er 278 bls. að stærð.
Flestar ljósmyndir em eftir Krist-
ján Pétur Guðnason. Gísli B.
Bjömsson hannaði bókina. Bókin
er gefin út bæði innbundin og í
kilju.
Bamabók eftir
Sigrúnu Eldjám
Bókaútgáfan Forlagið hefur
sent frá sér bókina Axlabönd og
bláberjasaft eftir Sigrúnu Eldjám.
Þetta er önnur bókin sem Sigrún
semur og myndskreytir um geim-
vemna Bétvo, en fýrir fyrri bók-
ina um hann hlaut hún Bama-
bókaverðlaun Reykjavíkurborgar
árið 1987.
„Sögur Sigrúnar njóta mikilla
vinsælda meðal bama,“ segir m.a.
í kynningu Forlagsins, „enda
sameina þær leiftrandi ffásagnar-
gleði og fjörlegar myndir. Hér
segir frá Áka litla sem dag einn
verður hugsað til vinar síns, Bé-
tveggja. hvað skyldi hann vera að
bauka núna? Hann var búinn að
lofa því að bjóða honum í heim-
sókn á stjömuna til sín...“
Vinningstölur laugardaginn 10-11- 90
14) (16
23)rtP
28 34
30
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af 5 1 2.512.241.-
2. rsM 1 435.900.-
3. 4af5 118 6.372.-
4. 3af 5 3.396 516.-
Heildarvinningsupphæð þessa viku:
5.452.373.-
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002
vilja breiða sem mest út notkun
vélmenna, en það þýðir að margir
Jarðarbúar missa atvinnu og aðra
fótfestu í lifinu.
Asimov býr ekki til illt fram-
tíðarskipulag með því að fram-
lengja sérhæfmguna og vitundar-
iðnaðinn eins og Huxley gerir í
„Fagra nýja veröld“. Ekki heldur
með því að búa til skelfilegt al-
ræðisríki á borð við það sem við
þekkjum úr sögum þeirra Zamja-
tíns og Orwells. En hann er nask-
ur á sinn hátt: Þegar árið 1953
lýsir hann framtíðarsamfélagi,
þar sem líf manna er næsta ömur-
legt og ófrjálst blátt áfram vegna
þess að með fólksfjölgun og sóun
á náttúmauðlindum hefúr mjög
gengið á kosti jarðarinnar: Því
neyðast menn til að hírast í óynd-
islegum og fúlum borgum við
þrönga skömmtun lífsgæða. Og
menn deila um hvað gera skal.
Upp er komin ólögleg neðanjarð-
arhreyfing sem vill aftur til fortíð-
ar (hliðstæður má finna í „Við“
eftir Zamjatín) - og kannski hefúr
hún framið morðið? Sumir (og
þar á meðal vélmennið fúll-
komna) telja hinsvegar að mann-
kynið eigi að bjarga sér yfir á aðra
hnetti.
Asimov fer laglega með allt
þetta efni, en er náttúrlega svo
upptekinn af morðgátunni sjálfri
að harmsaga mannkyns verður
ekki eins áleitin og í hinum frægu
framtíðarhrollvekjum fyrirrenn-
ara hans. Gísli Svansson hefur
þýtt söguna svo ljpurlega að hún
rennur vel niður.Árni Bergmann
UNGA FOLKIÐ
Opinn kynningarfundur með Jóni Baldvini Hannibalssyni
á veitingahúsinu Ömmu Lú, Kringlimni 4 (gengið inn gegnt
Hard Rock Café), í kvöld 13. nóvember kl 20:30
UTANRIKISRAÐUNEYTIÐ