Þjóðviljinn - 13.11.1990, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 13.11.1990, Blaðsíða 6
ERLENDAR FRETTIR GATT-viðrœður í óvissu EB-tiiboði hafnað Allt er nú í óvissu með fram- hald GATT-viðræðnanna um viðskipti með landbúnaðar- vörur. Ríki Evrópubandalags- ins buðust fyrir nokkru til að draga úr opinberum styrkjum til iandbúnaðar um 30%, en Bandaríkin og mörg ríki önnur, sem flytja út mikið af landbún- aðarvörum, telja það tilboð ekki ganga nógu langt. Arthur Denkel, framkvæmda- stjóri GATT, sagði í gær að allt stæði nú fast í viðræðum þessum, sem hófust fyrir fjórum árum og eru gjaman kenndar við Urúgvæ. Til stóð að ljúka viðræðunum með ráðherrafundi í Briissel 3.-7. des. og leggja þá síðustu hönd á alþjóðlegan samning um viðskipti með landbúnaðarvörur, en nú segir Denkel óvíst að sá fundur verði haldinn. Tilboð EB-ríkja um að draga úr styrkjum tii landbúnaðar um 30 af hundraði ffá því sem þeir vora 1986 segja Bandarikin og mörg fleiri ríki, sem flytja út landbún- aðarvörar í stóram stíl, ganga allt- of skammt til að vera fúllnægj- andi sem samningsgrandvöllur. Þau gefa meira að segja í skyn að EB-ríkin hafi með tilboðinu geng- ið á bak skuldbindinga er þau hafi tekist á hendur er viðræðumar hófust 1986 og á fúndi s.l. ár. EB-ríkin náðu samkomulagi sín á milli um tilboðið eftir harðan baming, enda telja bændur þeirra að niðurskurður styrkja muni koma hart niður á þeim. Reuter/-dþ. Natóskæruliðar Grunaðir um hryðjuverk Stjórnir Belgíu og Ítalíu hafa jyrirskipað rannsókn. Talsmenn Nató verjast allra frétta Skæruliðahópar, skipulagðir af Nató og grunaðir um hlutdeild í hryðjuverkum, eru orðnir eitt mestu hitamálanna í tveimur Natóríkjum, Ítalíu og Belgíu, og líkur eru á að til tíð- inda geti dregið út af þeim í fleiri ríkjum. Ekki getur vafi leikið á því að hópar þessir, þar á meðal ítalskur hópur sem gekk undir felunafninu Gladio, hafi verið til, því að það hafa stjómir Belgíu, Frakklands og Ítalíu staðfest. Hópar þessir vora þjálfaðir í skemmdarverkum og skæruhemaði og áttu að taka til starfa gegn Sovétmönnum ef svo færi að þeir hertækju Vestur- Evrópu. Hópamir sem að öllum líkindum hafa hafl tengsl sín á milli yfir landamæri, vora stofú- aðir og skipulagðir skömmu eftir stofnun Nató, eða á fyrstu áram sjötta áratugar. Þá var kalda stríð- ið í algleymingi. Eins og vænta mátti var til þess ætlast að tilvera þessara hópa færi leynt. Yfir 170 drepnir Þetta þarf engum á óvart að koma, miðað við hvemig stemmningin var í kalda stríðinu. Það sem mesta athygli hefur vak- ið viðvíkjandi hópum þessum era grumsemdir um að þeir hafl átt hlutdeild að hryðjuverkum á ítal- iu og í Belgíu árin 1971-85. Hafi tilgangurinn með hryðjuverkun- um verið að valda ótta og örygg- isleysiskennd, er drægi úr mögu- leikum kommúnistaflokka á að auka áhrif sín í stjómmálum. Á Ítalíu vora hryðjuverk þau, sem hér um ræðir, sprengjutilræði og vora þau framin árin 1969-84. í þeim vora 143 manneskjur drepnar og 612 limlestar. í Belgiu Súdanir flýja írak Um 27.000 Súdanir hafa snúið heim frá írak og Kúvæt frá þvi að fyrmefnda ríkið hertók það siðar- nefnda fyrir rúmum þremur mán- uðum og búist er við að um 150.000 landar þeirra, sem enn era í löndum þessum tveimur, muni feta í fótspor hinna á næstunni. Er þetta haft eftir súdönskum ráð- herra, sem hefur með að gera mál- efni þarlendra verkamanna erlend- is. Hundrað þúsunda arabískra og suðurasískra verkamanna hafa flú- ið írak og Kúvæt frá því að Persa- flóadeila hófst, flestir slyppir og snauðir. Mikill meirihluti þeirra er Egyptar. vora 28 menneskjur drepnar í árásum hryðjuverkamanna á stór- markaði á Brússelsvæðinu 1983- 85. í hvoragu landinu hefur verið upplýst hveijir vora hér að verki. Horfin vopn og sprengief ni Sá sem komst fyrstur á þetta spor var Felice Casson, dómari í Feneyjum. Hann komst að raun um að sprengiefni, sem notað var til að drepa þijá lögregluhermenn 1972, var úr leynilegu Nató- vopnabúri á Norður-Italíu. Giulio Andreotti, forsætisráðherra Ítalíu, hefur upplýst að vopn úr 12 slík- um leynigeymslum, sem Gladio hafði aðgang að, hafi horfið og ekki sé vitað hvað af þeim hafi orðið. Það fer ekki leynt að mál þetta kemur illa við stjómir Italíu og Belgíu, sem og háttsetta fyrr- og núverandi embættismenn _ hjá Nató. Stjómir Belgíu og Italíu hafa báðar fyrirskipað rannsókn í málinu. Andreotti segir stjóm sína hafa mælst til þess við Nató að Gladio yrði leyst upp, enda engin þörf á slíku liði nú þegar kalda stríðið væri um garð geng- ið. Wilfried Martens, forsætisráð- herra Belgíu, tekur undir það og kallar hópa þessa tímaskekkju. Andreotti segir jafnffamt að Gladio og álíka hópum í öðram löndum sé stjómað af nefnd er hafi aðsetur í höfuðstöðvum Natóheija í Suður- Belgiu. Hafl bandaríska leyniþjónustustofnun- in CIA verið hjálpleg við að skipuleggja hópana. Kommún- istaflokkur Italíu krafðist þess fyrir helgina að Andreotti segði af sér vegna málsins. Stolt Cossiga Francesco Cossiga, núverandi Ítalíuforseti, hefur upplýst að hann hafi átt þátt í að koma Gladio á fót er hann var aðstoðar- vamarmálaráðherra. Sagðist hann vera hreykinn af því framlagi, sem og því að hafa þagað yfir því í 45 ár. Casson segist vilja yfir- heyra Cossiga út af þessu og þyk- ir það alldjarflegt, þar sem um forseta landsins er að ræða. Ambrogio Viviani, fyrrum æðsti maður itölsku gagnnjósna- þjónustunnar, segist efast um að Gladio hafi nokkumtíma verið notað í „pólitískum tilgangi“, en telur hugsanlegt að einhveijir skæraliða þessara hafi að eigin framkvæði átt hlut að hryðjuverk- um. Belgíska stjómin segist ekkert hafa um skæraliða þessa vitað fyrr en í s.l. viku og kveðst vera furðulostin. Guy Coeme, vamar- málaráðherra Belgíu, segist hafa komist að því að ekki sé lengra síðan en í októberlok að Gladio og aðrir álíka hópar á vegum Nató hafi sent fulltrúa á ráðstefnu, sem haldin hafi verið undir forsæti háttsetts foringja í belgísku leyni- þjónustunni. Raymond van Calst- er, foringi leyniþjónustu belgíska hersins, mun hafa talið að þeirri ör hafi verið beint að sér. Hann fúllyrðir að hann þekki ekkert til umræddra hópa og heldur þvi ffam að þetta mál sé einhliða ítalskt. Lagt niður í Frakklandi í gær sagði Jean-Pierre Che- venement, vamarmálaráðherra Frakklands, að hópur af Gladio- Luns - aldrei heyrt á þetta minnst gerðinni hefði að vísu verið til í Frakklandi, en hefði nú verið lagður niður. Gefið hefúr verið í skyn að álíka hópar séu eða hafi verið í Grikklandi, Noregi og Bretlandi. í aðalstöðvum Nató í Belgíu er mönnum greinilega ekkert vel við þetta mál. Talsmenn þar neita að segja nokkuð um það og ýms- um getum er leitt að hver verið hafi hlutdeild æðstu ráðamanna og stofnana þar í starfsemi skæra- liðahópa þessara. Joseph Luns, aðalritari Nató 1971-84, sagðist aðspurður aldrei hafa heyrt á Gladio eða aðra álíka hópa minnst, fyn- en hann hefði lesið um þá í blöðunum núna fyrir nokkram dögum. Reuter/-dþ. Jannis Ritsos látinn Höfundur 117 bóka. Eitt Ijóða hans varð þjóðsöngur grískra vinstrisinna Jannis Ritsos, eitt þekktustu Ijóðskálda Grikklands, lést í gær, 81 árs að aldri. Út hafa verið gefnar eftir hann 117 bækur og verk hans hafa verið þýdd á 21 tungumál. Stungið var upp á að hann fengi bók- menntaverðlaun Nóbels 1975 og 1986 og sovésku Lenínverð- launin fékk hann 1977. Ritsos fæddist 1909. Faðir hans dó geðveikur, móðir hans og eldri bróðir dóu úr berklum og sjálfúr þjáðist hann af þeim sjúk- dómi í mörg ár. Hann gekk i griska kommúnistaflokkinn 1934 og var síðan kommúnisti til dauðadags. Um 35 ára skeið, frá því að hann gekk til liðs við kommúnista, sat hann oft um lengri eða skemmri tíma í fang- elsum hinna og þessara and- kommúnískra valdhafa Grikk- lands. Hann tók þátt í vopnaðri baráttu grískra vinstrisinna gegn Bretum og grískum andkommún- istum 1944-49. Tónskáldið Mikis Þeodorakis samdi lög við sum ljóða Ritsosar og urðu þau uppáhaldssöngvar stúdenta og verkamanna á mót- mælafundum þeirra gegn inn- lendum valdhöfum og Bandaríkj- unum síðla á áttunda áratug og á níunda áratug. Ramiosini, ljóð sem Ritsos orti 1959, varð óopin- ber þjóðsöngur grískra vinstri- sinna. Jannis Ritsos Dauflegar undirtektir Utanríkisráðherrar Evrópu bandalagsríkja mæltust til þess gær af aðildarrikjum Ríkja utai hernaðarbandalaga, Islamsráð stefnu o.fl. að þau beittu áhrifún sínum við stjóm Iraks í þeim til gangi að látnir yrðu lausir vestur landamenn þeir og Japanir, sem ír aksstjóm hefur tekið í gíslingu Stjómir aðildarríkja Maghreb bandalagsins (Marokkó, Máritan íu, Alsírs, Túnis og Líbýu) tóki heldur dauflega í þetta í gær. „Síðasta tilraun“ Arabariki þögðu í gær þunnt hljóði yfir eða tóku dauflega áskoran Hassans Marokkókon ungs, sem hann lagði fram un helgina, um að þau „gerðu síðusti tilraun“ til að koma í veg fyrir stríc við Persaflóa með því að haldí leiðtogaráðstefnu um deiluna Virðast stjómir flestra rikjanní telja víst að slík ráðstefna yrði ti einskis og íraksstjóm hefur fyri sitt leyti gefið í skyn að hún haf ekki áhuga á að verða við hvatn ingu konungs. Kröfuganga skólafólks Um 200.000 ungmenni fóra kröfúgöngu um París í gær o; kröfðust betri aðbúnaðar í skólum Til óeirða kom i lok göngunnai og olli þeim óaldarlýður, sem not- aði tækifærið til að ræna verslanir. Nýr konungur Nýr konungur yfir Lesotho smáriki sem er algerlega umkring af Suður-Afríku, var settur á hástó þarlendis í gær. Ber hann nafnic Letsie þriðji og er sonur Moshoes hoe konungs fyrsta, sem herstjór að nafni Metsing Lekhanya rak ú; landi fyrr á árinu og setti formlegí af fyrir viku. Eins og skilja má a þessu er herstjórinn hinn raunvera legi valdhafi landsins. Stjórnarandstæð- ingar kúgaðir Lýðræðislega landssambandið helsti stjómarandstöðuflokkurinn Búrma, hefúr gengið að kröfún hersins um að hann sjái um ac semja landinu stjómarskrá. Sam bandið vann mikinn sigur í kosn ingum fyrir tæpu hálfú ári en hefu samt ekki komist til valda fyri hemum, sem þarlendis ræður ölh og hefúr beitt stjómarandstæðingi mikilli hörku. Galvin í Moskvu Bandaríski hershöfðingim John Galvin, yfirhershöfðing Nató, kom í gær í opinbera heim sókn til Moskvu til viðræðna vic sovéska ráðamenn um hermál. E þetta fyrsta heimsókn yfírhers höfðingja Nató til Sovétrikjanna. Fjölgun fastafulltrúa Femando Collor de Mello Brasilíuforseti, hefur lagt til ac fastafulltrúum í Öryggisráði Sam einuðu þjóðanna verði fjölgað un helming. Fái Japan, Þýskaland Indland, Brasilía og eitthvert Afr íkuríki fastaaðild að ráðinu, þó ái neitunarvalds sem núverandi rík með fastafúlltrúa hafa. Þau en Bandaríkin, Sovétríkin, Bretland Frakkland og Kína. 6 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 13. nóvember 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.