Þjóðviljinn - 14.11.1990, Side 11
I DAG
LESANDI VIKUNNAR
Jóhanna
Þórhallsdóttir
altsöngkona
Mynd: Jim Smart
Fyrsta flokks
fæði á ísafirði
Hvað ertu að gera núna?
Ég fer með hlutverk í Med-
eu sem Alþýðuleikhúsið sýnir
nú í gamla Iðnó. í verkinu er
fimm kvenna kór þar sem tvær
leika, tvær dansa og svo ég sem
syng, nú og svo leik ég eitthvað,
er a.m.k. með i sýningunni.
Þar íyrir utan þá kenni ég
hjá Tónskóla Sigursveins, sé um
skrifstofureksturinn hjá Tón-
skáldafélaginu, skrifa fyrir
Moggann, og kenni hjá Kram-
húsinu, allt þetta til að fjár-
magna heimilið. Ég var að festa
kaup á íbúð og svo borgum við
einstæðar mæður ótrúlega háa
skatta.
Hvað varstu að gera fyrir
tíu árum?
Þá um sumarið var ég í
Kaupmannahöfn við að taka
upp aðra hljómplötu Diabolus in
Musica og var eflaust að bíða
eftir að platan kæmi út. Ég var
nýbyijuð í þjóðfélagsffæði í Há-
skólanum og að fara að hætta í
sama fagi til að vinda mér út i
blaðamennsku á gamla Helgar-
póstinum.
Hvað gerirðu helst í frí-
stundum?
Mér finns't skemmtilegast að
eyða þeim með sjö ára dóttur
minni. Oft er ég svo þreytt eftir
vinnudaginn að ég megna ekki
annað en að henda mér upp_ í
sófa og glápa á sjónvarpið. Ég
hlusta líka mikið á tónlist og les
talsvert, sérstaklega eftir að ég
komst í eigin húsnæði, það eru
meiri rólegheit.
Segðu mér frá bókinni sem
þú ert að lesa núna.
í gærkvöldi var ég að lesa
Lifsjátningu Guðmundu Elías-
dóttur, mér finnst gott að glugga
í hana öðru hvoru. Þar áður las
ég nýútkomna bók um ævi sov-
ésku söngkonunnar Galinu Vis-
hnevskayu.
Hver er uppáhaldsbarna-
bókin þín?
Mér þótti vænst um Litla
lambið eftir Jón Kr. ísfeld. Það
var fyrsta bókin sem ég las af
eigin rammleik og er ævisaga
lítils lambs.
Hvers minnistu helst úr
Biblíunni?
Öllu er afmörkuð stund og
sérhver hlutur undir himninum
hefúr sinn tíma. Og svo Ljóða-
ljóðin sem ég er að fara að
syngja með Sinfóníunni í febrú-
ar.
Hefurðu farið í leikhús í
haust?
Nei, tíminn hefúr farið í
annað, t.d. að æfa Medeu, en ég
er á leiðinni í Borgarleikhúsið,
þar ætla ég a.m.k. að sjá Meist-
arann og Hættur, farinn.
En kvikmyndahús?
Ekki heldur, ég má aldrei
vera að því.
Fylgistu með einhverjum
ákveðnum dagskrárliðum í
útvarpi og sjónvarpi?
Ég hlusta á Rás 1 á laugar-
dagseftirmiðdögum og horfi á
fréttimar í Ríkissjónvarpinu.
Hefurðu alltaf kosið sama
stjórnmálaflokkinn?
Nei.
Ertu ánægð með þann
flokk sem þú kaust síðast?
Nei.
Eru til hugrakkir stjórn-
málamenn og -konur?
Kannski er það hugrekki út
af fyrir sig að standa í þessari
pólitík.
Viltu nafngreina ein-
hvern?
Ég hef afskaplega litla trú á
stjómmálamönnum i augnablik-
inu og kvíði óskaplega fyrir því
að þurfa að velja mér einhvem
flokk til að kjósa í vor.
Hvaða eiginleika þinn
viltu helst vera laus við?
Sennilega fljótfæmi.
Hvaða eiginleika þinn
fínnst þér skrítnast að aðrir
kunni ekki að meta?
Ég pæli svo lítið í því. Eig-
inlega er mér nokk sama hvað
fólki finnst um eiginleika mína.
Ég krefst þess ekki að fólk skilji
mig fullkomlega, alveg eins og
ég skil ekki alltaf aðra. En auð-
vitað þykir mér vænt um ef fólk
skilur mig. Manneskjan er svo
flókin og margþætt og veröldin
sem við lifúm í líka. Við þurfúm
að standa okkur á svo mörgum
sviðum núorðið að það er kann-
ski ekki nema von að maður átti
sig ekki alltaf á náunganum. En
ég kippi mér ósköp lítið upp við
það og finnst ég eiga auðvelt
með að greina stóm málin frá
þeim smáu og þá líka að skilja
að það er oftast óþarfi að fetta
fingur út í gerðir náungans.
Hver er uppáhaldsmatur-
inn þinn?
Ég er mikill sælkeri og hef
unun af þvi að borða góðan mat
og kokka sjálf. Allur matur sem
alúð hefúr verið lögð við að
matreiða er góður matur. Að
fara til Isaljarðar og borða hjá
góðum vinum mínum í Faktors-
húsinu er stórhátíð. Það besta
sem ég man eftir að hafa borðað
í svipinn borðaði ég þar. Þar er
mikil alúð lögð við matinn, og
þar sem annars staðar er gaman
að borða með góðu fólki.
Hvert langar þig helst til
að ferðast?
í augnablikinu langar mig
eiginlega hvert sem er út fyrir
landssteinana og lifa í vellyst-
ingum; ég gæti til dæmis hugsað
mér að fara til Parísar, borða
góðan mat og drekka franskt
rauðvín. Þar sem ég er með hug-
ann við Medeu þá langar mig
lika til Korintuborgar í Grikk-
landi.
Hvaða ferðamáti á best við
Þ«g?
Að sigla. Aftur á móti er ég
orðin hræðilega flughrædd, sér-
staklega eftir eitt ísafjarðarflug-
ið, þar sem maður kastaðist upp
úr sætunum og flugfreyjan fór
upp í þak. Mig langar alls ekkert
til að fljúga innanlands á næst-
unni, ffekar færi ég ríðandi þó
ég sé með ofnæmi fýrir hestum.
Hvað kanntu best að meta
í fari landa þinna?
Dirfsku, dugnað og áræðni.
En síst?
Þegar dirfskan fer út í fífl-
dirfsku.
Hverju viltu helst breyta í
íslensku þjóðfélagi?
Hvar á ég að byrja? Kaupum
og kjörum fólks kannski fyrst af
öllu og svo menningarpólitík-
inni. Þetta stendur mér næst,
íbúðarkaupandanum.
Hef ég gleymt einhverri
spurningu?
Þú hefúr sem betur fer
gleymt mörgum. Ég er svo lítið
fyrir að sitja fyrir svörum að sú
gleymska hentar mér ágætlega.
Guðrún
ÞJÓÐVIUINN
FYRIR 50 ARUM
Dagsbrún markar stefnu sína I
kaupgjaldsmálunum: Kaup-
hækkun í hlutfalli við dýrtiðina. 8
tíma vinnudagur með óskertu
dagkaupi. Aukin hlunnindi og ör-
yggi verkamanna við vinnuna.
Alþýðusambandsþingið: Á þing-
inu mæta aðeins 74 fulltrúar fyr-
ir rúm 6000 manns (verkalýðs-
félögunum. En 1938 voru þar
165 fulltrúar frá verkalýðsfélög-
unum með upp undir 1200 með-
limi, að sögn Alþýðusambands-
stjórnar. Sambandsstjórnin (
Landssambandi (slenzkra stétt-
arfélaga kemur saman I dag.
14. nóvember
miðvikudagur. 318. dagurárs-
ins. Sólarupprás I Reykjavlk
kl.9.52 - sólarlag kl. 16.32.
Viðburðir
Sjómannafélagið Báran stofnaö
1894. Blaðið Verkamaðurinn á
Akureyri hefurgöngu s(na 1918.
Surtseyjargos hefst 1963.
DAGBOK
APOTtK
Reykjavík: Helgar- og kvöldvarsla
lyfjabúða vikuna 9. til 15. nóvember er f
Breiöholts Apóteki og Apóteki
Austurbæjar.
Fyrmefnda apótekið er opið um helgar
og annast næturvörslu alla daga kl. 22
til 9 (til 10 á frfdögum). Siðarnefnda
apótekið er opið á kvöldin kl. 18 til 22
virka daga og á laugardögum kl. 9 til 22
samhliða hinu fyrmefnda.
LÖGGAN
Reykjavfk..........® 1 11 66
Kópavogur..........® 4 12 00
Seltjamames Hafnarfjörður. Garöabær. « 1 84 55 » 5 11 66 « 5 11 66
Akureyri » 2 32 22
Slökkviið og sjúkrabðar
Reykjavík « 1 11 00
Kópavogur » 1 11 00
Seltjamarnes TT 1 11 00
Hafnarfjörður. « 5 11 00
Garðabær. « 5 11 00
Akureyri.....................« 2 22 22
LÆKNAR
Læknavakt fyrir Reykjavik, Seltjarn-
arnes og Kópavog er í Heilsuvemdar-
stöð Reykjavíkur alla virka daga frá kl.
17 til 8, á laugardögum og helgidögum
allan sólarhringinn. Vitjanabeiðnir,
símaráðleggingar og tfmapantanir í
■e 21230. Upplýsingar um lækna- og
lyfjaþjónustu eru gefnar f símsvara
18888. Borgarspitalinn: Vakt virka
daga frá kl. 8 til 17 og fyrir þá sem ekki
hafa heimilislækni eöa ná ekki til hans.
Landspítalinn: Göngudeildin er opin
frá kl. 20 til 21. Slysadeild Borgarspft-
alans eropin allan sólarhringinn,
n 696600.
Hafnarfjörður: Dagvakt, Heilsugæsl-
an, rr 53722. Næturvakt lækna,
tr 51100.
Garðabær: Heilsugæslan Garðaflöt,
tr 656066, upplýsingar um vaktlækni
tr 51100.
Akureyri: Dagvakt frá kl 8 til 17 á
Læknamiðstöðinni, tr 22311, hjá
Akureyrar Apóteki, « 22445. Nætur- og
helgidagavakt læknis frá kl 17 til 8 985-
23221 (farsfmi).
Keflavik: Dagvakt, upplýsingar I
tr 14000.
Vestmannaeyjar: Neyðarvakt lækna,
tr 11966.
SJÚKRAHUS
Heimsóknartímar: Landspitalinn: Alla
daga kl. 15 til 16 og 19 til 20. Borgar-
spitalinn: Virka daga kl. 18:30 til
19:30, um helgar kl. 15 til 18 og eftir
samkomulagi. Fæðingardeild Land-
spítalans: Alla daga kl. 15 til 16, feðra-
tími kl. 19:30 til 20:30. Fæöingar-
heimili Reykjavíkur v/Eirfksgötu: Al-
mennur tfmi kl. 15-16 alla daga, feðra-
og systkinatfmi kl. 20-21 alla daga.
Öldrunariækningadeild Landspftal-
ans, Hátúni 10B: Alla daga kl. 14 til 20
og eftir samkomulagi. Grensásdeild
Borgarspftala: Vrka daga kl. 16 til 19,
um helgar kl. 14 til 19:30. Heilsu-
vemdarstöðln við Barónsstig: Alla
daga kl. 15 til 16 og 18:30 til 19:30.
Landakotsspítali: Alla daga kl. 15 til
16 og 18:30 til 19. Bamadeild: Heim-
sóknir annarra en foreldra kl. 16 til 17
alla daga. St. Jósefs-spítali Hafnar-
firði: Alla daga kl. 15 til 16 og 19 til
19:30. Kleppsspitalinn: Alla daga kl
15 til 16 og 18:30 til 19. Sjúkrahús
Vestmannaeyja: Alla daga kl. 15 til 16
og 19 til 19:30. Sjúkrahús Akraness:
Alla daga kl. 15:30 til 16 og 19 til 19:30.
Sjúkrahúsið Húsavik: Alla daga kl. 15
til 16 og 19:30 til 20.
ÝMISLEGT
Rauöa kross húsiö: Neyðarathvarf
fyrir unglinga, Tjarnargötu 35,
« 91-622266, opið allan sólarhringinn.
Samtökin 78: Svarað er f upplýsinga-
og ráðgjafarslma félags lesbfa og
homma á mánudags- og fimmtudags-
kvöldum kl. 21 til 23. Sfmsvari á öðrum
timum. « 91-28539.
Sálfræöistöðln: Ráðgjöf i sálfræði-
legum efnum,« 91-687075.
Lögfræðiaöstoð Orators, félags
laganema, er veitt f sfma 91-11012 milli
kl. 19:30 og 22 á fimmtudagskvöldum.
MS-félagið, Álandi 13: Opið virka daga
frákl. 8 til 17, tr 91-688620.
„Opiö hús" fyrir krabbameinssjúk-
linga og aöstandendur þeirra I Skóg-
arhlið 8 á fimmtudögum kl. 17 til 19.
Samtök áhugafólks um alnæmis-
vandann sem vilja styðja smitaöa og
sjúka og aðstandendur þeirra f 91-
22400 og þar er svaraö alla virka daga
Upplýsingar um eyðni: o 91-622280,
beint samband við lækni/hjúkrunar-
fræðing á miðvikudögum kl. 18 til 19,
annars sfmsvari.
Samtök um kvennaathvarf: ” 91-
21205, húsaskjól og aðstoö við konur
sem beittar hafa verið ofbeldi eða orðið
fyrir nauðgun.
Kvennaráðgjöfin Hlaðvarpanum,
Vestur-götu 3: Opið þriðjudaga kl. 20 til
22, fimmtudaga kl. 13:30 til 15:30 og kl.
20 til 22, « 91-21500, símsvari.
Sjálfshjátparhópar þeirra sem orðið
hafa fyrir sifjaspellum: ® 91-21500,
simsvari.
Vinnuhópur um sifjaspellsmál:
« 91-21260 alla virka daga kl. 13 til 17.
Stigamót, miðstöð fyrir konur og böm
sem orðið hafa fýrir kynferðislegu
ofbeldi. Ráðgjöf, fræðsla, upplýsingar,
Vesturgötu 3, « 91-626868 og 91-
626878 allan sólarhringinn.
Bilanavakt rafmagns- og hitaveitu:
■o 27311. Rafmagnsveita: Bilanavakt (
« 686230.
Rafveita Hafnarfjarðar: Bilanavakt,
tr 652936.
GENGIÐ
13 nóvember 1990 Sala
Bandarfkjadollar...........54,22000
Sterlingspund.............10665050
Kanadadollar...............47,54050
Dönsk króna..................9,59645
Norsk króna..................9,40950
Sænsk króna..................9,79055
Finnskt mark................15,33155
Franskur franki.............10,92595
Belgfskurfranki............. 1,78075
Svissneskur franki..........43,44550
Hollenskt gyllini...........32,56555
Vesturþýskt mark.............36,74065
(tölsk Ifra..................0,04878
Austurrískur sch..............5,22275
Portúgalskur escudo......... 0,41665
Spánskur peseti...............0,57965
Japanskt jen.................0,42064
(rskt pund..................98,42300
KROSSGÁTA
Lárétt: 1 brún 4 rusl 6
tæki 7 sláttuland 9
styrkja 12 kvöldi 14
blett 15 smeyk 16 fugl-
ar 19 for 20 rola 21
tætt
Lóðrétt: 2 eyktamark 3
mor 4 slappleiki 5 dans
7 duga 8 hliföarföt 10
fjarstæðan 11 hljóðaði
13 auð 17 vitskerti 18
bleyta
Lausn á síðustu
krossgátu
Lárétt: 1 húss 4 kýta 6
tau 7 vika 9 róar 12 ak-
urs 14 táp 15 átt 16
andar 19 næli 20 magn
21 stein
Lóðrétt: 2 úri 3 stak 4
kurr 5 tia 7 vitund 8
kapals 10 ósáran 11
rýting 13 und 17 nit 18
ami
Miðvikudagur 14 nóvember 1990 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11