Þjóðviljinn - 14.11.1990, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 14.11.1990, Qupperneq 12
... alla daga ARNARFLUG INNANLANDS hf. ReykjavíVurflugvelli - simi 29577 ■ SPURNINGIN ■ Notarðu vistarvænar vörur? Sesselja Árnadóttir kennari Já, ég geri það meðvitað. í starfi mínu rek ég áróður fyrir slíkum vörum. Katrín Karlsdóttir í fæðingarorlofi Ég nota þær ekki eins og er, en ég hef hug á því að gera það. Haraldur Júlíusson sölumaður Ég geri það ef ég get. Mér þykir gæta mikils tvískinnungs hjá fólki (þessu máli. Landvernd Sjálfbær þróun f íslensku samhengi Landvernd gengst fyrir ráð- stefnu undir yflrskriftinni Sjálfbœr þróun. Auður Sveinsdóttir, formaður Landverndar: Islensk stjórnvöld hafa sýnt Brundtland- skýrslunni tómlœti I slensk stjórnvöld hafa sýnt ■ Brundtland-skýrslunni tóm- læti þrátt fyrir áskorun Sam- einuðu þjóðanna um að fylgja boðskap hennar eftir í pólitískri stefnumótun. Við boðum til ráðstefnunnar um helgina til þess að ræða innihald skýrsl- unnar og setja það í íslenskt samhengi, segir Auður Sveins- dóttir, formaður Landverndar, í samtali við Þjóðviljann. Landvemd, landgræðslu- og náttúruvemdarsamtök Islands, efna til ráðstefnu í Hrafhagils- skóla í Eyjafirði um helgina undir yfirskriftinni Sjálfbær þróun. Það er þýðing á hugtakinu „Sustaina- ble development“, sem er megin- boðskapur skýrslunnar um sam- eiginlega framtíð okkar (Our common future). Skýrslan var unnin af nefnd á vegum Samein- uðu þjóðanna og er gjama kennd við Gro Harlem Bmndtland, for- sætisráðherra Noregs, sem var formaður nefndarinnar. Gro Harl- em Brundtland hefúr aflað sér al- þjóðlegrar virðingar vegna starfa sinna að umhverfismálum. Sjálfbær þróun Brundtland-skýrslan um effta- hagslega þróun og umhverfismál var kynnt fyrir þremur ámm og hefur talsvert verið til umfjöllun- ar erlendis síðan, enda hefúr Þró- unar- og umhverfismáladeild S.Þ. gert sjálfbæra þróun að markmiði fyrir þjóðir heimsins. Sjálfbær þróun felur það í sér í stuttu máli að þróun til framtíðar verði að fullnægja þörfum núlif- andi jarðarbúa án þess að draga úr möguleikum komandi kynslóða til sömu lífsgæða. Ráðstefna Landvemd- ar um Sjálfbæra þróun er haldin í tengslum við aðalfund samtak- anna, sem haldinn verður á sunnudaginn. Fimm íslenskir fýrirlesarar munu þar fjalla um sjálfbæra þróun út frá ísienskum aðstæðum. Þar verður hugtakið sett í sam- hengi við íslcnskan landbúnað, orku, ís- lenskar afúrðir, verka- lýðshreyfingu og skyldur Islendinga á alþjóðlegum vett- vangi. Auk þess mun Bandaríkjamaðurinn Lloyd Timberlake ræða um sjálfbæra þró- un og áhrif hennar á heimsmyndina. Timberlake starfar um þessar mundir við Alþjóðastofnunina um umhverfis- og þróunar- mál í London. Hann var einn af ritstjómm Brundtland-skýrslunnar og hefur verið ráðgjafi náttúruvemdarsam- taka um allan heim varðandi út- gáfumál. Hann hefur skrifað bæk- ur um umhverfismál og eflir þeim hafa verið gerðir sjónvarpsþættir. Tómlæti stjórnvalda Að sögn Auðar Sveinsdóttur kemur ágrip af Sameiginlegri framtíð okkar út á vegum Land- vemdar nú í vikulokin. Ágripið er m s m Eitt af þvl sem fjallað verður um á ráðstefnu Landvemdar er útflutningur ómeng- aðra Islenskra afurða á grundvelli sjálfbærrar þróunar. prentað á pappír sem að hálfu er búinn til úr hálmi, en að öðm leyti úr endumnnum pappír og tijá- kvoðu. - Nú þegar stofnað hefur ver- ið umhverfismálaráðuneyti á Is- landi hefði maður haldið að ís- lensk stjómvöld myndu byrja að vinna með þessa hugmynd um sjálfbæra þróun. En svo hefur ekki verið, enda þótt þetta snerti okkur auðvitað öll, segir Auður við Þjóðviljann. - Við verðum að láta okkur það varða sem fjallað er um í skýrslunni, hvort sem það er jafft- vægið milli norðurs og suðurs, eyðing regnskóganna eða losun á koldíoxíði út í andrúmsloflið. Ef við eigum að snúa af þeirri braut sem við emm á nú, getum við þurfl að breyta Hfsháttum okkar. - Það er sífellt kallað á meiri hagvöxt svo við getum keypt meira og farið oflar til sólarlanda. En þessi hagvöxtur verður á kostnað umhverfisins, segir Auð- ur. -gg Anna Kristine Magnúsdóttir blaðamaður Þvi miður ekki nægjanlega mik- ið, en ég reyni að kaupa vörur sem ekki skaða ósonlagið. RAFRÚN H.F. Smiðjuvegí 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Stmí641012

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.