Þjóðviljinn - 01.12.1990, Síða 2
FRETTIR
Vísindaþing
Vísinda- og tæknistefna mörkuð
Ríkisstjórnin kynnti nýja yfirlýsingu um vísinda- og tœknistefnu á ársfundi Vísinda-
ráðs og Rannsóknaráðs ríkisins í gær.
Framlög til vísinda verði aukin um 10% á ári næsta áratuginn.
A'w ársfundi Vísindaráðs og
Rannsóknaráðs ríkisins,
sem hófst í Háskólabíói í gær,
kynnti Árni Gunnarsson, ráðu-
neytisstjóri í menntamálaráðu-
neytinu, yfirlýsingu um vís-
inda- og tæknistefnu, sem ríkis-
stjórnin hefur sent frá sér sem
tillögu að stefnumörkun á þessu
sviði.
Er í yfirlýsingunni stefnt að
því að auka raungiidi fjárfram-
laga til vísindastarfsemi hér á
landi um 10% á ári hverju næsta
áratuginn. Jafnffamt er stefnt að
því að finna leiðir til að auka hlut
fyrirtækja og annarra aðila utan
ríkiskerfisins í fjármögnun og
ffámkvæmd rannsókna. í yfirlýs-
ingunni er jafnffamt gert ráð fyrir
að forsætisráðherra efni tvisvar á
ári til fundar fulltrúa Rannsókna-
ráðs ríkisins, Vísindaráðs og ein-
stakra fagráðherra ásamt fulltrúa
þingflokka til að samræma fram-
kvæmd vísinda- og tæknistefnu
öðrum þáttum þjóðmála.
í ítarlegri og ffóðlegri grein-
argerð með stefnuyfirlýsingunni,
sem samin er af samstarfsnefhd
Vísindaráðs og Rannsóknaráðs
og að frumkvæði menntamála-
ráðuneytisins, kemur fram að ís-
lendingar hafa dregist mjög aftur
úr öðrum þjóðum á sviði vísinda
og rannsóknastarfa á síðastliðn-
Rannsóknir
Hvatningarverðlaun
Rannsóknaráðs 1990
Dr. Aslaug Helgadóttir plöntuerfðafrœðingur
verðlaunuð fyrir mikilvœgan skerf til landnýt-
ingar- og landgrœðslumála á Islandi
sagði dr. Áslaug að starf hennar
hefði fyrst og fremst falist í leit að
nýjum jurtastofnum til grasræktar
og uppgræðslu hér á landi. Árang-
ur þessa starfs væri nú að koma í
ljós, til dæmis í nýjum stofni Ber-
ingspunts frá Alaska sem verið
væri að kynbæta. Þess væri að
vænta að ffærækt og ffamleiðsla
þessa stofns myndi hefjast á
næstu árum.
Þá sagði hún að búið væri að
velja og koma í ffærækt stofni af
snarrót, sem Iofaði mjög góðu til
uppgræðslu, einkum þar sem beit-
arálag væri mikið, því svo virtist
sem vöxtur snarrótarinnar örvað-
ist við beit ólíkt mörgum öðrum
plöntum. Framleiðsla snarrótar-
stofnsins er ekki hafin í stórum
stíl ennþá, en þess er að vænta á
næstunni.
Þá sagði dr. Áslaug að rann-
sóknir og kynbætur á belgjurta-
stofnum stæðu nú yfir, meðal
annars kynbætur á íslenskum
hvítsmára, en þær hafi ekki skilað
beinum árangri ennþá. Hins vegar
væri mikilvægt að finna fleiri teg-
undir og stofna til þess að auka
fjölbreytni íslensku flórunnar, og
væru vonir manna þá ekki síst
bundnar við heppilega belgjurt
sem hægt væri að nota til Iand-
græðslu eins og lúpínuna.
Þá sagðist Áslaug á undan-
fomum ámm hafa stýrt samstarfs-
verkefni Norðurlandaráðs um
kynbætur á túngrösum í norður-
hémðum landanna. Er þar einkum
um að ræða kynbætur á vallarfox-
grasi, og sagði Áslaug að þetta
samstarfsverkefni væri gott dæmi
um samnýtingu á kröffum í máli
er varðaði undirstöðu landbúnað-
ar á þessum slóðum.
Dr Áslaug Helgadóttir er
Reykvíkingur, fædd 1953. Hún
stundaði nám við háskólann í
Manitoba og lauk doktorsprófi
við Reading í Englandi 1982. Hún
hefur starfað hjá Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins frá námslok-
um auk þess sem hún er húsmóðir
og þriggja bama móðir. Eigin-
maður hennar er Nikulás Hall,
kennslustjóri við Tölvuháskóla
Verslunarskólans.
-ólg.
Rannsóknaráð ríkisins hefur
veitt dr. Áslaugu Helga-
dóttur plöntuerfðafræðingi hjá
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins Hvatningarverðlaun
Rannsóknaráðs ríkisins 1990
fyrir „frumkvæði, áræði og
dugnað í störfum sínum.“
í fréttatilkynningu ráðsins
segir að forsenda verðlaunanna,
sem em 1,5 miljónir króna til
fijálsrar ráðstöfunar, séu „rann-
sóknir hennar og annarra sérffæð-
inga Rannsóknastofnunar Iand-
búnaðarins er hafi leitt til þess, að
nú standi til boða mun betri grös
en áður til túnræktar og upp-
græðslu". Jafnffamt segir að Ás-
laug hafi á starfsferli sínum ritað
fjölda vísindagreina og verið þátt-
takandi í alþjóðlegum samstarfs-
verkefnum á sínu sviði.
í stuttu spjalli við Þjóðviljann
Dr. Áslaug Helgadóttir plöntu-
erfðafræðingur. Ljósm. Kristinn.
Hjúkrunarfélag Islands
Ekki lengur í
BSRB
Mikill meirihluti félagsmanna
innan Hjúkmnarfélags Islands hef-
ur samþykkt að félagið verði ekki
lengur aðili að Bandalagi starfs-
manna ríkis og bæja. Við það
fækkar félagsmönnum BSRB um
tæplega 1500 manns.
Atkvæði skiptust þannig að
1.050 vildu félagið úr BSRB, eða
85,43%, andvígir vom 150 eða
12,20% og auðir seðlar vom 29.
-grh
um áratug. Telja skýrsluhöfundar
skýringu þessa m.a. felast í að
hagvöxtur hér á landi hafi falist í
tiltölulega einhæfri nýtingu nátt-
úmauðlinda á landi og sjó og að
einhæft og óstöðugt hagkerfi
ásamt með örri verðbólgu hafi
dregið úr vilja og getu atvinnulífs
og stjómvalda til að hafa lang-
tímamarkmið í fyrirrúmi. Því hafi
forsvarsmenn atvinnulífs, laun-
þegar og stjómmálamenn, naum-
ast litið á almenn þróun vísinda
og tæknirannsókna sem forsendu
ffamfara í landinu.
Á þessu vilja skýrsluhöfundar
ráða bót, þar sem „góð almenn
þekking byggð á vísindum og
tækni samtímans sé forsenda þess
að hægt sé að starfrækja öflugt
sjálfstætt menningarsamfélag við
núverandi skilyrði.“
Á fundinum í gær var einnig
lögð ffam ýtarleg ársskýrsla Vis-
indaráðs og Rannsóknaráðs ríkis-
ins. Er þar gerð grein fyrir starf-
semi Vísindaráðs og Rannsókna-
ráðs, starfsemi þeirra stofnana er
ástunda vísindi og rannnsóknir
hér á landi og rannsóknastarfsemi
erlendra aðila hér á landi.
Jóhannes Norðdal, formaður
Visindaráðs, sagði á fundinum að
fjárhag og starfsemi Vísindaráðs
væri nú svo þröngur stakkur skor-
inn að ráðið hafi langt í ffá getað
sinnt þeim verkefnum, sem því er
falið samkvæmt lögum. En fyrir-
ferðarmesta verkefni ráðsins er
úthlutun styrkja úr Vísindasjóði.
I ræðu sinni notaði Jóhannes
tækifærið til að vekja athygli á
ffamlagi Hafsteins Guðmunds-
sonar bókaútgefanda til rann-
sóknastarfsemi hér á landi með
útgáfu ritsafnsins Islensk þjóð-
menning, og sagði hann að stjóm
Vísindaráðs hefði að tillögu Hug-
og félagsvisindadeildar ráðsins
ákveðið að styrkja vísindalega
undirbúningsvinnu þessa ritverks
með allt að tveim miljónum
króna.
í tilefni fundarins var sett upp
sýning í anddyri Háskólabíós í
gær þar sem ýmis rannsóknaverk-
efni em kynnt, sem styrkt hafa
verið af Vísindasjóði og Rann-
sóknasjóði Rannsóknaráðs á síð-
astliðnum árum.
-ólg.
AB Revkjanesi
Ólafur Ragnar
svarar í dag
Tillaga Hafnfirðinga
um forval var felld á
fundi kjördœmisráðs
Ólafur Ragnar Grímsson,
formaður Alþýðubandalagsins,
mun í dag svara kjörnefnd kjör-
dæmisráðsins á Reykjanesi
hvort hann gefi kost á sér í fyrsta
sæti listans en nefndin hafði ósk-
að eftir því við Ólaf.
Á fundi kjördæmisráðsins í
vikunni var felld tillaga um að
halda forval um lista flokksins til
kosninganna i vor. Kjömefnd hafði
áður verið skipuð og hafði hún
óskað eftir því við Ólaf Ragnar að
hann tæki fýrsta sæti á listanum.
Alþýðubandalagið í Hafnar-
firði mótmælti þessari aðferð kjör-
nefndar og taldi lýðræðislegra að
halda forval, en tillagan var sem
sagt felld.
Eftir að kjömefnd hefur raðað
á lista mun nefndin leggja þann
lista fyrir kjörfund kjördæmisráðs
sem sína tillögu, sagði Ásmundur
Ásmundsson, formaður kjördæm-
isráðs og formaður kjömefndar, en
hann taldi að menn ættu að geta
komist að samkomulagi þar eð
flest félögin á Reykjanesi ættu full-
trúa í kjömefnd. En það er kjör-
fundur sem mun endanlega taka
ákvörðum um uppröðun á lista.
-gpm
Dr. Harvey Milkman, ráðgjafi um þjálfun starfsfólks og mótun stefnu á meðferðaheimilinu Tindum, og Einar
Gylfi Jónsson, forstjóri Unglingaheimilis ríkisins. Mynd:Kristinn.
Unglingaheimili
Tindar teknir í notkun
Meðferðarheimili fyrir unglinga í vímuefnavanda opnað á Kjalarnesi.
Afþví tilefniflutti dr. Milkman ráðgjafifyrirlestur um „allsgáða vímu“
Tindar, nýtt meðferðarheimili
fyrir unglinga sem eiga við
vímuefnavanda að stríða, hefur
verið opnað á Kjalarnesi.
Einar Gylfi Jónsson, forstjóri
Unglingaheimilis ríkisins, segir
heimilið hafa verið i undirbúningi
í rúmt ár, og hafi starfsfólk verið
sent til þjálfunar til meðferðar-
stofnunar unglinga í Bandaríkjun-
um, sem er ein sú virtasta á því
sviði vestan hafs. Milligöngu um
þessa ferð starfsfólksins hafði dr.
Harvey Milkman, prófessor í sál-
arfræði við Denver háskóla. I til-
efni af opnun heimilisins hélt
hann fyrirlestur um kenningar
sínar sem lúta að fikn mannsins í
vímu. Telur hann að kenna verði
unglingum að komast í vímu á
annan hátt en með neyslu eitur-
lyQa og áfengis. Segir hann fólk
geta komist í það algleymisástand
sem það þráir með ýmsum upp-
byggilegum leiðum, m.a. með
íþróttaiðkun og listsköpun
Einar Gylfi Jónsson segir að
stuðst verði við hugmyndir dr.
Milkmans í eflirmeðferðinni.
Mikilvægt skref hafi verið
tekið með opnun Tinda, en miklu
skipti að stjómvöld leggi áherslu
á forvamarþáttinn. Þótt stofnanir
sem Tindar séu nauðsynlegar, þá
sé ekki síður brýnt að efla for-
vamir og verði stjómvöld að
marka ákveðna stefnu í þeim mál-
um. Hingað til hafa margir aðilar
unnið að forvömum, og gert góða
hluti, en það vantar heildarskipu-
lag.
Að sögn Einars Gylfa verður
tekið á móti fyrstu unglingunum á
heimilið þann 10. desember næst-
komandi. Flestir geta vistmenn
orðið fimmtán. En fyrst í stað
verða þeir ekki svo margir.
Vímuefnavandi unglinga hér-
lendis hefur farið vaxandi undan-
farin ár, og telja menn að um 300
ungmenni á aldrinum 13-18 ára
eigi við þann vanda að stríða.
Þessar tölur byggja á neyslukönn-
unum meðal skólanemenda, og
því er lítið vitað um vanda þeirra
sem dottnir eru út úr skólakerfinu,
m.a. vegna vímuefhancyslu, segir
Einar Gylfi.
BE
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. desember 1990