Þjóðviljinn - 01.12.1990, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 01.12.1990, Qupperneq 4
ÞJOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar ÞINGLYNDI Sambandsleysi Stundum eru viðraðar áhyggjur af sambandsleysi stjórnmálamanna við lífið og samtíma sinn. Er þá gjarn- an vísað til þess að tími þeirra og áhyggjur snúist oftar en ekki um smærri málefni innan virkisveggja þinghúsa, ófrjótt og langdregið karp um smávægileg málefni, auk persónulegra væringa sem engu koma til leiðar. Og einnig má finna mörg dæmi þess að alþingi og aðrar samkomur kjörinna fulltrúa fylgi fremur eftir megin- straumum, móti viðbrögð við orðnum eða fyrirsjáanleg- um hlutum, heldur en að þar sé sé að finna hið mikil- væga frumkvæði og raunsæi. Þessi gagnrýni byggist að vísu oft á vanþekkingu á eðli og áhrifamætti þingstarfanna, því fáir eiga þess betri kost en þingmenn að mynda sér breiða yfirsýn. Hins vegar virðist þeim líka hættara við en mörgum öðrum að sökkva í pytti sjálfsupphafningar og sjálfsblekkingar, þegar skammtímasjónarmið eru látin ráða. Engum kem- ur það á óvart á kosningavetri, að stjórnarandstaðan grípi til ýmissa ráða til þess að vekja á sér athygli og gera ríkisstjórnina sem tortryggilegasta. Hins vegar hef- ur slíkur andófshópur varla verið seinheppnari en í þessari viku, þegar þingflokkur Sjálfstæðismanna króaði sjálfan sig óvænt af úti í horni með einróma samþykkt sinni um að greiða á Alþingi atkvæði gegn bráðabirgða- lögunum um kjarasamninga vegna BHMR- deilunnar. Sjaldan hafa harðari dómar verið felldir um pólitíska leiki Sjálfstæðisflokksins heldur en í þeim einróma og neikvæðu viðbrögðum við þessari frétt, sem felast í um- mælum ýmissa mikilvægra fulltrúa atvinnulífsins í gær. Það vekur vitaskuld sérstaka athygli þjóðarinnar, að þeir sem ráðast harkalega á þingflokk Sjálfstæðismanna fyr- ir óraunsæi og hentistefnu núna eru margir hverjir um leið í hópi öflugustu stuðningsmanna Sjálfstæðisflokks- ins og á framboðslistum hans. Einar Oddur Kristjánsson, formaður VSÍ segir það í Morgunblaðinu „óendanlega sjálfsblekkingu" að trúa því, að atkvæðagreiðsla alþingis um samninginn hefði engin áhrif á þjóðarsáttina og að það sé „skelfilegt til þess að vita“ ef þingmenn sem VSÍ hefurtrúað og treyst, ætli að bregðast með því að fella bráðabirgðalögin. Ein- ar Oddur tekur jafnvel sterkar til orða í viðtali við DV í gær og segir þá ráðagerð Sjálfstæðisflokksins að fella bráðabirgðalögin „þjóðarógæfu" og samþykktina í þing- flokknum dæmir hann svofelldum orðum: „Ég get bara ekki skilið hvað rekur einn flokk til að gera slíka sam- þykkt." Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambandsins telur „spurninguna um sið- leysi fremur varða sjálfan samninginn milli ríkisvaldsins og BHMR, heldur en bráðabirgðalögin á samninginn". Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda segir samþykkt þingflokksins vera „fljótfærn- isleg vinnubrögð", „stráksskap og augnabliks skamm- sýna stjórnarandstöðu11. Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs íslands segir þetta „óskyn- samlegt". Arnar Sigmundsson, formaður Samtaka fisk- vinnslustöðva segir í yfirliti Morgunblaðsins: „Þessi við- brögð koma manni verulega á óvart...Ég trúi því ekki öðru en að alþingi muni samþykkja bráðabirgðalögin...". Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands ís- lenskra útvegsmanna er sömu skoðunar: „Það er miklu meira virði að við séum að ná tökum á efnahagslífinu heldur en þeirflokkshagsmunir að greiða atkvæði á móti bráðabirgðalögunum. Mér finnst það rangt.“ Þessi ummæli forystumanna úr atvinnulífinu stangast á við þá stefnu sem ríkir „einróma" að sögn í þingflokki Sjálfstæðismanna. Bæði Morgunblaðið og DV hafa stutt þjóðarsáttina og af umfjöllun þeirra nú má ráða þá skoð- un, að þingflokkur Sjálfstæðismanna hafi gert sig beran að sjaldgæfum klaufaskap og óraunsæi með einróma samþykkt sinni um að fella bráðabirgðalögin. Sérkenni- lega er komið fyrir þingliði því sem flesta kjósendur hef- ur að baki sér, að hafa misst sambandið við lífið í land- inu. ÓHT Myndir: Kristinn •Tá, þú ættir kannski að aðstoða mig í forvalinu. Þú crt jú alvanur smaiamennskunni á I SeljavöUnm. Ætu ég geti notað þetta í næsta leikrit mitt? Við sköpum þannig nyja þjóðarsátt á Austfjörö- nm. Þjóðarsátt um giimiu brýnin aftur á þing- a ÞJOÐVIUINN Síðumúla 37 — 108 Reykjavík Sími: 681333 Símfax: 681935 Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson Olafur H. Torfason. Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson. Aðrir blaðamenn: Bergdis Ellertsdóttir, Dagur Þorleifsson, Ellas Mar (pr.), G. Pétur Matthiasson, Garöar Guðjónsson, Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.), Jim Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ölafur Glslason, Sævar Guðbjörnsson. Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir. Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristin Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Steinar Harðarson. Auglýslngar: Sigrlður Sigurðardóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir, Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradótir. Bilstjórí: Jóna Sigurdórsdóttir. Skrífstofa, afgreiösla, ritstjóm, auglýslngar: Slðumúla 37, Rvlk. Sími: 681333. Símfax: 681935. Auglýsingar: 681310, 681331. Umbrot og setning: Prentsmiöja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Verð f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr. Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr. 4-SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.