Þjóðviljinn - 01.12.1990, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 01.12.1990, Qupperneq 8
 Á góðum vetrardegi (lok fjórða áratugarins. Frá vinstri Lúðvtk Jóseps- son, Bjarni Þórðarson og Jóhannes Stefánsson. Þei máluðu bæinn rauðan Á næstu dögum kemur út hjá Máli og menningu bók um Norðfjörð, sem hefur orðið fræaastur fyrir það að þar hafa rauðliðar ráðið ríkjum óslítið í meira en flörtíu ár. Lúðvík Jósepsson, Jóhannes Stefánsson og Bjarni Þórðarson urðu þjóðfrægt tríó í pólitík, en samstarf þeirra stóð í nærri hálfa óld. Hitt vita sjálf- sagt færri að flokkar og menn nátengdir verkalyðs- hreyfingunni hafa verið óslitið í meirinluta í bænum frá 1925 og er ekki vitað til að í nokkru öðru byggðar- lagi hafi vinstri tilhneigingar fest svo rækilega rætur. Sumir seaja raunar að vandfundið sé það sveitarfélag á Vesturlondum þar sem flokkar lengst til vinstri, eins og Sósíalistaflokkurinn og Alþýðubandalagið, hafa nað svo miklum áhrifum og haldið þeim jafn lengi, nema ef vera skyldi á Ítalíu. Hér fer á eftir kafli úr bókinni og segir þar frá merk- um atburðum sem urðu árið 1938 þegar „sögulegar sættir" urðu með sósíalistum og sjalfstæðismönnum og þeir mynduðu meirihluta í bæjarstjórn Neskaup- staðar. Höfundur bókarinnar er Helgi Guðmundsson. ..þáerekkimikilhætta á að ág verði bytta Stjóm Samvinnufélags út- gerðarmanna boðaði til almenns fúndar í félaginu þann 30. sept- ember, til að kjósa fúlltrúa á aðal- fúnd Sölusambands íslenskra fiskffamleiðenda S.Í.F. Aðal- menn vom kosnir Vigfús Gutt- ormsson og Þorsteinn Einarsson, en Bjami Þórðarson og Sigurður Hinriksson til vara. Það kom í hlut Bjama að fara á aðalfúndinn. Hann skrifaði Jóhannesi 4. októ- ber að sunnan og sagði m.a.: Ferðin suður gekk sæmilega. Ég hélt til hjá kyndurunum og flœktist milli kojanna, því alltaf var ein laus. Ferðakostnaður krónur 20,00. Ég fór í land á Homafirði. Klerkurinn beið min á planinu. Við fórum beina leið heim til móðurbróður míns og óðum þar um allt húsið, hann á undan ég á eftir, en enginn maður var heima. Við gerðum okkur heimakomna og settumst inn i stofu. Litlu síðar kom fólk. Séra Eirikur er gáfaður maður og ákaflega skemmtilegur. Ber hann, bœði í framkomu og tali, meiri keim af óprúttnum sjó- ara, en alvarlega þenkjandi drottins hjarðsveini. Síðan ræddi Bjami nokkur önnur mál og segist hafa talað á aðal- fundi S.I.F., en fundurinn hafi verið skrýtin samkoma og sagði svo: Annars nenni ég ómögulega að rekja gang mála á fundinum, en að honum loknum var veisla í niðursuðu- verksmiðjunni. Þar Jlóði ákavíti yfir allt og öl eins og maður vildi. Vœri drukkið borð á staupið var óðara kominn þjónn til að fylla það á ný og auk þess gengu flöskumar. Eg dreypti á, en aðeins dreypti, en mikið andskoti var það vont. Ég hélt ég mundi gubba. Sé ekkert vín betra en ákaviti, þá er ekki mikil hætta á að ég verði bytta. Veislan stóð í fjóra til fimm tima, en ég var ekki nema í 1 - 2, því bæði leiddist mér til lengdar, nema helst að horfa á og taka utan um framreiðslu- stúlkurnar, sem voru verksmiðju- stúlkurnar, og svo var ég skikkað- ur til að skrifa smá klausu um þetta i blaðið. Það var ekkert smáræði sem ég sló af aurum fyrir þessu. Reikningurinn, sem saminn var, var svona: Farmiði á 1. plássi frá og til Reykjavíkur kr. 86,00, fæði á 1. plássi i 6 daga 8/-kr. = 48,00, dagpeningar i 15 daga 15/-kr. — 225,00. Samtalskr. 359,00 Ég fékk 359 krónur. Þama er ekki verið að horfa í skildinginn. Og nú hef ég nóga peninga og hef keypt mér vetrarfrakka.Daginn eftir að ég kom fór ég heim með Héðni og borðaði miðdegisverð. Þar kynntist égJörundi Pálssyni. Hann þurfti mikið um þig ogykk- ur Lúðvík báða að spyrja. I sam- einingarmálunum skeður ekkert nýtt. Það er bara ákveðið að stofnaflokkinn. I gær var samein- ingarfundur, ákaflega jjölmennur og við góða stemmningu. Við Þóra Jakobs fórum þangað og var hún hrifin. Það er von að Bjama hafi þótt mikið til þess koma að fá í hend- umar krónur 359 þegar þess er gætt hvers konar eymdarlífi sjó- menn og verkafólk i Neskaupstað þurfti að lifa á þessum tíma og áð- ur hefúr komið frarn. Vonandi fyrirgefst honum að hafa keypt sér vetrarfrakka, í stað þess að ferðast á fyrsta farrými og láta fara vel um sig á hóteli, sitja auk þess 5. og síðasta þing Kommún- istaflokksins og stofhþing Sósíal- istaflokksins, á kostnað SÍF, því að á móti kemur að hann sparaði samtökunum veruleg útgjöld í ákavíti! Hitnaríkolum verklýðsfélagsins Tveimur dögum eftir að Bjami ritaði bréfið vom kosnir fjórir sameiningarmenn sem fúll- trúar Verklýðsfélagsins á þing Al- þýðusambandsins, en aðalmál þess var sameiningarmálið. Þegar fúlltrúamir mættu til þings var þeim neitað um þingsetu, að sögn vegna skulda. Sambandsstjóm hafði krafið félagið um greiðslu á margra ára skattskuld þess og tók fram í bréfi sínu að skattamir sem greiða átti fyrir þingið 1934 hafi aldrei verið greiddir að fúllu. Þarf ekki að orðlengja það að allt var þetta liður í óhjákvæmi- legu uppgjöri sem ekki varð um- flúið. Alþýðuflokksmenn á þingi Alþýðusambandsins vom ekki á neinum sameiningarbrókum, nema á forsendum sem vinstri armurinn og Kommúnistaflokk- urinn gátu ekki sætt sig við. Vinstri armur Alþýðuflokksins var á hinn bóginn ákveðinn i að ganga til liðs við Kommúnista- flokkinn um myndun nýs flokks. Stofnþing Sameiningarflokks al- 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 1. desember 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.