Þjóðviljinn - 01.12.1990, Page 11
'jólasýning á
Arbæjarsafni
Árbæjarsafn verður opnað
almenningi fyrsta sunnudag í
aðventu í því skyni að sýna jóla-
hald fyrr á öldinni. Þessi ný-
breytni var tekin upp í fyrra og
þótti takast með afbrigðum vel.
Sýningin verður opnuð sunnu-
daginn 2. desember, og verður
dagskráin með eftirfarandi
sniði:
* í Kleppi verður jólahald á
striðsárunum og jól í Reykjavík
um 1890 til sýnis.
* I Miðhúsum verður prent-
smiðjan í gangi og prentuð verða
sérstök kort í tilefni dagsins, einn-
ig sýning á jólakortum og jóla-
merkjum.
* I Þingholti verður Kram-
búðin opin og ýmislegt sem
tengdist jólahaldi áður fyrr til
sölu, auk sýningar á fondri og
sýnikennslu í gerð þess.
* I Hábæ verður hangikjöt
soðið á gömlu kolaeldavélinni og
gestum gefið að smakka.
* I Arbæ verðurjólaundirbún-
ingur á baðstofúloftinu. Þar verð-
ur fólk við tóvinnu, lesið úr göml-
um íslenskum jólasögum og gam-
alt spýtujólatré vafið með lyngi
og skreytt heimatilbúnu pappírs-
fondri. Kertasteypan Norðurljós í
Kópavogi sýnir hvemig kerti vom
steypt áður fyrr, og sýnt verður
hvemig laufabrauð er skorið út og
steikt.
* I Dillonshúsi er hægt að ylja
sér á heitu súkkulaði og smakka á
jólasmákökum og öðm góðgæti í
veitingahúsinu.
* Aðventumessa verður í
kirkjunni kl. 15.30. Séra Kristinn
A. Friðfinnsson messar og félagar
úr kirkjukór Árbæjarsóknar
syngja.
* Á Torginu verður dansað í
kringum jólatré kl. 14. Jóla-
sveinakór 10 ára krakka úr Ár-
túnsskóla syngur jólalög, Karl
Jónatansson spilar á nikkuna og
nokkrir íslenskir jólasveinar
koma í heimsókn.
Næstu tvo sunnudaga, þ.e. 9.
og 16. desember verður safnið op-
ið frá 13 til 17. Virka daga er
skólum, dagvistarstoftiunum og
félagsmiðstöðvum boðið að koma
og skoða sýningamar undir leið-
sögn safnkennara.
Fridrik Haukur Hallsson skrifar frá Þýskalandi:
Kosningar til þýska
sambandsþingsins
Það merkilegasta við kosn-
ingarnar til þýska sambands-
þingsins nú á sunnudaginn er
hversu ótrúlega daufleg kosn-
ingabaráttan hefur verið. Kosið
verður til fyrsta þingsins í sam-
einuðu Þýskalandi og er því um
„sögulega“ kosningu að ræða.
Hægrimenn em svo sigurvissir, að
þeir rétt drattast til að hengja upp
nokkrar hausmyndir af kanslaran-
um við helstu gatnamót í borginni
(Bielefeld), en kanslarinn sjálfúr
nennir ekki að koma og halda
kosningafúnd og neitar jafnvel að
taka þátt í sjónvarpseinvígi við
mótírambjóðanda sinn, Oskar
Lafontaine. Hafa slíkir „fila-
hringleikar“ (eins og þeir em yfir-
leitt kallaðir af almenningi) alltaf
farið fram tveim til þrem dögum
fyrir kosningar síðastliðna tvo ára-
tugi og verið vinsælir, en verða að
falla niður að þessu sinni vegna
„ónógrar þátttöku“. Tekst Helmut
Kohl þar með að hafa saklaust
gaman af sjónvarpsáhorfendum,
því oftast léku ffambjóðendur
hvum annan grátt - og var það
vissulega sniðugt.
Sú staðreynd að hægrimenn
komast nú upp með að hundsa
lýðræðislegar leikreglur á þennan
hátt er einmitt dæmigerð fyrir
dauðyflishátt fjölmiðlamanna og
áhugaleysi kjósenda á þessari
kosningabaráttu.
Helstu mál
kosninganna
Kristilegum demókrötum
(CDU/SCU) tókst löngu áður en
kosningaslagurinn hófst að
„eigna“ sér fagnaðarmálið sjálft,
sameiningu þýsku ríkjanna. Er
sama hvaða þáttur þess ér tiT um-
ræðu. í hugum kjósenda er þetta
þeirra mál, ef trúa má niðurstöð-
um könnunar Allensbacher- rann-
sóknastofnunarinnar sem birtust
fyrr í þessari viku.
Jafnaðarmenn lenda hér al-
gjörlega utan gátta, en þeirra mál
em öll af hefðbundnara sniði og
yfirleitt til lítils fagnaðar, svo sem
Kohl - hans er valdið.
húsnæðisvandamál, skattamálin
stór og smá, afvopnun þýska hers-
ins og samdráttur í ríkisútgjöldum.
Þeim hefúr þó tekist að ná frum-
kvæðinu i umhverfismálum af
Græningjum, sem hinsvegar hefúr
tekist að hasla sér völl í kvenna-
málunum, samkvæmt þessari
könnun. Þau mál sem kjósendur
telja vera dæmigerð fyrir Fijáls-
lynda flokkinn em sitt úr hverri
áttinni og öll heldur litlaus. í raun
á þessi sérkennilegi flokkur aðeins
eitt „kosningamál" sem vekur
vemlega athygli, nefnilega utan-
ríkisráðherrann Hans-Dietrich
Genscher. Það er þó mjög gott
mál, því hann er allra stjómmála-
manna vinsælastur í Þýskalandi
og hefúr svo verið lengi.
Náttúrulögmál
sameiningarinnar
Strangt tekið snúast kosning-
amar þó ekki um dæmigerð kosn-
ingamál, eins og Allensbacher-
skoðanakönnuðir töldu sjálfgefið,
heldur um eins konar náttúmlög-
mál. Ralf Dahrendorf (fyrrnm fé-
lagsfræðiprófessor, þingmaðui
fijálslyndra, rektor í frægum
Lundúnaháskóla með meim)
bendir á það í nýjasta heftinu af
„Merkur" að þýskur almenningur
hafi fylgst agndofa með samein-
ingu Þýskalands eins og um stór-
fenglegt sjónarspil sjálffar náttúr-
unnar væri að ræða, en ekki valda-
átök heimskerfanna. Hvorki hafi
gætt þjóðemislegs eldmóðs né
hafi sérstakra þjóðfélagslegra
hræringa orðið vart á meðan á
þessu stóð. Einna helst að per-
sónuleg tilfinningasemi hafi náð
tökum á þeim sem komust fyrstir í
gegnum brotinn múrinn, en það sé
nú löngu liðið hjá.
Sé þessi tilgáta Ralf Dahren-
dorfs rétt, þá er þar um leið komin
skýringin á hvom tveggja: deyfð
kosningabaráttunnar og því fylgis-
hmni jafnaðarmanna, sem skoð-
anakönnuðir hafa nú þegar ákveð-
ið að verði. Um náttúmlögmál ríf-
ast menn nefnilega ekki, þau verð-
ur að umbera (eða fagna); ekkert
lýðræðislegt vald fær þeim hagg-
að. En takist einhveijum stjóm-
málaflokki að eigna sér náttúm-
lögmálið sjálft er að sjálfsögðu
ljóst „að hans er valdið", sama
hvað kjósendur myndu annars
kjósa - í venjulegum kosningum.
Jólabasar
Myndlistaskólans
Myndlista- og handíðaskóli
íslands verður með árlegan jólab-
asar sinn í Kringlunni laugardag-
ana 1. og 8. desember. Á boðstól-
um em ýmis lystug og listræn
verk eflir þriðja árs nema í skól-
anum, en þeir em að afla sér fjár
til námsferðar á næsta hausti.
Bókmenntir 1990
Bókmenntir 1990: Hvað gerð-
ist? - Hvað gerist? er yfirskrift
málþings um íslenskar bókmennt-
ir, sem Félag áhugamanna um
bókmenntir efnir til í dag. Þingið
verður haldið í Norræna húsinu
og hefst kl. 10. Erindi flytja þau
Eysteinn Þorvaldsson, Jóhann
Hjálmarsson, Dagný Kristjáns-
dóttir, Sigurður Pálsson, Gísli
Sigurðsson, Jón Stefánsson, Páll
Baldvin Baldvinsson og Sjón.
Siðan verða pallborðsumræður.
Haustvaka í Kópavogi
Norræna félagið í Kópavogi
efftir til haustvöku í Þinghóli,
Hamraborg 11, 3. hæð, í dag kl.
15. Sagt verður frá ferðalögum og
norrænum mótum sem haldin
vom i sumar í vinabæjum Kópa-
vogs og fulltrúar þaðan tóku þátt
í, Valdimar Lámsson leikari les
upp úr nýrri bók sinni „Rjátlað
við rím og stuðla“, trió úr skóla-
hljómsveit Kópavogs leikur jóia-
lög og sýnd verður stutt mynd um
Norðurlönd og norrænt samstarf
sem nefnist „Það hófst á Þingvöll-
um“.
Tónleikar Kammer-
hljómsveitar
Akureyrar.
Kammerhljómsveit Akureyr-
ar heldur tvenna tónleika um
helgina, í Akureyrarkirkju kl. 17 í
dag og í félagsheimilinu Mið-
garði, Varmahlíð í Skagafirði á
morgun kl. 16. Leikið verður úr
Vatnasvítum eflir Handel, konsert
fyrir klarinett og hljómsveit eftir
Johann Stamitz, Pavane eftir Ra-
vel og Trittico bottov-celliano efl-
ir Respighi. Öm Óskarsson
stjómar. Einleikari er Siguijón
Halldórsson á klarinett.
Opið hús hjá RÚV
Ríklsútvarpið verður með op-
ið hús í útvarpshúsinu Efstaleiti,
Sjónvarpinu á Laugavegi 176 og í
landhlutastöðvunum á Fjölnis-
götu 3A á Akureyri, Fagradals-
braut 9 á Egilsstöðum og Aðal-
stræti 22 á lsafirði í dag í tilefni
60 ára afmælis Utvarpsins.
Bikarmót Fimleikasam-
bandsins
Bikarmót Fimleikasambands
Islands fer fram í Laugardalshöll
á morgun og er fimleikafélagið
Björk f Hafnarfirði mótshaldari.
Á annað hundrað keppendur taka
þátt í Bikarmótinu. Keppt verður í
ftjálsum æfingum, 3. þrepi og 4.
þrepi íslenska fimleikastigans.
Mótið verður í tveimur hlutum og
hefst fyrri hluti kl. 12 með keppni
í 4. þrepi pilta og stúlkna. Síðari
hluti mótsins hefst kl. 15 en þá
verður keppt í 3. þrepi og ftjálsum
æfingum.
Félagsvist Breiðf irð-
ingafélagsins
Félagsvist Breiðfirðingafé-
lagsins verður á morgun, sunnu-
dag, kl. 14.30 í Breiðfirðingabúð,
Faxafeni 14. Allir velkomnir.
Bókakynning
íÞjóðarbókhlöðu
Bókavarðafélag íslands
gengst fyrir kynningu á nýjum
þókum í Þjóðarbókhlöðunni í dag
kl. 13.30. Alls verða kynntar 26
bækur, sem koma út núna fyrir
jólin, en kynning þessi er gerð í
samvinnu við útgefendur og rit-
höfunda.
Erró til sölu
I dag og á morgun verður sýn-
ing á einkasafni Erró-mynda í
Gallerí Borg við Austurvöll. Um
er að ræða 24 olíumyndir, flestar
frá 1983, 50x37 sm að stærð. All-
ar myndimar verða til sölu.
Myndimar hafa aldrei verið sýnd-
ar hér á landi áður. Sýningin verð-
ur opnuð kl. 14 í dag og er opin til
kl. 18báðadaga.
Jólabasar Sjálfsbjargar
Jólabasar Sjálfsbjargar, félags
fatlaðra í Reykjavík og nágrenni,
verður haldinn í dag og á morgun
í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12
og hefst salan kl. 14 báða daga.
Inngangur að vestanverðu. Mikið
úrval af munum á tombóluprís,
t.d. jólaskreytingar og margskon-
ar aðrar jólavömr, útsaumur,
pijónafatnaður, púðar, kökur og
margt fleira. Einnig verður glæsi-
legt happdrætti og kaffisala með
hlaðborði.
Ofætur funda
Landsfundur O.A. samtak-
anna á Islandi verður á morgun í
húsi Í.S.Í. í Laugardal kl. 10 til
15.30. Kl. 16 verður svo kynning-
arfúndur á starfsemi samtakanna
á sama stað. O.A. samtökin em
félagsskapur fólks sem á við mat-
arfikn að striða. Þáttökugjald á
landsfundinn er kr. 800 og er þá
hádegismatur og kafli eða te inni-
falið. Á kynningarfundinn em all-
ir velkomnir.
Raddskúlptúr í Borgarleikhúsi
Nemendur annars og þriðja árs fjöltæknideildar Myndlista- og
handíðaskólans flytja Þrætubálk eftir Magnús Pálsson myndlista-
mann, í anddyri Borgarleikhússins á morgun kl. 15 og mánudags-
kvöld kl. 20. Verkið er byggt á Illionskviðu Hómers, en höfundur lýs-
ir verkinu sem raddskúlptúr, umhverfisverki úr 18 röddum, geming-
ur eða konsert. Aðgangur kostar 200 kr.
Laugardagur 1. desember 1990 ÞJÓÐVILJINN —SÍÐA 11