Þjóðviljinn - 01.12.1990, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 01.12.1990, Qupperneq 16
SPURNINGIN Er ríkisstjórnin að falla? Jónatan Guðjónsson einyrki: Það ætla ég að vona, því hún hefur aldrei verið að mínu skapi. Jón Vigfússon vélstjóri: Nei, það held ég ekki. Stjórnin fer ekki frá, því hún vill ekki breyta góðu hlutunum sem hún hefur unnið að. Hersir Sigurgeirsson nemi: Nei, ætli það. Er nokkur ástæða til þess? Ásta Björg Stefánsdóttir nemi: Ég hef ekki hugmynd um það Miðbærinn Skreppum í bæinn Svonefnt Félagið í miðbœnum stendur fyrir uppákomum í Kvosinni í dag Síðastliðið fostudagskvðld stofnuðu fyrirtæki, félög og einstaklingar nýtt áhugafélag um endurlífgun gamla miðbæj- arins. Kallast félagsskapurinn einfaldlega Félagið í miðbæn- um. Einar Egilsson hefúr verið umsjónarmaður félagsins, hann sagði mikinn áhuga vera meðal þeirra sem versla og eru með starfsemi í Kvosinni, og hafi menn látið hendur standa fram úr ermum undanfama daga. -Við ætlum að reyna að end- urlífga það „að skreppa í bæinn“. Að gamni ætlum við að minna á árin milli stríða þegar bærinn var litlu stærri en Kvosin, og setja upp skraut og hluti sem voru vin- sælir hér á ámm áður. í dag verður sett upp jóla- bjallan, sem margir muna kann- ski eftir hjá Raforku við Vestur- götu. Og Félagið í miðbænum hefur mikinn hug á að komast að því hvað varð um Rafskinnu, raf- knúið tæki sem fletti auglýsing- um teiknuðum af Halldóri Pét- urssyni. Ymsar uppákomur verða í miðbænum í dag: flaggað verðUr gömlum íslenskum fánum fyrir framan þau hús sem tengjast sögu þeirra á einhvem hátt. A hádegi mun varðskipið Týr skjóta heið- ursskotum i tilefni af fullveldis- deginum. Kl. 13 skemmtir Gam- anleikhúsið krökkum á Lækjar- torgi, Skólahljómsveit Kópavogs mun síðan leika hressileg lög í Austurstræti. Klukkan þijú síð- degis kemur Grýla gamla í Hlað- varpann og flengir óþekka krakka, og þegar skyggja tekur um fjögurleytið geta þeir full- orðnu fengið sér snúning á Hótel íslands-planinu því þá leikur Hljómskálakvintettinn létt lög. Ekki er allt talið enn því að á morgun kl. 13.30 gengur Páll Líndal gamla rúntinn með fólki og segir sögu hans. Verður lagt upp frá áðumefndu plani, sem að vísu kallast Hallærisplan nú á dögum. Félagið í miðbænum verður með fleiri skemmtilegar uppá- komur á laugardögum næstu vik- umar. BE Happdrætti Þióðvilians Hulunni svipt af þann 7. des. Vinningsnú >nerin í happ- drætti Þjóðviljans verða birt í Þjóðviljanum 7. desember. RAFRÚN H.F. Smíðjuvegi 11 E Alhliða rafverktakaþjónusta Simi641012 ... alla daga Ö^ARNARFLUG sJP INNANLANDS hf. Reykjavíkurflugvelli - sími 29577 EVA LUNA segir frá. Isabel Allende hefur þegar öðlast hylli íslendinga fyrir litríkar sögur sínar. Hér eru á ferðinni tuttugu og þrjár splunkunýjar smásögur um jafnmörg tilbrigði ástarinnar. Þetta eru sögur sem ýmist eru sóttar beint í furðulegan veruleika Suður-Ameríku eða framkallaðar með óþrjótandi ímyndunarafli skáldkonunnar, litríkar og töfrandi. Tómas R. Einarsson þýddi úrspænsku. ÞJÓFURINN eftir Göran Tunström. Skemmtileg, sorgleg og umfram allt áhrifarík frásögn um mann, sem á sér þann draum æðstan að stela gamalli bók. Göran Tunström hlaut Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Jólaóratoríuna. Þjófurinn gefur því verki hvergi eftir enda hefur sagan notið fádæma vinsælda í heimalandi höfundar. Þórarinn Eldjárn þýddi bókina. ÓDAUÐLEIKINN eftir Milan Kundera. Eins og í bókinni Óbærilegur léttleiki tilverunnar er það aðalsmerki höfundar að tengja fjörlega frásögn við djúpar hugleiðingar um ástina, dauðann og ódauðleikann - mannlegt hlutskipti sem hann sér oft speglast í óvæntum hlutum. Meðal þeirra sem leiddir eru fram á sjónarsviðið í þessari glænýju skáldsögu eru Goethe og Hemingway - bæði lífs og liðnir! Friðrik Rafnsson þýddi á íslensku. Mál IMI og menning Bœkur eru ódýrari Laugavegi 18. Sími 15199 - 24240. Síðumúla 7-9 Sími 688577.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.