Þjóðviljinn - 18.12.1990, Blaðsíða 11
MINNING
Björn Jóhannesson verkfræðingur
Fæddur 25. okt. 1914 -Dáinn 12. des. 1990
Þegar ég minnist nú Bjöms Jó-
hannessonar móðurbróður míns við
andlát hans koma nokkrar myndir
upp í hugann:
Myndin af visindamanninum i
hvítum sloppi, lágvöxnum og kvik-
um í hreyfingum með ótal tilrarma-
glös og tæki i kringum sig á mnn-
sóknarstoíunni í gamla Atvinnu-
deildarhúsinu við Háskólann.
Myndin af verkmanninum sem
snarast út úr jeppa sínum einhvers
staðar upp á heiðum til þess að taka
út áburðartilraun eða stinga út jarð-
vegssýni. Þótt hann sé stuttur til
hnésins veður hann kargaþýfið við-
námslaust og handtökin eru svo snör
að augað fær varla á fest. Eða þar
sem hann grípur til orfsins í kirkju-
garðinum norður á Hofstöðum í
Skagafirði til þess að snyrta leiði
forfeðra sinna, sem þar hvíla undir
grænni torfu, og sláttulagið er svo
fumlaust að þaulvanir sláttumenn
standa agndofa.
Myndin af heimsmanninum sem
kemur blaðskellandi i heimsókn ný-
kominn ffá Calcutta, Khartoum eða
Caracas, rétt eins og hann væri að
koma úr næsta húsi, og skýrir fyrir
okkur vandamál fátæktar og vanþró-
unar á suðurhveli jarðarinnar af vel
grundaðri þekkingu og þeirri sér-
stöku blöndu raunsæis og eldmóðs
sem honum einum var gefin.
Myndin af selskapsmanninum
sem er hrókur alls fagnaðar og talar
af innblásinni þekkingu um ffam-
faramál lands og þjóðar svo að eng-
inn verður ósnortinn, en þó siðast en
ekki síst myndin af bamavininum
Bimi Jóhannessyni, sem ekki var
fyrr kominn í hóp þar sem böm var
að finna en þar væri stofhað til sér-
stakra sambanda, sem bömin ein
skildu til fulls.
Þótt Bjöms Jóhannessonar verði
í ffamtíðinni fyrst og ffemst minnst
fyrir heilladijúgt brautryðjandastarf
í þágu íslenskra landbúnaðarvísinda
og fýrir umfangsmikið starf á al-
þjóðavettvangi að þróunaraðstoð við
vanþróuð ríki, þá er það siðasttalda
myndin sem greypst hefur sterkast í
huga okkar, sem áttum því láni að
fagna að eiga hann að sem um-
hyggjusaman ffænda í uppvextin-
um: alltaf þegar Bjöm ffændi kom i
heimsókn heilsaði hann bömunum
fyrst. Og það vom engar venjulegar
kveðjur, heldur fylgdi þeim slík kát-
ína og ærsl, að þær fengu lítið bams-
hjarta til að hoppa af gleði. Það var
honum fullkomlega eðlilegt að
bömin skyldu njóta slíks forgangs,
kannski vegna þess að hann hafði
varðveitt bamið í sjálfum sér með
þeim hætti, að bömin fundu í fasi
hans og viðmóti eðlislæga samstöðu
og skilning sem ekkert utanaðkom-
andi gat truflað. Hann varð líka
óhjákvæmilega uppáhald allra bama
sem fengu að njóta vináttu hans og
örlætis.
Bjöm Jóhannesson var fæddur
að Hofstöðum í Skagafirði 25. októ-
ber 1914. Hann var sonur hjónanna
Jóhannesar Bjömssonar og Krist-
rúnar Jósefsdóttur og ólst upp í sjö
systkina hópi. Þegar Bjöm var 18
ára fluttist fjölskyldan að Þingholts-
stræti 31 í Reykjavík, og útskrifaðist
Bjöm ífá Menntaskólanum í
Reykjavík 1935. Fimm árum siðar
hafði hann lokið prófi í efhaverk-
ffæði ffá Tækniháskólanum í Kaup-
mannahöfh og árið 1945 lauk hann
doktorsprófi í jarðvegsvísindum ffá
Comel- háskóla í Bandarikjunum.
Eftir það kom hann heim og hóf
störf hjá búnaðardeild Atvinnudeild-
ar Háskóla Islands, þar sem hann
lagði gmndvöllinn að vísindalegri
nýtingu íslensks jarðvegs með efna-
greiningu og kortlagningu. Rit hans,
Islenskur jarðvegur, og jarðveg-
skortið sem hann vann af Islandi,
munu enn vera grundvallarheimildir
við landnýtingu á lfæðilegum
gmnni hér á landi. Auk þess lagði
Bjöm í samvinnu við Steindór
Steindórsson grasaffæðing gmnd-
völlinn að því mikla starfi sem unn-
ið hefur verið við kortlagningu
gróðurs i úthaga hér á landi.
Slíkur eljumaður sem Bjöm var
til allra verka, þá átti hann bágt með
að umbera það sinnuleysi, þann
doða og þá sérhygli sem oft verður
fjötur á litlum samfélögum eins og
því íslenska. Mig gmnar að þetta
hafi meðal annars valdið því að hann
hvarf ffá verkefhum sínum á Islandi
árið 1962, eftir mjög árangursríkt og
giftudijúgt starf, og tók að skipu-
leggja og stýra þróunaraðstoð fýrir
Alþjóða Þróunarsjóðinn (Intenation-
al Development Fund), sem rekinn
er á vegum Sameinuðu þjóðanna
með aðalstöðvar í New York. Starf-
aði hann á vegum sjóðsins í 13 ár
eða til ársins 1975, og hafði á þess-
um árum ráðgjöf og umsjón með
umfangsmiklum verkefnum i ólík-
um löndum eins og Yemen, Súdan,
Indlandi og víðar.
Eftir að Bjöm fluttist heim á ný
varð helsta viðfangsefni hans að
sinna rannsóknum á möguleikum
fiskeldis hér á landi. Hefur hann
skrifað fjölda blaðagreina og vís-
indaritgerða um þessi mál og talaði
meðal annars fyrir daufum eyrum
þegar hann varaði fýrstur manna við
því glapræði að fjárfesta miljarða
króna í strandeldi á laxfiski hér á
landi, án teljandi forrannsókna um
hagkvæmni. Flestir munu nú viður-
kenna, að þar talaði Bjöm af þekk-
ingu og raunsæi og geta menn nú
nagað sig i handarbökin fýrir að hafa
ekki tekið mark á ffæðilega grund-
uðum forspám hans, en fýlgt þess í
stað óskhyggju og draumórum
þeirra íslensku fjárglæffamanna,
sem stundum em kallaðir „athafha-
skáld“ við hátíðleg tækifæri.
Bjöm Jóhannes. on var ekkert
skáld í þessum skilningi. Honum var
raunsæishyggja visindamannsins í
blóð borin og hann gekk að hveiju
verki af fordómalausri rökhyggju
vísindanna og með hagsmuni heild-
arinnar að leiðarljósi. Hann var
tæpitungulaus og fór ekki í felur
með skoðanir sínar, sem i flestum
tilfellum vom byggðar á vísindaleg-
um rökum. Það mátti jafnffamt oft
skilja af orðum hans, að honum
þætti hið íslenska samfélag smá-
kónganna gjamt á að sópa vísinda-
lega gmnduðum forsendum til ffam-
fara undir teppið til þess að hygla
skammsýnum stundarhagsmunum
og lénsveldi smákónga. Reyndar var
eiginhagsmunapot honum svo ffam-
andi, að margar af rannsóknum hans
hin síðari árin á sviði fiskeldis munu
hafa verið unnar í sjálfboðavinnu og
ekki spurt um önnur laun en þau, að
almannafé væri ekki sólundað í
óráðssíu glataðra fýrirtækja eins og
raunin varð. En mér er tjáð að ófáar
niðurstöður rannsókna hans á sviði
fiskeldis muni eiga eftir að spara
þessari atvinnugrein og þjóðarbúinu
i heild ómæld útgjöld í ffamtíðinni.
Bjöm Jóhannesson var ókvænt-
ur og bamlaus. Líf hans var helgað
visindunum og trú á nýtingu þekk-
ingar til betra mannlífs. Hann var
jafoframt boðinn og búinn að veita
öðmm stuðning, þar sem hann fann
að hann gat komið að liði. Það var
honum eins eðlilegt og að leggja
ffam þekkingu sína í þágu betra
mannlífs. Þótt Bjöm væri heims-
borgari í bestu merkingu þess orðs,
þá brást tryggð hans við heimahag-
ana ekki fýrir það. Honum var annt
um ættjörð sína í Skagafirðinum,
Hofstaði í Viðvíkursveit, og sveið
nokkuð hvemig þetta gamla höfuð-
ból hafði sett ofan. Það mun ekki síst
vera fýrir hans tilstuðlan og fjár-
stuðning að gömlu timburkirkjunni
ÞJÓÐVHJtNN — SlÐA 11
á Hofstöðum, sem afi hans og afa-
bróðir, Bjöm og Sigurður Péturssyn-
ir, létu reisa fýrir meira en 100 árum,
var bjargað ffá eyðileggingu. Sjálfur
var Bjöm einhver ágætasti fUlltrúi
þeirrar kynslóðar sem óx upp úr ís-
lensku bændasamfélagi við upphaf
aldarinnar og vann það kraftaverk á
nokkmm áratugum að gera ísland að
upplýstu og tæknivæddu þjóðfélagi
sem megnaði að tileinka sér alþjóð-
lega þekkingu og nýta hugvitið til
betra mannlífs. Blessuð sé minning
hans.
Ólafur Gíslason
í dag er til moldar borinn kær
vinur og samstarfsmaður dr. Bjöm
Jóhannesson, efnaverkffæðingur og
jarðvegsffæðingur. Fyrir þremur
vikum kom hann síðast í heimsókn
til okkar á Rannsóknastofhun land-
búnaðarins uppi á Keldnaholti til að
skila af sér verkefhi sem hann hafði
tekið að sér að vinna. Hann hafði
mikið látið á sjá á síðustu mánuðum
en köllun sinni trúr lauk hann með
miklum ágætum við það sem hann
hafði tekið að sér. Það var táknrænt
að þetta síðasta faglega verkefni sem
hann leysti af hendi var unnið fýrir
þá stofhun sem hann átti svo mikinn
þátt í að móta. Og það var heldur
engin tilviljun að það verkefni fjall-
aði einmitt um það sem honum var
alla tíð svo hjartfólgið - íslenskan
jarðveg.
Bjöm réðst til starfa við Búnað-
ardeild Atvinnudeildar Háskólans
1945 og hafði þá nýlokið doktors-
prófi í jarðvegsfræði við Comell há-
skólann í Bandaríkjunum. Áður
hafði hann lokið prófi í efhaverk-
ffæði og var því vel í stakk búinn að
takast á við þau fjölmörgu verkefni
sem hér biðu óleyst á sviði ræktun-
ar- og jarðvegsffæði. Þegar Bjöm
hóf störf vom aðstæður við Atvinnu-
deildina hins vegar harla bágbomar
og nánst engin tæki né fjármagn fýr-
ir hendi til að sinna rannsóknum.
Þessar aðstæður þættu ekki boðlegar
vel menntuðum vísindamönnum í
dag og fæstir myndu líklega sætta
sig við þær. En Bimi féllust ekki
hendur og af þeirri elju og ákafa sem
honum var i blóð borin og ein-
kenndu allt hans líf tókst honum að
byggja upp ágæta aðstöðu og mjög
virka jarðvegsdeild. Þó að sífellt
væri á brattann að sækja um starfsfé
var ótal mörgum rannsóknaverkefn-
um hrint af stað, einkum á sviði jarð-
vegs- og áburðarffæði, og með
dugnaði sínum tókst Bimi einhvem
veginn að afla fjár til þeirra.
Alls staðar blöstu verkefhin við
þegar Bjöm kom til starfa en hér er
ekki rétti vettvangurinn til að tiunda
allt það sem tekist var á við að ffum-
kvæði hans. Þó skal minnst á kort-
lagningu og flokkun íslensks jarð-
vegs og gerð gróðurkoita sem hann
var ffumkvöðull að. Á sviði jarð-
vegsffæði liggja eftir Bjöm fjöl-
margar ritgerðir og ber þar hæst
bókina „íslenskur jarðvegur". En
hann skrifaði einnig margar ffæði-
legar greinar á öðrum sviðum nátt-
úmffæða því að áhugamál hans
beindust ekki í einn farveg.
Á árunum 1962-1975 vann
Bjöm erlendis á vegum Þróunar-
stofhunar Sameinuðu þjóðanna og
gat sér þar gott orð. Er hann lét þar
af störfiim fýrir aldurs sakir, sam-
kvæmt skilgreiningu þeirrar stofh-
unar, var hann aðeins liðlega sextug-
ur, með mikla starfsorku og ekki til-
búinn að setjast í helgan stein. Hann
sneri sér þá að ýmsum hugðarefhum
sínum eins og fiskeldi sem hann
hafði geysimikinn áhuga á og hafði
kynnt sér vel. Árið 1977 tókst undir-
rituðum að fá Bjöm til að snúa sér að
nýju að jarðvegsrannsóknum, en í
þetta sinn á Suður-Grænlandi þar
sem Rannsóknastofhun landbúnað-
arins, sem var arftaki hinnar gömlu
Atvinnudeildar, hafði verið fengin
til að gera úttekt á jarðvegi, gróðri
og ræktunarskilyrðum. Þetta var
mikið verkefhi sem unnið var að í
sex ár og sá Bjöm um jarðvegsþátt
þess. Grænland er að mörgu leyti
erfitt til ferðalaga og rannsókna en
það var Bimi enginn fjötur um fót,
og þar naut hann sín vel innan um
félaga, sem þó vom flestir honum
yngri að árum.
Eftir að þessu rannsóknaverk-
efhi lauk vann Bjöm allt til hins síð-
asta mikið með okkur, starfsmönn-
um Landnýtingardeildar Rala. Við
Ieituðum til hans því að við þörfhuð-
umst þekkingar hans, reynslu og fé-
lagsskapar og það er trúa okkar að
sú þörf hafi verið gagnkvæm.
Bjöm var góður félagi í orðsins
fýllstu merkingu, glaðvær og já-
kvæður og tilbúinn að leysa hvers
manns vanda. Hann sagði skoðun
sína jafnan tæpittmgulaust og hann
mat réttmæta gagnrýni á sig og störf
sín, því að hann var heiðarlegur og
sannur fræðimaður. Dauðinn leysti
Bjöm ftá erfiðum sjúkdómi og kom
því sem líkn. Við samstarfsmenn
hans við Rannsóknastofnun Iand-
búnaðarins munum ætið sakna hans
og minnast sem einstaks heiðurs-
manns og vinar.
Blessuð veri minning Bjöms Jó-
hannessonar.
ágústa
ég sá þig örfáum sinnum
aðeins átján ára
með Ijósa lokka
og leiftrandi augu
- man ekki litinn
bara lifandi blikið
sáþig
örfáum sinnum
þegar þú komst að sjá son minn
samt svo oft að égfæ ekki skilið
ég sjái þig ekki oftar
sagt er
þeir deyja ungir
sem guðirnir elska
ég trúi lítt á guði
þótt grimmd þeirra sé mannleg
því ég trúi ekki á menn
veit þó
ástin er guðleg
og grimm
örfáum sinnum sá égþig
sem guðimir elska
þegar þú komst að sjá son minn
sem ég nú bið guðina
að varðveita
Jyrir grimmd sinni
líka þig
Franz Gíslason
Ágústa Brynjólfsdóttir fórst í bílslysi ásamt móður sinni 4. des. 1990.
Ingvi Þorsteinsson
puningar, eru
VINIR ÞÍNIR
Úr bókinni:
Hjátrú:Þeir sem eru
duglegastir, iðnastir og
eiga niest skilið að komast
til metorða.
Raunverulei ki: Vertu
raunsær! Athugaðu
ástandið í eiein fyrirtæki
eða öðrum. Vera kann að
foreldrar hínir hafi
sannfært pig að lífið sé
sannejarnt eða a.m.k. að
það ÆTTI að vera
sannejamt. Hvaða skoðun
sem þu hefur á sanngimi
skiptir það mestu mali að
það er engin TRYGGING
Fyrir sanngimi
Þetta er bók sem höfðar til allra sem
vilja auka tekjur sínar og öðlast raunsætt
viðhorf til peninga
Fæst í bókaverslunum um land allt, einnig getur
þú pantað bókina hjá okkur og við sendum hana
samdægurs þér að kostnaðarlausu.
Phil Laut £
Lífsafl, Laugavegur 178, 105 Reykjavík, S.: 91-622199