Þjóðviljinn - 19.12.1990, Blaðsíða 4
ÞJOÐVIUINN
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
KLIPPT OG SKORIÐ
EB-innrætingin
Oftar en ekki dettur manni í hug að upplýsingaþjóðfé-
lagið svonefnda sé gjörsamlega misheppnað. Með öðr-
um orðum: Eftir því sem fjölmiðlum fjölgar og þeir breiða
meira úr sér, því minna man fólk eða skilur af því sem
þeir hella yfir augu og eyru.
Gott dæmi er sú skoðanakönnun sem frá var sagt á
dögunum og leiddi það í Ijós, að um fimmtungur þjóðar-
innar heldur að íslendingar séu þegar komnir í Evrópu-
bandalagið! (Þegar komið er að stuðningsmönnum Al-
þýðuflokksins þá heldur þriðji hver að svo sé, og má um
það hafa orð Grasa-Guddu: Þar hæfir skel tranti.) Þetta
gerist þótt EFTA-viðræður og skyld mál séu í fréttum
upp á dag hvern. Þetta gerist eins þótt Sjónvarpið sé
með langa þáttasyrpu um málið. Og spyrja má: Erum við
að breytast í svonefnt „áhorfendalýðræði" þar sem stór
hluti þjóðarinnar lætur öll pólitísk mál framhjá sér fara,
einnig þau sem ráða mestu um framtíð hvers og eins í
þessu landi?
Vel á minnst: Sjónvarpsþættirnir á þriðjudögum um
Evrópubandalagið. Þeir eru stórgallaðir. Blátt áfram
vegna þess, að þótt þess sé getið öðru hvoru í þeirri
samantekt að það sé flókið mál og erfitt að semja við
Evrópubandalagið eða ganga í það, þá eru allar áhersl-
ur á það, að þessir erfiðleikar séu tiltölulega auðveldir í
lausn. Altént verður útkoman jafnan sú þegar dæmin
eru gerð upp, að kostirnir við að sækja um aðild að EB
og ganga í það séu svo miklu meiri og þyngri á metum
en aðrar leiðir. Þó ber mest á því að því sé leynt og Ijóst
haldið að íslendingum í þessum þáttum að það sé eng-
in leið önnurtil en sú sem liggur inn í Evrópubandalagið.
Þessi útkoma fæst með því, að stjórnandi þáttarins
talar fyrst og síðast við embættismenn, stjórnmálamenn
og hagsmunaaðila í EB, sem yfirleitt eru allir í því að
gylla sitt bandalag fyrir íslendingum sem öðrum: Kom,
kom kom í frelsisherinn! Eða þá að talað er við stjórn-
málafræðing eða tvo-þrjá menn hagfróða hér á landi,
sem allir eru mjög hallir undir hina „sögulegu nauðsyn“
samrunans við Evrópu, sem er að verða einskonar
söguleg nauðhyggja okkar tíma.
Gott dæmi var þátturinn á þriðjudaginn fyrir viku:
Hann var um sjávarútvegsmál. Þar var sífellt verið að
spyrja ráðherra og embættismenn og hagsmunaaðila í
útvegi á Spáni og Frakklandi - og svo þann stjórnmála-
fræðing sem er að verða eilífur augnakarl í Evrópumál-
um. Þeir íslendingar, hvort sem þeir koma úr sjávarút-
vegi eða stjórnmálum, sem hafa helst varað við sjávar-
útvegsstefnu EB komu hvergi við sögu (hvað sem síðar
verður). Útkoman verður svo varla önnur en sú hjá sak-
lausum sjónvarpsnotendum, að sjávarútvegsstefna EB
sé ekki annað en hvert annað pappírstígrisdýr sem ís-
lendingar geti auðveldlega snúið niður með því að láta
kjósa „sinn mann“ sem fiskveiðikommisar í Brussel. Og
fari létt með.
Þáttarstjóri eyddi t.d. tölverðu púðri í það, að varla
þyrftu menn að óttast að í kjölfar einskonar EB-aðildar
yrði spænskum togurum hleypt inn í íslenska landhelgi.
Vissu fleiri. Enda hafa menn sem efast um sírenusöng-
inn sæta frá EB alveg eins gert ráð fyrir því, að skip
skráð á íslandi og með íslenskum áhöfnum (eða amk
reyndum skipstjórnarmönnum) veiði áfram fiskinn. Það
kæmi ekki í veg fyrir annað: að fljótlega eftir að einhverri
bráðabirgðaaðlögun lyki gætu íslensk útgerðarfyrirtæki
komist í hendur erlendra matvælahringa og þar með
flyttist fiskvinnsla að miklu leyti úr landi. Með dýrum af-
leiðingum fyrir mörg fiskipláss og samfélagið í heild.
En spurninga í þessa veru var varla hreyft í sjón-
varpsþætti um íslenskan sjávarútveg og Evrópubanda-
lag, hvað þá að sjónarmiðum andófs gegn nauðhyggj-
unni væru gerð minnstu skil. Þetta er satt best að segja
fyrir neðan allar hellur.
ÁB
--- 1 *
Önnur grcin
efíirEwöirKouráð.
Jónsson
ráránlcgt aö
að l'!"1
a Evr-
8ia»n vnrð L
i” »».W L®S'
„rcidtlum við M
aðgulcg
réttiniti
.. V. V .11 • ’
IW*
lýlVSPO
»wWi
Vjt.n
'í'tS
Ía eV-^
**■
4 oWWar miðtun
fyrir BrcU, va
,r\ eV vcrja. Við grc.
beirritiilöguw
GÁO®'V ,-uiU •OOJ'
„AV Vannski
\r Ct’C^<V' t rnar, i'v
tV
■*v.
0-°
eVV. ‘
***pxNÁ.
EyjólCv
ir
Ræðumekki umfisk
„Rökin sem við beinum að
ráðamönnum Evrópubandalags-
ins eru margháttuð. Þessi má
nefna: Árið 1972 sömdum við og
Evrópubandalagið um viðskipta-
og tollamál þar sem talið var að
jafnræði ríkti þegar svoneínd bók-
un 6 tæki gildi sem var 1976. Þá
var jafnræði með aðilum sam-
komulagsins. „Eitthvað hafði
komið fyrir eitthvað,“ þ.e.a.s.
gagnkvæm tollafriðindi höfðu
komist á. Síðan raskaðist þetta við
inngöngu Spánar og Portúgals í
bandalagið eins og alkunna er.
Rétt er það að innan Efna-
hagsbandalagsins hafa verið uppi
raddir um að krefjast þess að toll-
fríðindi yrðu einhverskonar versl-
unarvara gegn fiskveiðum í land-
helgi annarra þjóða. Þetta hafa
riki heims fjallað um í Gattvið-
ræðunum og fordæmt algerlega.
Þar stóðu Efnahagsbandalagsríkin
einangruð. Engir aðrir léðu máls á
því að tengja mætti saman fisk-
veiðiheimildir og tollfríðindi.
Við höfum ekkert ætlað okkur
að ræða um neinn fisk, allt frá því
að bókun 6 var gerð 1972 og tók
gildi 1976. Þá fór síðasti breski
togarinn út fyrir og mér datt ekki í
hug, og ég held engum, að ein-
hvemtíma síðar, kannski 15 árum
eða þá tveim áratugum, svo að við
notum nú þetta merkilega ártal
1992 sem allir eru að tala um, þá
væri farið að ræða um að flotinn
kæmi aftur. Það er fáránlegt að
nokkrum Islendingi geti dottið í
hug að það geti komið til greina
að Evrópuflotinn fari að veiða hér
aftur, 20 árum eftir að bandalagið
samdi um það að fara út - hætta
veiðum. Um þetta þarf auðvitað
engin orð að hafa og sem betur fer
hef ég fáa heyrt viðhafa nein slik
orð að undanfomu. Þau eru dauð,
búin, grafin og eiga auðvitað
aldrei að koma til umræðu á Al-
þingi íslendinga né annars staðar,
áttu aldrei að koma til umræðu, og
eiga aldrei að koma til umræðu.“
Eigum 200 mílumar
„Þetta er mergurinn málsins
og um þetta heyrist mér allir vera
sammála. Eg held að menn ættu
líka að vera sammála um það að
við þurfum að taka upp tvihliða
viðræður við Evrópubandalagið.
Ekki ætla ég að fara að þræta mik-
ið um það hvort það hefði átt að
gerast í fyrra eða gerast nú. Það
átti auðvitað að gerast í fyrra, en
árið er liðið í aldanna skaut, eins
og þar stendur og það er ástæðu-
laust að fara að rifja þetta upp, það
er lika liðin tíð.
Umræðu við bandalagið ætti
að hraða, undir það tóku bæði ut-
anrikis- og forsætisráðherra í um-
ræðum á Alþingi fyrir skömmu,
og sá síðamefndi orðrétt: „Nú eig-
um við að snúa okkur af fullum
krafti að fá tollana fellda niður,“
þ.e. annað hvort með viðauka við
bókun 6 eða gera sérsamninga,
tala um tollamál og önnur almenn
viðskipti, menningar- og sam-
skiptamál yfir höfuð en alls ekki
fiskveiðar. Þær eru ekkert á dag-
skrá og hafa ekki verið.
Allt frá árinu 1986 a.m.k. hafa
íslendingar vandlega gætt þess í
umræðum um samskipti við Evr-
ópubandalagið að nota orðið „dia-
log“ þegar reynt hefur verið að
beina rabbumræðum inn á fisk-
veiðisvið. Við eigum 200 milum-
ar, það var viðurkennt í ferð Evr-
ópustefhunefndar í fyrra, hún fór
þá líka utan, af þeim sem fer með
íslensk málefni í framkvæmda-
stjóminni. Það væri alveg ljóst að
íslendingar ættu 200 mílumar og
enginn gæti gert neinar kröfiir til
nokkurs innan þeirra. Það er alveg
ljóst.“
Höfum öll spilin á hendi
„Þess er líka að gæta að allir
þeir ráðamenn sem ég hef kynnst í
ferðum utanríkismálanefndar Al-
þingis og Evrópustefnunefndar og
auðvitað við mörg önnur tilefni
vilja að íslendingar fái að vera
Evrópuþjóð og þeir vilja að við
njótum hagstæðra kjara. Á því er
ekki minnsti vafi. Þessu geta eng-
ir glutrað niður nema íslendingar
sjálfir með glannalegum ummæl-
um eða röngum ákvörðunum. Við
höfum öll spilin á hendinni og ef
við spilum hyggilega úr þeim þá
er ömggt að við getum notið allra
þeirra hagsbóta sem við leitum
eftir hjá Evrópubandalaginu, án
þess að fóma nokkm af því sem er
okkur dýrmætast. Og fiskimiðin
okkar varðveitum við hvað sem á
gengur og eigum auðvitað að
standa sameinuð um það eins og
sjávarútvegsmennimir gera.
Ef við veljum einhveija þeirra
leiða sem okkur em opnar til
samninga við Evrópubandalagið
án inngöngu í það náum við öllu
því fram sem við þörfhumst en
fómum engu af því sem dýrmæt-
ast er. Hin sameiginlega fiskveiði-
stefha Evrópubandalagsins hvem-
ig sem hún kann að verða þegar
ffarn líða stundir nær þar af leið-
andi aldrei til íslands.“
Sjálfsagt dettur lesanda fyrst í
hug að hér sé klippari að sækja sér
texta til valinkunnra Alþýðu-
bandalags- eða Framsóknar-
manna ellegar trúnaðarkonu
Kvennalistans. Því fer þó fjarri
því höfundur þeirra er þekktari af
flestu öðm en því að vera hallur
undir nokkurt fyrirbæri sem gæti
kallast til vinstri eða mnnið af rót
kvennahreyfinga. Höfundurinn
heitir Eyjólfur Konráð Jónsson,
og er alþingismaður fyrir Sjálf-
stæðisflokkinn í Reykjavík. Text-
inn er tekinn úr grein sem hann
skrifaði í Morgunblaðið í gær og
heitir: Jafnræði á að vera í sam-
skiptum við Evrópubandalagið.
Þjóðviljamenn hafa oft haft eitt og
annað að athuga við málflutning
Eykons, en í þetta sinn er ástæðu-
laust að gera nokkrar athuga-
semdir, ennþá síður að mótmæla
þingmanninum, en rétt er að taka
ffarn að millifyrirsagnir em Þjóð-
viljans.
hágé.
ÞJÓÐVIUINN
Síöumúla 37 — 108 Reykjavík
Sími: 681333
Símfax: 681935
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans.
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson.
Ritstjórar: Árni Bergmann, Helgi Guðmundsson
Ólafur H. Torfason.
Fréttastjóri: Siguröur Á. Friöþjófsson.
Aðrir blaðamenn: Bergdís Ellertsdóttir, Dagur
Þorleifsson, Elias Mar (pr.), G. Pétur Matthíasson,
Garðar Guðjónsson, Guömundur Rúnar Heiðarsson,
Heimir Már Pétursson, Hildur Finnsdóttir (pr.). Jim
Smart (Ijósm.), Kristinn Ingvarsson (Ijósm.), Ólafur
Gíslason, Ragnar Karisson, Saevar Guðbjómsson.
Skrifstofustjóri: Sigrún Gunnarsdóttir.
Skrifstofa: Guðrún Geirsdóttir, Kristín Pétursdóttir.
Auglýsingastjóri: Steinar Haröarson.
Auglýsingar: Sigriður Sigurðardóttir, Svanheiður
Ingimundardóttir, Unnur Ágústsdóttir.
Afgreiðslustjóri: Hrefna Magnúsdóttir.
Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Halla Pálsdóttir,
Þorgerður Sigurðardóttir, Þórunn Aradótir.
Bilstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir.
Skrifstofa, afgreiðsia, ritstjóm, auglýsingar:
Slðumúla 37, Rvík.
Sími: 681333.
Simfax: 681935.
Auglýsingar: 681310, 681331.
Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Oddi hf.
Verð f lausasölu: 100 kr. Nýtt Helgarblað: 150 kr.
Áskriftarverð á mánuði: 1100 kr.
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 19. desember 1990
t.’vli',
/.»>■>■( I
i ý 4 i * * * y s