Þjóðviljinn - 19.12.1990, Blaðsíða 9
[SLENSKA AUGLf SINGASTOFAN HF.
Ámi Rergmann skrifar vim bókmenntir:
Yður er í dag frelsari fæddur
Böðvar Guðmundsson
Bændabýti
Iðunn 1990.
Nú er best að demba sér í kli-
sjumar og segja sem svo að fyrsta
skáldsaga Böðvars skálds sé al-
þýðleg skemmtisaga með döprum
undirtónum. Oft hefði meiru ver-
ið logið.
Sagan rekur feril Þórðar Hlíð-
ar, sem lagður var í jötu eins og
sumir, fannst í fjósi og veit enginn
hverra manna hann var (þótt við
fáum svo sterkan grun um það áð-
ur en lýkur). Hann elst upp hjá
Lámsi bónda og ekkjumanni sem
hefúr misst böm sin til Amríku,
eða réttara sagt: þessi fóstri hans
og ábyrgðarmaður fær vinnuhjú
sín, Markús og Guggu, til að
koma honum á legg, þetta fólk
kemur honum í stað foreldra og
afa. Nema hvað: drengurinn er ffá
þvi hann veit af sér haldinn
merkilegri ástríðu til kaupsýslu
hverskonar, öll tækifæri notar
hann til að kaupa og selja með ríf-
legri álagningu - skólafélögum,
sveitungum, erlendum laxveiði-
mönnum sem sækja heim þá
hlunnindajörð sem Lárus býr á.
Hann selur leikföng og bama-
vagna og unglingajakka og eftir
að hann kemur sér á Verslunar-
skóla í Reykjavík selur hann
smyglbjór og brennivín sem hann
fær hjá drykkfelldri konu sem
hann leigir hjá (og sefur hjá: allt á
sama stað, semsagt). Síðan fikrar
sagan sig áffam eftir tveim þráð-
um: annarsvegar sigurganga
Þórðar sem nær eignarhaldi á jörð
fóstra sins og reisir þar alþjóðlegt
hótel með golfvelli og sérhönn-
uðu lambhrútaskyttiríi og ijúpna-
eldi (til að lengja starfstíma hót-
elsins á ári hveiju). Hinsvegar
hakfallabálkur Markúsar sem
þijóskast aflan við baulurassa við
hefðbundinn landbúnað þar til
hann hlýtur að bijóta odd af oflæti
sínu, gefast upp og gerast pró-
ventukarl hjá auðkýfingnum og
hótelhaldaranum fóstursyni sin-
um.
Böðvar skrifar vel og lipur-
lega, lesandinn þarf ekki að ergja
sig yfir klaufaskap og öðmm slík-
um leiðindum. Margt er skondið
og vel athugað í sögunni, ekki síst
í þeim parti hennar sem segir ffá
makalausri útsjónarsemi Þórðar í
upphafi peningaræktunar. Hitt
sækir svo á lesarann þegar ffam í
sækir, að Þórður þessi sé alltof
„pottþéttur“ til að halda áhuga.
Hann er svo skelfilega samkvæm-
ur sjálfúm sér að ekkert getur
haggað hans fjármálaköllun: þeg-
ar kærastan kemur til hans í hótel-
ið og sambandið er að farast
vegna þess að hún hefúr komist
að miður skemmtilegu leyndar-
máli um Þórð og móður sína, þá
gerir hann ekki annað en setjast á
stein og uppljómast af nýjum bis-
ness: af ijúpnaveiðum sem ekki
eru háðar náttúrunnar duttlung-
um. Sálarháskinn er svosem eng-
inn og lesandanum finnst það
vanti þriðju víddina í slíkan
mann.
En það getur svo verið
skemmtun að velta fyrir sér ýms-
um möguleikum á að nálgast Þórð
þennan. Ef við tökum raunsæi-
spólinn í hæðina, þá finnst okkur
það með miklum ólíkindum að
Þórði tekst allt. Einkum vegna
þess að Böðvar segir mjög ná-
kvæmlega ffá fyrstu skrefúnum á
löngum „athafnaferli", en þegar
komið er að stórffamkvæmdun-
um, þá gerist allt í stórum stökk-
um og eins og fyrir óskiljanleg
kraftaverk. Lesandinn segir: Það
væri meir í samræmi við íslenska
reynslu, að Þórður væri góður í
sprúttsölu og rassvasabókhaldi,
en missti svo fótanna í svelli stór-
flnansins. Lesandinn spyr líka: Er
hér enn eitt dæmi um það, að enda
þótt íslenskur rithöfúndur átti sig
vel á smákalla í bisness, þá þekki
hann ekki fjárfestingarheiminn
stóra, viti ekki hvemig kaupin
gerast á þeirri eyri?
Þessar spumingar sitja menn
nú uppi með. En svo er annað: Má
vera að ferill Þórðar sé fyrst og
ffemst einskonar kraftaverk,
vegna þess að hann er þjóðar-
draumurinn nýi? Hann er Frelsari
okkar tíma, sá sem var lagður lágt
í jötu, en ríkir nú hátt á himni al-
þjóðlegs túrhestarekstrar. Er saga
hans skop um þægindadrauminn
íslenska, um það hve allt verður
auðvelt og notalegt og ríkmann-
legt ef menn hafa vit á að losa sig
við hefðbundið strit i landinu yfir
beljum, rollum og öðrum fjendum
Böðvar Guðmundsson
markaðsbúskapar? Má vel vera,
a.m.k. gengur dæmið þá betur
upp, eins þótt við getum um leið
borið ffam þá ffómu ósk, að
myndin af Þórði ffelsara hefði
grætt á því að i hana væri laumað
meiru af lævísu eitri háðsins.
Stefán Bergmann skrifar um náttúruíræðirít
Mannslíkaminn er ráðgáta
Maðurinn
- Líkaminn í máli og myndum
Aðalritstj. Sven Lidman.
Þýð. Stefán B. Sigurðsson.
Endurskoðun texta: Hálfdan Ómar
Hálfdanarson, Heimir Hálfdanar-
son og Þuríður Þorbjarnardóttir.
Örn og Örlygur 1990; 2. útg. 116
bls.
Bók þessi er sænsk ffá árinu
1982 og kom fyrst út hér á landi
1985. Höfúndar hennar eru marg-
ir. Viðfangsefnið er í raun alltaf
það sama hvort sem lesandinn er á
grunnskólaaldri eða fúllorðinn.
Margt er erfitt að skilja í starfi lík-
amans vegna þess hve ósýnilegt
það er, jaífivel atburðir inni í ör-
smáum ffumum. Skilningurinn er
þáttur í að styrkja vitund um eigin
líkama og auka vilja til að taka
ábyrgð á honum.
Þessi bók getur komið að
góðu gagni á heimilum og í skól-
um. Höfuð einkenni hennar eru
mjög vandaðar myndir sem hafa
mikið kennsluffæðilegt gildi og
nákvæmlega hugsaðir myndatext-
ar. Sjálfúr texti bókarinnar vekur
athygli mina fyrir yfirvegaða
framsetningu og aðgengilega
stálpuðum bömum og unglingum.
Slíkum texta er vandlega ritstýrt.
Heildarmyndir af líkamshlutum
eru stórar og lýsandi, en smærri
myndum er beitt til skýringar á
einstökum atriðum og til að vekja
athygli á völdum þáttum er varða
líkamsstarf, heilsufar og ýmislegt
sem upp kemur í daglegu lífi.
Bókinni er skipt í tvo hluta:
Líffæri og likamshlutar og Æxl-
un. Síðari hlutinn fjallar m.a. um
erfiðir, meðgöngu, þroska bams-
ins, getnaðarvamir, fóstureyðing-
ar og öldmn einstaklingsins.
Þýðing bókarinnar er endur-
bætt í þessari útgáfú og er nú orð-
in hin vandaðasta; einnig var text-
inn endurskoðaður nokkuð að
öðm leyti. Engin atriðisorðaskrá
er í bókinni.
Steinunn
Sigurðardóttir
Vigdis
Grímsdóttir
'mmumt
í Minningabók Vigdísar Grímsdóttur niðar hafið.
Öldumar hníga jafnskjótt og þær rísa, en í sérhverri
lýsir skamma stund minning frá genginni tíð.
Lesandinn skynjar veröld sem var, með yfirbragð
trega því að hún kemur aldrei aftur. En um leið er
hún lifandi og hlý, ekki að fullu farin, heldur nálæg,
önnur og ný í þeirri veröld sem er og verður.
Vigdís Grímsdóttir hefur þegar skipað sér sess meðal
fremstu höfunda okkar með smásögum sínum,
skáldsögum og ljóðum. Va n
Ismeygileg kímni, napurt háð, einlæg samúð, sterkir
þræðir í nýrri skáldsögu sem á enga sína líka.
Saga fólks sem byrgir bresti sína og leyndarmál á bak
við luktar dyr, ættarsaga í formi eftirmæla, greina og
sendibréfa héðan og að handan. Viðamikið
og frumlegt skáldverk eftir rithöfund sem
á erindi við þig og samtíð þína.
IÐUNN