Þjóðviljinn - 19.12.1990, Page 13

Þjóðviljinn - 19.12.1990, Page 13
íslendingasaga í Ijósmyndum Út er komin hjá Máli og menningu bókin Minnisstæðar myndir - íslandssaga 20. aldar í ljósmyndum. I bókinni er leitast við að sýna meginviðburði og breytingar í íslensku þjóðlífi fyrstu átta áratugi aldarinnar í ljósmyndum. Myndimar em 239 talsins og komnar víðsvegar að af landinu, þótt stærstur hluti þeirra sé nú varðveittur á Þjóðminja- saíhi íslands og Ljósmyndasaíni Reykjavíkur. Gmnnhugmyndin að vali þeirra er sú að sýna mynd- ir af merkum viðburðum, en þó ekki síður myndir úr daglegu lífi fólks, af menningu, verkháttum og atvinnulífi, að draga upp mynd af aldarhættinum almennt. Jafn- framt fylgir annáll áranna 1901- 1980, þar sem tíundað er það sem fféttnæmast þótti á hveiju ári. Inga Lára Baldvinsdóttir valdi myndimar og skrifaði mynda- texta, en hún hefur um árabil rannsakað sögu íslenskrar ljós- myndunar. Sigurður Hjartarson skráði annál. Bókin er 141 bls., prentuð i Prentsmiðjunni Odda hf. Erlingur Páll Ingvarsson hannaði útlit bók- arinnar. HERNÁMIÐ HIN HLIÐIN Amerískur hermaður á Islandi ÍSAFOLD hefúr sent frá sér bókina „Hemámið - hin hliðin“ eftir Louis E. Marshall, fyrrum ofúrsta í Bandaríkjaher, en As- laug Ragnars bjó bókina til prent- unar. Louis E. Marshall er 87 ára að aldri og hefúr starfað sem lög- maður í San Antonio í Texasfylki. í bókinni hemámið - hin hlið- in segir fyrst frá uppvexti höfúnd- ar í Texas, starfi og herkvaðning- unni. Þá víkur sögunni til and- stæðnanna: Islands i snjó og kulda. Höfúndur segir ffá því sem honum fannst sérstakt við íslenskt þjóðlíf ffá sjónarmiði hermanns- ins eins og nafn bókarinnar gefúr til kynna. Louis E. Marshall er einn þeirra hermanna sem eiga íslenskt bam. í bókinni segir hann ffá sambandi sínu við konuna sem ól honum bamið og samskiptum við það áratugum seinna. íslenskir hermenn Bókin íslenskir hermenn er komin út hjá Almenna bókafélag- inu. Höfúndur er Sæmundur Guð- vinsson. í bókarkynningu segir m.a.: Her höfúm við aldrei hafl, en þó eigum við hermenn. Tölu þeirra vitum við ekki, en í flestum styrjöldum, sem háðar hafa verið i heiminum á þessari öld, hafa ver- ið einhveijir íslendingar. Hér segja sex slíkir hermenn ffá styij- aldarreynslu sinni, tveir úr síðari heimsstyijöld, einn úr Kóreustríð- inu, einn úr striðinu i Víetnam, einn úr borgarastyrjöldinni í Rho- desíu og einn úr her Sameinuðu þjóðanna í Libanon. Þessir fyrrverandi hermenn em: Þorsteinn E. Jónsson, Njörð- ur Snæhólm, Þorvaldur Friðriks- son, Gunnar Guðjónsson, Harald- ur Páll Sigurðsson og Amór Sig- urjónsson. Sesselja og Sólheimar Komin er út bókin „Mér leggst eitthvað til“, eflir Jónínu Michaelsdóttur. Styrktarsjóður Sólheima gefúr bókina út. „Mér leggst eitthvað til“ er um brautryðjandann og baráttu- konuna Sesselju Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima - gleði henn- ar og sorgir, ótrúleg affek og sál- arstyrk, áralanga baráttu við kerf- ið, sigur að lokum og viðurkenn- ingu samfélagsins. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ ABR Borgarmálaráð Fundur [ Borgarmálaráði Alþýðubandalagsins (Reykjavfk [ dag, miðvikudag 19. desember kl. 17.15,1 nýju flokksmið- stöðinni Laugavegi 3. í kynningu styrktarsjóðs Sól- heima segir: Glæsileg ung kona kemur til Islands 1930 eflir margra ára nám og þjálfún í uppeldismálum í Evr- ópu. Hún reisir heimili fyrir mun- aðarlaus og vanrækt böm á af- skekktri jörð í Grímsnesi og setur jafnffamt á stofn fyrsta heimili fyrir þroskahefla á íslandi. Kerfið snýst gegn henni. Allt er gert til að hrekja hana frá Sól- heimum. Hún þarf að sækja rétt sinn fyrir dómstólum, og áður en niðurstaða er fengin setur ríkis- stjóm íslands bráðabirgðalög til að ná henni af heimilinu. Aðforin mistekst og Sesselja stendur uppi sem sigurvegari. „Mér leggst eitthvað til“ er 320 blaðsíður. Svendenborg „Emanuel Swedenborg og ei- lífðartrúin min“ heitir bók eftir Helen Keller sem Öm og Örlygur gefúr út. Helen Keller (1889-1968) hlaut heimsfrægð sem rithöfúnd- ur og brautryðjandi í baráttu fyrir málstað blindra og heymarlausra um víða veröld. Sjálf varð hún fyrir þvi áfalli aðeins 19 mánaða gömul að missa bæði sjón og heym af völdum heilahimnu- bólgu, en lærði að tala og tjá sig í rituðu máli og lauk m.a. háskóla- prófi. Ung að ámm kynntist He- len Keller ritum sænska vísinda- mannsins, og sjáandans Emanuels Swedenborgs og varð það til að breyta lífi hennar í gmndvallarat- riðum, enda segir hún að það sem hann segir um hinn andlega heim hafi reynst henni haldbetra en flest annað í hinum lokaða heimi þagnar og myrkurs sem hún sjálf lifði i. Öm og Örlygur hafa nú gefið út bók Helenar Keller þar sem hún lýsir kynnum sínum af ritum Emmanuels Swedenborg. Bókin er einskonar skýringarrit um þau ffæði og kenningar sem þessi hugsuður, dulspekingur og guð- fræðingur hafði að miðla mann- kyninu. Tvær nýjar sögu- snældur Heið- dísar Norðfjörð Hörpuútgáfan hefúr gefið út tvær nýjar sögusnældur fyrir böm. Sögumaður er Heiðdís Norðfjörð. - Bamasögur á snæld- um njóta vaxandi vinsælda og era kærkomin hvíld ffá sjónvarpi, einnig auka þær tilfinningu bam- anna fyrir íslensku máli. A snældu sem nefnist Sögur fyrir svefninn nr. 2 em þessar sögur m.a.: Að klæða fjallið (Bjömstjeme Bjömson), And- vaka kóngsdóttir (Gamalt ævin- týri), Hamingjublómið (Jóhanna Brynjólfsdóttir), Midas konungur (Griskt ævintýri), Konungssonur- inn hamingjusami (Oscar Wilde). Jólasveinaprakkarar heitir hin snældan, þar er m.a.: Jólasveina- rabb (um íslenska jólasveininn), Jólasveinamir (Kvæði Jóhannesar Heimsókn jólasveinsins (ævin- týri), Jólasveinarabb (enskir jóla- sveinar) Jólasveinaríkið (ævin- týri), Rudolf - rauðnefjaða hrein- dýrið (ameriskt ævintýri). Saga íslenska hestsins Ættbók og saga íslenska hestsins 6. bindi eftir Gunnar Bjamason er komin út á forlagi Odds Bjömssonar. í tilefni af 75 ára afmæli Gunnars Bjamasonar, þann 13. desember, kemur á markaðinn 6. bindi af Ættbók og sögu íslenzka hestsins á 20. öld. Þar með hefúr Gunnar unnið það affek að koma í eina aðgengilega ritröð lýsingu stóðhesta að nr. 1176 og lýsingu á hryssum að nr. 8071. OUNNAR ‘■fSARNASON -RÚXJNAtmiR sfStSENZKA5HESTSlNS '-'k 20 ÖtSD jife Frá vélstjóra- félagi íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn laugardaginn 29. desember kt 13:30 að Borgartúni 18, Reykja- vík. Daaskrá samkvæmt félagslögum. Á fundinum verour borin fram stjórnartilíaga um úrsögn úr Far- manna- og fiskimannasambandi Islands. Félagsfundir að Borgartúni 18, 3. hæð Með farskipavélstjórum fimmtudaginn 27. desem- ber kl. 13:00. Með fiskiskipavélstjórum föstudaginn 28. desem- berkl. 13.00. Stjórnin Atvinnumálafulltrúi Starfshópur á vegum landbúnaðarráðuneytisins, Framleiðnisjóðs landbúnaðarins og Stéttarsam- bands bænda óskar að ráða starfsmann, karl eða konu, sem hafi það verkefni að vinna að eflingu heimilisiðnaðar og skyldra verkefna í sveitum með sérstakri áherslu a atvinnu fyrir konur. Viðkomandi þarf að geta nafið störf sem fyrst. Ráðningartími er 1-2 ár. Til greina kemur ráðning í hálft starf. Starfmu fylgja mikil ferðalög. Umsóknir skulu stílaðar á: Stéttarsamband bænda Pósthólf 7040 •Í27 Reykjavík fyrir 31. desember nk. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 NSKÓLI SIGURSVEINS D KRISTINSSONAR Fresturinn til að staðfesta nám á vorönn með reiðslu eða samningi um síðari hluta námsgjalds efurverið lengdur til föstudagsins 21. desember. Innritun stendur nú yfir á hlustunarnámskeiðið „Njót- um tónlistar“ sem hefst 8. janúar. Tímar eru einu sinni í viku kl. 20 á þriðjudögum. Getum bætt við nokkrum nemendum á klarinettu og málmblásturshljóðfæri. Skrifstofan, Hellusundi 7 er opin virka daga kl. 13-17, sími 25828. Skólastjóri Helen Keller um úr Kötlum), Grýla og jólasvein- amir (Guðrún Sveinsdóttir),

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.