Þjóðviljinn - 19.12.1990, Side 16
þJÓÐVILJINN
Miðvikudagur 19. desember 1990 240. tölublað 55. árgangur
■ SPURNINGIN ■
Svalbarði
Gefur þú til
líknarmála?
Sævar Snorrason
eftirlitsmaður:
Já. Ég gef í Hungraðan heim. Ég
gef meira fyrir jólin en á öðrum
tímum.
Þórey Þorsteinsdóttir
vinnur á skrifstofu:
Já. Ég gef svona í formi happ-
drættismiða. En ég gef ekkert
meira um jólin en í annan tíma.
Ragnar Grétarsson
nemi:
Já. Ætli maður sé ekki alltaf að
því. Til dæmis gef ég til Slysa-
varnafélagsins.
Sigrún Steinþórsdóttir
nemi:
Vestur í bæ, nánar tiltekið á
Framnesvegi 44, er verslun
sem lítið fer fyrir en hefur glatt
margan viðskiptavininn með
því að hafa á boðstólum vest-
firskan hákarl, harðfísk, siginn
físk og kæsta skðtu fyrir þá sem
það vilja.
Þetta er verslunin Svalbarði
sem Önfirðingurinn Hallur Stef-
ánsson hefur rekið nú í tuttugu ár
en meðeigandi hans síðustu tíu ár
er Björgvin Magnússon sem
starfar einnig í versluninni. Að
sjálfsögðu hefur verslunin uppá
fleira að bjóða sem Hallur kallar
því skemmtilega nafni
„gleymskuvörur" og segir að séu
til uppfyllingar í hillum verslun-
arinnar. Það eru þær vörur sem
fólk getur oft og tíðum ekki verið
án en á til að gleyma í amstri
dagsins.
Hallur segir að neysla á há-
karli sé í stöðugri sókn meðal
fólks og svo virðist sem gamlar
matarvenjur eigi meira upp á pall-
borðið hjá fólki en var ekki alls
fyrir löngu. Mest er þó keypt af
hákarli yfir þorrann en þó er hann
til sölu hjá þeim félögum allt árið.
Hallur segir að það sé fólk á öll-
um aldri sem kaupi hákarl en kon-
ur þó sýnu mest. Hann segist þó
ekki geta sagt neitt til um það
hvort þær borði svo mikið af hon-
um eða hvort þær séu að kaupa
hann fyrir karlanna. Hinsvegar sé
kæsta skatan svo til einvörðungu
keypt af Vestfirðingum eða fólki
sem þeim er tengt eða skylt.
Kortin kosta
peninga
Þeir félagar segjast ekki þurfa
að kvarta yfir rekstrinum sem
hefur gengið vel og segja að
verslunin hafi verið ákaflega far-
sæl í gegnum tíðina. Til marks um
það er að aðeins tveir eigendur
hafa rekið hana frá því íslending-
ar fengu sjálfstæði frá Dönum,
eða frá árinu 1944. „Það er orð-
sporið ffá ánægðum viðskiptavin-
um sem hefur verið okkar besta
auglýsing í gegnum tíðina. Við
höfum sérhæft okkur í þessum
þjóðlegu réttum og stöndum og
follum með þeim,“ sagði Hallur.
Ekki er tekið á móti krítar-
kortum í Svalbarða og eru þeir
aðeins með staðgreiðslu. Hallur
segir að kortin kosti peninga og sá
sem haldi öðru fram sé að
skrökva. Hann segir að auðvitað
hljóti það að koma niður á vöru-
verðinu í þeim búöum sem taka
við kortagreiðslum. Hallur Stef-
Sérhæfing í þjóðlegum réttum er sérgrein félaganna (versluninni Svalbarða. Þeir eru f.v. Björgvin Magnússon
og Hallur Stefánsson. Myndir Jim Smart.
ánsson segir að fólk fylgist mun
betur með vöruverðinu en áður og
það sé fagnaðarefni. Einnig að
það hugsi sig betur um en fyrr áð-
ur en það ákveður sig i innkaup-
unum.
Hann segir að það sé spor aft-
ur á bak að lengja verslunartím-
ann, eins og samþykkt hefur verið
í æðstu stjóm borgarinnar. Það
hljóti að koma
niður á vöruverð-
inu á sama tíma og
stórmarkaðirnir
geti ekki borgað
sínu fólki mann-
sæmandi laun. Því
til staðfestingar
segist Hallur
þekkja vel til
verslunarmanns
með nítján ára
starfsreynslu sem
vinnur í einum af
stórmörkuðum
borgarinnar og
fyrir fulla dag-
vinnu hafi hann
rúmar 48 þúsund
krónur í mánaðar-
laun.
sjávarplássa í landinu, hann hefur
einnig áhrif á fiskframboðið til
þeirra sem versla með harðfisk og
siginn fisk. Hákarlinn og skatan
munu þó enn vera fyrir utan
kvóta. Hallur segir að það verði æ
erfiðara að ftá góðan fisk. Það sé
í sjálfu sér enginn vandi að fá fisk
en spumingin sé ætíð um það að
fá hann sem bestan.
„Okkar takmark er að hafa
hér á boðstólum fyrsta flokks
vöm og þótt við getum ekki gert
alla ánægða reynum við okkar
besta og teljum að við gerum það
í langflestum tilvikum,“ sagði
Hallur Stefánsson í versluninni
Svalbarða.
-grh
Kvótinn
hefur áhrif
Það er ekki að-
eins að kvótinn
hafi áhrif á afkomu
hinna einstöku
I gegnum tíðina hafa margir viðskiptavina þeirra Bjögvins og Halls haldið tryggð við
verslunina og hér er einn þeirra að þakka Björgvini fýrir veitta þjónustu.
Orðsporið er besta auglýsingin
Vestjirskur hákarl, siginn fiskur, harðjiskur og kæst skata ásamt gleymskuvörum til uppjyllingar
Nei. Ég er nýkomin til landsins.
En áður keypti ég oft happdrætt-
ismiöa.
RAFRUN H.F. ■
...—i 11 E